Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. október 1992 - DAGUR - 11 Íþróttir Halldór Arinbjarnarson Blak, 1. deild: Mótið hefst í kvöld - KA tekur á móti Þrótti Reykjavík kl. 20.00 í kvöld hefst íslandsmótið í blaki með tveimur leikjum í 1. deild karla. Þá eigast við HK og Þróttur frá Neskaupstað og bikarmeistarar KA fá Þrótt Reykjavík í heimsókn í KA- húsið. Eins og þegar hefur komið fram í blaðinu er leik- fyrirkomulag nú nokkuð breytt frá fyrra ári og m.a. verður komið á úrslitakeppni með svipuðu sniði og var í hand- boltanum í fyrra og reyndar hefur þetta fyrirkomulag verið prófað í blakinu áður. KA er sem fyrr með tvö lið í 1. deild. Það verða karlarnir sem ríða á vaðið sem fyrr segir er gamla blakstórveldið Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá KA en auk Xou Xiao Fei þjálfara hefur liðið misst Þröst Friðfinnsson landsliðsmann og þá verður Haukur Valtýsson ekki með í fyrstu leikjunum. Breidd liðsins ætti þó að vera nægjanleg til að vega upp á móti þessu og má t.d. nefna Pétur Ólafsson sem mætir sterkur til leiks. En hvað segja forsvars- menn liðanna sem keppa í kvöld? Tekst KA-mönnum að skclla Þrótturum? Úr því fæst skorið í kvöld þegar 1. deildin í blaki fer af stað. Líkamsrækt: Starfsemi „Hara“ komin í Man gang Líkamsræktin Hara í Kjarna- lundi húsi Náttúrulækninga- félagsins, hefur nú hafið starf- semi af fullum krafti. Þar er boðið uppá hefðbundna líkams- rækt og trimm í sérstökum sal, auk þess sem annar salur er fyrir þá sem nota útivistar- svæðið í Kjarna. Þar getur almenningur komið og hitað upp, tekið styrkjandi ælingar og teygt á. A jarðhæð er salur fyrir líkams- ræktina þar sem stundaðar eru almennar, hefðbundnar líkams- ræktaræfingar, fyrir fólk á öllum aldri, undir leiðsögn. í kjallara er búningsaðstaða, móttaka og salur sem þeir er nota útivistarsvæðið, hvort sem er gangandi, hlaupandi eða á skíðum, hafa afnot af gegn vægu gjaldi. Gönguskíðafólk get- ur látið geyma fyrir sig skíði á staðnum ef það óskar. Þessi starf- semi er sú fyrsta sem fer af stað í húsinu og er stefnt á að byggja hana upp smátt og smátt. Enn er tækifæri til að skrá sig og fá ókeypis kynningartíma. Rétt símanúmer er 11014. HA Mikið var tekið á í líkamsræktarstöðinni „Hara“ þegar blaðamaður Dags leit þar við í vikunni. Handbolti: s Ami Stefáns liðsstjóri hjá KA Nú hefur verið ákveðið að Árni Stefánsson verði liðsstjóri hjá KA í handboltanum og íþróttir helgarimiar BLAK: Föstudagur: 1. dcild karla: KA-Þróttur R kl. 20.00 KÖRFUBOLTI: Sunnudagur: Úrvalsdeild: Tindastóll-Haukar kl. 20.00 GOLF: Laugardagur: Akureyri: Sveitakeppni 18 h. Blönduós: Bændaglíma: Sauðárkrókur: Bændaglíman, 18 h. stjórni liðinu frá bekknum ásamt Friðjóni Jónssyni. Alfreð Gíslason sagði þetta hafa verið ákveðið í ljósi þess að Friðjón hafi spilað meira með en e.t.v. ráð hafi verið fyrir gert og hafi komið vel út í leikjum liðsins. Ekki mun þó meiningin að hann spili alfarið með heldur komi inn í leiki svipað og verið hefur. Þegar sú staða kemur upp þarf einhvern til að stjórna af bekknum. Einnig sagði Alfreð ekki veita af tveim liðsstjórum þar sem nú væri heimilt að vera með 14 manna hóp og því mikið sem þarf að halda utanum. Sem kunnugt er lék Árni á árum áður með Þór en síðan með KA, meðal annars á síðasta vetri. Fyrsti leikur hans sem liðsstjóri verður einmitt næstkomandi mið- vikudag þegar KA og Þór eigast við í KA húsinu. Enginn þarf að efast um að reynsla Árna í hand- boltanum á eftir að koma liði hans til góða. HA Stefán Jóhannesson, KA. „Vertíðin leggst bara sæmilega vel í mig og einnig leikurinn í kvöld,“ sagði Stefán Jóhannes- son sem nú hefur tekið við þjálf- un liðsins af Kínverjanum Xou Xiao Fei sem verið hefur með lið- ið undan farin ár og náð góðum árangri. KA er spáð 3. sæti deild- arinnar og taldi Sefán það ekki fjarri lagi. Liðið hefur bikar- meistaratitil að verja og taldi Stefán vera komna hefð á að liðið fengi a.m.k einn titil á hverju ári. Fyrsta takmark liðsins sagði hann . vera að komast í úrslitakeppniná. Hann taldi úrslitakeppnina tví- rnælalaust breytingu til batnaðar en ekki væri alveg ljóst hvaða áhrif það mundi hafa að gefa stig fyrir hverja hrinu. „Það eru skiptar skoðanir um þetta en það var samt ákveðið að prófa og sjá hvernig menn taka á þessu,“ sagði Stefán að lokum. Leifur Harðarson, Þrótti Reykja- vík. „Markmið hvers liðs hlýtur að vera að komast í úrslitakeppn- ina,“ sagði Leifur Harðarson, einn af burðarásum Þróttara til margra ára. Hann kvað litlar mannabreytingar hafa orðið hjá þeim og styrkur liðsins væri af þeim sökum svipaður og í fyrra. Leifur hafði mjög ákveðnar skoðanir á hinu breytta fyrir- komulagi í deildinni. „Úrslita- keppni er eina vitið þó slíkt form sé ekki gallalaust og þá hefði einnig mátt hafa fyrirkomulagið öðruvísi. T.d. hafa leikina fleiri," sagði Leifur. Að gefa stig fyrir hverja hrinu sagði hann mundi koma niður á þeim liðum sem hafa minnsta breidd. „Nú verður alltaf keyrt á sterkasta liðinu og ef einhver meiðist, sem hlýtur að gerast, þá eru þau lið í vondum málum.“ HA Körfubolti, úrvalsdeild: Haukamír mæta í „Síkið“ - Tindastóll með nokkuð breytt lið Næstkomandi sunnudag byrj- ar úrvalsdeildin í körfubolta, sem eins og í fyrra er styrkt af Japis. Tindastóll frá Sauðár- króki tekur þá á móti nýbökuðum Reykjanesmeist- urum Hauka í „Síkinu“, eins og heimavöllur Stólanna er gjarnan kallaður. Leikurinn hefst kl. 20.00 og er ekki að efa að áhugafólk um körfubolta í Skagafirði mun fjölmenna á leikinn. Forsvarsmenn beggja liða voru bjartsýnir fyrir leik- inn. Þórarinn Thorlacius, Tindastól: „Það gera sér allir grein fyrir því að leikurinn verður erfiður. Haukarnir eru með ungt en ákaf- lega sprækt lið sem tekið hefur miklum framförum,“ sagði Þór- arinn Thorlacius formaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls þeg- ar hann var spurður út í leikinn á sunnudaginn. Valur Ingimundar- son verður í banni í tveim fyrstu leikjum liðsins og munar um minna í 5 manna liði. Þórarinn kvaðst þó vera nokkuð bjartsýnn á gott gengi en fyrst og síðast sagði hann markmiðið vera að halda sér í deildinni. Hinn sterki heimavöllur Tindastóls mun án efa hjálpa þeim í þeirri baráttu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Chris Moore fellur að leik Tinda- stóls. Ingvar Jónsson, Haukum: „Reykjanesmeistaratitillinn er gott veganesti, það er engin spurning,“ sagði Ingvar Jónsson þjálfari Hauka. Haukaliðið er mjög ungt og sagði Ingvar meðal- aldurinn vera rúmlega 20 ár. Elsti maður liðsins er hinn 27 ára gamli Bandaríkjamaður, John Roads, sem margir telja einn besta erlenda leikmanninn hér á landi. „Hann er mikill liðsmaður, ef svo má segja. Hann spilar fyrst og fremst fyrir liðið,“ sagði Ingvar. Reykjanesmeistaratitil- inn sagði hann sýna að liðið væri á réttri leið og starf undanfarinna ára væri að skila sér. Liðið skorti þó enn reynslu meðal þeirra bestu. HA Körfubolti: Úrvalsdeildin kynnt Körfuknattleikssamband ís- lands hélt fréttamannafund í gærkvöldi þar sem úrvalsdeild- in í körfuknattleik var kynnt. Eins og í fyrra er það Japis sem styrkir mótið sem ber í staðinn nafn fyrirtækisins. Þá voru einnig kynntar niður- stöður úr spá fréttamanna og aðstandenda liðanna um hvernig þeim kemur til með að ganga í vetur. Gerður hefur verið samn- ingur milli Japis, Ríkisútvarpsins og KKÍ sem forráðamenn körfu- boltans meta á um 7-8 milljónir og þar af eru 4 milljónir í pening- um. En þá kemur spáin. Knattspyrna, 3. deild: Þjálfaramál Liðin í 3. deild í knattspyrnu á Norðurlandi, Yölsungur og Dalvík, hafa enn sem komið er ekki gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta ár. Líkur benda þó til að sömu menn muni halda áfram með liðin. Ævar Ákason hjá Völsungi sagði allt of snemmt að segja nokkuð til um hver myndi þjálfa liðið næsta sumar eða hvort hug- að væri að breytingum í því efni. Það var Björn Olgeirsson sem þjálfaði Húsavíkurliðið nú í sum- ar og munu menn almennt vera ánægðir með störf hans. Ævar sagði þó að menn væru ekki alls- kostar ánægðir með gengið í sumar en þar með væri ekki sagt að þjálfaranum væri um að kenna. Sama sagði Eiríkur Helgason hjá Dalvík. Gengið hefði vissulega mátt vera betra en bjóst þó allt eins við að Guðjón Guðmundsson mundi halda áfram með liðið. Hann sagði að óheppnin hefði í raun elt þá í sumar og t.d. hefðu 8 leikir tap- ast með 1 marki. Þjálfaramál og önnur mál viðkomandi knatt- spyrnunni væru nú í vinnslu. HA Spá blaðamanna: 1. ÍBK 38 2.-3. Valur 30 2.-3. Njarðvík 30 4. Haukar 28 5. KR 24 6. Grindavík 21 7. Tindastóll 21 8. Snæfell 10 9.-10. UBK 9 9. -10. Skallagrímur 9 Spá forráðmanna liðanna: 1. Valur 205 2. IBK 181 3. KR 134 4. Njarðvík 130 5. Grindvík 130 6. Haukar 119 7. Tindastóll 76 8. Snæfell 66 9. Skallagrímur 46 10. UBK 27

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.