Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 16
heimsendingarþjónusta alladaga Sunnudaga til f iirum.tud.aga WL. 18.00-28.30 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Ferskar afurðir á Hvammstanga: Hrossakjöt á Japansmarkað er nær dregur hausti Vegavinna í smáum stíl. Aðalfundur Félags sauðprbænda við Eyjafjörð: Stöðva þarf samdrátt í sölu og neyslu kindakjöts - flöt skerðing verður 14,2% í Eyjafirði ef engin frjáls uppkaup eiga sér stað Nægilegt framboð hefur verið af sláturgripum hjá sláturhúsi Fræðslufundur um atvinnumál: „Staðan í sveitum alvarlegt mái“ „Fundurinn var mjög vel heppnaður og hann sóttu 60-70 manns,“ sagði Hildur Trausta- dóttir, fundarstjóri á fræðslu- og upplýsingafundi sem hald- inn var í Stórutjarnaskóla sl. sunnudag. Atvinnumálanefnd- ir Bárðdæla,- Háls,- og Ljósa- vatnshrepps stóðu fyrir fund- inum ásamt Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og Samstarfsnefnd um atvinnu í sveitum. „Við fengum fyrirlesara sem upplýstu okkur um stöðu mála. Mér fannst fundurinn mjög góð- ur og fundarmenn fengu tækifæri til að ræða við fyrirlesarana um það sem þeir höfðu mestan áhuga á að kynna sér,“ sagði Hildur. Fjallað var um stofnun eigin atvinnureksturs, lán og styrki frá sjóðum, list- og minjagripi, hlunnindanýtingu og fiskeldi, skógrækt og landbætingu. Einnig var rædd atvinnuþróun í sveitum og aðgerðir til atvinnusóknar, og framtíðarsýn með ferðaþjónustu í sveitum. Á fundinum var kynnt Ferðamálafélag Suður-Þingey- inga, sem nýlega var stofnað og Handverkskonur milli heiða, sem standa munu fyrir markaði við Goðafoss, kynntu sína starfsemi. „Ég held að þessi fundur sé byrjun á stærra máli. Hann skilar því að fólk fer að velta hlutunum meira fyrir sér og finna út hvaða möguleika það á, bærinn eða sveitarfélagið, til að auka atvinnu heima fyrir. Ég vona að framhald verði á, að við höldum áfram að vinna að þessum málum því stað- an í sveitunum er að verða alvar- legt mál. Það er að mörgu að hyggja en ég er bjartsýn á að það finnist vinna fyrir okkur í sveit- unum ekkert síður en í kaup- stöðunum," sagði Hildur í sam- tali við Dag. IM Sviptur öku- leyfi á staðnum Einn ökumaður missti ökuleyf- ið á staðnum á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur í fyrra- kvöld þegar hann ók á 101 km. hraða á klst. þar sem leyfilegur hraði var 50 km/klst. Viðgerðir standa nú yfir á slit- laginu milli Akureyrar og Dal- víkur og hefur Vegagerð ríkisins fært leyfilegan ökuhraða á löng- um köflum þar niður í 50 km. á klukkustund. Að sögn varðstjóra hjá Akureyrarlögreglunni er afar mikilvægt að ökumenn virði þessi hraðamörk Vegagerðarinnar hvar sem þau eru sett. JÓH Ferskra afurða á Hvamms- tanga nú í vor, en aðallega hef- ur verið slátrað nautgripum og koma þeir víða að af Norður- landinu m.a. hafa eyfirskir bændur sent mikið af gripunt vestur til slátrunar. Töluvert framboð er af naut- gripum til slátrunar af Eyjafjarð- arsvæðinu enda um að ræða mik- ið mjólkurframleiðslusvæði en verulega minna í Vestur-Húna- vatnssýslu. Eyfirskir bændur sjá yfirleitt sjálfir um flutning á grip- unum til sláturhússins. Nokkuð kemur af sláturgripum úr Bæjar- hreppi í Strandasýslu og lítils háttar úr Austur-Húnavatns- sýslu. Sláturhúsið sér sjálft um dreif- ingu á kjötinu sem að mestu leyti fer á Reykjavíkurmarkað, bæði til verslana og kjötvinnslustöðva. Nokkur svínaslátrun er einnig en hrossaslátrun liggur alveg niðri núna, en gert er ráð fyrir að hrossaslátrun á Japansmarkað hefjist er nær dregur hausti enda eru hrossin ekki nógu feit nú fyrir Japansmarkaðinn og jafnframt þurfa þau að vera a.m.k. 6 vetra. Aðalfundur Ferskra afurða fyrir árið 1991 hefur ekki verið haldinn enn, en reksturinn skil- aði lítilsháttar hagnaði að sögn Sigfúsar Jónssonar framkvæmda- stjóra. 6 starfsmenn eru í fullu starfi allt árið en eðlilega fjölgar þeim á haustin í sláturtíðinni. í sumar munu Rafmagnsveitur ríkisins á Norðurlandi eystra plægja niður háspennustrengi víða, bæði í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum og er gert ráð fyrir að koma niður a.m.k. 30 km af háspennustrengjum í sumar í stað loftlína sem er hætt ísingu, en það getur verið hættulegt og valdið truflunum og kostnaði. Stærstu framkvæmdirnar í jarðlögn verða á Árskógsströnd, í Aðaldal frá Laxamýri að Skarðahálsi, á Grenivík og í Svarfaðardal og Dalvík. Víða er verið að breyta heimtaugum í jarðlínuheimtaugar eftir því sem beiðnir þar að lútandi berast. Skipt verður um spenni í aðveitu- stöð á Dalvík og hækkuð spenna Samstarfsnefnd skólameistara framhaldsskóla á Norðurlandi og grunnskóla með framhalds- deildir var haldinn á Húsavík nú í vikunni. Björgvin Leifsson, áfangastjóri við Framhaldsskólann á Húsa- Miklar umræður urðu um stöðu sauðfjárræktarinnar á aðalfundi Félags sauðfjár- bænda við Eyjafjörð sem hald- til Ólafsfjarðar og þar settur upp nýr spennir og nýr 30 kw rofa- búnaður en ný aðveitustöð var tekin þar í notkun fyrir eigi all- löngu. Verið er að byggja aðveitu- stöð til þess að auka flutningsgetu til Silfurstjömunnar í Öxarfirði og settur upp nýr spennir við fiskeldisstöðina og framkvæmd- um er að mestu lokið við nýja aðveitustöð á Raufarhöfn. „Að lokum má geta þess að verið er að rafvæða tvö stór sumarhúsasvæði, annað er í landi Veigastaða í Vaðlaheiði en hitt er austur við Þverá í Öxarfirði en þar er að rísa stórt sumarhúsa- hverfi sem að mestu er í eign Raufarhafnarbúa" sagði Arnar Sigtýsson tæknifulltrúi hjá RARIK á Akureyri. GG vík, sat fundinn og aðspurður um efni hans sagði hann að um rabbfund hefði verið að ræða þar sem engin stórmál hefðu verið afgreidd. Engin ályktun var sam- þykkt á fundinum. „Nefndin heldur nokkra slíka inn var í býrjun þessarar viku. Frummælendur á fundinum voru Ari Teitsson, ráðunautur Þingeyinga og Þorsteinn Sigur- jónsson, bóndi á Reykjum í Hrútafirði og varaformaður Landssambands sauðfjár- bænda. A fundinum var sam- þykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að þeirri þróun er nú á sér stað í sauðfjárræktinni verði snúið við. Flöt fram- leiðsluskerðing í Eyjafirði verður 14,2% á komandi hausti ef engin uppkaup verða á fullvirðisrétti en Eyfirðingar njóta nú mikilla uppkaupa á síðasta ári. Guðmundur Víkingsson, frá- farandi formaður félagsins, sagði í samtali við Dag að þungt hljóð hefði verið í mönnum á fundin- um án þess þó að um neinn upp- gjafartón hafi verið að ræða. Menn vildu trúa því að unnt verði að snúa þeirri þróun, sem nú á sér stað við og að sauðfjár- bændur geti endurheimt eitthvað af þeim markaði sem tapast hafi. Grundvallaratriði þess sé þó að verðlag verði á nýjan leik sam- keppnisfært við aðrar kjötteg- undir á markaðnum. í ályktun, sem samþykkt var á fundinum var því þeint til forráðamanna bændasamtakanna og stjórnvalda fundi á ári og ræðir stjórnunar- mál sem upp koma,“ sagði Björgvin. Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akureyri, sagði frá ákvörðun sinni um að ráða eingöngu réttindakennara til starfa í haust, og tóku skóla- meistarar jákvætt undir þá hug- að reynt verði með öllum tiltæk- um ráðum að stöðva hinn mikla samdrátt í sölu og neyslu kinda- kjöts. Ef ekki verði gert átak í sölumálum sauðfjárafurða svo sem með aukinni vöruþróun og minni skattlagningu er leitt geti til lægra verðs til neytenda blasi við hrun í þessari grein landbún- aðarins innan fárra ára. Þá beindi fundurinn því einnig til sömu aðila að allar klær verði hafðar úti til að afla viðunandi markaða á erlendri grundu. Nokkrar umræður urðu einnig um málefni sláturhússins á Akur- eyri og að sögn Guðmundar Vík- ingssonar kom fram veruleg andstaða við að sauðfjárslátrun verði lögð niður þar. Þó sé ljóst að framundan séu verulegar endurbætur á húsinu er kosta munu mikið fjármagn og því tví- sýnt um hvort leggja eigi í miklar fjárfestingar í því efni ef ekki tekst að snúa af braut stöðugs samdráttar. Guðmundur Víkingsson, í Garðshorni, formaður félagsins, og Davíð Guðmundsson í ölæsi- bæ gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs í stjórn og voru Þorsteinn Jónsson í Samkomugerði og Pét- ur Þórarinsson í Laufási kjörnir í þeirra stað. Stjórnin á eftir að skipta rneð sér verkum og kjósa formann. ÞI mynd hans. Fleiri nemendur en áður hafa verið eru skráðir til náms við Framhaldsskólann á Húsavík í haust, eða 186, þar af 67 nýnem- ar, fleiri en sótt hafa um skólavist áður. IM GG RARIK á Norðausturlandi: 30 km af háspennustrengjum verða plægðir í jörð Skólameistarar funduðu á Húsavík: Tóku jákvætt í hugmyndir skólameistara MA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.