Dagur - 03.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 3. nóvember 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Uppgjör óumflýjanlegt
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra hafa báðir lýst
sig fylgjandi því að farin verði svonefnd „gjald-
þrotaleið" til „að leysa“ rekstrarvanda sjávarút-
vegsins. „Lausnin" felst í því að fækka fyrirtækj-
um í sjávarútvegi um fjórðung og færa afla
þeirra og framleiðslu til annarra fyrirtækja. Þessi
nýstárlega aðferð til að „leysa“ rekstrarvanda
heillar atvinnugreinar hefur réttilega verið
nefnd gjaldþrotaleið. Hugmyndin er nefnilega
sú að láta verst settu fyrirtækin fara á hausinn
og freista þess að bæta afkomu hinna sem eftir
stæðu.
Á aðalfundi Landssambands íslenskra
útvegsmanna í síðustu viku lýsti Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra, því tæpi-
tungulaust hvaða afleiðingar gjaldþrotaleiðin
svonefnda hefði í för með sér. Hann benti á að
að „hagræðing" af þessu tagi hefði í för með sér
gífurlega byggðaröskun, því botnfiskveiðar og -
vinnsla á 37 minnstu sjávarútvegsstöðunum
myndi leggjast af. Á Norðurlandi einu yrði
pennastriki slegið yfir 11 útgerðarstaði á einu
bretti! Sjávarútvegsráðherra benti einnig á að
heildarskuldir verst settu fyrirtækjanna væru á
bilinu 25-30 milljarðar króna og vafalítið tapað-
ist mikill hluti þeirra. Því væri hins vegar ósvar-
að hver ætti að borga brúsann, yrði þessi hópur
fyrirtækja gerður gjaldþrota. Síðan sagði sjávar-
útvegsráðherra: „Mitt álit í þessu efni er alveg
skýrt. Ég sé ekki að það verði stutt með hag-
fræðilegum eða félagslegum rökum að leggja
sem svarar þessum 37 sjávarútvegsstöðum á
landinu niður eða önnur fyrirtæki sem jafngilda
framleiðslugetu þeirra." Undir þau orð sjávarút-
vegsráðherra hljóta flestir að geta tekið.
Tilvitnuð orð sjávarútvegsráðherra staðfesta
hvílík hyldýpisgjá er milli sjónarmiða hans ann-
ars vegar og forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra hins vegar. Það er uggvænlegt að þeir
tveir síðarnefndu, sem jafnframt eru formenn
stjórnarflokkanna tveggja, hugleiða í fullri
alvöru að „grisja" í sjávarútvegi með fáránleg-
um og einstaklega harkalegum hætti. Á aðal-
fundi Landssambands íslenskra útvegsmanna
benti Kristján Ragnarsson, formaður sambands-
ins, á að það væri óskhyggja að halda að við
gjaldþrot „gufi skuldirnar upp og framleiðslu-
tæki hverfi úr rekstri; skip sökkvi og hús hrynji."
Engu að síður virðast forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra standa í þeirri trú.
Formenn stjórnarflokkanna tveggja vaða í
villu og svíma og berja höfðinu við steininn.
Sjávarútvegsráðherra er þeim algerlega ósam-
mála um hvaða leið beri að fara til að leysa
vanda meginatvinnugreinar þjóðarinnar. Upp-
gjör innan ríkisstjórnarinnar virðist því óum-
flýjanlegt. Vonandi kemur til þess uppgjörs sem
allra fyrst - þjóðarinnar vegna. BB.
Almennar
kaupleiguíbúðir
Helstu flokkar félagslegs hús-
næðis eru félagslegar eignaríbúð-
ir, félagslegar leiguíbúðir, félags-
legar og almennar kaupleigu-
íbúðir.
í þcssari grein verður fjallað
um kaup á almennum kaupleigu-
íbúðum.
Almennar kaupleiguíbúðir
hafa nokkra sérstöðu innan
félagslega kerfisins þar sem engin
eigna- og tekjumörk gilda fyrir
þá sem hyggjast kaupa sér
almenna kaupleiguíbúð. Fram-
kvæmdaraðili (sveitarfélag) hefur
kaupskyldu og síðan forkaupsrétt
á almennum kaupleiguíbúðum
sem og öðru félagslegu húsnæði í
ákveðinn árafjölda frá útgáfu
afsals. Eigendur félagslegra
Guðríður Friðriksdóttir.
Dæmi 1:
7.000 þús. kr.
700 þús. kr.
180 þús. kr.
6.300 þús. kr.
af láni:
LÁN BV.90%
Kaupverð:
Eigið fé:
Heildarlaunámán.:
Lán BV:
Greiðslubyrði
Afborgun Vextir Vaxtabætur Samtals á ári Greiðslubyrði á mánuði
1. ár 256 264 0 540 45,0
2. ár 307 272 154 425 35,4
3. ár 320 258 142 436 36,3
4. ár 335 244 129 450 37,5
5. ár 350 229 114 465 38,7
6. ár. 47 213 99 161 13,4
Allar upphæðir eru í þúsundum króna.
Dæmi 2:
Kaupverð: 7.000 þús. kr.
Eigiðfé: 2.100 þús.kr.
Heildarlaun á mán.: 180 þús. kr.
Lán BV: 4.900 þús. kr.
Greiðslubyrði af láni:
Afborgun Vextir Vaxtabætur Samtals á ári Greiðslubyrði á mánuði
1. ár 0 221 0 221 18,4
2. ár 39 221 91 169 14,1
3. ár 41 219 91 169 14,1
4. ár 43 217 89 171 14,3
5. ár 45 215 87 173 14,4
6. ár. 47 213 85 175 14,6
Allar upphæðir eru í þúsundum króna.
LÁN BV. 70%
íbúða taka því ekki á sig áhættu
vegna verðbreytinga sem verða
kunna á íbúðarhúsnæði f sveitar-
félaginu þann tíma sem sveitar-
félag hefur kaupskyldu á húsnæð-
inu eða ákveður að nýta sér sinn
forkaupsrétt.
Við endursölu fær eigandi
félagslegrar íbúðar endurgreitt
það fjármagn sem hann lagði
fram í upphafi og þær afborganir
sem hann hefur greitt af láni frá
Byggingarsjóði verkamanna að
viðbættum verðbótum frá
greiðsludegi til söludags. Vextir
af lánum teljast ekki sem afborg-
un. Frá greiðslum til seljanda
dregst 1,5% fyrning fyrir hvert
eignarhaldsár. Kostnaður eig-
anda við að búa í félagslegri
íbúð, eru vextir sem greiddir eru
af lánum, fyrning auk almenns
rekstrar- og viðhaldskostnaðar.
Ef eigandi íbúðar á rétt á vaxta-
bótum koma þær til lækkunar á
kostnaði. Vaxtabætur eru tekju-
og eignatengdar.
Lánshiutfall - lánstími
Hámarks lánshlutfall í almennri
kaupleiguíbúð er 90% af kaup-
verði eða byggingarkostnaði.
Lánað er 70% til 43 ára og 20%
til 5 ára. Öll lán sem veitt eru til
kaupa á félagslegu húsnæði eru
jafngreiðslulán. Afborganir og
vextir af lánum hækka með vísi-
tölu lánskjara frá útgáfudegi
skuldabréfs til greiðsludags.
Vextir af lánum til kaupa á
almennri kaupleiguíbúð eru
4,5%. Á döfinni er að hækka
vexti í 4,9% þá sömu og eru á
almennum lánum frá Byggingar-
sjóði ríkisins.
Dæmi um kaup á almennri
kaupleiguíbúð
Dæmin sem sýnd eru hér á síð-
unni miða við að keypt sé almenn
kaupleiguíbúð. Kaupverð íbúðar
er 7 milljónir króna. Kaupandi
getur valið um það hvort hann
kýs að taka 20% lánið til 5 ára
eða hvort hann greiðir 30% af
kaupverði í útborgun. 70% lánið
frá Byggingarsjóði verkamanna
er afborgunarlaust 1. árið, það ár
greiðast aðeins vextir af láni. Á
2. til 43. ári greiðir kaupandinn
vexti og afborganir af láni eins og
sýnt er í meðfylgjandi töflu. Á
hverja greiðslu greiðast verðbæt-
ur lánskjara frá afhendingu íbúð-
ar til greiðsludags. í dæmunum
hér á síðunni er tekið tillit til
vaxtabóta.
Nánari upplýsingar um félags-
legt húsnæði fást hjá Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri í Skipa-
götu 12.
Guðríður Friðriksdóttir.
Höfundur er forstöðumaður Húsnæðis-
skrifstofunnar á Akureyri.
Heilsugæslustöðin á Akureyri:
Bólusetning gegn inflúensu
Árleg bólusetning gegn inflú-
ensu fer fram í Heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri í nóvember.
Þeir sem voru bólusettir í fyrra
verða boðaðir en aðrir geta
hringt og pantað tíma. Þeir sem
fengu bólusetningu í fyrra en
vilja sleppa því núna verða að
láta Heilsugæslustöðina vita.
Magnús Ólafsson yfirlæknir á
Heilsugæslustöðinni segir bóluset-
ninguna fara fram með þrennum
hætti. Allir þeir sem eru ferðafærir
eru bólusettir á Heilsugæslu-
stöðinni en heimilislæknar fara
heim til sjúklinga. Fyrirtæki eru í
auknum mæli farin að óska eftir
því að starfsfólk þeirra sé bólusett
og fer þá bólusetningin fram í
fyrirtækjunum.
Landlæknisembættið sendir á
hverju hausti út dreifibréf þar sem
taldir eru upp þeir hópar sem
mælst er til að séu bólusettir. Það
er fólk með langvinna hjarta- og
æðasjúkdóma, sérstaklega með
langvinna hjartabilun og lungna-
sjúkdóma, fólk 60 ára og eldra og
einstaklingar með langvinna efna-
skiptasjúkdóma og aðra sjúkdóma
sem valda skertu ónæmi. Loks er
mælt með að starfsfólk heil-
brigðisþjónustu og aðrir þeir er
daglega annast fólk með aukna
áhættu sé bólusett.
Guðflnna Kristjánsdóttir