Dagur - 20.08.1992, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. ágúst 1992 - DAGUR - 11
IÞRÓTTIR
Mjólkurbikarinn:
„Dagsforaiið skiptir mestu máli“
- segir Bjarni Jónsson, fyrirliði KA, um úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum á sunnudaginn kl. 15.00
KA og Valur leika til úrslita
um Mjólkurbikar KSÍ, sunnu-
daginn 23. ágúst kl. 15.00 á
Laugardalsvellinum. Þetta er í
fyrsta skipti sem KA kemst
þetta langt í bikarkeppninni,
en þess má geta að nokkrir
KA-Ieikmenn spiluðu í liði
IBA sem sigraði í þeirri keppni
1969. Valsmenn hafa hins veg-
ar unnið Mjólkurbikarinn
undanfarin tvö ár og eru því
verðugir andstæðingar KA.
Bjarni Jónsson, fyrirliði KA,
er hvergi banginn fyrir leikinn:
„Valsmenn eru með besta liðið í
deildinni um þessar mundir og
hafa verið að spila mjög góða
knattspyrnu. í bikarkeppninni er
hins vegar allt annað uppi á ten-
ingnum, dagsformið skiptir þar
máli en ekki staðan í deildinni,"
sagöi hann. Sævar Jónsson, fyrir-
liði Vals, var sammála þessu og
sagðist búast við hörkuleik.
„KA-menn hafa lagt sterk lið að
velli þannig að búast má við jöfn-
um og spennandi leik á sunnu-
daginn."
KA stillir upp
sínu sterkasta liði
Gunnar Gíslason, leikmaður og
þjálfari KA, kvaðst vera bjart-
sýnn fyrir leikinn. „Við höfum átt
við mikil meiðsl að stríða en
menn eru smám saman að skríða
saman þannig að ég vona að við
getum stillt upp okkar sterkasta
liði gegn Val. Eg vona að stuðn-
ingsmenn okkar flykkist á völlinn
á sunnudaginn og miðað við
stemmninguna í bænum að
undanförnu á ég von á a.m.k.
1000 öflugum KA-aðdáendum í
stúkuna í Laugardalnum á
sunnudaginn. Ingi Björn Alberts-
son, þjálfari Vals, var hóflega
bjartsýnn fyrir hönd sinna
manna. „Við höfum titil að verja
þannig að pressan er á okkur.
Allir okkar leikmenn eru hins
vegar heilir og við mætum því
sterkir til leiks, án þess þó að
vanmeta KA-liðið.“
Leikurinn getur þýtt
10 milljónir í tekjur
Úrslitaleikur í Mjólkurbikar-
keppninni er hápunktur knatt-
spyrnuvertíðarinnar þannig að
það er mikill heiður fyrir bæði
liðin að komast alla leið. En
sigurinn er ekki einungis mikill
heiður heldur skiptir leikurinn
gríðarlegu máli, fjárhagslega,
fyrir félögin. Ef vel tekst til með
sölu auglýsinga, og aðsókn á völl-
inn verður góð, getur einn bikar-
úrslitaleikur þýtt um 4-5 milljónir
í tekjur fyrir hvort lið. Það lið
sem síðan sigrar og kemst í
Evrópukeppni bikarhafa fær í
sinn hlut a.m.k. 4-5 milljónir frá
Knattspyrnusambandi Evrópu.
Hér getur því verið um 10 millj-
óna króna dæmi að ræða fyrir
þennan eina leik.
Spurningunni hvort leikmenn
fengju beinar greiðslur vegna
þessa leiks voru formenn félag-
anna, Guðmundur Kjartansson,
Knattspyrna, 2. deild:
Enn tapaði Leiftur fyrir Fylki
- Fylkir er að tryggja sér sæti í 1. deild
Leiftursmenn töpuðu sínum
þriöja leik fyrir efsta liði Fylkis
í sumar þegar liðin áttust við í
2. deild knattspyrnunnar í
fyrrakvöld. Fvrri hálfleikur var
slakur hjá Olafsfírðingum en
þeir náðu að rétta úr kútnum í
þeim síðari þótt ekki dygði það
þeim til sigurs. Heimamenn
höfðu því enn 3 stig af Leiftri
og í þetta sinn með 3:2 sigri.
„Þetta var slakt í fyrri hálfleik
og leikurinn þá örugglega mjög
leiðinlegur á að horfa. Þetta
skánaði talsvert í þeim síðari og
þá vorum við meira með boltann
og áttum okkar færi,“ sagði Pétur
Hafliði Marteinsson, leikmaður
Leifturs, eftir leikinn.
í fyrri hálfleik voru Fylkis-
menn mun aðgangsharðari og
2. deild kvenna:
Deildin búin
Síðustu leikirnir í 2. deild
kvenna, B, fóru fram um helg-
ina og eru þá aðeins úrslitin
eftir hjá KA.
KA vann KS, 3:1, og mörkin
fyrir KA skoruðu Vaka Óttars-
dóttir, 2 og Helga Hannesdóttir,
1. Mark KS skoraði Ólöf Ásta
Salmarsdóttir.
Leiftur tapaði fyrir KS, 0:2, og
það var Ólöf Ásta sem gerði bæði
mörk KS í þeim leik. Þá unnu
Dalvíkingar Tindastól 1:3 og fyr-
ir Dalvík skoruðu Helga Björk
Eiríksdóttir, 1, og Heba Guð-
mundsdóttir, 2. SV
Lokastaða:
KA
KS
Tindastóll
Dalvík
Leiftur
8 8-0-0 44: 4 24
8 5-1-2 11: 7 16
8 3-1-4 12:16 10
8 3-0-5 8:12 9
8 0-0-8 2:40 0
fengu mun fleiri færi en gestirnir.
Baldur Bjarnason skoraði eina
márk leiksins um miðjan fyrri
hálfleik.
Síðari hálfleikur var mun betri
hjá Leiftri og liðið náði upp tals-
verðri baráttu. Leiftur komst yfir
með mörkum þeirra Péturs
Björns Jónssonar og Péturs Haf-
liða Marteinssonar. Fyrst skoraði
Pétur Björn gott mark með skoti
utan úr teig en síðan skoraði Pét-
ur Hafliði mark eftir sendingu frá
Goran úr aukaspyrnu.
Um miðjan hálfleikinn þurfti
Pétur Hafliði að yfirgefa völlinn
vegna veikinda eftir slæmt flug
suður og litlu síðar meiddist
Friðrik Einarsson fyrirliði liðs-
ins og þurfti að vera utanvallar í
nokkrar mínútur meðan verið
2. deild karla
14. umferð:
Fylkir-Leiftur
BÍ-Stjarnan
Selfoss-ÍR
Þróttur-ÍBK
Víðir-Grindavík
Staðan:
Fylkir
ÍBK
Grindavík
Þróttur R.
Leiftur
Stjarnan
BI
ÍR
Víðir
Selfoss
1411-1-2
14 9-4-1
7-2-5
7-1-6
5-3-6
4-5-5
3-6-5
3-5-6
2-5-7
1-4-9
14
14
14
14
14
14
14
14
3:2
1:1
4:2
2:5
2:3
32:14 34
31:14 31
26:2123
23:26 22
25:19 18
19:18 17
18:27 15
15:25 14
14:20 11
15:38 7
Markahæstir:
Óli Þór Magnússon, ÍBK 14
Þorlákur Árnason, Lciftri 13
Kristinn Tómasson, Fylki 9
Þórður B. Bogason, Grindavík 9
Indriði Einarsson, Fylki 8
Kjartan Einarsson, IBK 8
Hlynur Jóhannsson, Víði 8
var að huga að meiðslum hans. Á
þeim tíma skoruðu Fylkismenn
sitt annað mark og bættu svo því
þriðja við stuttu síðar. Baldur
Bjarnason gerði tvö mörk fyrir
Fylki og Þórhallur Dan Jónsson
eitt. SV
Val, og Sveinn Brynjólfsson,
KA, ekki tilbúnir til þess að
svara. Guðmundur sagði samn-
inga við leikmenn vera trúnað-
armál og Sveinn sagði að KA-
leikmennirnir fengju a.m.k.
mjólk með kaffinu og vísaði þar í
að Mjólkursamsalan er aðal-
styrktaraðili Mjólkurbikarkeppn-
innar.
Leikmenn KA halda til Reykja-
víkur á laugardaginn og gista á
Hótel Valhöll á Þingvöllum um
nóttina. Leikmenn Vals gista á
Hótel Örk þannig að greinilegt er
að vel er gert við leikmenn lið-
anna fyrir þennan leik. í sjón-
varpinu á laugardagskvöld, strax
eftir fréttir, verður sérstakur
þáttur sem Mjólkursamsalan
styrkir, um úrslitaleikinn og því
má búast við góðri stemmningu á
leiknum. Stuðningsmenn KA
ætla að hittst á Kringlukránni,
bæði á laugardagskvöld og á
sunnudag fyrir leik.
Forsala aðgöngumiða verður í
KA-heimilinu frá og með degin-
um í dag og í Valsheimilinu og
Kringlunni í Reykjavík. AP/SV
Golf:
Bauta og
Lacostemót
- laugardag og
sunnudag
Tvö golfmót verða haldin að
Jaðri um helgina. Á laugardag
verður Lacostemótið svokall-
aða en Bautamótið verður á
sunnudag. Verslunin JMJ gef-
ur verðlaun í fyrra mótið en í
Bautinn í það síðara.
í Lacoste-mótinu er keppt í
einum opnum flokki, með og án
forgjafar. Leiknar verða 18 holur
og rennur skráningarfrestur út á
föstudag kl. 19.00.
í Bautamótinu verður keppt í
karla- og kvennaflokki, með og
án forgjafar og verða spilaðar 18
holur. Skráningarfrestur rennur
út kl. 18.00 á laugardag.
Fréttatilkynning
Bjarni prúði. KSÍ og Vísa völdu
Bjarna Sveinbjörnsson, fyrirliða
Þórs, prúðasta leikmann mánaðar-
ins. Þetta er gert vegna háttvísis-
átaks sem er í gangi á vegum KSÍ og
Vísa.
Pollaknattspyrna:
Króksmótið á Króknum
Króksmót Fiskiðjunnar Skag-
fírðings hf. í knattspyrnu polla
fór fram á Sauðárkróki um
helgina. Keppnislið voru 33 og
komu frá 9 félögum. Alls voru
leiknir 105 leikir og í þeim
skoruð 533 mörk. Urslitin á
mótinu eru eftirfarandi:
5. flokkur:
1. Dalvík
2. Tindastóll
3. Leiftur
6. flokkur, a-Iið:
1. Dalvík
2. Tindastóll
3. KS
6. flokkur, b-og c-lið:
1. Tindastóll, b-lið
2. KS, b-lið
3. Dalvík, b-lið
7. flokkur, a-lið
1. Leiftur
2. Völsungur
3. Dalvík
7. flokkur b-og c-Iið:
1. Völsungur, b-lið
2. Völsungur, c-lið
3. KS, b-lið
Á mótinu var keppt f víta-
keppni og fara hér á eftir nöfn
þeirra félaga sem áttu sigur-
vegara, markmann og vítaskyttu,
í hverjum flokki. Því miður
fylgdu ekki nöfn verðlaunahaf-
anna:
5. flokkur:
Vítaskytta:
Hvöt
Markmaður:
Tindastóll
6. flokkur, a-lið:
Vítaskytta:
Dalvík
Markmaður:
Leiftur
6. flokkur, b-og c-lið:
Vítaskytta:
KS, b-lið
Markmaður:
KS, b-lið
7. flokkur, a-Iið:
Vítaskytta:
Leiftur
Markmaður:
Leiftur
7. flokkur, b- og c-lið:
Vítaskytta:
Völsungur, c-lið
Markmaður:
Völsungur, b-lið
Stund milli stríða á Króksmótinu í knattspyrnu, sem var haldið á Sauðár-
króki um síðustu helgi. Mynd: sþ