Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 01.07.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. júlí 1992 - DAGUR - 9 stólaskipan hafa í för með sér fleiri dómsmál við hvern dómstól enda verða þeir aðeins átta tals- ins og taka því yfir stærri svæði. „Ég get ímyndað mér að þetta auðveldi lögmönnum að setjast að, þar sem dómstólarnir hafa aðsetur, og hafa atvinnu af mál- flutningi." „Pað er engin heimild fyrir fulltrúa á fjárlögum en við þurf- um a.m.k. einn fulltrúa í viðbót og ég held að embættið sé undir- mannað í upphafi,“ sagði Freyr aðspurður um hvort hann teldi að embættið annaði málafjölda. Að sögn Freys munu dómarar áfram úrskurða um gjaldþrot. Einnig munu þeir úrskurða í réttarágreiningi sem upp kann að rísa auk þess sein þeir munu skipa skiptastjóra þrotabús en slík skipun er stjórnvaldsathöfn. „Þarna eimir eftir af gamla réttarfarinu en að öðru leyti höf- um við ekkert með gjaldþrotamál að gera. Annars er reiknað með að gjaldþrotamálum fækki mikið út af auknum kostnaði við með- ferð þeirra.“ Greið málsmeðferð Nokkuð hefur verið um að aðilar dómsmála hafi samið um að flytja mál frá landsbyggðinni til Reykjavíkur þar sem það hefur verið dæmt í bæjarþingi enda hefur sérþekking þar verið meiri. „Það hefur líka verið öfugt; iðu- lega hefur komið fyrir að menn hafi flutt mál úr Bæjarþingi Reykjavíkur til Akureyrar til að þau gangi hraðar fyrir sig,“ segir Freyr. Hann segir að síðan bráða- birgðabreyting var gerð á tilhög- un dómsvalds í héraði í upphafi árs 1990 hafi meðferð dómsmála verið greiðari en áður. „Dómsmálum mun auk þess ■fækka verulega vegna þess að víxlar, tékkar og skuldabréf verða aðfararhæf án dóms með nýjum aðfararlögum. Þau mál hafa verið á að giska 70% af öll- um þingfestum málum og þá gengur greiðara að afgreiða önn- ur mál,“ sagði Freyr. Réttarör- yggi er ekki hætt með þessu að sögn Freys enda hafa slík mál yfirleitt verið dæmd að stefnda fjarstöddum-í svokölluðu útivist- armáli. Freyr Ófeigsson telur grund- vallarbreytingar á opinberu réttarfari vera til bóta. „Nú nálg- umst við ákæruréttarfar sem hér hefur ekki þekkst. Ég hef alltaf verið mjög hlynntur því enda hefur mér fundist rannsóknar- réttarfarið heldur hvimleitt og gamaldags," sagði Freyr að lokum. Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra sem hefur aðsetur á Akureyri. Hluti húsnæðis nýja héraðsdómstólsins verður væntanlega tekinn í notkun í ágúst en ekki er tjárveiting fyrir hinum hlutanum þótt dómstóllinn taki til starfa í dag. einkum Hæstaréttar. „Ég á von á því að til að byrja með verði býsna mörgum málum áfrýjað til Hæstaréttar og ég held að það muni taka einhver ár að ná sam- ræmi og öryggi í málsmeðferð. Ég hefði gjarnan viljað að réttar- farsbreytingarnar hefðu verið hægari enda sagði einhver að þær væru meiri en eðlilegt væri að gera í heila öld.“ „Embættið undirmannað“ Að sögn Freys mun breytt dóm- Björn Rögnvaldsson, aðalfulltrúi sýslumannsins á Akureyri. Myndin er tekin skömmu áður en Björn fór í síðasta réttarhaldið - sem fulltrúi með dómsvald. Myndir: GT Gerðarþolar sóttir með lögregluvaldi Björn sagði að málsmeðferð við fjárnám yrði greiðari í kjölfar breytinganna. „Nú verða veittar miklu rýmri heimildir til að láta sækja gerðarþola með lögreglu- valdi ef hann mætir ekki við boðun. Það fyrsta sem gerðarþol- ar verða varir við er að lögreglan fer að sækja þá í vinnu eða heim því það hefur verið dálítið mikið um að fólk hunsi boðanir og mæti ekki ef það á engar eignir. Menr mega búast við því að þessu úrræði verði beitt strax í upp- hafi,“ sagði Björn. Ný afgreiðsla - í eldra húsnæöi „Hér verður opnuð ný afgreiðsla á neðstu hæðinni 1. júlí en ekki verður ráðist í breytingar á hin- um hæðunum fyrr en á næsta ári,“ sagði Björn en sýslumanns- embættið verður til húsa á 1., 2. og 3. hæð Hafnarstrætis 107 þar sem gamla embætti sýslumanns og bæjarfógeta var til húsa þar til í dag. Efsta hæðin tilkemur nýj- um Héraðsdómi Norðurlands eystra sem fjallað er um annars staðar á síðunni. Nýjar stöður eða ekki „Við teljum okkur þurfa meiri mannskap en auk sýslumanns erum við fimm löglærðir,“ sagði Björn þegar Dagur spurði hann um hvort nýja sýslumanns- embættið myndi anna mála- fjölda „Ég veit ekki betur en að allt sé óbreytt varðandi launakjör löglærðra fulltrúa enda lítur ríicið svo á að ekki sé um nýjar stöður að ræða. Það er þá okkar að sækja á skilning ríkisins,“ sagði Björn Rögnvaldsson aðspurður um óvissu í kjaramálum fulltrúa við nýju embættin - héraðsdóm- stólana og sýslumannsembættin. Lítið sumarfrí í tilefni breytinganna hafa tæp- lega 500 lögfræðingar um allt land sótt endurmenntunarnám- skeið á vegum dóms- og kirkju- málaráðuneytisins í vor. „Nám- skeiðin hafa gengið vel en efnið ær svo gífurlega mikið að það er aldrei hægt að fara ítarlega í allar jbreytingarnar á svona námskeið- um. Þau eru ágætis grunnur en annars byggist þetta mikið upp á sjálfsnámi. Undirbúningurinn -hefði mátt vera örlítið lengri því þetta er gífurleg vinna. Fyrsta handbókin er nýkomin og við verðum þá að ætla okkur júlí- mánuð í að lesa okkur til. Við fulltrúarnir sjáum ekki fram á mikið sumarfrí yfir sumarmánuð- ina,“ sagði Björn að lokum. GT Til sölu eru eftirtaldir notaðir bílar á Bifrv. Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5, 603 Akureyri Sími 96-22520 - Eftir kl. 19 96-21765 Tegund Árg. Km Litur Ásett Stgr. verð verð Land Rover 1988 27 þ. Blár/Grár 1.400.000 1.200.000 Nissan Pulsar 1988 84 b. Liósblár 680.000 580.000 ToyotaTersel 4x4 1987 104 þ. Rauður 750.000 650.000 Toyota Corolla4x4 1989 72 þ. Blár 950.000 850.000 Suzuki Fox 4x4 1988 67 þ. Blár 700.000 560.000 Subaru Legacy b 4x4 1990 35 þ. Brúnsans. 1.356.600 1.250.000 SubaruTurbo 4x4 1985 110þ. Ljósgrænn 780.000 680.000 Subaru st. at. 4x4 1987 96 þ. Grænn 850.000 660.000 Subaru st. at. 4x4 1987 65 þ. Vínrauður 850.000 660.000 Subaru st. b. 4x4 1988 86 þ. Ljósgrár 1.050.000 850.000 Subaru st. at. 4x4 1988 77 þ. Blár 1.050.000 850.000 Subaru Leg. at. sed. 1990 20 þ. Brúnsans. 1.356.600 1.250.000 Hægt er að fá alla þessa bíla á mjög góðum greiðslukjörum. ToyotaTersel 4x4 Suzuki Fox 4x4 Land Rover Tilboð 1987 104 þ. Rauður 600.000 1988 67 þ. Blár 500.000 1988 27 þ. Biár 1.000.000 BSV Bifreiðaverkstaedi Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 — Sími 22520 - Akureyri. Nýtt við kjötborðið Djúpsteiktar franskar kartöflur með kjúklingnum Einars pylsubrauð 5 í poka 48 kr. Grænar baunir 390 g niðursoðnar 29 kr. Maiskorn 425 g 38 kr. TC frosið grænmeti 454 g - ýmsar g. 99 kr. Þvottaduft 1,2 kg 99 kr. Grillkol 4,5 kg 289 kr. Matvörumarkaðurinn Kaupangi Opið virka daga 9.00 til 22.00. Laugardaga og sunnudaga 10.00 til 22.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.