Dagur - 02.10.1992, Síða 2

Dagur - 02.10.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 2. október 1992 HOTEL KEA Fréttir Skautafélag Akureyrar: Björgunaraðgerðir ræddar hjá yfirvöldum íþróttamála Hljómsveitin NAMM ásamt Júlíusí Guðmundssyni verða í hörkustuði laugardagskvöld MATSEÐILL Hvítlauksristaöir sniglar í brauðkænu Farsfyllt laxarós Léttsteikt hörpuskel „Provencale" • Koníaksbætt humarsúpa Frönsk villisveppasúpa Pönnusteikt rauðspretta með ristuðum banönum • Rauðvínslegið lambalæri Gæsabringa með rifsberjasósu Innbakaðar nautalundir „Wellington" - tillögur komnar fram en þær miðast við 1. janúar Aðalfundur Skautafélags Akureyrar var haldinn sl. mið- vikudagskvöld í skugga bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Að sögn Jóns Hjaltasonar var fundurinn sjálfur hins vegar hefðbundinn en fyrr um dag- inn hefðu fulltrúar bæjaryfir- valda rætt við stjórn Skautafé- lagsins um leiðir út úr vandan- um. Skautafélagið skuldar Rafveitu Akureyrar ríflega 1 milljón króna fyrir rafmagnsnotkun á svæði félagsins á Krókeyri. Félagið fær ekkert rafmagn nema greiddar verði 300 þúsund krónur inn á reikninginn og þá verður rafmagni hleypt á tæki og hús en ekki frystibúnað skautasvellsins. Til að félagið geti fengið rafmagn á frystibúnaðinn þarf það að leggja fram tryggingu um að skuldin verði að fullu greidd í janúar. Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar- bæjar, og Gunnar Jónsson, for- maður íþrótta- og tómstunda- ráðs, ræddu við forsvarsmenn Skautafélagsins fyrir aðalfundinn á miðvikudaginn. Peim hefur verið falið af hálfu bæjaryfirvalda að leita lausna í samráði við skautafélagsmenn. Jón Hjaltason sagði að þeir Hermann og Gunnar hefðu kom- ið með tillögur sem væru mjög ásættanlegar, ef þær yrðu sam- þykktar. Fyrirhugað var að kynna þær á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í gær og síðan á bæjarráð eftir að fjalla um þær. Á hinn bóginn sagði Jón að í þessum tillögum fælust aðgerðir frá 1. janúar 1993, þ.e. á næsta fjárhagsári bæjarins, og Skauta- félagið yrði að þrauka þangað til. „Við verðum að geta opnað svellið nú í haust því ef við gerum það ekki þá verður það ekkert opnað eftir áramót. Mánuðirnir fram að jólum hafa verið helsta tekjulind félagsins því aðsókn að svellinu hefur verið mun meiri frá október fram í lok desember heldur en eftir áramót,“ sagði Jón. Skautafélagsmenn hafa nú alla anga úti í fjáröflun. Krakkar úr íshokkídeildinni hafa til að mynda borið út bæklinga fyrir Akureyrarbæ og farið til Dalvík- ur á línuskautum í fjáröflunar- skyni. SS Iris Mist ísterta Þriggja laga ostaterta Reslaurant staðunim á toppnum Helgartilboð Tónar fiarðarins; sj ávarréttasúpa Hreindýrasteik með waldorfs- salati og hindbeijasósu Irish coíFee ostakaka Verð aðeins 2.990,- kr. Athugið: Fiðlarinn 4. hæð. Fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. Höíum sah fyrir 10-250 manns undir fundinn, árshátíðina, einkasamkvæmi o.s.frv. Borðapantanir í síma 27100 Fólk í gjafahugleiðingum. Munið gjafakort FIÐLARAJVS, skemmtileg gjöf vlð öll tilefhi. Atvinnumálin: „Húsavík hefur sloppið sæmilega - jákvæð þróun í Öxarfirði,“ segir Kári Arnór Kárason Saumastofan Prýði hf. á Húsa- vík sagði upp 11 af 13 starfs- mönnum sínum nú um mánaða- mótin vegna verkefnaskorts. Uppsagnarfrestur starfsfólks- ins er nokkuð mislangur. Kári Arnór Kárason, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagðist ekki vita um neinar aðrar uppsagnir á Húsavík sem hægt væri að kalla fjöldaupp- sagnir, en fyrirtæki hefðu verið að fækka við sig um einn og einn starfsmann í september og þá hefðu alls 10 manns komið þannig inn á atvinnu- leysisskrá. „Húsavík hefur sloppið sæmi- lega en þó er atvinnuleysi vax- andi eins og á öllu Norðurlands- svæðinu,“ sagði Kári. Um mán- aðamótin voru 28 manns atvinnu- lausir á Húsavík. Þegar sauð- fjárslátrun hófst í september fækkaði um 15 manns á skránni en hún tæmdist ekki eins og venjulega. Kári sagði að mjög jákvæð þróun væri í atvinnumálum í Öxarfirði, það væri svæði sem menn hefðu haft áhyggjur af, en menn virtust ætla að spjara sig þar og atvinna væri næg. „Við förum mjög illa út úr kvótamálum og sumir staðir alveg skelfilega. Menn vita ekki hvernig þessum málum með Hag- ræðingarsjóð lyktar, það er orðinn slík hringavitleysa að erfitt er að átta sig á því. Við á Norðurlandi höfum verið með kröfur um að fá aukinn rækjukvóta, sem var á sínum tíma úthlutað til loðnubát- anna. Þessi kvóti hefur verið not- aður til að selja og hann hefur meira eða minna brunnið inni hjá þeim. Við töldum eðlilegt að þessi kvóti yrði notaður á þessu norðursvæði, þar sem rækjan er,“ sagði Kári Arnór, í samtali við Dag. IM „Bakarísmálið“ á Siglufirði: Þrotabú Tréverks áfrýjar tD Hæstaréttar Þrotabú Tréverks hf. hefur áfrýjað til Hæstaréttar úrskurði Bæjarþings Reykja- víkur í máli þess gegn Siglu- fjarðarbæ vegna „Bakarís- málsins“ svokallaða. Á sínum tíma reis upp ágrein- ingur milli bæjarsjóðs Siglufjarð- ar og þrotabús Tréverks hf. um skuldabréf, mat á verksstöðu þegar þrotabúið tók ákvörðun um að halda áfram framkvæmd- um við Gamla bakaríið og óupp- gerð ár í viðskiptareikningi. í það heila taldi þrotabúið að skuld bæjarsjóðs Siglufjarðar næmi um 18 milljónum króna. Með úrskurði Bæjarþings Reykjavíkur 15. júní sl. var Siglufjarðarbær sýknaður af öll- um kröfum stefnanda þrotabús Tréverks hf. og var þrotabúið dæmt til að greiða Siglufjarðarbæ rúmlega 1,2 milljón króna í máls- kostnað auk dráttarvaxta. Þess- um úrskurði vildi þrotabúið ekki una og hefur skotið málinu til Hæstaréttar. óþh Akureyri: Ný líkams- og heilsuræktar- stöð tekur til starfa í Hamri í dag tekur til starfa ný líkams- og heilsuræktarstöð í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð. Þar verður boðið uppá fullkomna líkamsræktar- stöð bæði úti og inni. í vetur verður troðin skíða- göngubraut á félagssvæði Þórs og einnig er þar mjög góð aðstaða fyrir aðra trimmara. Einar Kristjánsson, íþrótta- kennari, hefur verið ráðinn leið- beinandi við stöðina og verður hann á staðnum milli kl. 18.00- 20.00 alla virka daga. í boði eru sérstakir opnir tímar, sem þýðir að fólk getur komið á þeim tíma sem því hentar en stöðin verður opin frá kl. 10.00-23.00 alla virka daga og frá kl. 10.00-18.00 um helgar. Pá stendur til að bjóða upp á sérstaka konutíma og þá um leið boðið upp á barnapössun í Hamri. Á næstunni verða settir upp nuddpottur, gufubað og ljósabekkir í Hamri og þá verður aðstaðan þar með því besta sem gerist í bænum. Seld verða mánaðarkort sem kosta kr. 2.500 en fyrir náms- menn er gjaldið aðeins kr. 2.000. Nú um helgina verður hins vegar frítt í líkamsræktina í kynningar- skyni. Nánari upplýsingar eru veittar í Hamri í síma 12080. -KK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.