Dagur - 20.08.1992, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 20. ágúst 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
EES og jarðakaup
útlendinga hér á landi
í Degi í gær er haft eftir Tómasi Inga Olrich, alþingis-
manni, að það sé verulegur galli á samningnum um
Evrópskt efnahagssvæði að útlendingar muni hafa sama
rétt til jarðakaupa og innlendir aðilar. Hann bendir á að ef
íslendingar vilji samþykkja EES-samninginn verði þeir að
finna einhverja leið fram hjá þessu ákvæði samningsins.
Tómasi Ingi fullyrðir við sama tækifæri að fyrirvarar um
landakaup útlendinga hér á landi hafi gufað upp í tíð fyrri
ríkisstjórnar. í blaðinu í dag segir Steingrímur Hermanns-
son, fyrrverandi forsætisráðherra, að sú fullyrðing Tóm-
asar Inga Olrich sé röng. Steingrímur minnir á að í októ-
bermánuði 1990 hafi aðalsamningamaður íslands í EES-
viðræðunum upplýst að varanlegur fyrirvari, sem tak-
markaði kaup útlendinga á jörðum hér á landi, fengist
ekki inn í EES-samninginn. Slíkan fyrirvara yrði að setja
með innlendri löggjöf. Að sögn Steingríms entist ríkis-
stjórn hans ekki aldur til að setja slíka löggjöf.
„Slíkar girðingar hafa aðrar þjóðir sett. Þær hefði átt að
setja í lög á síðasta þingi þar sem jarðakaup væru skilyrt
heimilisfesti á íslandi í ákveðinn tíma, skilyrði um búsetu
á slíkum jörðum eða með því að styrkja forkaupsrétt
sveitarfélaga og ríkis,“ er ennfremur haft eftir Steingrími
Hermannssyni í frétt blaðsins í dag. Hann bendir á að
sambærileg ákvæði í írskum lögum hafi staðist fyrir EB-
dómstólnum þrátt fyrir að ekki megi mismuna innlendum
og erlendum aðilum - og hvetur til þess að slík lög verði
sett á því þingi sem nú er nýhafið.
Það ákvæði EES-samningsins, er varðar landakaup
erlendra aðila hér á landi, er einmitt eitt þeirra ákvæða
sem andstæðingar EES-samningsins vöruðu hvað ákaf-
ast við. Nú er komið á daginn að ótti þeirra var langt í frá
ástæðulaus. Um það eru þeir stjórnarþingmaðurinn Tóm-
as Ingi Olrich og stjórnarandstæðingurinn Steingrímur
Hermannsson hjartanlega sammála. Þeir eru einnig sam-
mála um að setja þurfi lög án frekari tafar til að torvelda
útlendingum að kaupa jarðnæði hér á landi. Staðreyndin
er sú að ef það verður ekki gert er ekkert því til fyrirstöðu
að fjársterkir erlendir aðilar kaupi hér „dali og fjöll", eins
og það hefur stundum verið orðað. Jarðakaup útlendinga
hafa átt sér stað í stórum stíl í mörgum löndum Evrópu,
t.d. á Ítalíu og í Danmörku. Slík viðskipti hafa valdið hat-
römmum deilum í viðkomandi löndum og vakið gífurlega
reiði heimamanna. „Jarðauppkaup útlendinga geta
höggvið nærri tilfinningum okkar og lífsstíl. Þau geta
einnig takmarkað svigrúm okkar til að nýta landið okkur
til hagsbóta," svo notuð séu óbreytt orð Tómasar Inga
Olrich.
Alþingi verður að láta þetta mál til sín taka án tafar.
Þótt þingið sé ekki enn búið að samþykkja aðild íslands
að Evrópsku efnahagssvæði, bendir flest til þess að
meirihluti sé fyrir aðildinni í ríkisstjórnarflokkunum. Þess
vegna þarf að búa sem allra best um hnútana og setja öll
þau lög sem hægt er til að torvelda útlendingum aðgengi
að íslenskum auðlindum til lands og sjávar. BB.
Frímerki
Sigurðui H. Þorsteinsson
Tvíbura- til áttburaútgáfur
Það verður sífellt meira um það á seinni árum, að
þjóðir gefi út frímerki eða frímerkjaútgáfur af einu
og sama tilefni. Þarna er ýmist um það að ræða, að
tvær eða fleiri þjóðir gefa út frímerki með sama
myndefni og af sama tilefni, jafnvel sama daginn
eða þá á mismunandi dögum. Tekið skal fram að í
skrá þeirri sem ég hef gert hér er ekki um að ræða
CEPT Evrópuútgáfurnar, sem lengi vel voru allar
eins, það er eftir einni og sömu teikningu. Til þess
að lesendur mínir geti glöggvað sig á hverstu stórt
þetta söfnunarsvið er að verða, ætla ég að birta hér
skrá yfir slíkar útgáfur. Er hún að nokkru fyllri en
allar þær aðrar skrár er ég hef séð yfir þetta efni.
Tvíburaútgáfur
09.10. 1938/1968 Leifur Eiríksson. ísland og U.S.A.
27.08. 1958 30 ára afmæli flugs yfir Tasmanhaf. Ástralía, Nýja-
Sjáland.
26.06. 1959 Opnun St. Lorenz sjóleiðar. U.S.A. og Kanada.
16.09. 1960 Mexíkó sjálfstætt í 150 ár. U.S.A. og Mexíkó.
20.05. 1965 Sameiginleg stífla. Júgóslavía og Rúmenía.
28.08. 1965 400 ár frá hertöku Flórída. U.S.A. og Spánn.
16.06. 1967 Frumbyggjar Svíþjóðar. Finnland og Svíþjóð.
12.09. 1969 200 ár frá fæðingu von Humbolt. Venezuela og Berlín.
10.01./28.04. 1971 Samvinna Mið-Afríku og Tschad. Sömu ríki.
19.02./06.03. 1972 50 ára samvinna. Belgía og Luxemburg.
22.01. 1973 10 ára þýsk-frönsk samvinna. Þýskaland og Frakkland.
15.07. 1975 Apollo-Sojus. U.S.A. og Sovétríkin.
01.06. 1976 200 ára sjálfstæði Bandaríkjanna. U.S.A. og Kanada.
15.11. 1977 3. PAIGC þingið. Kap Verde og Guinea-Bissau.
17.08. 1978 Vináttusamningur. Tyrkland og Líbýa.
03.08. 1979 Drápin í Pidjiguiti 20 ára. Kap Verde og Guinea-Bissau.
19.10/24.10. 1979 Lestin Raab-Oedenburg-Ebenfurt. 100 ára.
Austurríki-Ungverjaland.
29.09./14.10. 1981 100 ár frá dauða J. Hobson. U.S.A.-írland.
20.04. 1982 200 ára stjórnmálasamband. U.S.A.-Holland.
24.03. 1983 200 ára viðskiptasamband. U.S.A.-Svíþjóð.
29.04./05.05. 1983 300 árfrá landnámi Þjóðverja. U.S.A.-Pýskaland.
19.08. 1983 Samvinna milli Indónesíu og Pakistan.
20.04. 1984 450 ár frá ferð Cartier til Kanada. Frakkland-Kanada.
06.06. 1984 100 ára afmæli J. McCormack. U.S.A.-írland.
24.09. 1984 150 ár frá dauða Dom Pedro IV. Portúgal-Brasilía.
19.01721.01. 1985 EUROPALIA 85. Belgía og Spánn.
21.02. 1985 Bonn-Kaupmannahafnar yfirlýsingin 30 ára. Þýskaland-
Danmörk.
21.05. 1985 Gjöf Knúts helga 900 ára. Danmörk-Svíþjóð.
07.01. 1986 Innganga í EB. Spánn og Portúgal.
23.01. 1986 AMERIPEX-STOCKHOLMIA. U.S.A.-Svíþjóð.
04.07. 1986 Frelsisstyttan 100 ára. Frakkland-U.S.A.
05.09. 1986 Lapplands leiðangurinn 250 ára. Frakkland-Finnland.
08.05. 1986 Endurhæfingarstöð Rauða krossins í Mogadisho.
Noregur-Somalía.
10.06./15.10. 1987 R. Chr. Rask 200 ára. Ísland-Danmörk.
18.07./22.07. 1987 200 ára stjórnmálasamband. U.S.A.-Marokkó.
14.01. 1988 Pýsk-franskur samningur 25 ára. Sömu lönd.
26.01. 1988 Nýlenduuppbygging Astralíu 200 ára. Ástralía-U.S.A.
06.05. 1988 Ólympískir sumarleikar. Grikkland-Suður-Kórea.
06.06. 1988 Menningarsamvinna. Lichtenstein-Costa Rica.
21.06. 1988 Nýlenduuppbygging Ástralíu 200 ára. Bretland-Ástralía.
21.06. 1988 Sama tilefni. Ástralía-Nýja-Sjáland.
22.09. 1988 Dansk-franskt menningarár. Sömu lönd.
25.11. 1988 List Jean Tinguely. Sviss-Frakkland.
15.06. 1989 1300 ára dánardagur Kiljans o.fl. Írland-Þýskaland.
02.03./03.03. 1990 100 ára afmæli Dr. N. Bethune. Kanada-Kína.
13.06. 1990 Vísindaamvinna á Suðurskauti. Ástralía-Sovétríkin.
14.07. 1990 Frönsk-brasilísk samvinna. Sömu lönd.
15.08./16.08. 1990 Sovésk-indversk samvinna. Sömu lönd.
19.08. 1990 Indónesísk-pakistönsk samvinna. Sömu lönd.
28.09. 1990 Fjögurra ára þjóðernissamvinna U.S.A. og Mikronesíu.
03.10. 1990 Líf í höfunum. U.S.A.-Sovétríkin.
11.10. 1990 100 ára dánardægur H. Schliemann. Þýskaland-Grikkland.
22.02. 1991 700 ára félagsskapur. U.S.A.-Sviss.
09.04. 1991 750 ár frá orustunni við Liegnitz. Þýskaland-Pólland.
22.05. 1991 William Saroyan, Pulitzer verðlaunahafi. U.S.A.-
Sovétríkin.
27.05. 1991 EUROPALIA-91. Belgía-Portúgal.
07.09. 1991 Alfred W. Finch. Belgía-Finnland.
03.04. 1992 Ólympíuleikar 1992. Frakkland-Grikkland.
06.04. 1992 1000 ár frá fundi Ameríku. Ísland-Færeyjar.
24.04.1992 500 ár frá fundi Ameríku. Ítalía-U.S.A.
22.05. 1992 Verndið Alpana. Sviss-Austurríki.
19.06. 1992 Ólympíuleikar 1992. Spánn-Frakkland.
1992 íkonar = rússneskar helgimvndir. Svíþjóð-Rússland.
1992 Geimrannsóknir. U.S.A.-Rússland.
1992 Útvarp og sjónvarp. Cokoseyjar og Jólaeyjar.
Þríburaútgáfur
24.02. 1961 SAS 10 ára. Danmörk-Svíþjóð-Noregur.
12.10. 1964 Benelux tollabandalag. Holland-Belgía-Luxemburg.
1965 1969-1979 Svæðasamvinna, einu sinni á ári. Írland-Tyrkland-
Pakistan
07.04. 1967 Háskólagráða. Botswana-Lesotho-Swasiland.
08.09. 1969 Tollabandalag 25 ára. Holland-Belgía-Luxemburg.
1970/1971 Árssamvinna Egyptalands-Líbýu-Súdan.
1974 30 ára tollabandalag Beneluxlandanna.
26.01. 1988 200 ár frá landnámi Ástralíu. Ástralía-Cokoseyjar-
Jólaeyjar.
29.03. 1988 Landnám Skandinava í Vesturheimi 350 ára. Finnland-
Svíþjóð-U.S.A.
28.04. 1990 Uppreisnin á Bounty 200 ára. Mön-Norfolkeyjar-
Pitcairneyjar.
28.09. 1990 Samkomulag milli: U.S.A.-Marshalleyja-Mikronesiu.
Fjórburaútgáfur
1937/1938 Balkansambandið. Grikkland-Júgóslavía-Rúmenía-
Tyrkland.
1987/1988 Mót þjóðhöfðingja, Kólumbía-Mexíkó-Perú-Venesúela.
12.01. 1990 Póstur 500 ára. Þýskaland-DDR-Berlín-Austurríki.
16.02. 1990 Arabaráðið. Egyptaland-Írak-Jemen-Jórdanía.
22.05. 1992 Fundur Ameríku. U.S.A.-Spánn-Portúgal-Ítalía.
Fimmburaútgáfur
Norrænar útgáfur. 1956, 1969, 1973, 1977, 1980, 1983, 1986, 1989.
Ísland-Finnland-Noregur-Svíþjóð og Danmörk.
Áttburaútgáfa
1991 Norðurlandafrímerki ásamt með Grænlandi, Álandi og
Færeyjum.
Af öllu þessu má sjá að það er hægt að byggja sér
all stórt tegundasafn á þessum forsendum. Þó dett-
ur mér ekki í hug, að ekki sé hægt að finna enn
fleiri merki og útgáfur, sem falla undir þetta.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Q. P
^SSDf^
< <
QS
li
20.oo
c ^
Q. i
íq
V,-
oo
'S'Ó'SDE0
Si^uröur -1. Þorsteinssor
Laugarholi,
iS-510 iioj.jT:av/LX 3
»
Island
Dæmi um tvíburaútgáfu frímerkja. Frímerki í tilcfni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu Rasmusar Kristjáns
Rasks voru gefín út á íslandi 10. júní 1987 og í Danmörku 15. október sama ár.