Dagur - 23.07.1992, Síða 1

Dagur - 23.07.1992, Síða 1
Akureyri, fimmtudagur 23. júlí 1992 137. tölublað argangur Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Stoðum skotið undir útgerðina. M>'nd; Golli Héraðsráð Eyjafjarðar: Gerð verði heildarúttekt á flutningakerfi í Fyjafirði - starfsmaður verður ráðinn til þess að gera úttektina Vestur-Húnavatnssýsla: Stoftiað félag um ræktun vatna á Amar- vatnsheiði Nokkrir aðilar í Vestur-Húna- vatnssýslu hafa á undanförnum tveimur árum unnið að grisjun fiskjar í Arnarvatni með það fyrir augum að gefa fiski aukna vaxtarmöguleika. Nú er unnið að stofnun félags á vegum þessara aðila til að halda þessu verki áfram og hugsanlega verður einnig tekið til við að rækta fleiri vötn á Arnarvatns- heiði upp á þennan hátt. Fest hafa verið kaup á lítilli vinnslu- stöð sem hægt er að fara með á milli vatna til þess að vinna fiskinn sem er í flestum tilfell- um fyrsta flokks markaðsvara. Verkefnið hefur verið unnið undir stjórn Bjarna Jónssonar frá Bændaskólanum á Hólum en hann hefur einnig starfað á veg- um Veiðifangs - félags vatna- bænda - við að mæla magn fiskjar í vötnum og veita leiðbeiningar um á hvern hátt beri að grisja þau. Karl Sigurgeirsson, verkefn- isstjóri á Hvammstanga, sagði að Húnvetningar ætluðu að vinna að þessu verkefni í góðri sam- vinnu við landeigendur og einnig stangveiðimenn, en sum vatn- anna á Arnarvatnsheiði eru vin- sæl stangveiðivötn. Markmiðið með verkefninu sé fyrst og fremst að rækta vötnin með skynsam- legri veiði og gefa fiski þannig aukna vaxtarmöguleika, en víða sé of mikið af fiski í vötnum og hann búi því við léleg vaxtarskil- yrði. Karl sagði að gengið hafi verið frá kaupum á skráðu sam- eignarfélagi er verða muni grund- völlur félagsstarfsins og ætlunin sé að veiðar á vegum þessara aðila hefjist snemma í ágúst eða þegar stangveiðitímabilinu Ijúki. f>I Héraösráð Eyjafjarðar hefur samþykkt að gera heildarút- tekt á flutningakerfi í Eyja- fírði, þ.m.t. póst-, vöru- og fólksflutningum. Byggðastofn- un var falið að vinna að málinu og mun ráða starfsmann til að gera þessa úttekt. Auk hennar kemur samgönguráðuneytið að málinu. Héraðsráð vill gera allt flutn- ingakerfið á Eyjafjarðarsvæðinu skilvirkara en það er nú, með það í huga að minnka kostnað og bæta þjónustuna. Á það hefur t.d. verið bent að á sumum leið- um í Eyjafirði séu margir aðilar í svipuðum flutningum. Bæði er um að ræða sérleyfishafa, einka- aðila og fleiri sem flytja vörur fyrir fyrirtæki. Á þessu sviði telja héraðsráðsmenn að væri með heildarendurskipulagningu unnt að ná fram töluverðum sparnaði og um leið að bæta þjónustu. Pað mun koma í hlut sérstaks starfsmanns, sem ekki er búið að ráða, að skoða þau mál. Samgönguráðuneytið kemur að þessu máli vegna póstflutn- inga á vegum Pósts og síma og sérleyfa í fólksflutningum. óþh Mjólkurbikarinn: „Vinnum Skagann“ - segir Gunnar Gíslason í gær var dregiö í undanúr- slitum Mjólkurbikarkeppn- innar í knattspyrnu og fengu KA-nienn heimaleik gegn efsta liði Samskipadeildar- innar, ÍA. „Við erum mjög ánægðir með að fá Skagann í heimsókn og ætlum okkur að vinna þá. Það besta við þetta er að fá heimaleik, hitt skiptir minna máli því við ætlum okkur alla leið og þá skiptir ekki máli í hvaða röð liðin koma,“ sagði Gunnar Gíslason, þjálfari og leikmaöur KA, eftir að ljóst var hvaða lið KA fengi. Sjá nánari umfjöllun á íþrótta- síðu. Ólafsfjörður: Greiddi matinn með falsaðri ávísun Á föstudaginn kom kona í matvörudeild KEA í Ólafs- fírði, verslaöi og greiddi síð- an með ávísun sem reyndist fölsuð. Síðar kom í Ijós að ávísanaheftinu hafði verið stolið á Akureyri. Guðni Aðalsteinsson, lög- reglumaður í Ólafsfirði, segir ekki vitað hver þarna hafi ver- ið á ferðinni en málið sé í rannsókn. Hann segir aðeins eina ávísun úr heftinu hafa verið gefna út í Ólafsfirði svo vitað sé og hafi hún verið upp á 15 þúsund kr. Ávísanaheftið var í veski sem stolið var á Akureyri. JHB Viðkomur skemmtiferðaskipa á Akureyri: Tekjur áætlaðar um 25 milljónir Nauðgunarmálið á Akureyri: Árásaraiaðnrmn ófundinn - lögreglan óskar upplýsinga um mannaferðir Áætlað er að 18 skemmtiferða- skip hafí viðkomu á Akureyri í sumar. Ef gert er ráð fyrir að hvert skip skili á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna í tekjur má gera ráð fyrir að komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar skilji eftir sig allt að 25 milljónum króna í tekjur á þessu sumri. Flest skipin koma hingað á vegum þýskra ferða- skrifstofa en einnig er nokkuð um að Bretar, Frakkar og Sví- ar komi hingað með skemmti- ferðaskipum. Áætlun skipanna er mjög ströng og takmarkar það möguleika til að bjóða farþegum þeirra ferðir og aðra afþreyingu á meðan viðdvöl þeirra stendur. Algengast er að þeir fari til Mývatns, í ferðir að Goðafossi og Laufási auk þess sem boðnar eru skoðunar- ferðir um Akureyri. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar, sagði að áætla mætti að hvert skip skilaði á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna í tekjur. Þá væri átt við hafnar- gjöld og tekjur af ferðum með farþega auk þess sem gera mætti ráð fyrir að einhver verslun eigi sér stað þótt erfitt sé að meta það að fullu. Gunnar sagði algengast að farþegar færu til Mývatns en einnig nokkuð um að þeir færu Goðafoss - Laufáshringinn. Þá færu alltaf einhverjir í skoðunar- ferð um Akureyri en ferðirnar austur væru vinsælli. Áhugi far- þega markaðist nokkuð af því hvað hinar erlendu ferðaskrif- stofur leggðu áherslu á þegar þær seldu ferðir með skipunum. Flest skemmtiferðaskipin hafa viðkomu á tveimur stöðum á ís- landi - í Reykjavík og á Akur- eyri. Gunnar sagði nokkuð um að farþegar færu frá borði í Reykjavík og héldu síðan land- leiðina til Akureyrar á meðan skipin sigldu á milli staða - keyptu svonefndar þriggja daga ferðir um landið. Komum skemmtiferðaskipa hingað til lands hefur fjölgað á undanförnum árum og alls komu 23 skemmtiferðaskip til Akureyr- ar í fyrrasumar. í sumar verða þau heldur færri eins og að fram- an greinir eða 18. Gunnar M. Guðmundsson sagði að ferðir skipanna væri vissulega góð við- bót við aðra ferðaþjónustu, sem menn vildu reyna að efla, en stíf áætlun þeirra kæmi í veg fyrir verulega aukna möguleika á því sviði. Tekjur af skipunum mörk- uðust að mestu af fjölda þeirra á hverjum tíma. ÞI Enginn hefur verið handtekinn vegna alvarlegs nauðgunar- máls sem upp kom á Akureyri í síðustu viku. Rannsóknarlög- reglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins en vill sem minnst tjá sig um gang hennar. Aðfaranótt fimmtudagsins 16. júlí braust grímuklæddur maður inn í hús á Brekkunni þar sem kona býr ein með tveimur börn- um sínum. Maðurinn kom fram vilja sínum með því að ógna kon- unni með hnífi og hóta að börn- um hennar yrði unnið mein. Konan skarst m.a. á hendi í átök- um við árásarmanninn sem enn er ófundinn. Daníel Snorrason, lögreglu- fulltrúi, segir að lögreglan hafi áhuga á að ná tali af sem flestum sem voru á ferli í bænum milli kl. 4 og 6 þessa nótt og biður við- komandi að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna á Akur- eyri. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um mannaferðir á þessum tíma eru beðnir um slíkt hið sama. JHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.