Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 Til sölu Combi Camp tjaldvagn, árg. '90. Uppl. í síma 25958. Garðyrkjustöðin Grísará, sími 96-31129, fax 96-31322. Sumarblóm, fjölær blóm, tré, blómarunnar, garðrósir, áburður, mold og skógarplöntur. Einnig jarðvegsdúkur, acryldúkur, plöntulyf, úðadælur og grasfræ. Opið kl. 9-12 og 13-18 mánudag- föstudag. Laugardag kl. 13-17. Lokað á sunnudögum. Víngerðarefni: Vermouth, rauðvín, hvítvín, kirsu- berjavin, Móselvín, Rínarvín, sherry. rósavín. Bjórgerðarefni: Þýsk, dönsk, ensk. Plastbrúsar, siur, vatnslásar, alkohól- mælar, sykurmælar, líkkjörar, filter, kol, kísill, felliefni, suðusteinar o.fl. Sendum í eftirkröfu. Hólabúðin hf., Skipagötu 4, sími 21889. Heilsárs hús. Hús til afhendingar strax eða smíð- um fyrir þig. Viljirðu vandað, velurðu hús frá okkur. 17 ára reynsla. Trésmiðjan Mógil sf., Svalbarðsströnd, sími 96-21570. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum að okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardfnur, tökum niður og setjum upp. Leiga áteppahreinsivélum.sendum og sækjum ef óskað er. Opið virka daga frá kl. 8-12. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, sími 11241, heimasfmi 25296, simaboðtæki 984-55020. Gengið Gengisskráning nr. 120 30. júní 1992 Kaup Sala Tollg. Dollari 55,450 55,610 57,950 Sterl.p. 105,469 105,773 105,709 Kan. dollari 46,332 46,466 48,181 Dönskkr. 9,4807 9,5080 9,3456 Norskkr. 9,3021 9,3290 9,2295 Sænskkr. 10,0793 10,1083 9,9921 Fi. mark 13,3582 13,3968 13,2578 Fr. franki 10,8375 10,8688 10,7136 Belg.frank! 1,7693 1,7744 1,7494 Sv.franki 40,3126 40,4289 39,7231 Holl. gylllni 32,3050 32,3983 31,9469 Þýskt mark 36,4216 36,5267 35,9793 It. líra 0,04818 0,04832 0,04778 Aust. sch. 5,1728 5,1877 5,1181 Port.escudo 0,4354 0,4367 0,4344 Spá. peseti 0,5762 0,5779 0,5775 Jap.yen 0,44132 0,44260 0,45205 írsktpund 96,982 97,262 96,226 SDR 79,4848 79,7142 80,9753 ECU.evr.m. 74,5830 74,7982 73,9442 Úðun fyrir roðamaur og maðki. Uppl í síma 11172 og 11162. Hestasala. Sölusýning verður í Melgerði 4. júlí. Skráning og uppl. í síma 31267. Alda hf. - Ferðaþjónusta - Óska eftir baggatínu. Uppl. í síma 52208. Óska eftir notaðri dráttarvél. Ýmislegt kemur til greina. Upp. í síma 95-38040 á kvöldin. (Sigurður.) Tvö skrifstofuherbergi til leigu á 2. hæð í Gránufélagsgötu 4 (JMJ húsið). Uppl. gefur Jón M. Jónsson í síma 24453. 4ra herb. íbúð óskast til leigu fyrir 15. ágúst. Helst nálægt Sunnuhlíð. Uppl. í síma 26682. Óska eftir íbúð til leigu. Helst 4ra herb. frá og með 1. sept. Öruggar greiðslur og fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í slma 27679. 3ja herb. íbúð óskast á leigu í a.m.k. 6 mánuði frá 1. ágúst n.k. Upplýsingar í síma 26966 á skrif- stofutíma og í sfma 23664. Kennari óskar eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð til leigu á Akureyri, frá og með komandi hausti. Uppl. í síma 96-26228 á kvöldin. 4ra-5 herbergja íbúð óskast frá fyrsta ágúst. Uppl. í síma 24617. (Anna). Ferðafélag Akureyrar. 4. júlí laugardagur. Gönguferð frá Ólafsfirði í Héðins- fjörð. Gist í Hvanndölum. Siglt til Ólafsfjarðar. Lagt af stað frá skrif- stofu F.F.A. kl. 8.00. 5. júlí sunnudagur. Bátsferð frá Ólafsfirði I Héðinsfjörð. Lagt af stað frá skrifstofu F.F.A. kl. 8.00. 9.-12. júlf. Melrakkaslétta - Langanes - Vopna- fjörður. Gist í húsum. Skrifstofan er opin frá kl. 16-19 mánud. til föstud. í sumar. Range Rover, Land Cruiser ’88, Rocky ’87, L 200 '82, Bronco ’74, Subaru ’80-’84, Lada Sport ’78-’88, Samara ’87, Lada 1200 '89, Benz 280 E '79, Corolla ’82-’87, Camry ’84, Skoda 120 ’88, Favorit ’91, Colt ’80-’87, Lancer ’80-’87, Tredia '84, Galant ’80-’84, Ch. Monsa ’87, Ascona ’83, Volvo 244 ’78-’83, Saab 99 '83, Escort ’84-’87, Mazda 323 '81-'88, 626 ’80-’85, 929 '80- '84, Swift '88, Charade ’80-’88, Uno ’84-’87, Regati '85, Sunny ’83-’88 o.m.fl. Upplýsingar i síma 96-26512. Opið 9-19 og 10-17 laugardaga. Bílapartasalan Austurhlfð. Utimarkaður, Dalvík. Áætlað er að hefja útimarkað á Dal- vík laugardaginn 4. júlí nk. Reiknað með öllum laugardögum I júlí fram í ágúst. Upplýsingar og skráning söluaðila í síma 61619. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stlflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Óska eftir jeppa á góðu verði. T.d. Bronco í skiptum fyrir Subaru Sedan ’87, sj.sk. ek. 49.000 km og 0-300.000 í peningum. Uppl. I síma 27086 eftir kl. 20. Til sölu Mitsubishi L300 árg. '88, ek. 50 þús. km. Góð vetrardekk á felgum, toppgrind, borð og gluggatjöld. Uppl. í síma 96-11484 á daginn og 96-21178 á kvöldin. Óska eftir Hondu cb 250 til niður- rifs. Uppl. í síma 31253. Peugeot 404 og 504 óskast til kaups. Mega vera ógangfærir. Uppl. í síma 25864 og 27039. Hjálparlínan, sími 12122 - 12122. Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak- ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl. 21.00-23.00. Síminn er 27611. Davíðshús, Bjarkarstíg 6. Opið daglega milli kl. 15 og 17. Safnvörður. BORGARBÍÓ Salur A Miðvíkudagur Kl. 9.00 Kona slátrarans Kl. 11.00 Banvæn blekking Fimmtudagur Kl. 9.00 Kona slátrarans Kl. 11.00 Banvæn blekking Salur B Miðvikudagur Kl. 9.00 Svellkalda klíkan Kl. 11.00 Myrkfælni Fimmtudagur Kl. 9.00 Svellkalda klíkan Kl. 11.00 Myrkfælni BORGARBÍÓ ® 23500 Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja athygli þína á þeim mannrétt- indabrotum sem sagt er frá hér að neðan og vonar að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálp- ar fórnarlömbum þeirra. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði Iátinn laus eða að pyndingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fórnarlömbum „mannshvarfa“ frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fórn- arlömbin eru mörg og mann- réttindabrotin margvísleg, en hvert bréf skiptir máli. íslands- deild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst einungis undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja eða koma á skrifstofu samtakanna að Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940 eða senda okkur Iínu í pósthólf 618,121 Reykja- vík. Jemen Mansur Muhammad Ahmad Rajih er 34 ára gamall rithöfund- ur og skáld sem var í haldi án ákæru eða rcttarhalda í rúmt ár áður en hann var dæmdur til dauða árið 1984 eftir óréttlát réttarhöld sem byggð voru á fölsuðum ákærum um glæpsam- legt athæfi. Amnesty lítur á hann sem samviskufanga sem haldið er eingöngu vegna friðsamrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn landsins. í janúar 1983 var Mansur Rajih handtekinn í Jemen þegar hann kom frá háskólanámi í Líbanon. Honum var haldið í 6 mánuði án þess að koma fyrir dómara. Hann var þá látinn laus en handtekinn strax átta dögum síðar og fangelsaður í níu mánuði og sætti á þeim tíma barsmíðum og pyndingum með raflosti. í mars 1984 voru haldin yfir honum sýndarréttarhöld og hann ásakaður um að hafa myrt mann frá heimabæ sínum. Tveir „sjón- arvottar“ að morðinu báru ekki kennsl á Mansur Rajih og vitni verjenda, þ.á m. ættingjar hins myrta sem staðhæfðu að „sjónar- vottarnir“ hefðu ekki verið vitni að morðinu, voru úrskurðaðir „andlega vanheilir“ af dómara. Mansur Rajih var dæmdur til dauða en bíður nú staðfestingar forsætisráðsins á dóminum. Mansur Rajih hefur verið virk- ur í stjórnmálum á fullorðinsár- um sínum. Hann var forseti Stúd- entafélags Jemens frá 1978-80 og framkvæmdastjóri Samtaka ara- bískra stúdenta í Beirút árin 1980-82. Auk þess var hann fé- lagi í helsta andstöðuflokkinum í Jemen en lýsti andstöðu sinni við ofbeldisverk hreyfingarinnar sem áttu sér stað á árunum 1979-81. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Mansur Rajih verði látinn laus nú þegar og án skilyrða. Skrifið til: His Excellency General ’Ali ’Abdullah Saleh Chairman of the Presidential Council Sana ’a Republic of Yemen. Tíbet Dorje Wangdu er 33 ára gamall rafvirki frá Lhasa sem var dæmd- ur til þriggja ára „endurhæfingar- vinnu“ í september 1991 án ákæru eða réttarhalda. Ástæðan var friðsamleg yfirlýsing hans um stuðning við Dalai Lama, leið- toga Tíbets sem nú er í útlegð, og að hann hafði í fórum sínum „afturhaldssöm" skjöl. Amnesty lítur á Dorje Wangdu sem sam- viskufanga. í opinberri yfirlýsingu dags. 26. september 1991 er Dorje Wangdu ákærður um að hafa „ráðlagt kunningjum sínum“ að „klæðast tíbeskum fötum“ við athöfn Búddista sem Dalai Lama stjórnaði í Indlandi árið áður. Einnig var því haldið fram að fundist hefðu „afturhaldssamir" bæklingar á heimili Dorje Wangdu sem hann átti að hafa dreift meðal munka í Lhasa, ásamt verndargripum sem fluttir voru frá „útlöndum". Yfirvöld gáfu í skyn að verndargripirnir hefðu komið frá Indlandi, en þar er fjölmennt samfélag tíbeskra útlaga. Dorje Wangdu er nú haldið í vinnubúðum í úthverfi Lhasa en lengd vistarinnar var ákveðin af lögreglu og yfirvöldum án þess að hann fengi leyfi til að hafa verj- anda eða lögfræðing sér til aðstoðar. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Dorje Wangdu verði látinn laus nú þeg- ar og án skilyrða. Skrifið til: Gyaltsen Norbu Chairman of the Tibet Autonomous Region Lhasa 850 000 Tibet Autonomous Region People’s Republic of China. Búrúndí Gervais Sindakira var meðal 11 landbúnaðarverkamanna við rómansk-kaþólskan skóla í úthverfi höfuðborgarinnar Bujumbura, sem voru teknir af lífi án dóms og laga af herdeild stjórnvalda hinn 27. nóvember 1991. Hann var stunginn til bana af hermanni með byssusting fyrir framan tvo presta sem höfðu reynt að verja hann. Drápin áttu sér stað í kjölfar árásar uppreisnarmanna af Hutu- ættbálki, sem eru í meirihluta í landinu, á stöðvar hersins nálægt skólanum. Her yfirvalda, sem samanstendur aðallega af mönn- um af minnihlutahóp Tutsi- manna, hóf þá gagnárás og drap um eitt þúsund manns og hand- tók mörg hundruð. Margir þeirra máttu sæta illri meðferð eða „hurfu“. Gervais Sindakira og 10 aðrir landbúnaðarverkamenn voru af ættbálki Hutu-manna. Sam- kvæmt frásögn stjórnvalda lentu þeir í skothríð milli hinna stríð- andi aðila. Sjónarvottar segja hins vegar að hermenn hafi rekið þá út úr húsi sem þeir bjuggu í og sumum hafi verið skipað að leggjast á hné og verið skotnir. Tíu verkamenn voru drepnir. Gervais Sindakira særðist en tókst að hlaupa að aðalbyggingu skólans þar sem tveir prestar reyndu að verja hann en her- manni tókst að stinga hann til bana. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og farið fram á að nákvæm og hlutlaus rannsókn verði gerð á hvernig dauða Ger- vais Sindakira og hinna 10 bar að, og að hinir seku verði látnir svara til saka. Skrifið til: Son Excellence le Major Pierre Buyoya Président de la République Présidence de la République BP 1870, Bujumbura République du Burundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.