Dagur


Dagur - 13.08.1992, Qupperneq 6

Dagur - 13.08.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. ágúst 1992 6 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings VINNINGAR I 8. FLOKKI UTDRATTUR 11. 8. '92 '92 AUKAUINNINGAR KR. 50.000.- 7708 7710 26761 26763 KR. 2.000.000. - 26762 KR. 1.000.000. «■ 7709 KR . 250.000. - 8204 12143 12516 18133 42987 KR. 75.000.- 1086 13581 27494 38615 43923 49808 54096 8212 18809 31306 39316 48822 51472 55356 12026 26807 33164 42555 49512 51795 KR. 25.000. - 993 8195 13544 14352 19959 24513 34378 39429 43172 49375 53739 57872 1510 8447 14052 14985 21178 24880 34883 39773 43475 49457 53740 58010 1853 8473 14259 17340 21349 27240 35900 40258 43750 50024 54007 58274 3571 8493 14872 17409 22074 27518 35911 40574 43992 50813 54142 58313 3992 9424 14973 17423 22082 27972 35981 41315 44495 51141 54475 58453 507í 10484 15308 17803 22129 29553 34527 41504 45371 51390 54588 58945 5414 10493 15374 18279 22212 31424 34728 41523 44012 51437 55117 59283 5945 10542 15408 18843 22714 32040 37059 41832 44325 51714 55744 4547 10414 15980 19152 22940 32711 37738 42171 44844 52232 54289 4558 10911 14059 19174 23384 32832 37934 42351 47408 52321 54409 4834 11330 14072 19254 23592 33442 37975 42554 48403 52921 54921 4978 13482 14132 19910 24354 34024 38941 42458 49012 53041 57490 7732 13509 14301 19924 25944 34351 39505 43097 49074 53408 57544 KR. 14.000.- 9 4084 8901 13228 17243 22075 24542 30343 34822 39144 43934 48442 52405 50780 52 4103 8905 13434 17315 22074 24551 30370 34874 39194 43943 48490 52544 50877 129 4110 8929 13454 17322 22143 24588 30382 34882 39218 43989 48520 52027 50937 238 4148 8981 13477 17393 22178 24490 30553 34928 39344 43993 48533 52051 50994 244 4347 8994 13484 17540 22211 24827 30544 35010 39390 44034 48507 52079 57005 338 4348 9015 13495 17587 22271 24852 30440 35048 39438 44125 48571 52729 57032 384 4487 9018 13505 17430 22328 24845 30743 35071 39580 44205 48702 52738 57135 400 4533 9029 13548 17754 22357 24937 30747 35248 39594 44217 48704 52818 57103 497 4454 9043 13444 17744 22413 27121 30855 35250 39705 44249 48920 52848 57107 599 4754 9047 13705 17774 22424 27248 30904 35274 39724 44244 48921 52988 57200 447 4783 9114 13847 17858 22455 27319 31032 35422 39847 44305 48901 53007 57250 493 4879 9141 13852 18049 22758 27338 31053 35442 39947 44304 49080 53342 57321 735 4881 9140 13858 18054 22778 27405 31187 35474 40092 44434 49082 53370 57323 821 4958 9175 13889 18193 22850 27420 31232 35501 40180 44444 49198 53389 57332 822 4994 9273 13921 18202 22875 27457 31285 35540 40322 44438 49231 53475 57412 934 5112 9309 13954 18232 22918 27504 31295 35440 40335 44451 49294 53500 57472 997 5113 9347 14047 18248 22983 27559 31390 35817 40339 44825 49310 53500 57022 1143 5150 9375 14071 18321 22988 27775 31420 35841 40353 44835 49317 53577 57003 1141 5345 9524 14094 18350 23074 27844 31505 35919 40378 44953 49332 53587 57097 1208 5515 9530 14102 18551 23134 27851 31585 34005 40434 44954 49390 53045 57753 1224 5571 9548 14111 18584 23243 27870 31420 34034 40548 44987 49405 53050 57871 1244 5445 9552 14281 18448 23402 27877 31447 34047 40419 45004 49453 53078 57880 1257 5445 9582 14325 18453 23577 27881 31495 34124 40940 45054 49513 53717 57903 1382 5743 9428 14454 18703 23594 28029 31822 34279 41019 45059 49579 53744 57905 1408 5799 9495 14521 18844 23448 28055 31834 34332 41022 45100 49588 53800 57974 1420 5881 9734 14570 19002 23492 28111 31883 34353 41159 45102 49022 54071 58043 1475 4004 9755 14724 19131 23727 28154 31925 34418 41143 45229 49009 54124 58082 1480 4135 9838 14744 19154 23731 28188 31955 34533 41147 45232 49070 54170 58087 1517 4211 9899 14785 19242 23754 28211 31994 34432 41205 45352 49702 54340 58108 1533 4350 9945 14803 19293 23741 28228 32017 34494 41275 45381 49758 54400 58209 1548 4421 9971 14844 19351 23780 28229 32041 34743 41439 45418 49700 54409 58228 1571 4443 9991 14844 19420 23828 28234 32092 34794 41491 45525 49791 54428 58314 1403 4495 10010 15045 19429 23851 28239 32150 34840 41517 45530 49813 54444 58403 1452 4547 10042 15179 19441 24030 28337 32249 34842 41548 45534 49828 54400 58550 1454 4424 10127 15194 19494 24041 28353 32249 34938 41484 45833 49840 54512 58509 1484 4710 10185 15199 19540 24174 28414 32285 34951 41707 45885 49901 54043 58019 1739 4835 10205 15205 19580 24218 28443 32428 37014 41759 45894 49949 54082 58047 1782 4843 10380 15304 19585 24233 28558 32478 37088 41810 45903 50080 54710 58087 1842 4884 10424 15307 19743 24345 28443 32424 37210 41823 40017 50158 54770 58090 1933 4947 10432 15344 19949 24401 28490 32738 37254 41875 40119 50245 54809 58092 2013 7040 10435 15394 20048 24449 28718 32910 37323 41895 40131 50247 54822 58707 2038 7080 10498 15433 20115 24441 28731 32940 37353 41957 40105 50488 54849 58850 2135 7232 10703 15533 20243 24471 28743 33074 37394 42140 40190 50499 55003 58800 2175 7304 10748 15553 20293 24547 28748 33247 37441 42148 40230 50545 55009 58985 2181 7412 11117 15574 20419 24475 28809 33249 37445 42187 40237 50558 55071 59120 2304 7431 11151 15405 20420 24721 28837 33458 37476 42188 40255 50570 55097 59159 2338 7501 11213 15453 20429 24827 28850 33500 37544 42224 40278 50013 55101 59173 2453 7574 11244 15742 20430 24872 28887 33522 37497 42271 40315 50824 55300 59250 2483 7442 11422 15745 20453 24894 28897 33597 37784 42355 40375 50889 55300 59259 2557 7802 11441 15844 20448 24913 28931 33444 37811 42425 40402 50943 55350 59274 2730 7837 11473 15849 20474 24929 28942 33482 37813 42429 40400 51005 55371 59278 2877 7844 11495 15928 20705 25018 29003 33731 37814 42474 40057 51092 55445 59350 2888 7854 11891 15944 20749 25128 29134 33742 37821 42545 40097 51128 S54SS 59307 2927 7874 11897 15995 20854 25135 29148 33783 37974 42402 40733 51100 55457 59398 2974 7881 11910 14001 20845 25183 29238 33805 38013 42705 47320 51177 55532 59452 3082 7921 12041 14041 20971 25313 29307 33809 38088 42742 47350 51192 55017 59490 3140 7931 12207 14044 20993 25395 29340 33971 38124 42744 47372 51277 55004 59507 3182 8170 12215 14147 21007 25551 29392 34042 38241 42833 47409 51370 55803 59701 3300 8172 12249 14187 21049 25583 29409 34105 38343 42847 47538 51408 55819 59840 3329 8245 12328 14277 21079 25707 29434 34177 38411 42895 47012 51429 55889 59849 3343 8275 12478 14493 21098 25838 29498 34204 38490 42993 48002 51434 55892 59801 3348 8331 12547 14519 21111 25901 29514 34243 38541 43040 48007 51853 55925 59871 3384 8332 12582 14449 21290 25921 29520 34254 38484 43113 48113 51885 50037 59875 3388 8392 12489 14479 21304 24048 29527 34327 38490 43155 48117 51905 50008 59904 3434 8403 12704 14801 21324 24084 29448 34349 38724 43271 48141 51930 50140 3474 8414 12752 14942 21400 24087 29725 34377 38778 43294 48104 52091 50282 3413 8444 12852 17049 21457 24099 29729 34507 38854 43340 48278 52090 50375 3793 8502 12922 17041 21541 24144 29824 34430 38841 43418 48310 52187 50510 3844 8740 12950 17074 21542 24205 29874 34434 38874 43484 48318 52274 50557 3944 8774 12948 17120 21784 24343 29985 34452 38909 43454 48335 52275 50070 3944 8783 13184 17133 21803 24511 30094 34722 38985 43855 48357 52313 50711 4012 8834 13218 17147 21851 24524 30115 34741 39107 43881 48381 50710 Steindór Steindórsson skólameistari frá Hlöðum - níræður miðvikudaginn 12. ágúst 1992 Öræfin svíkja aldrei neinn, öræfin stillt en fálát. Festi þau tryggð við einhvern einn eru þau sjaldan smálát. (Sigurður frá Brún) Steindór Steindórsson skólameistari frá Hlöðum er níræður í dag [ígærj. Af því tilefni, munum við, vinir hans og aðdáendur, í heimabyggð og hvaðanæva af landinu, fylkja liði til að hylla meistarann í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri, sem Steindór setti svip sinn á í hálfa öld. Níræðisafmæli Steindórs skóla- meistara er vissulega merk tímamót á langri og rismikilli ævi. Steindór hefur í lífi sínu og starfi sameinað marga eðliskosti sem fáséðir eru í einum og sama manninum: kyrrláta einbeitingu vísinda- og fræðimanns- ins; tjáningarhæfni, þolinmæði og hlýhug hins góða kennara; eldmóð og baráttugleði hins umdeilda stjórn- málamanns. Pessa ólíku eðliskosti hefur hann sameinað í heilsteyptum persónuleika, sem reynst hefur þriggja manna maki að atorku og afköstum. Við erum mörg sem kynnst höfum Steindóri á ólíkum æviskeiðum eða í nánd við ólík verksvið hans og telj- um okkur standa í þakkarskuld ýmist við vísindamanninn, fræðimanninn, rithöfundinn eða stjórnmálaforingj- ann Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Við höfum kynnst því, hvert með sínum hætti, að það er enginn meðalmaður á ferð, þar sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum er. í meira en aldarfjórðung var Steindór Steindórsson í fylkingar- brjósti baráttusveitar jafnaðarmanna á Islandi. Hann var einn þeirra sem reyndist best, þegar mest á reyndi. í stjórnmálabaráttu sinni var Steindór stefnufastur, fylginn sér, kjarkmikill og ódeigur til baráttu. Hann var aðsópsmikill og vopnfimur í ræðu og riti. Andstæðingarnir sóttu aldrei gull í greipar hans. Pótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir í sam- skiptum Steindórs og Alþýðuflokks- ins lét hann málstaðinn aldrei gjalda mannlegra misgjörða. Pað lýsti því vel, hvern mann hann hefur að geyma. Á flokksþingi Alþýðuflokks- ins 1976 var hann kjörinn heiðursfé- lagi flokksins. Pað sýnir hvern hug ný kynslóð jafnaðarmanna bar til Steindórs - hún fann til skyldleika við hinn síunga baráttumann. Pað þarf ekki lengi að lesa ævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, „Sól ég sá“ til að skynja, hver gæfumaður hann hefur verið í lífi og starfi, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skammt af andbyr og mótlæti. Lengi skal manninn reyna. Steindór er einn þeirra manna sem vaxið hafa við hverja raun. Hann sit- ur nú á friðarstóli í hárri elli í sinni kæru heimabyggð, Akureyri og getur án yfirlætis og ýkjulaust litið með stolti yfir farinn veg. Hann hefur lát- ið verkin tala. Ég spái því að þegar þeir, sem nú eru ungir, fara að rýna í söguþráð seinni hluta tuttugustu aldar og skilja þar kjarnann frá hisminu muni vegur fræðimannsins og rithöfundarins frá Hlöðum fara vaxandi í augum eftir- komenda okkar. Hann hefur reynst hamhleypa til verka. Þau verk bera honum fagurt vitni um ókomna tíð. Pær eru margar ævisögurnar. En þær eru ekki margar ævisögur sam- tímamanna Steindórs, þar sem horft er yfir sviðið af jafn háum sjónarhól og þar sem sér til allra átta. Óborinn íslendingur á nýrri öld mun eiga vandfundið annað heimildarrit jafn haldgott til skilningsauka á samtíð okkar og Sólarsögu Steindórs. Bernska Steindórs að Möðruvöll- um og Hlöðum í Hörgárdal í upphafi aldar á meira skylt um aldarhátt og aðbúnað við ævisögu séra Jóns eld- klerks í Skagafirði á átjándu öld en uppvaxtarskilyrði unglinga í íslenskri sveit undir lok tuttugustu aldar. Sólarsaga Steindórs er saga atgerf- ismanns, sem vegna meðfæddra hæfi- leika og óslökkvandi menntunar- þorsta brýst úr viðjum fátæktar til mennta, dyggilega studdur af mikil- hæfri móður. Þannig nær hann að rækta meðfædda hæfileika að því marki, að hann skipar sér í fremstu röð vísinda- og fræðimanna okkar á þssari öld. En maðurinn er ekki einhamur. Starf kennara og skólameistara við Menntaskólann á Akureyri er hverj- um manni fullboðlegt ævistarf. En Steindóri var það ekki nóg viðnám kraftanna, þótt síst hafi hann van- rækt kennslu og skólastjórn, eins og gamlir nemendur bera vitni um. Samhliða kennslustarfinu var hann einhver afkastamesti vísindamaður okkar í náttúrufræði og gróðurrann- sóknum á þessari öld. Á nær hverju sumri frá 1930 fram á áttunda áratug- inn ferðaðist hann um landið, ýmist einn eða í góðum félagsskap annarra náttúruvísindamanna við gróður- rannsóknir og kortagerð. Þeir staðir eru fáir á íslandi, hvort heldur er í mannabyggð eða öræfatign, þar sem hann hefur ekki skilið eftir sig spor. Á veturna vann hann úr rannsókn- um sínum og heimildum og birti í fjölda rita, ýmist í íslenskum fræði- ritum eða erlendum. Og hann lét ekki staðar numið við rannsóknir sínar á hinni íslensku flóru heldur stundaði einnig samsvarandi rann- sóknir á Grænlandi og fór rannsókn- arferð til Jan Mayen 1957. Ritverk Steindórs Steindórssonar eru mikil að vöxtum og einatt aðgengileg og skemmtileg aflestrar. Höfundareinkenni hans birtast í skýrri hugsun og einfaldleika í fram- setningu. Hann spillir lítt ritsmíðum sínum með þarflausri orðagleði en heldur hugsuninni tærri. Fyrirferðar- mest eru ritverk hans um grasa- og náttúrufræði, landfræði og landlýs- ingu, auk ferða- og þjóðháttasagna. Hann hefur einnig reynst mikilvirkur við að búa til útgáfu og ritstýra önd- vegisverkum á borð við Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar, Ferðabók Sveins Pálssonar og Ferðabók Ólafs Ólafíusar, fyrir utan landkynningar- og leiðbeiningarit eins og Landið þitt og Vegahandbók- ina. Og mitt í öllum þessum önnum fann hann tíma aflögu til að ritstýra tímaritinu Heima er best í um aldar- fjórðung. Það var alþýðlegt tímarit sem hlaut miklar vinsældir og útbreiðslu um landið, meðan hann stýrði þar penna. Trúlega hefur sá sem þetta skrifar fyrst kynnst rit- höfundinum Steindóri Steindórssyni á síðum Heima er best, í hléum frá heyskapnum í Ögri forðum daga. Þegar þetta er allt tíundað ásamt bókmenntagagnrýni, greinum í tíma- ritum og blöðum og þýðingum á rit- verkum erlendra fræðimanna, sem gistu ísland fyrr á tíð - skilst mér að Steindór skilji eftir sig á sjöunda hundrað ritverk. Geri aðrir betur. Þetta eitt út af fyrir sig væri hverj- um vísinda- og fræðimanni fullboð- legt ævistarf. En því fer fjarri að þá sé allt talið, sem Steindór hefur haft fyrir stafni um dagana. Hann var lífið og sálin í margvíslegum félagsskap, þar sem sjálfboðaliðar lögðu rækt við góðan málsstað eins og t.d. í Skóg- ræktarfélagi Eyjafjaðrar, Ræktunar- félagi Norðurlands, Sögufélagi Akureyrar, Ferðafélagi Akureyrar og Norræna félaginu. Sérstök ástæða er til þess að minnast verka hans við að rækta fræmdsemina við Vestur- íslendinga t.d. með Vestur-íslensk- um æviskrám. Við jafnaðarmenn, sem ekki erum allir endilega innvígðir í töfraheim náttúruvísindanna, kynntumst ann- arri hlið hins mikilvirka eldhuga: stjórnmálamanninum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Sjálfur hefur Steindór lýst því í ævisögu sinni hvernig kjör sveitunga hans á uppvaxtarárum beindu huga hans að hugsjón og úrræðum jafnaðarstefn- unnar, sem mannúðar- og mannrækt- arstefnu. Hafnarstúdentinn mun hafa kynnst betur verklagi og árangri jafn- aðarmanna í Danmörku á námsárun- um. Allavega var hann sannfærður jafnaðarmaður að lífsskoðun þegar hann snéri heim frá Kaupmannahöfn og tók til starfa við Menntaskólann á Akureyri árið 1930. Þeirri hugsjón hefur Steindór reynst trúr í gegnum þykkt og þunnt til þessa dags. Hann lét fyrst að sér kveða sem frambjóðandi í baráttu- sæti við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri 1946. Hann vann þá góðan kosningasigur; stöðvaði reyndar framsókn kommúnista á Akureyri þannig að þeir hafa ekki borið sitt barr þar síðan. Auk þess vakti hann athygli annarra jafnaðarmanna um land allt fyrir vasklega framgöngu. Steindór var bæjarfulltrúi jafnaðar- manna á Akureyri 1946-58 og í bæjar- ráði lengst þar af, auk þess sem hann starfaði lengur eða skemur í fjölda nefnda á vegum Akureyrarbæjar. Náttúrufræðingurinn lét mikið að sér kveða í virkjunarmálum, bæði í raf- veitustjórn og í stjórn Laxárvirkjun- ar. Reyndi þá mjög á staðfestu hans í illvígum deilum í héraði við óbil- gjarnt landeigendavald. Steindór var landskjörinn vara- þingmaður 1946-49 og alþingismaður Isfirðinga á sumarþinginu 1959 þegar kjördæmabreytingunni var ráðið til Iykta, en hún var aðdragandi við- reisnarstjórnanna 1960-1971. í meira en aldarfjórðung var Steindór virkur í forystusveit Alþýðuflokksins og lét jafnan að sér kveða svo eftir var tek- ið í flokksstjórn og á flokksþingum. Það sem hér hefur verið tíundað af störfum kennarans, skólameistarans, vísindamannsins, fræðimannsins, rit- stjórans og stjórnmálamannsins Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um nægir til að sýna að hann hefur á langri og farsælli ævi verið margra manni maki til verka - og hefur þó hvergi nærri öllu verið til skila haldið. Öll þessi störf vann hann með þeim hætti að fáir hefðu betur gert. Verk hans munu lengi halda nafni hans á lofti, löngu eftir að hann er allur. Frá því ég tók við formennsku í Alþýðuflokknum 1984 hef ég oft átt leið um Akureyri og aðrar byggðir í Norðurlandi eystra, ýmist til funda við félaga okkar þar eða til almennra fundahalda. Oftar en ekki hefur hinn aldni skólameistari kvatt sér hljóðs og skilið eftir í huga mínum meitlaða hugsun, sem ber vott mannviti hans og sívökulum huga. Fyrir þá fundi er ég þakklátur. Maður sem svo margt hefur lifað og svo miklu hefur fengið áorkað öðrum til hagsbóta og ánægju - slíkur maður er gæfumaður. Við jafnaðarmenn hyllum okkar síunga baráttufélaga á níræðis- afmælinu og sendum honum, vinum hans og öðrum vandamönnum árn- aðaróskir norður yfir heiðar. Ég kveð að sinni með orðum annars víð- frægs Hafnarstúdents, Skúla fógeta, sem sagði: Ljúft er hrós fyrír liðna stund, lifð’eg í Höfn með gleði. Það hefur Steindór skólameistari frá Hlöðum líka gert, svika- og refjalaust. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.