Dagur - 02.10.1992, Side 7
Föstudagur 2. október 1992 - DAGUR - 7
Tónlist
JJÍtt uið HRRFNRGIL
Kanótríó í Saf'naðarhoimilinu
Fyrstu tónleikar á vegum Tónlist-
arfélags Akureyrar á þessu starfs-
ári voru haldnir í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju laugardaginn
26. september. Listamennirnir,
sem fram komu, voru Laufey Sig-
urðardóttir, fiðluleikari, Richard
Talkowsky, sellóleikari, og Krist-
inn Örn Kristinsson, píanóleik-
ari.
Fyrsta verkið á efnisskrá tón-
leikanna var Dúó í D-dúr fyrir
fiðlu og selló eftir Joseph Haydn.
Þetta er skemmtilegt verk og
býður upp á ýmis tilþrif hljóðfær-
anna tveggja. Laufey Sigurðar-
dóttir og Richard Talkowsky skil-
uðu verkinu vel, sérstaklega síð-
asta hluta þess, þar sem þau náðu
sérlega vel saman.
Annað verk tónleikanna var
Tríó í E-dúr k. 542 eftir W. A.
Mozart fyrir fiðlu, selló og píanó.
Jafnt Laufey Sigurðardóttir sem
Richard Talkowsky skiluðu hlut
sínum vel í þessu verki. Píanó-
leikarinn, Kristinn Örn Kristins-
son, virtist ekki að fullu finna sig
í verkinu framan af. Leikur hans
var nokkuð kanataður og ekki
svo tjáningarríkur og syngjandi,
sem hefði mátt vera. Er leið á
verkið, færðist Kristinn Örn í
aukana og gerði ýmsa hluti stór-
vel í síðasta hluta tríósins,
Allegro. Þar má til dæmis nefna
afar natnislega unninn meðleik
með sólóköflum fiðlunnar, sem
naut sín fagurlega í höndum
Laufeyjar Sigurðardóttur.
Síðasta verkið á tónleikum tríós-
ins í Safnaðarheimili Akureyr-
arkirkju og ugglaust hápunktur
þeirra var Tríó í H-dúr op. 8 eftir
Johannes Brahms. í þessu tilfinn-
ingaríka verki, sem gerir veruleg-
ar kröfur til píanóleikarans jafnt
hvað tækni sem túlkun snertir,
virtist Kristinn Örn Kristinsson
komast í essið sitt. Hann sýndi
verulega vídd tjáningarlegrar
getu og nýtti möguleika píanós-
ins á margan veg skemmtilega.
Þó brá fyrir á nokkrum stöðum
einkennilega fyllingarsnauðum
atriðum en það var sjaldan.
Laufey Sigurðardóttir lék af
umtalsverðum hita og náði iðu-
lega hrífandi áhrifum með fiðlu-
leik sínum. Hið sama er um leik
sellóistans að segja. Richard
Talkowsky dró skemmtilega hluti
og vel unna fram úr hljóðfæri
sínu, en fyrir kom, að tóntak
hans var heldur hart.
Sérlega skemmtilega unninn
var flutningur annars þáttar tríós-
ins, Scherzo, allegro molto, og
lokaþáttarins, Allegro. í öðrum
þættinum tókst afar vel að byggja
upp spennu, sem steig sífellt allt
til loka. í lokaþættinum var leik-
ur tónlistarmannanna víða bein-
línis glæsilegur ekki síst í hrífandi
niðurstöðutöktum þáttarins og
kadensu.
Upphafstónleikar þessa starfs-
árs Tónlistarfélags Akureyrar
lofa góðu um skemmtilegt og
gjöfult tónleikastarf félagsins á
þessum vetri. Hið sama gerir
starfsáætlun vetrarins. Þar er
margt forvitnilegt og spennandi
að finna og því full ástæða fyrir
tónlistarunnendur á Akureyri og
í nágrenni að hlakka til.
Haukur Ágústsson.
Glæsilegur
haustmarkaður
Fullt hús af blómum og pottum
Kaffihlaðborð sunnudag
Nýtt í Vír»!
Lukkudagarfullorðna fólksins, 67 ára og eldri.
Seinnipartskaffi, pönnukökur, soðiðbrauð og
fleira á aðeins 300 kr. alla virka daga.
Akureyrarkirkja:
Suimudagaskóliim athugar
möguleika á kirkjubíL
Bamastarfið í Akureyrarkirkju
hefst næstkomandi sunnudag
kl. 11. fyrir hádegi og eru öll
börn velkomin auk þess sem
æskilegt er að foreldrar eða
eldri systkini fylgi yngri
börnum. Sunnudagaskólinn
verður að jafnaði í kirkjunni
en auk þess verður safnaðar-
heimilið notað ef ástæða þykir
til. Þá er fyrirhugað að hafa
rútu eða sérstakan „kirkjubíl“
til að flytja þau börn sem
fjærst búa að og frá kirkjunni á
sunnudagsmorgnum.
Nýtt námsefni verður nú tekið
í notkun í sunnudagaskólanum,
sem vonast er til að höfði til barn-
anna en þau munu safna vinnu-
blöðum í sérstaka möppu sem
seld verður á 200 krónur. Lesin
verður sérstök sögubók eða
framhaldssaga þar sem lögð verð-
ur áhersla á að tengja boðskap
kirkjunnar við daglegt líf barn-
anna. Auk þess verður sungið og
farið í leiki og afmæla barnanna
verður minnst með sérstakri
bænabók er þau fá að gjöf.
í fréttatilkynningu frá Akur-
eyrarkirkju segir meðal annars
að fyrirhugað sé að hafa fjöl-
skylduguðsþjónustur af og til
með því formi að allir verði sam-
an í kirkjunni til að byrja með en
síðan fari börnin í safnaðar-
heimilið þar sem þau fá fræðslu
og viðfangsefni við sitt hæfi. Þær
athafnir verða auglýstar sérstak-
lega og þar mun barnakórinn,
sem er að hefja starf við Akur-
eyrarkirkju gegna sérstöku hlut-
verki. Fram til þess tíma að akst-
ur með sunnudagaskólabörn
verður að veruleika vænta prest-
ar Akureyrarkirkju þess að for-
eldrar aki börnum sem lengst
eiga að fara í sunnudagaskólann.
ÞI
Námskeið í
svæðameðferð
Námskeið í svæðameðferð verð-
ur haldið á Akureyri dagana 10.-
15. október. Námskeiðið er 52
kennslustundir og er fyrsti hluti
heildarnáms sem alls er 208
kennslustundir ásamt líffæra- og
lífeðlisfræði 103 í fjölbrauta-
skóla.
Svæðameðferð er talin um 5
þúsund ára gömul kínversk
alþýðulækningaaðferð og byggir
á þeirri kenningu að í fótunum
séu viðbragðssvæði og í gegnum
þau sé hægt að hafa áhrif á allan
líkamann.
Svæðameðferð veldur djúpri
slökun og beinir líkamanum
ávallt í átt að jafnvægi.
Kristján Jóhannesson er kenn-
ari á námskeiðinu og gefur hann
nánari upplýsingar í s. 24517 e.
kl. 18. Hann hefur kennt og not-
að svæðameðferð síðastliðin 12
ár. (Fréttatilkynning)
STORSYNWG
O* Á HEIMILISTÆKJUM OG SAUMAVÉLUM TLO
pvotta\/é\a(
pottKata'f
F^sWstópaf
0\aat
VAeWuboíö
o.W-
brHur
Kaffikönnur
Straujárn
Hrærivélar
Rakvélar
Hárblásarar
Krullujárn
Tannburstar
Brauöristar
Klukkur o.fl.
OPIÐ:
Föstudag kl. 9-18
Laugardag kl. 10-16
^kun,.
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565