Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 1. júlí 1992 Ný byggingarreglugerð tekur gildi 1. júlí 1992 Umhverfisráðuneytið hefur sam- kvæmt 4. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 sett byggingarreglugerð nr. 177/1992 með gildistöku 1. júlí 1992. Jafnframt feliur úr gildi reglugerð nr. 292/1979 með síðari breytingum. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri reglugerð eru eftirfarandi: - breytingar sem eru tilkomn- ar við setningu laga nr. 47/ 1990 er skipulags- og bygging- armál voru flutt þann 1. jan- úar 1991 frá félagsmálaráðu- neyti til umhverfisráðuneytis. Einnig hafa verið leiðréttar tilvitnanir í lög, reglugerðir og staðla sem breytt hefur verið frá síðustu útgáfu reglu- gerðarinnar. - ítarlegar er kveðið á um þau hönnunargögn sem skila ber til byggingarfulltrúa, svo sem uppdrætti að brunavörn- um bygginga, séruppdrætti aðalhönnuða í mælikvarða 1:50 eða stærri, sem háðir eru samþykki byggingarfulltrúa og ákvæði um útreikninga burðarþolshönnuða. Með breytingunum er stefnt að því að tryggt sé að nauðsynleg hönnunargögn liggi ávallt fyr- ir áður en byggingarfram- kvæmdir hefjast. - þá hafa verið gerðar ýms- ar breytingar með tilliti til reynslu undanfarinna ára. Má þar nefna meðal annars að nú er krafist vottorða frá Rann- sóknarstofnun byggingariðn- aðarins um styrkleika- og gæðakröfur allra verksmiðju- framleiddra húsa og bygging- arhluta. Ákvæði eru um fyrir- komulag almennra tjald- og hjólhýsasvæða og um stöðu- leyfi hjólhýsa svo og eftirlit. Þá eru sett ákvæði um örygg- isráðstafanir við sundlaugar, heita potta eða útilaugar. Einnig er breytt ákvæðum um stærð á lyftum til samræmis við staðla. Til að auðvelda eftirlit og tryggja gæði vegna viðgerða og endurbóta eru sett sérstök ákvæði er varða klæðningu bygginga vegna steypuskemmda og um steypu- og sprunguviðgerðir. Pá vill umhverfisráðuneytið benda á að ævinlega skal fara fram lokaúttekt bygginga, þegar frágangur allur er fullbúinn. Skipulag ríkisins hefur gefið út í sérriti gildandi skipulagslög, byggingarlög, skipulagsreglugerð og hina nýju byggingarreglugerð ásamt greinargerð þar sem nánar í opinberri umræðu hefur að undanförnu gætt efasemda um gagn af notkun hvarfakúta til þess að minnka mengun í útblæstri bíla. Auk þess hefur verið látið að því liggja að um er greint frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Sérritið verður til sölu í Námsgagnastofn- un að Laugavegi 166 og kostar 500 krónur. Byggingarreglugerð þarf nán- ast að vera í sífelldri endurskoð- un og ljóst er að talsverðra endurbóta er þörf á þessari reglu- gerð svo hún megi betur nýtast sé að ræða óheyrilegan kostn- að fyrir þjóðarbúið. Fram kemur í fréttatilkynning- unni frá umhverfisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti, að á sínum tíma skipaði umhverfisráðherra nefnd til að fara yfir þessi mál, m.a. þá gagnrýni sem fram hefði komið á notkun hvarfakúta til að draga úr mengun frá bílum hér á landi. „Engu að síður þótti ráðu- neytunum rétt í ljósi umræddrar gagnrýni að fjalla aftur um málið og var fyrir milligöngu Bifreiða- skoðunar íslands leitað til tveggja sérfræðinga á þessu sviði, þeirra Ágústar Jónssonar, véla- verkfræðings, og Lennart Erlandsson, forstöðumanns Mot- ortestcentrum í Stokkhólmi, sem er virt rannsókastofa á sviði mengunarvarna í bílum. Þeir ásamt Karli Ragnars, forstjóra Bifreiðaskoðunarinnar, eru höfundar að skýrslunni „Greinar- gerð um mengunarvarnir bílum,“ sem kom út í júlí 1991 Niðurstaða úr umfjöllun sér- fræðinganna, sem fram fór nýver- ið, styður fyrri niðurstöður nefndar umhverfisráðuneytis. Hún er eftirfarandi: „Flestir bíla- framleiðendur, ef ekki allir, geta boðið bíla með hvarfakútum, einnig bílaframleiðendur í Aust- ur-Evrópu. Ekki er vitað til að bílar með hvarfakúta hafi hækk- að í verði þeirra vegna. Raunar ber bílablöðum saman um að svo sé ekki. Ástæðan er sú að flest lönd í Vestur-Evrópu, Norður- Ameríku, Ástralíu og Japan gera kröfur um hvarfakúta. Þannig eru þeir orðnir hluti af raðsmíð- inni í bilaframleiðslunni. Þess vegna eru sumar tegundir orðnar dýrari án hvarfakúta. Reynslan í öðrum löndum þar sem sambæri- legar reglur hafa komið til fram- kvæmda staðfestir þetta. Útihitastig hefur nánast engin áhrif á virkni hvarfakúta. Til þess að hvarfakúturinn vinni eðlilega þarf hann að hafa náð 300 til 400 gráðum á celsíus. Þessu hitastigi er náð á u.þ.b. 90 sek. frá gang- setningu sem svarar til u.þ.b. 1 km. aksturs. Litlu máli skiptir, hvort útihitastig er 0 gráður eða 20 gráður á celsíus, þar munar 5-6% sem eykur upphit- unartíma hvarfakútsins um 5 sek. Eldsneytisnotkun bíla með hvarfakútnum minnkar að jafn- aði um 5-10% þegar miðað er við nýlega bíla án hvarfakúta. Sé hins vegar miðað við eldri bíla með háþrýstum vélum fyrir blý- bensín er eldsneytisnotkun bíla með hvarfakúta svipuð. Ástæð- an er sú að nýtni vélanna minnk- aði þegar þær urðu lágþrýstari fyrir blýlaust bensín. Með til- komu hvarfakútanna er magn súrefnis til brunans mælt af mik- illi nákvæmni með svokölluðum hönnunaraðilum, byggingareftir- liti og byggingariðnaði. Nýtt frumvarp til skipulags- og bygg- ingarlaga var lagt fram á Alþingi í vor og er nú til umfjöllunar í umhverfisnefnd þingsins. Sam- hliða nýjum byggingarlögum er nauðsynlegt að gagnger endur- skoðun reglugerðar fari fram og hefur umhverfisráðuneytið hafið undirbúning að því starfi. súrefnisnema, sem eykur nýtni eldsneytisins nokkurn veginn til jafns við mismuninn á há- og lág- þrýstum vélum. Sjálfur hvarfa- kúturinn hefur engin áhrif á elds- neytisorkuna. Ekki er óvarlegt að ætla að almenn notkun hvarfa- kúta á Islandi muni minnka elds- neytisnotkunina um 5%, með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Ójafn snúningshraði bílvélar- innar hefur engin áhrif á virkni hvarfakútsins. í hvarfakútnum eru framkallaðar efnabreytingar eða þeim hraðað þar sem kol- mónoxíð og kolefni breytast í koldíoxíð og vatn. Köfnunarefn- isoxíð breytist í hreint köfnunar- efni. Þessar efnabreytingar verða þegar lofttegundir streyma um innra yfirborð hvarfakútsins og eru þær algerlega óháðar snúningshraða vélarinnar.“ í lok fréttatilkynningarinnar segir að með vísun til framan- ritaðs megi ljóst vera að fullyrð- ingar um verulegan kostnaðar- auka og minni gagnsemi hvarfa- kúta hér en annars staðar fá ekki staðist. ój Tvær nýjar Ijóðabækur Útgáfufélagið Dimma hefur sent frá sér tvær nýjar Ijóða- bækur, Draumkvæði eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Tré hreyfa sig hægt eftir Paal-Helge Haugen. Draumkvæði er sjötta ljóða- bók Aðalsteins Ásbergs. Hann hefur einnig samið skáldsögur, barnabækur og fjölda söngtexta bæði við eigin lög og annarra. Nýverið hlaut hann verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins fyrir barnabókina Dvergastein. Draumkvæði er 62 blaðsíður, en bókin skiptist í fjóra kafla, sem hafa að geyma 39 ljóð. Tré hreyfa sig hægt eftir norska skáldið Paal-Helge Haug- en er úrval ljóða úr 7 bókum, sem út komu á tímabilinu 1967- 1990, en þýðandi er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Paal-Helge Haugen er vel þekktur í heimalandi sínu og hef- ur auk ljóða m.a. skrifað leik- texta og barnabækur. í ljóðum sínum notar hann oft hversdags- legt málfar og myndir á nýstár- legan hátt og tekst þannig að varpa nýju ljósi á hið Ijóðræna landslag. Tré hreyfa sig hægt er 72 blað- síður. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Dagsprent hf. Símar: 24166 & 24222 Dómsmálaráðimeyti og umhverfisráðuneyti: Um hvarfakúta - fullyrðingar um kostnaðarauka og minni gagnsemi fá ekki staðist

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.