Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 Spurning VIKUNNAR Hefurður í hyggju að taka ______þér sumarfrí? Aðalsteinn Stefáns. on: Ég er núna í sumarleyíi á Norðurlandi þrátt fyrir andstætt veðurfar en fer fljótlega suður aftur. Þórður Hinriksson: Það verður eitthvað lítið um það en ég ætla þó að kíkja í Laxá 11. til 13. júlí og það verður að duga í sumar. Gísli Baldur Jónsson: Ég kem úr sólinni í Reykjavík og ég var ákveðinn í því aö koma norður þrátt fyrir kulda- hretið. Það var mjög einkenni- legt að það skyldi vera ófært nema á fjórhjóladrifnum bílum til Egilsstaða. Við erum að vona að það viðri til Grímseyjarferðar með ferjunni. Árni Arnsteinsson: Ég hef ekkert ákveðið í því sambandi en ég er bóndi og heyskapurinn ræður því. En ég reyni að gera eitthvað en kulda- hretið tefur kannski fyrir því. Guðrún Stefánsdóttir: Ég er búin að fara í sumarfrí og það var ægilega gaman. Ég fór til Kauþmannahafnar. Ég ætla síöan bara að vera heima og hafa það gott það sem eftir er af sumarfríinu. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði: „Rannsóknarréttarfarið var heldur hvimleitt og gamaldags“ - segir Freyr Ófeigsson, dómstjóri nýs Héraðsdóms Norðurlands eystra sem tekur til starfa í dag í dag taka til starfa átta nýir héraðsdómstólar en stofnun þeirra er liður í aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Lögsagnarumdæmi dómstólanna svara nokkurn veginn til kjördæmaskipunar landsins og eru þeir kenndir við umdæmi sín. Fjöldi héraðs- dómara við hvern dómstól er ákveðinn í aðskilnaðarlögun- um svo kölluðu og eru þeir 21 við Héraðsdóm Reykjavíkur, 7 við héraðsdóm Reykjaness, 3 við Héraðsdóm Suðurlands og HNorðurlands eystra en einn héraðsdómari starfar við hina þrjá héraðsdómstólana. „Þar sem héraðsdómarar eru fleiri en einn við dómstól skipar dómsmálaráðherra einn þeirra dómstjóra... Dómstjórar hér- aðsdóma hafa yfirstjórn þeirra með höndum og bera á henni ábyrgð,“ segir í 4. gr. Dagur ræddi við Frey Ófeigsson, dóm- stjóra Héraðsdóms Norður- lands eystra, í tilefni breyting- anna. Dómstóllinn hefur aðsetur á Akureyri en auk Freys eru héraðsdómarar þar Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Ólafur Ólafsson. Verið er að innrétta 4. hæð Hafnarstrætis 107 fyrir héraðs- dómstólinn. „Ég á von á að hluti húsnæðisins verði tilbúinn í byrj- un ágúst þannig að hægt verði að taka það í notkun. Hinum hlutan- um verður væntanlega ekki lokið fyrr en á næsta ári,“ sagði Freyr Ófeigsson. Þrjár neðstu hæðirnar munu hýsa nýtt sýslumannsemb- ætti en á neðstu hæðinni var Útvegsbankinn áður til húsa. Þess má geta að framkvæmdir við húsnæði dómstólsins hófust ekki fyrr en í lok júní þótt aðskilnaðar- lögin hafi verið sett fyrir þremur árum. í Reykjavík hefur húsnæði Útvegsbankans verið tekið undir nýjan héraðsdómstól. Þar er húsnæðið hins vegar fullbúið í dag þegar dómstóllinn tekur til starfa en héraðsdómstóllinn á Akureyri mætir afgangi. Umbætur - og réttaróvissa! „Þetta er gríðarlega mikil og góð breyting sem löglærðir menn hafa verið að berjast fyrir í marga ára- tugi að næði fram að ganga. Breytingarnar eru í raun tvíþætt- ar; annars vegar er aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds sem hefur staðið til það sem af er þess- ari öld. Hins vegar eru gríðarlega miklar breytingar á öllu réttarfari - bæði opinberu réttarfari og einkamálaréttarfari. Ég held að almenningur skilji ekki svo vel hvað er að gerast enda þarf próf- essor til að útskýra það. Við erum búnir að vera á námskeiðum um nýja réttarfarið en það lærist ekki nema með reynslunni. Reyndar var oflítill tími tekinn í námskeið- in sem voru of samanþjöppuð og kennslan löng á hverjum degi. Ég hefði gjarnan viljað fá meiri umræður,“ sagði Éreyr en lög- menn og sýslumenn hafa verið á samskonar námskeiðum undan- farið ásamt fulltrúm sínum. Aðspurður segist Freyr eiga von á réttaróvissu á sviði nýja réttarfarsins á næstunni. Öll lög- fræði byggist mikið á túlkun og venju í framkvæmd laga og því er farið eftir fordæmum dómstóla - Héraðsdómur Norðurlands eystra verður til húsa á fjórðu hæð Hafnarstrætis 107 á Akureyri. Réttarfarsbreytingarnar: Hundrað ára gömul lög afiirnnin - lítið um sumarfrí hjá fulltrúum sýslumannsins á Akureyri í dag er ekki lengur hægt að tala um fógeta því við störfum hans og sýslumanna taka ann- ars vegar nýir héraðsdómstólar og hins vegar ný sýslumanns- embætti. Sýslumenn verða 27 talsins með hver sitt stjórn- sýsluumdæmi. I tilefni aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði - eins og breytingarnar eru kallaðar - ræddi Dagur við Björn Rögn- valdsson, aðalfulltrúa sýslu- mannsins á Akureyri um aðskilnaðinn og réttarfars- breytingarnar sem taka gildi í dag, 1. júlí. Dómari sker úr um ágreining „Réttarfarið verður einfaldara fyrir alla aðila nú þegar búið er að færa það til okkar tíma. Eldri fjárnáms- og lögtakslög voru frá því fyrir aldamót en nú líkist réttarfarið hér í flestum tilfellum dönsku réttarfari auk þess sem við höfurn tekið það besta frá hinum Norðurlöndunum,“ sagði Björn Rögnvaldsson, aðalfulltrúi við nýtt sýslumannsembætti á Akur- eyri, aðspurður um áhrif aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði og byltingar á réttarfari í dag. „Ég hef ekki séð neina ókosti ennþá. Öll ágreiningsmál fara til héraðsdómstóla til úrlausnar. Við fjárnám, nauðungarsölu, dánar- bússkipti og þinglýsingar eru lög- in auðvitað túlkuð við fram- kvæmd en þá túlkun er alltaf hægt að bera undir héraðsdómara ef menn eru ósáttir við liana. Með nýja fyrirkomulaginu, að hægt verði að selja eignir frjálsri sölu hjá fasteignasala, gæti réttur gerðarþola orðið betri en fram- kvæmdin á eftir að skera úr um það. Það verður hægt að velja um tvær leiðir. Annað hvort fer eign- in í nauðungarsölu með gamla laginu eða í frjálsa meðferð í ákveðinn tíma ef aðilar krefjast þess,“ sagði Björn þegar hann var inntur eftir hvort nauðungarupp- boð leggðust nú af. Fleiri undanþágur frá fjárnámi „Við munum ekki koma nálægt gjaldþrotamálum því þau fara alveg yfir í héraðsdóminn. Varð- andi fjárnámin verða nokkrar breytingar - lagabreytingar auk þess sem allt verður í tölvu. Allar bókanir verða miklu einfaldari en framkvæmdin verður svipuð. Fleiri eignir verða undanþegnar fjárnámi og þar er t.d. um að ræða hluti sem eru nauðsynlegir til að halda venjulegt heimili. Undir það falla m.a. sjónvörp og mynd- bandstæki," sagði Björn varðandi helstu nýmæli í fullnustugerðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.