Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. júlí 1992 - DAGUR - 7 Ferðaþjónusta að Ytri-Vík á Árskógsströnd: Hefur þróast hægt og rólega - Sveinn Jónsson, bóndi og athafnamaður í Kálfsskinni og Erla dóttir hans hafa tekið á móti ferðafólki í tíu sumur eftir að fá að vera það sjálft í náttúrunni. I því liggja möguleik- ar ferðaþjónustu bænda, enda er reynslan sú að hingað kemur sama fplkið aftur og aftur. Við höfum eignast marga vini og eig- um heimboð víða um heim. Raunar er það heilmikil vinna á vetrum að halda sambandi við allt þetta fólk,“ segja þau og brosa. Erla fer með blaðamanni og sýnir honum aðstæður í Ytri-Vík. Þar er verið að fegra umhverfi húsanna, planta blómum og á fjörukambinum bíður flotbryggja sem ætlunin er að setja niður í fjörunni. „Við ætlum að hafa lít- inn bát hér í fjörunni sem gestir geta notað til að skreppa á skak og veiða sér í matinn eða skemmta sér. Við getum raunar haft fólk í fullu fæði hér í gisti- húsinu en svo getur fólk eldað sjálft ef það vill. Við höfum líka tekið upp þann sið að hafa kaffi- hlaðborð hér á sunnudögum fyrir Starfsliðið í Ytri-Vík tyllir sér fyrir framan gistihúsið, frá vinstri: Erla G. Sveinsdóttir, Halla Þorvaldsdóttir og Alfheiður Ástvaldsdóttir. Aðstaðan til að taka við ferðafólki í Ytri-Vík er orðin mjög góð enda hefur verið lögð mikil vinna í að gera upp gamla húsið. Sumarbústaðurinn í forgrunni var reistur í fyrra og hann er fullbókaður í allt sumar. Myndir: -ph „Þú átt að tala við hana Erlu dóttur mína, hún hefur stjórn- að þessari ferðaþjónustu síðan hún var í menntaskóla,“ segir Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á Arskógsströnd þegar blaða- maður kemur á fund hans til að fræðast um ferðaþjónustu sem Sveinn er skrifaður fyrir á Ytri-Vík, skammt innan við Hauganes. Þar reka þau feðgin gistihús og ferðaþjónustu tíunda sumarið í röð og gengur vel. „Þetta fór rólega af stað en hefur hlaðið utan á sig. Nú erunt við með pláss fyrir sextán manns í gistihúsinu og sex manns í sumarhúsi sem við reistum í fyrra. Raunar má hýsa enn fleiri á svefnlofti þar og ef við fáum stóra hópa getum við tekið við fólki hér heima að Kálfsskinni.- Við störfum innan Ferðaþjón- ustu bænda og erum með samn- ing við Úrval/Útsýn sem sendir okkur hópa reglulega yfir surnar- ið.“ Hestaleiga og sjóstangaveiði En ferðaþjónusta snýst ekki bara um að bjóða fólki húsaskjól. „Það þarf að víkka þjónustuna út því ef fólk dvelur á sama stað í einhvern tíma þarf að bjóða því upp á dægradvöl. Við eruni með hestaleigu sem nýtur vinsælda, en aðaltrompið er sjóstangaveiði sem stunduð er á 30 tonna báti frá Hauganesi. Við bjóðum upp á hópferðir eftir pöntun og einnig fastar kvöldferðir á fimmtudög- um og laugardögum. Það er lygn- ara á firðinum á kvöldin og auk þess er hægt að njóta miðnætur- sólarinnar ef veður leyfir. Þessu til viðbótar eru margar skemmtilegar gönguleiðir hér í nágrenninu, td. upp á Þorvalds- dal og um fjöruna hjá Ytri-Vík sem er mjög falleg. Og svo vilja margir fá að kynnast lífinu á sveitaheimili, fyígjast með bú- störfunum og ræða við heima- fólk. En umfram allt sækist fólk Erla G. Sveinsdóttir er langt komin í læknisfræði og hefur borið hitann og þungann af uppbyggingu ferðaþjónustunnar í Ytri-Vík. fólk úr nágrenninu. Þá verða hestar til reiðu og hægt að skreppa á bak. Þetta verður svona 2-3 sunnudaga í júli,“ segir Erla. Auk hennar starfa tvær stúlkur við gistihðsið. Fiskirækt á Þorvaldsdal En þau hafa fleira í bígerð. „Við höfunt stundað dálítið fiskeldi í Þorvaldsdalsá undanfarin ár og erum að reyna að glæða veiði í henni. Það er raunar ágæt sjó- bleikjuveiði neðst í ánni, en auk þess höfum við sleppt töluverðu af hafbeitarlaxi frá Ólafsfirði í ána ofan við foss og sett girðingu fyrir. f sumar slepptum við 2.000 seiðum og vonum að þau skili sér í veiðinni á næstu árum því við höfum áhuga á að selja veiðileyfi í henni. Hins vegar er laxeldi í ánni ýmsum vandkvæðunt bundið. Þar kemur til að fossinn neðan við Árskóg er ekki fisk- gengur og auk þess er áin heldur köld eins og margar árnar sem renna í Eyjafjörð. Við höfum hugmyndir um að gera stíflu uppi á Þorvaldsdal og búa þar til stöðuvatn sem gæti orðið til að hita ána um 2-3 gráður. Við höfum átt í dálitlu stríði við Náttúruverndarráð sent neitar okkur um leyfi til að gera þetta. Við höfum bent á að þarna hafi í fyrndinni verið stöðuvatn sem varð til við framhlaup í dalnuin. Áin hefur fyrir löngu grafið sig í gegnum framhlaupið, en það væri auðvelt að stífla Cerise rúm hvít eða svartlökkuð með springdýnum 90x200 cm kr. 23.370 stgr. 160x200 cm kr. 39.140 stgr. Nóttborð m/3 skúffum kr. 13.105 stgr. Opið til hádegis á laugardögum. RR YDPUbœnÞ I HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÖLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 hana. Ég man eftir því að þegar ég var strákur var miklu meira líf í ánni. Þá var í henni heilnúkill botngróður og fiskur. Síðan hef- ur hún grafið sig niður á möl, botninn er orðinn grófur og áin hrein og átulaus. Okkur langar að breyta lífríkinu þarna en Nátt- úruverndarráð vill ekki leyfa það.“ Maður þarf að gefa sig að fólkinu Eins og áður segir hefur Erla dóttir Sveins borið hitann og þungann af rekstri ferðaþjónust- unnar. Hún leggur stund á nám í læknisfræði á veturna og segir að þetta sumar sé það síðasta sem hún geti sinnt ferðaþjóunstunni. Sveinn segir að yngsti sonur hans, Marinó, sem er að ljúka sveinsprófi í húsasmíði vilji taka við þessu. Svo framtíðin ætti að vera trygg. „Það verður að fara varlega í fjárfestingar í þessari atvinnu- grein. Þetta hefur þróast hægt og rólega hjá okkur, en vandinn er aðallega sá að fjárfestingarnar nýtast ekki nema í þrjá rnánuði á ári. Við höfum reynt að auka nýtinguna með því að fá íslend- inga til að vera hér á veturna. Það hefur ekki verið rnikið um það en þó kemur sama fólkið hér ár eftir ár um páska og stundar skíði ýmist á Akureyri eða Dalvík. Einnig höfum við boðið Háskólanum á Akureyri og fleiri skólum að nota aðstöðuna fyrir námskeið, td. í líffræði því lífríki fjörunnar er mjög fjölskrúðugt. En það sem er aðalatriðið í ferðaþjónustu er að maður gefi sig að fólkinu sem kemur til okkar,“ segir Sveinn og Erla bæt- ir við: „Oft kemur fólk hingað eftir að hafa farið hálfan hring- veginn og er með fullt af spurn- ingum sem það hefur ekki haft neinn til að spyrja." -ÞH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.