Dagur


Dagur - 13.08.1992, Qupperneq 1

Dagur - 13.08.1992, Qupperneq 1
Venjulegir og GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs Vegagerð í Mývatnssveit: Undirbíiiimgsvirma fyrir bundið slitlag að heíjast 5 Vegaframkvæmdir standa nú yfir í Mývatnssveit. Verið er að undirbúa 2,5 km kalla frá Vog- um að Geiteyjarströnd undir bundið slitlag og einnig á að byggja nýjan veg, um 1 km, frá klæðingarendanum við Skútu- staðakirkju um Skútustaða- hlaðið. Framkvæmdum og þar með lagningu bundins slitlags á að vera lokið 1. september. Sigurður Oddsson, tækni- fræðingur hjá Vegagerðinni, vildi taka það fram vegna útbreidds misskilnings að leir hefði verið settur í veginn frá Brún í Reykja- dal að Skútustöðum sem er um 20 km kafli. „Núna ætlum við að laga undir bundið slitlag fyrst og fremst 2,5 km frá Vogum að Geiteyjar- strönd og það er ekki kafli sem leir var settur í, eins og haldið hefur verið fram. Síðan ætlum við að byggja nýjan veg, um 1 km, frá klæðingarendanum hjá Skútustaðakirkju um Skútu- staðahlaðið og enginn leir tekinn af hinu. Ég vil taka það skýrt fram, enda verður þetta senni- lega besti vegur á íslandi næsta vor,“ sagði Sigurður. Fjórir aðilar voru kallaðir til í lokuðu útboði til að fá fram kostnaðartölur. Petta voru Jarð- Húsavík: Þjófar enn í haldi Tveir pólskir menn voru enn í haldi lögreglunnar á Húsavík í gærkvöld eftir að þeir voru handteknir fyrir þjófnað í verslunum þar í bæ á mánudag. Mennirnir voru hér á landi á vegum Sirkus Arena sem rak mennina úr starfi í gær. Kemur málið þá einnig til kasta útlendingaeftirlits. Mennirnir voru yfirheyrðir í viðurvist skipaðs verjanda og dómtúlks sem komu til Húsavík- ur síðdegis í gær. Stjórnarskráin skipar svo fyrir að grunaða menn skuli leiða fyrir dómara „án undandráttar“ en enn var óvíst hvort krafist yrði gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnunum. í pokahorni mannanna fannst þýfi að verðmæti hátt í 50 þúsund krónur að sögn lögreglu sem hafði gætur á mönnunum eftir að grunsemdir vöknuðu hjá verslun- areigendum á Húsavík. GT verk sf. í Fnjóskadai, Marín hf. á Grenivík, Arnarfell hf. í Skaga- firði og Sniðlar hf. í Mývatns- sveit. „Það voru valdir verktakar sem við treystum til að byggja þetta á þetta skömmum tíma. Eg fór með þessa fjóra verktaka upp í Mývatnssveit fimmtudaginn 6. þessa mánaðar. Þeir gáfu mér tölu klukkan 11 morguninn eftir og þeir eiga að byrja að vinna verkið á hádegi á morgun og verða búnir að því 1. septem- ber,“ sagði Sigurður Oddsson í gær. SS Þungt hljóð var í útvegsmönnum á fundinum vegna 28% skerðingar í þorskveiðum Norðlendinga. Mynd: Golli Útvegsmenn funduðu með þingmönnum á Akureyri í gær: Mótmæla harðlega hugmyndum um kvótasölu úr Hagræðingarsjóði „Það var þungt hljóðið í mönnum á þessum fundi enda er staðan á þessu svæði gífur- lega erfið. Við bendum á þá miklu skerðingu þorskkvótans sem verður á svæðinu og segj- um að auðlindaskattur komi ekki til greina. Það verður að skapa greininni viðunandi rekstrarskilyrði og við treyst- um því að mál sjávarútvegsins verði tekin upp strax og þing kemur saman á mánudag,“ sagði Sverrir Leósson, formað- ur Utvegsmannafélags Norð- urlands eftir fjölmennan fund útvegsmanna á Norðurlandi í gær með 8 þingmönnum Norð- urlandskjördæmanna tveggja. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem sölu á kvóta úr Hagræðingarsjóði er harðlega mótmælt. Jafnframt segir í álykt- uninni að ef ekkert verði að gert stefni ríkisstjórnin atvinnugrein- inni í stóra erfiðleika með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Sverrir Leósson segir að á fundinum í gær hafi komið fram að útvegsmenn ætli þingmönnum kjördæmanna að standa saman um að verja svæðið fyrir því áfalli sem 28% skerðing á þorskveið- um fjórðungsins leiði af sér. Alþingi kemur saman á mánu- dag og var boðað á fundinum í gær að frumvarp um breytingu á lögum um H^græðingarsjóð verði lagt þá fram. Ályktun útvegsmanna á fund- inum í gær er svohljóðandi: „Nú hefur verið tekin ákvörð- un af ríkisstjórn um að á fiskveiði- árinu 1992-1993 megi veiða 205 þúsund tonn af þorski sem þýðir samdrátt í þorskveiðum Norð- lendinga um 28,5%. Ekki er séð hvernig útgerð, vinnsla og byggðir á svæðinu mæta tekjutapi sem slíkri Akureyri: Sláturfé uni 40 þúsund Bændur á Eyjafjarðarsvæðinu hafa frest til 24. þessa mánaðar að skila inn sláturfjárloforð- um. Þá mun liggja fyrir hve margt sláturfé verður á þessu hausti. Að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra KEA á Akureyri, má reikna með að slátrun hefjist fimmtudaginn 10. september en hann reiknar með að sláturfé verði á bilinu 38-40.000 talsins. Hugmyndir hafa verið uppi um hvort ekki megi lengja slátrunar- tímabilið þannig að fyrr að sumr- inu sé fáanlegt ferskt kjöt á markaðnum en Óli segist ekki sjá að það geti orðið fyrr en menn Unglingar staðnir að hnupli í Ásbyrgi 9 unglingar voru staðnir að hnupli í versluninni í Ásbyrgi um verslunarmannahelgina. Um var að ræða tvo hópa, annars vegar frá Raufahöfn og hins vegar úr Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Rauf- arhöfn hafðist upp á öllum hópn- um og einnig þýfinu og voru versl- unareigandanum afhentar vör- urnar en unglingarnir sluppu með áminningu. GG hafa unnið sig út úr birgðavanda- málinu. Þannig sé erfitt að byrja slátrun fyrr en frosnar birgðir séu uppurnar. JÓH ákvörðun fylgir. Fundurin mótmælir harðlega öllum hugmyndum um sölu kvóta úr Hagræðingarsjóði og telur eðlilegast að úthluta heimildum hans án endurgjalds og taki út- hlutun mið af þorskskerðingu einstakra skipa. Ljóst er að útgerð og vinnsla munu ekki geta staðið undir sinni greiðslubyrði og því verður að grípa til frekari aðgerða. Fundurinn telur nauðsynlegt að stofnfjársjóðir og bankar lengi lánstíma, vextir verði lækkaðir, athugaðir verði möguleikar á víkjandi lánum fyrir greinina. Fundurinn ætlast til að rfkisvald- ið geri nú þegar grein fyrir tillög- um Byggðastofnunar. Ef ekkert verður að gert stefnir ríkisstjórnin þessari atvinnugrein í stóra erfiðleika, svo og byggðar- lögum er eiga allt sitt undir sjáv- arfanginu á þessu svæði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ JÓH Árskógshreppur og Austur-Landeyjahreppur: Hafa teláð upp vinahreppasamband - grunnskólar sveitarfélaganna hafa samskipti strax í vetur Árskógshreppur og Austur- Hér gengur Hríseyjarferjan frá Landeyjahreppur tóku í gær Árskógssandi en hjá okkur er upp vinahreppasamband, sem forvígismenn sveitarfélaganna vilja kalla svo. Hreppsnefnd Austur-Landeyjahrepps var boðið í formlega heimsókn til Árskógshrepps og var hún þar í fyrradag og framan af degi í gær. Ákveðið var að fyrsta skref í nánari tengslum hrepp- anna yrði stigið í vetur með tölvusambandi nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna. „Við erum með ólík sveitai;- félög á sitt hvorum enda landsins. þjónusta við Vestmannaeyjar að byggjast upp frá Austur-Land- eyjum, þaðan sem styst er til Eyja. Þessa þjónustu við eyjarn- ar eiga hrepparnir tveir sameigin- legt,“ sagði Magnús Finnboga- son, oddviti Austur-Landeyja- hrepps í samtali við blaðið við lok heimsóknarinnar á Árskógs- strönd. Magnús sagðist vænta þess að hreppsnefnd Árskógshrepps komi í heimsókn næsta sumar suður en vilji sé til þess af beggja hálfu að þróa þetta samband. „Það er ekki nokkur vafi að hægt er að taka upp samskipti á ýms- um sviðum og allt er þetta til að víkka sjóndeildarhringinn. Vina- bæjatengslin eru þekkt í þéttbýl- inu og því skyldu menn ekki hafa samskipti sveita á rnilli," sagði Magnús. í heimsókninni skoðaði hrepps- nefnd Austur-Landeyjahrepps fyrirtæki á Árskógsströnd, reyndi fyrir sér í sjóstangveiði á Eyja- firði og fór í ferðir til Hríseyjar, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Svarf- aðardals. Heimsókninni lauk með hádegisverði í Árskógsskóla um hádegi í gær. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.