Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. júlí 1992 - DAGUR - 7 Maður borinn úr brunanum. Námskeiðsmenn fyigjast með. þar inní og menn þurfi oft að glíma við hlutina í svartamyrkri og vitlausu veðri út á sjó. Þessar æfingar geta því skipt sköpum. Það þarf ekki annað en að vitna í menn sem hafa verið hér á nám- skeiðum og hafa þurft að nýta sér þá fræðslu sem þeir hafa fengið. Nokkrir hafa bent á að það hafi skipt sköpum um að þeir björg- uðust að þeir hafi sótt námskeið hérna,“ sagði Hilmar, aðspurður hvort ekki væri fullmikið lagt á nemendurna í þjálfuninni. - Nú á námskeiðinu er að heyra á hópnum að honum finn- ist reglulega gaman og þegar ver- ið var að velta mönnum á hvolf í gúmmíbátnum skríktu þeir hreinlega eins og fermingarstelp- ur. „Mönnum þykir virkilega gam- an og við gerum okkar besta til að hafa þetta svona líflegt og skemmtilegt, að stríða mönnum líka, halda uppi húmornum en vera ekki með dauða kennslu. Það eru þrjú ár síðan haldið var námskeið á Húsavík og þá var líka góð þátttaka. Tveir af mínum mönnum komu svo með upprifjunarnámskeið um jólin og margir sjómannanna sem sóttu það komu á námskeiðið núna. Við gerum eins mikið og við framast getum til að koma fróð- leik til manna og að sigla með skipið á hafnirnar gefur hvað bestan árangur,“ sagði Hilmar. Rækjutogarinn Júlíus Hav- steen og Geiri Péturs lágu í höfn á meðan námskeiðið stóð til að gefa áhöfnunum kost á að sækja það. Eftir sumarleyfi áhafnarinn- ar á Sæbjörgu hcfjast námskeið á Akureyri 1. september. Hægt er að skrá sig á námskeiðin hjá Jörundi Torfasyni. Þau verða tvö, haldin fyrstu og síðustu viku september, en um miðjan sept. verður Sæbjörg á Dalvík að leiðbeina nemendum stýri- mannaskólans. „Þegar við vorum að sýna skip- ið fyrir skömmu labbaði einn krakkinn að skáp sem á stóð Brunahani og spurði hverskonar hænsni við værum að rækta í þessu hænsnabúi,“ sagði Hilmar, beðinn um brandara úr starfinu. „Þetta er virkilega skemmtilegt og lifandi starf. Það er ekki lítið að fá að kynnast reynslu allra þessara manna og fá þeirra sjón- armið. Við erum alla daga að fást við að ræða þessi mál við sjó- mennina, félaga okkar. Ég hvet alla sjómenn sem ekki hafa sótt sér slíka fræðslu að gera það hið fyrsta. Því það hefur sýnt sig og sannað að það getur skipt sköp- um. Og þó menn hafi sótt eitt námskeið hafa þeir ekki lokið námi þannig að þeir þurfa að koma aftur til þjálfunar. Þeir eru ekki alla daga að kljást við þessi tæki og tól sem ætluð eru til björgunar." IM 'ibjörg Magnúsdóttir SUNNUHUÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ SHOPPING CENTER — KjörbúÖ KEA Opið mánud.-föstud. kl. 9.00-20.00 Laugardaga kl. 10.00-20.00 Grillum kjúklinga og steikjum franskar kartöflur fimmtud., föstud. og laugard. Úrval grillrétta í kjötborði Fyrir samkvæmið: Ostabakkar og ostapinnar Kr. 29.900 stgr. Fjarstýring, upptökuminni, hægmynd, íslenskur leiðarvísir Rafland hf. NONAME ...COSMETICS- Ofiuzmisprófaðar - lCmefmkusar - Proféssional furstaseti átta burstar i setti - Púðurkvastar Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177- HABRÓ s. 11119 -Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.