Dagur - 23.07.1992, Side 12

Dagur - 23.07.1992, Side 12
I Greífínn í sumarskapi Opið virka daga frá kl. 11.30-23.30 - Um helgar frá kl. 12.00-23.30 Næturheimsendíng tril kl. 01.00 föstudags- eg laugardagskvöld Margrét Hermanns-Auðardóttir fær styrk til fornleifarannsókna að Gásum: Búðarústir liggja undir skemmdum - „miðstýringarvald Pjóðminjasafns beinir rannsóknum að stór-Reykjavíkursvæðinu“ Útsýnisflug til Grímseyjar: íslendingar hlutfaJls- lega fáir Flugfélag Norðurlands hef- ur verið með áætlanir á hverju kvöldi til Grímseyjar frá því um miðjan júní og reiknað er með að það standi út ágústmánuð. Auk þess er flogið tvisvar í viku fyrri hluta dagsins. Allgóð aðsókn var í þetta flug fyrst eftir að það hófst, en svo datt aðsóknin niður í kulda- hretinu norðanlands í júní- lok en hefur verið mjög góð í júlímánuði. Flestir farþeganna eru útlendingar, en nokkuð hefur verið um það að íslendingar fari með ferjunni Sæfara út í eyju en taki flugið tii baka til Akureyrar. Flogið er frá Akureyri kl. 20.15 og er við- koma í eyjunni í einn klukku- tíma og fimmtán mínútur og er tekið á móti farþegunum á flugvellinum í Grímsey og fá þeir leiðsögn um eyjuna. Brottför er síðan kl. 22.00. Mesta aðsóknin hefur verið um Jónsmessuna, þegar sólar- gangur er lengstur og sólin er á lofti allan sólarhringinn, en farþegum fækkaði mjög vegna kuldahretsins eins og áður er á minnst. GG ÓlafsQörður: Skotfélaginu úthlutað nýju svæði Skotfélagi Ólafsfjarðar hef- ur verið úthlutað til bráða- birgða svæði fyrir starfsemi sína skammt frá munna Ólafsfjarðarganga en þar hefur félagið m.a. komið upp leirdúfuskotvelli. Kristinn Hreinsson, bæjar- ritari, segir að félagið hafi áður haft svæði ofar í Múlan- um til afnota en nýlega hafi því verið úthlutað öðru svæði til bráðabirgða. „Ef í ljós kemur misnotkun skotvopna á svæðinu verður leyfið aftur- kallað. Þá hefur bæjarverk- fræðingi verið falið að kanna hvort starfsemin skapar snjó- flóðahættu," sagði Kristinn. JHB © VEÐRIÐ í dag er spáð hægri norðan- og norðaustanátt um norðan- vert landið. Gert er ráð fyrir dálítilli rigningu eða súld aust- an til og jafnvel slyddu á há- lendinu norðaustanlands. Inn til landsins má búast við að hitinn fari niður undir frost- mark yfir hánóttina. Á morgun verða áfram hægir norðlægir vindar, sam- kvæmt spá Veðurstofunnar, en á laugardag er gert ráð fyrir hlýnandi veöri. Vísindasjóður hefur veitt 800 þúsund króna styrk til fornleifa- rannsókna að Gásum við Eyjafjörð og víðar á Norður- Iandi eystra. Styrkinn fær Mar- Samvinna hönnuða og hand- verksmanna hefur verið til um- fjöllunar hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar hf. Af viðtölum starfsmanna Iðnþróunarfélags- ins við Eyjólf Pálsson, eiganda Epals í Reykjavík, er ljóst að markaður er fyrir vörur, t.d. húsgögn, sem byggja á vönd- uðu handverki og vandaðri hönnun. Því er svo að Iðnþró- unarfélagið leitar að handverks- mönnum (fyrirtækjum), sem gætu staðið að framleiðsluneti þar sem mjög góðir hönnuðir yrðu kallaðir til verka. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., segir að Eyjólfur grét Hermanns-Auðardóttir sem staðið hefur fyrir rann- sóknum á verslunarminjum á svæðinu. Rústir að Gásum ná aftur á 10. öld en þar var einn Pálsson í Epal, sem hefur mikla reynslu af hönnun húsgagna og sölu þeirra, hafi haft samband við starfsmenn Iðnþróunarfélagsins þar sem hann hafi velt fyrir sér hvort við Eyjafjörð væru ekki einhverjir góðir handverksmenn frá hinum ýmsu iðngreinum sem gætu tengst húsgagnaiðnaði og væru tilbúnir í samvinnuverkefni þar sem að ættu hlut hönnuðir, söluaðilar og handverksmenn. „Húsgögn eru gerð úr ýmsum efnum, timbri, stáli, plasti, leðri, gleri og fleiri efni má nefna til. Á Eyjafjarðarsvæðinu er trúlega ekkert fyrirtæki sem getur unnið úr öllum þessum efnum. Því verður samvinna að koma til svo helsti verslunarstaður á íslandi fram yfir aldamótin 1400. Mar- grét telur að skortur og mið- stýring af hálfu Þjóðminja- safnsins hamli framgangi verks- ins, en þar hafi stjórnun forn- lcifamála lengi verið í ólestri. Áður hefur verkefnið fengið 400 og 500 þúsund króna styrki úr Vísindasjóði en í tengslum við rannsóknir á verslunarminjum á hinum forna verslunarstað hafa möguleikar til járnvinnslu - rauðablásturs - verið kannaðir en þeir voru alger forsenda fastrar búsetu hér á landi að sögn Mar- grétar Hermanns-Auðardóttur. Þann þátt hefur Porbjörn Á. Friðriksson annast ásamt Mar- gréti. „Rannsóknarverkefnið að Gás- um hefur þegar leitt í ljós miklar minjar um verslunartengsl íslands við útlönd. Af leirkerabrotum má sjá að staðurinn er nýttur fram á fyrri hluta 15. aldar og lengur ef tékið er mið af því er ritaðar heimildir gefa til kynna um tengsl staðarins við norska Björgvinjar- kaupmenn," segir Margrét og bætir við að menningarsögulegt gildi Gása sé álíka mikið og ann- arra verslunarstaða í Norður-Evr- ópu frá víkingaöld og miðöldum. Margrét telur að vöruskipti og verslun hafi einkum farið fram í tengslum við þinghald og því stóð einnig til að tímasetja þingstaði á Norðurlandi en þingstaðaleifar þar eru óvenjumargar. „Þar sem við vitum harla lítið um byggða- þróun á Norðurlandi eystra á fyrstu öldum eftir iandnám var ætlunin að kanna verslunarum- svifin í víðara samhengi. Skortur á rannsóknarfé hefur hins vegar hamlað eðlilegri fram- vindu verksins," segir Margrét og árangurs megi vænta. Við sjáum vissa möguleika þar sem vandað yrði til verka. Ekki þýðir að fara í samkeppni við stóru húsgagna- framleiðendurna sem framleiða í milljónatali. Framleiðslueiningin yrði smá í háum verð- og gæða- flokki. Innanhússarkitektarnir Hallgrímur Ingólfsson, sem býr á Akureyri og hefur starfað í Dan- mörku þar til nýverið, Guðbjötg Magnúsdóttir er starfar í Reykja- vík og Leó Jóhannsson er starfar í Svíþjóð hafa öll verið nefnd til viðræna um málið og nú köllum við eftir handverksmönnum. Þeir sem hafa áhuga geta snúið sér til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.,“ sagði Ásgeir Magnússon. ój tekur fram að verslunarstaðurinn að Gásum liggi undir skemmdum vegna sjávarstöðuhækkunar við Eyjafjörð. Hluti búðarleifanna hefur þegar skemmst af völdunt hennar. „Undir miðstýringarvaldi Þjóð- minjasafns, þar sem sagnfræðing- ar og fólk með takmarkaða menntun í fornleifafræði ráða ríkjum, hafa rannsóknir um all- nokkurt skeið einkum beinst að stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðurlandi þótt mikinn hluta fornleifa lands'ins sé að finna utan þess svæðis. Mér finnst það gróf- leg móðgun við íbúa annars stað- ar á landinu að tíðni rannsókna skuli ekki ná út í aðra lands- hluta,“ segir Margrét og bendir á að fornleifavörslu yrði best fyrir komið í sjálfstæðri stofnun þar sem fornleifafræðingar yrðu stað- settir úti á landi í nánd við forn- leifarnar. GT Blönduós: Brimvöm verði boðin út í einu lagi - stefnt að því að byrja á verkinu í haust Nýlega er lokið grjótrannsókn- um vegna fyrirhugaðs brim- varnargarðs í Blönduóshöfn en sýnin voru tekin í Ennisiandi skammt utan við bæinn. I ár voru veittar samkvæmt fjárlög- um 20 milljónir króna í verkið en Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri, segir að hugmynd stofnunarinnar sé sú að verkið verði allt unnið í heilu lagi. Þessi fjárveiting nægir ekki til að ljúka verkinu en stefnt er að því að bjóða allt verkið út í haust en engin formleg heimild hefur borist Vita- og hafnamálastofn- un frá ráðuneyti um að binda megi fjárlög næstu ára til að ljúka verkinu. Samkvæmt kostnaðar- áætlun mun fyrirhugaður brim- varnargarður við Blönduóshöfn kosta 175 milljónir króna. Ef áðurnefndar hugmyndir Vita- og hafnarmálastofnunar og Blöndu- ósinga ganga eftir verður lítillega byrjað á verkinu í haust en aðal- lega verður unnið við það á árun- um 1993 og 1994. í fyrra var unnið fyrir 84 millj- ónir króna við smíði nýrrar bryggju í Skagastrandarhöfn sem m.a. veitir höfninni skjól og er verið að leggja síðustu hönd á þær framkvæmdir þessar vikurn- ar. í ár er unnið þar fyrir 30 millj- ónir króna, en ekki verður farið í endurbyggingu á gömlum hafn- armannvirkjunum hinum megin í höfninni, en það verður næst á dagskrá þegar fjárveitingar fást. GG Bygging stúdentagarðsins ofan Þórunnarstrætis á Akureyri hefur gengið mjög vel og í gær var unnið að því að taka niður vinnupallana. Mynd: Goiii Iðnþróunarfélag Eyjaíjarðar hf.: „Við leitum handverksmanna til samviimu við hönnuði“ - segir Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.