Dagur - 06.06.1992, Side 9

Dagur - 06.06.1992, Side 9
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 9 „Já, ég skal gefa þér samband“ Ingibjörg Einarsdóttir á símanum í íslandsbanka. Gréta afgreiöir viðskiptavini ÁTVR í suniar. Flestir framhaldsskólanemendur fá sumarstarf - jafnvel við sitt hæfi Sigurjón þjálfari í hópi upprennandi knattspyrnumanna. Nokkurt atvinnuleysi hefur verið viðloðandi hér á Akur- eyri og í nágrannabyggða- lögunum sl. ár og því miður virðast ekki miklar breytingar vera í sjónmáli á því ástandi. Á sumrin bjóðast þó ýmis árstíð- arbundin störf og eins leyfa nú ilestir launþegar sér þann munað að fara í sumarfrí, mis- munandi langt þó og í stað þeirra er oft ráðið afleysinga- fólk. Húsbyggjendur hverfa jafnvel “aðeins“ niður í hús- grunninn eða inn í hálfkaraða íbúðina, en það flnnst mörgum líka frí rétt eins og innisetu- fólki flnnst gott að breyta til á sumrin ef það á þess kost og fara í ýmiss konar útivinnu. Kennarar fara t.d. margir hverjir í garðyrkjustörf, smíðar, múrverk, malbikunar- vinnu, o.fl. og fínnst mörgum þeirra það hin besta upplyfting eftir strangan vetur í skóla- stofunni. Svo virðist sem flestir nemendur eldri en 16 ára hafí fengið einhverja sumarvinnu hafl þeir sóst eftir því en þeir yngri verða margir hverjir að láta sér nægja 4 til 5 vikna vinnu í unglingavinnunni. En einhver vinna er betri en engin og ætti að gefa einhvern vasa- pening í aðra hönd áður en sest er að nýju á skólabekk að hausti. En við hvaða störf er fólk að fást? Sýnishorn af því má berja augum hér á eftir. Áfengisafgreiðsla Gréta Júlíusdóttir er nemandi í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri á uppeldissviði félagsfræði- brautar og vinnur í Áfengisversl- uninni í Hólabraut. Hvernig tókst henni að fá vinnu við að afgreiða áfengi? „Ég fékk vinnu hér um jólin og sótti þá strax um vinnu hér á komandi sumri og fékk jákvætt svar fljótlega. Ég er mjög ánægð með það því að þegar við skóla- félagarnir vorum að tala um sumarvinnu í vetur þá virtist vera mjög erfitt að fá sumarvinnu en það hefur heldur ræst úr því eftir sem lengra leið á vorið. Mér finnst bæði skemmtilegt og spennandi að vinna hér og ansi fróðlegt að sjá hvað keypt er og eins það að ég læri að þekkja ýmsar víntegundir sem ég vissi hreinlega ekki að væru til.“ Guðrún bókasafnsstarfsmaður. Bókavarsla Guðrún Þorsteinsdóttir er ættuð úr Grýtubakkahreppi en er nem- andi í bókasafnsfræðum við Háskóla íslands og lýkur þaðan prófi vorið 1993. Hún starfar á Amtsbókasafninu og gerði það reyndar einnig sumarið 1991 og stundar því sumarvinnu sem er nátengd hennar námi. - Er það ekki mjög heppilegt að fá sumarvinnu sem tengist náminu? „Jú, vissulega og ég er mjög ánægð með það.“ - Hyggstu jafnvel fá vinnu hér þegar námi lýkur? „Ég veit nú ekki hvort ég fæ vinnu hér á Amtsbókasafninu en í öllu falli mun ég sækja um vinnu hér á Akureyri eða við Eyjafjörð og vera þannig nærri minni heima- byggð.“ Sundlaugarvörður Petrína Berta er uppalin í Reykja- vík en hefur verið búsett á Akur- eyri sl. tvö ár. Hún stundaði nám á viðskiptabraut Verkmennta- skólans sl. vetur en starfar í sum- ar í Sundlaug Akureyrar og fékk reyndar sumarvinnu þar einnig á sl. sumri. Hvernig gekk henni að fá sumarvinnu? -I *» S* Petrína gætir sundlaugargesta í sumar. „Bara vel, ég þekki Þorstein sundlaugarstjóra allvel og því var þetta allt auðveldara. En ég er nú reyndar ekki mikið úti við í þess- ari vinnu því ég er mikið við afgreiðsluna frammi og verð því að láta mér nægja oft á tíðum að horfa á góða veðrið þegar það skartar sínu fegursta. En hér er gott að vinna á sumrin.“ Þjálfari Sigurjón Magnússon er kennari við Glerárskóla og hefur unda- farin sumur þjálfað yngstu flokk- ana hjá Þór og tekur því ekki mikið sumarfrí. En er þjálfara- starfið draumastarfið á sumrin? „Já, þetta fer mjög vel saman við kennsluna því launin fyrir Birgir nemur stærðfræði í Kansas en er í mælingum í sumar. kennsluna eru ekki svo „geðsleg“ að það sé hreinlega hægt að leyfa sér að taka sumarfrí. Auk þess er ég einnig lærður íþróttakennari svo það hjálpar til. Ég gæti hrein- lega ekki lifað öðruvisi en hafa þessar tekjur á sumrin.“ - Eru flestir „kollegar" þínir í einhverri sumarvinnu? „Að minnsta kosti eru flestir kennarar sem ég þekki til og eru aðalfyrirvinna heimilisins í ein- hverju aukastarfi á sumrin, kannski oftar af nauðsyn en ánægju, því miður.“ Mælingamaður Birgir Árnason er Akureyringur en var á sl. vetri vestur í henni stóru Ameríku, nánar tiltekið við stærðfræðinám í Kansasháskóla og sagðist aðspurður eiga eftir „fullt“ af árum í námi. En blm. hitti Birgi á götuhorni rétt við Slippstöðina horfandi haukfránum augum á götuna ásamt tveimur félögum sínum. - í liverju er starf þitt fólgið? „Ég er við mælingar hjá Akur- eyrarbæ, sem felst m.a. í því að setja út nýjar lóðir og hús, mæla hæðir fyrir nýja vegi og fleira sem tengist þessu starfi.“ - Hvernig gekk þér að fá þessa vinnu? „Ég einfaldlega sótti snemma um vinnu hjá Akureyrarbæ og fékk jákvætt svar. Flestum sem ég þekki hefur gengið ágætlega að fá vinnu í sumar en margir þeirra eru reyndar í sama starfinu sumar eftir sumar og líkar bara vel. í fyrra vann ég í Kirkjugörð- um Akureyrar en mér sýnist að eftir stúdentspróf eða hliðstæða menntun sé talsvert auðveldara að fá sumarvinnu.“ Bankamaður „íslandsbanki, góðan daginn." Þegar hringt er í símanúmer íslandsbanka þessa dagana svar- ar ung stúlka í símann með þessu ávarpi og verður fljótt og örugg- lega við öllum óskum viðskipta- manna bankans. En hver á þessa rödd? „Ég heiti Ingibjörg Einarsdótt- ir, er Akureyringur og hef lokið einum vetri í hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri. Ég sótti um sumarstarf við bankann í fyrra en gerði ekki ráð fyrir að fá jákvætt svar en þegar ég fór að athuga málið í byrjun júní æxluð- ust málin svo að ég var ráðin. Ég sótti svo aftur um starf í sumar því mér líkaði mjög vel hér í fyrra og svo virðist um fleiri því hér er nánast sama sumarafleys- ingar fólk í sumar og var í fyrra- sumar. í fyrra var ég aðallega í póstinum en nú er ég að leysa af á símanum en fer svo í einhver tilfallandi störf þegar sú sem ég er að leysa af kemur úr sumar- fríi.“ - Ætlarðu að sækja um starf hér aftur næsta sumar? „Ég þarf að skila þremur mán- uðum utan skólatíma í verklegu svo ég býst við að ég reyni að fá starf á Fjórðungssjúkrahúsinu næsta sumar. Það eru ekki margir skólafélagar mínir þar í sumar, þær hafa aðallega fengið vinnu á elliheimilinu við aðhlynningu. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.