Dagur - 25.06.1992, Page 4

Dagur - 25.06.1992, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Dyntótt veðurfar Það er stundum sagt að ísland sé á mörkum hins byggilega heims og er þá vísað til hinna hrikalegu náttúruafla sem öðru hverju gera vart við sig. Landsmenn eru sjálfsagt ekki tilbúnir til að sam- þykkja að landið þeirra sé óbyggilegt heldur telja það þvert á móti gjöfult og ríkt af nýtanlegum auðlindum. Hins vegar dettur engum í hug að neita því að veðurguðirnir svonefndu setja daglegt líf íslendinga oft og tíðum úr skorðum. Síðustu daga höfum við fengið enn eina stað- festingu þess hve íslenskt veðurfar er óútreiknan- legt og dyntótt. Eftir nokkurra vikna tímabil sólar og blíðu brast skyndilega á með fárviðri í lok síð- ustu viku. Það mældist 11 vindstig í verstu hryðj- unum og olli gífurlegum gróðurskemmdum víða á Norðurlandi. Tæpri viku síðar tók við eitthvert mesta kuldakast sem sögur fara af á þessum árstíma. Svo kalt var í veðri aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags að snjóa tók í byggð á Siglfirði, Ólafsfirði og víðar og fjallvegir víða um land tepptust. Á þessari stundu er ekki gott að segja hversu miklu tjóni hið síðbúna vetrarveður hefur valdið á gróðri en þó má búast við að tjónið sé umtalsvert. í annan stað er ljóst að svo kalt júníveður er ekki vel til þess fallið að örva straum erlendra ferðamanna til landsins. Þrátt fyrir það láta landsmenn sér fátt um veðrabrigðin finnast. Þeir vita sem er að hér er allra veðra von og hafa fyrir löngu lært að laga líf sitt að þeirri staðreynd. Veðrið er þeim ávallt jafn- kærkomið umræðuefni og vegna síbreytileikans verður það aldrei leiðigjarnt. Vinabæjamót á Akureyri Þessa viku stendur yfir á Akureyri stærsta vina- bæjamót sem haldið hefur verið í bænum til þessa. Um 220 manns frá Akureyri og vinabæjunum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð taka þátt í mótinu og leggja sitt að mörkum til að dagskráin verði sem fjölbreytilegust. Óhætt er að fullyrða að gildi slíks vinabæja- samstarfs frændþjóðanna á Norðurlöndum er mikið. Gagnkvæmar heimsóknir víkka sjóndeildar- hringinn og treysta vináttuböndin. Þá fá þátttak- endurnir innsýn í daglegt líf fólks á hinum Norður- löndunum og kynnast viðhorfum þess. Vinabæja- samstarf er því í raun afar ákjósanleg leið til að kynna land og þjóð. Af framansögðu er ljóst að þótt þátttaka Akur- eyrar í norrænu vinabæjasamstarfi sé talsvert kostnaðarsöm, má fullyrða að þeir fjármunir skila sér margfaldir til baka. Þess vegna er óskandi að áfram verði haldið á sömu braut. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að norrænt samstarf á vett- vangi Norðurlandaráðs er í talsverðri óvissu sem stendur. BB. Fréttir Víkurskarð reyndist mörgum ökumanninum torsótt leið í gærmorgun og þessi vöruflutningabílstjóri setti keðjur undir bílinn áður en hann lagði á skarðið. Myndir: GT Vetrarveður á miðju sumri - vegfarendur í basli í Ólafsfirði vöknuðu bæjarbúar upp við vondan draum í Bændur í Fljótum og Ólafsfirði leituðu að kindum á gærmorgun. Ryðja þurfti snjó af götum og gangstéttum. Lágheiði í fyrrakvöld og í gær. Óttast var að fé fennti í kaf í giljum enda djúpur snjór. Þessi fólksbifrcið fór út af veginum við bæinn Bakka í Ólafsfirði um miðjan dag í gær. Lágheiði var ekki talin fær nema jeppum í gærmorgun en síðdegis bárust fregnir af því að lögreglubíllinn í Olafsfirði hafi setið fastur á heiðinni á leið sinni yfir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.