Dagur - 25.06.1992, Síða 1
Fyrstu loðnuskipin til leitar í byrjun ágúst
- segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri
Pað sem af er sumri hefur
umferð ferðamanna um
Mývatnssveit verið á sömu nót-
um og í fyrra. Undir kvöld á
þriðjudag var jörð alhvít og
hvasst var af norðri. Nokkrir
tjaldbúar leituðu í svefnpoka-
pláss innan dyra, en flestir gistu
tjöld sín enda vel útbúnir. Erla
Birkisdóttir, tjaldvörður á tjald-
stæðinu við Reynihlíð, sagði að
útlendingarnir hefðu tekið vos-
búðinni vel og þótt þessi óveðurs-
nótt spennandi. Tjaldverðir í
Mývatnssveit eru sjö og land-
verðir fjórir.
Um klukkan 22.00 á þriðjudag
var jörð alhvít í Ásbyrgi. Eitt
tjald var á svæðinu, en ekkert í
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á
loðnuskipinu Súlunni EA, seg-
ir að hluti loðnuflotans muni
halda til loðnuieitar úti fyrir
Norðurlandi eftir verslunar-
mannahelgina. Væntanlega
fari fyrst þau skip á miðin sem
hafi tvo kvóta til að veiða upp
í, enda þurfí þau Iengstan tíma
til að ná sínu. Bjarni segir að
loðnu verði ekki vart á
grunnslóðinni úti fyrir
Noröurlandi nú og það viti á
gott fyrir vertíðina.
„Við höfum oft tekið þátt í
leitinni en við erum bara með
einn kvóta og teljum okkur hafa
nógan tíma til að ná honum. Pess
vegna gerum við ekki ráð fyrir að
fara fyrr en í september," sagði
Bjarni.
„Við sjáum enga loðnu á
grunnslóð núna og það veit á
gott. Þá er loðnan þar sem hún á
að vera, þ.e.a.s. langt norður í
hafi og ekkert að þvælast þar sem
hún á ekki að vera. Hér áður fyrr
var ástandið svona, loðnan norð-
ur í hafi á sumrin og fór svo að
síga nær landinu á haustin."
Hafrannsóknastofnun lagði til
við sjávarútvegsráðherra fyrir
skömmu að byrjunarkvóti á
loðnu skuli vera 500 þúsund
tonn. Bjarni fagnar þessu sem
byrjunarkvóta. „Þetta er allt ann-
að handbragð en í fyrra. í fyrra
var óþolandi að hafa ekki byrjun-
arkvóta enda held ég að menn
hafi rekið sig á að það var tóm
vitleysa.“
Bjarni segir á allan hátt mikil-
vægt að ná loðnu sem fyrst á
haustvertíðinni. Þá sé besta
ástand á loðnunni og hæsta fitu-
hlutfall. „Það væri æskilegast fyr-
ir alla aðila að um helmingur af
veiðikvótanum væri kominn á
land um áramót. Þá er loðnan
besta hráefnið," sagði Bjarni
Bjarnason. JÓH
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
75. árgangur
Akureyri, flmmtudagur 25. júní 1992
117. tölublað
Vetrarveðrið:
Útlendingarnir hissa
- segir Þórný Snædal á Hótel KEA
„Utlendingarnir eru eiginlega í
rusli yflr þessu. Svona veðri
var ekki lofað í bæklingunum
hjá þeim en fyrir suinum er
þetta kannski rúsínan í pylsu-
endanum,“ sagöi starfsmaður
á Hótel Norðurlandi á Akur-
eyri í samtali við blaðið þegar
grennslast var fyrir um við-
brögð erlendra ferðamanna
við vetrarveðrinu í fyrradag.
Vegagerðin:
Ruðningstæki
á fjallvegum
„Við sendum bæði ruðnings-
tæki og sandbíla upp á Víkur-
skarð í morgun. Þetta var
óvænt og óvanalegt fyrir þenn-
an árstíma,“ sagði Oskar
Gunnarsson í vegaeftirlitinu
hjá Vegagerð ríkisins á Akur-
eyri í gær.
Vegagerðarmanna biðu sér-
kennileg sumarverkefni í gær-
morgun. Ryðja þurfti Víkur-
skarð og hreinsa af Ólafsfjarðar-
vegi, norðan Dalvíkur. Hálka var
á Öxnadalsheiði og Lágheiði ekki
fær nema jeppum. Ekki verður
sinnt mokstri þar fyrr en veður
batnar.
Á Vatnsskarði og Holtavörðu-
heiði var hálka í gær og austan
Akureyrar þurfti að ryðja Kísil-
veg í gær, veginn um Möðru-
dalsöræfi. Öxarfjarðarheiði var
ófær, einnig leiðin um Hólssand,
Vesturdal og að Dettifossi.
Vopnafjarðarheiði var hins vegar
fær. JOH
Fáir tjaldferðalangar voru á
ferð á Akureyri í fyrrakvöld og
því urðu hótelin lítið vör við að
ferðamenn þyrftu að tlýja í hús
undan veðrinu. Hins vegar eru
margir erlendir gestir í bænum í
tengslum við vinabæjavikuna og
einnig margir miðevrópubúar
sem komu í beinu flugi frá Sviss
til Akureyrar.
„Utlendingarnir eru svolítið
hissa. Einn sagði við mig að síð-
ast þegar hann kom þá' hefði ver-
ið sumar á Akureyri en ég svar-
aði honum þá að það hefði verið
hér síðast á sunnudaginn,“ sagði
Þórný Snædal, starfsmaður á
Hótel KEA. „Manni finnst svo-
lítið leiðinlegt ef útlendingarnir
halda að þetta sé alvanalegt hér.
En mörgum finnst þetta greini-
lega mjög fyndið og taka þessu
vel.“ JÓH
Þessi bíll þýskra ferðamanna fór úfaf veginum við Reykjaréff í Ólafsfirði í gær og urðu þeir frá að hverfa á leið sinni
til Siglufjarðar vegna ófærðar. Mynd: gt
Vetrarveður hrellir Norðlendinga:
Kuldaloft frá Norðurpólnum yfir landinu
- „hluti af því ruglaða ástandi sem verið hefur á loftstraumum í vor,“
segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
„Það sem veldur þessu ástandi
í veðurfarinu er að við erum að
fá yflr okkur loft sem á heima á
svæðinu langt fyrir norðan
okkur, á svæðinu við Norður-
Grænland og Norðurpólinn.
Þetta er hluti af því ruglaða
ástandi sem verið hefur á loft-
straumunum í allt vor, ekki
endilega í grennd við ísland
lieldur á stóru svæði á norður-
Mývatnssveit og Jökulsárgljúfur:
„Tjaldbúar létu
óveðrið lítt á sig fá“
- sagði Erla Birkisdóttir, tjaldvörður
Norðanáhlaupið sem gerði um
Norðurland á þriðjudaginn
klóraði lítt tjaldbúum í
Mývatnssveit og í þjóðgarðin-
um við Jökulsárgljúfur. Tutt-
ugu og sex tjöld voru á tjald-
stæðum við Reynihlíð og eitt í
Ásbyrgi.
Vesturdal. Fyrr um daginn höfðu
ferðamenn snúið frá þjóðgarðin-
um þar sem tekið var að slydda. í
gærmorgun var ófært smærri bíl-
um í Vesturdal, töluverður snjór
var á veginum. Landverðir í
Vesturdal eru þrír og í Ásbyrgi
fjórir. ój
hveli jarðar,“ sagði Einar
Sveinbjörnsson, veðurfræðing-
ur hjá Veðurstofu íslands, í
gær. Norðlendingar kunna að
sjá eilítið hærri hitatölur í dag
en síðustu daga en það verður
skammgóður vermir því kólna
á verulega á nýjan leik með
norðanátt og úrkomu og er í
kortum veðurfræðinga ekki
sjáanleg breyting fyrr en eftir
næstu helgi.
„Þetta ástand á loftstraumun-
um sést best á því að ekki hefur
fallið dropi úr lofti í Danmörku
og Suður-Skandinavíu í fimm
vikur, ekki hefur náð að vora enn
á Vestur-Grænlandi en á sama
tíma hefur verið leiðindaveður á
Mallorka og í Sahara hefur rignt.
Síðustu afleiðingar af þessum
afbrigðilegu lofstraumum eru að
við fáum yfir okkur allra kaldasta
loftið sem fyrirfinnst á öllu
norðurhvelinu. Þetta kuldakast
er afmarkað við ísland og þá
hluta Grænlands sem eru næst
okkur. Á santa tíma er hins vegar
8 stiga hiti á Svalbarða. Þetta seg-
ir talsvert um ástandið,“ sagði
Einar.
Hjá Veðurstofu fslands liafa
fræðingar rýnt í gögn og segir
Einar að þetta kuldakast sé ekki
venjulegt fyrir Norðurland. Oft
snjói í fjöll á sumrin í norðanátt
en aðstæður séu aðrar nú, eins og
fólk jafnvel á láglendi hefur feng-
ið að kynnast. „Við höfum flett
aftur í tímann og mér sýnist þetta
sambærilegt við tvö ártöl. Annars
vegar er það 17. júní 1959 og hins
vegar um sumarsólstöður 1968.
Þá gerði hret af þessu tagi. Loft-
straumar voru líka afbrigðilegir
1959 en við höfuin ekki skoðað
þann þátt árið 1968,“ sagði Ein-
ar.
Veðurútlitið fyrir komandi
daga er ekki gæfulegt. Einar segir
að lægðin sem kuldanum veldur
verði yfir landinu í dag og um
tíma kunni að snúast til suðvest-
lægrar áttar á Norðurlandi.
Næstu sólarhringa verður svo
norðanátt, strekkingsvindur,
kuldi, snjókoma á fjöllum og
kalsarigning í byggð. JÓH
Guðni Sveinsson, lögreglumaður á Siglufirði:
Sjáum ekki á dökkan díl til fjalla
„Hér er allt hvítt. Við sjáum
ekki í gras á lóðinni hér við
húsið og til fjalla sést hvergi á
dökkan díl,“ sagði Guðni
Sveinsson, lögreglumaður á
Sigluflrði í gærkvöld.
Veður var að ganga niður út
með Eyjafirði síðdegis í gær og
sást þá vel hve mikið hefur snjó-
að til fjalla. Guðni sagði sjáanleg
dæmi þess í fjöllum við Siglufjörð
að snjór hafi runnið til.
í mörgum tilfellum þurftu lög-
reglumenn að aðstoða ökumenn
á fjallvegum og í fyrrinótt var
hjálparsveit kölluð út á Akureyri
til hjálpar ökumanni á Víkur-
skarði en hann var ósjálfbjarga
sökum óveðurs og snjóa. JÓH