Dagur - 06.06.1992, Page 7
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 7
Siðbót lokið með réttarbót
- almennir dómstólar nú einn og átta
í síðasta þætti var fjallað um
sögulegar forsendur fyrra
skipulags og aðdraganda að
breytingum á dómstólaskipan
og réttarfari hér á landi. I dag
verða skýrðar helstu bréyting-
ar sem leiðir af lögum um
aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði einkum
hvað dómstóla varðar.
Hæstiréttur er áfrýjunardóm-
stóll og hefur haft æðsta dóms-
vald í öllum málum sem undir
almenna dómstóla heyra síðan
hann var stofnaður árið 1920.
Hann fer eingöngu með dómstörf
ef frá eru talin nokkur störf í
þágu framkvæmdarvalds s.s. til-
nefning í aðra dómstóla og
umsögn um veitingu áfrýjunar-
leyfis.
Undir þessu æðra dómstigi er
fyrra dómstig - dómstólar í hér-
aði. Þá hafa skipað sömu menn
og gegna stjórnsýslu og löggæslu
í umboði framkvæmdarvaldsins
en með gildistöku sk. aðskilnað-
arlaga 1. júlí nk. missa sýslu-
menn og bæjarfógetar dómsvald-
ið úr höndum sínum. Hugtakið
bæjarfógeti hverfur reyndar
alveg en sýslumenn munu þeir
kallast sem fara með stjórnsýslu
og löggæslu. Nánar verður sagt
frá því í næsta þætti.
Forsaga
Dómsvaldið sem sýslumenn
fengu í kjölfar einveldis hefur
smám saman flust á hendur ann-
arra en þeirra sjálfra. í Reykja-
vík hafa dómstólar aðallega feng-
ist við dómstörf; Sakadómur
dæmdi í opinberum málum og
Borgardómaraembættið í einka-
málum. Árið 1972 voru skipaðir
héraðsdómarar við embætti
bæjarfógeta í fimm stærstu bæj-
um á landinu, þ. á m. á Akureyri,
en seinna fékk Selfoss einnig einn
slíkan. Þeir dæmdu - ásamt sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og full-
trúum - í opinberum málum jafnt
og einkamálum.
Meirihluti landsmanna bjó því
þegar við sæmilega sjálfstæða og
óháða dómendur í héraði en það
fór eftir atvikum hvort þeir hér-
aðsdómarar eða hinir fyrri
dómendur dæmdu mál. Á minni
þéttbýlisstöðum og í sveitum
voru það hins vegar sýslumenn
og bæjarfógetar einir (ásamt full-
trúum) sem dæmdu bæði í einka-
málum og opinberum málum
þangað til 9. janúar 1990 rann
upp.
Yanhæfísdómurinn
Sá dagur var á margan hátt merk-
isdagur hvað varðar íslenska lög-
fræði. Þá dæmdi Hæstiréttur í
annars mjög ómerkilegu saka-
máli manns sem dæmdur hafði
verið sekur af Þorgeiri Þorgeirs-
syni, fulltrúa sýslumannsins í
Árnessýslu. Þennan dag skipti
Hæstiréttur um skoðun. Sams-
konar málsmeðferð og sú, sem
Jón Kristinsson hafði hlotið og
Hæstiréttur taldi óaðfinnanlega
árið 1985, var nú ekki í samræmi
við lög. Nánar tiltekið var um að
ræða ákvæði sk. einkamálalaga
frá 1936 um að dómari skuli víkja
úr dómarasæti „ef... annars er
hætta á því, að hann fái ekki litið
óhlutdrægt á málavöxtu.“ Þetta.
fyllingarákvæði skýrði Hæstirétt-
ur nú í ljósi niðurstöðu mannrétt-
indanefndar Evrópuráðsins sem
sagt var frá í síðasta þætti. Auk
þess sagði Hæstiréttur að breytt-
ar aðstæður og nýsett lög um
aðskilnað dómsvalds og umboðs-
valds í héraði frá 1989 - sem taka
gildi 1. júlí nk. -leiddu til þeirrar
niðurstöðu að sýkna bæri
ákærða. Niðurstaðan var þver-
öfug miðað við dóminn í máli
Jóns enda þótt dómarafulltrúinn
í Árnessýslu hefði alls ekki verið
hlutdrægur. Hins vegar var hann
talinn „almennt“ hlutdrægur -
vanhæfur til að dæma - þar sem
hann auk þess starfaði við lög-
gæslu og rannsókn sakamála. Um
leið urðu allir sýslumenn, bæjar-
fógetar og fulltrúar þeirra við 19
embætti víða um land vanhæfir til
að dæma í sakamálum sem rann-
sökuð höfðu verið við embættin.
í kjölfar dóms Hæstaréttar fylgdu
fjölmargir sams konar dómar þar
sem málsmeðferð var talin ófull-
nægjandi og héraðsdómur því
ómerktur.
Bráðabirgðaskipan
Dómurinn varð til þess að Forseti
íslands setti samdægurs bráða-
birgðalög um úrbætur hvað varð-
ar sjálfstæði dómara og fulltrúa
þeirra. Þau voru staðfest af
Alþingi með samhljóða lögum
(nr. 27/1990). Þar var kveðið á
um að fimm héraðsdómarar yrðu
tafarlaúst skipaðir til að dæma í
lögsagnarumdæmum þessara 19
embætta. Þeim var aðallega ætl-
að að dæma í sakamálum þar sem
sýslumenn og fulltrúar þeirra
hefðu ella verið vanhæfir sam-
kvæmt nýjum skilningi Hæsta-
réttar.
Einn og átta
Lög þessi kveða einungis á um
bráðabirgðaskipan dómsvalds í
héraði því þegar aðskilnaðarlög-
in taka gildi þann 1. júlí nk. falla
þessi úr gildi. Þá missa sýslumenn
allt dómsvald úr höndum sér og
almennir dómstólar verða átta
auk Hæstaréttar. Þeir verða stað-
settir í Reykjavík, í Borgarnesi,
á ísafirði, á Sauðárkróki, á Akur-
eyri, á Selfossi og í Hafnarfirði.
Hver þeirra hefur lögákveðið
lögsagnarumdæmi og fylgja þau
nokkurn vegin kjördæmaskipan
landsins og er dómstóllinn
kenndur við þau umdæmi.
Byggðapólitík
Bent hefur verið á að með því að
fækka dómstólum fækkar dómur-
um ekki endilega heldur munu
dómstólarnir stækka. Um leið
eykst kunnátta dómara og sér-
fræðiþekking þeirra. Líklegt er
að þetta hafi jákvæð byggða-
pólitísk áhrif þar sem e.t.v. verð-
ur snúið við þróun undanfarinna
ára í þá átt að málsaðilar í öllum
meiriháttar dómsmálum semji
um að þau séu dæmd fyrir Bæjar-
þingi Reykjavíkur.
Siðbót lokið með réttarbót
Almennir dómstólar verða því
einn Hæstiréttur - og átta héraðs-
dómstólar. Auk þeirra haldast
sérdómstólarnir Félagsdómur
sem dæmir í vinnudeilum, Lands-
dómur sem dæmir um embættis-
rekstur ráðherra og Siglingadóm-
ur sem dæmir í sjóslysamálum.
Þann 1. júlf nk. verða liins vegar
lagðir niður Kirkjudómur og
Synódalréttur sem ætlað var að
dæma í ótilteknum refsimálum
gegn prestum m.a. samkvæmt
kirkjulögum þótt aldrei diafi til
þess komið. Því má segja að með
réttarfarsbót þann I. júlí nk.
Ijúki ekki einungis einveldis-
skipulagi heldur sé með því rek-
inn endahnúturinn á samruna
ríkis og kirkju þar sem dómsvald-
ið er endanlega tekið af þjóð-
kirkjumönnum. Þar með er sið-
bótin fullkomnuð á íslandi en
hún hófst 1517 í Þýskalandi.
í vikunni lauk námskeiði uni aðskilnaðarlögin og hvlstu breytingar á réttarfari sem taka gildi þann 1. júlí nk.
Námskeiðið sóttu flestir lögmenn á Akureyri og fulltrúar þeirra en samskonar námskeið hafa verið haldin fyrir dóm-
ara annars vegar og löglærða löggæsluinenn hins vegar. Fyrirlcsari var Markús Sigurbjörnsson, prófessor við laga-
deild Háskóla Islands, en með honuin á myndinni cru frá vinstri: Björn Jósef Arnviðarson, Arnar Sigfússon, Árni
Pálsson, Gunnar Sólnes, Ásmundur S. Jóhannsson og Hreinn Pálsson. Mynd: Goiii
SJALUNN
Veiðileyfi
í Hörgá
Sala veiðileyfa í Hörgá er
Eyfjörð, sími 22275.
Stjórnin.
í versluninni
BYGGINGAVORUR
LÓNSBAKKA
Tilboð óskast
Byggingavöruverslun KEA við
Lónsbakka óskar eftir tilboði í
uppsetningu girðinga og fl. á
athafnasvæði fyrirtækisins.
Þeir sem áhuga hafa að bjóða í verkið hafi
samband við undirritaðan fyrir 15. júní.
601 Akurevri • -23r 96-30321 & 96-30326 • Fa* 96-27813