Dagur - 03.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 03.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Íþróttir Körfubolti Úrvalsdeild Úrslit föstudag: Haukar-Grindavík 78:77 UBK-KR 70:72 Njarðvík-Snæfell 81:79 Úrslit sunnudag: Skallagrímur-Haukar 81:89 Grindavík-UBK 90:73 Valur-Njarðvík 92:88 KR-Keflavík 85:94 Snæfell-Tindastóll 79:60 Staðan: A-riðill: ÍBK 6 6 0 628:514 12 Haukar 6 5 1 546:518 10 Tindastóll 6 3 3 540:602 6 Njarðvík 6 2 4 568:581 4 UBK 6 0 6 489:564 0 B-riðiU Valur 6 5 1 520:488 10 Skallagrímur 633519:508 6 Snæfell 6 2 4 517:508 4 Grindavík 6 2 4 501:489 4 KR 624 470:526 4 Bikarkeppnin í körfubolta Dregið hefur verið í forkeppni bikar- keppni Körfuknattleikssambands íslands. Úrvalsdeildarliðin bætast síðan í hóp sigurvegaranna þegar næst verður dregið. En þessi lið leika saman: Njarðvík b-ÍS 4.11. kl. 20.00 Höttur-ÍR 5.11. kl. 20.00 ÍA-Þrymur 6.11. kl. 20.30 Þór-Bolungarvík 6.11. kl. 20.00 Grindavík b-UFA 7.11. kl. 16.00 Haukar b sitja hjá Blak Úrslit helgarinnar: 1. deild karla KA-Stjarna 2:3 Þróttur R-HK 2:3 Þróttur Nes-ÍS 0:3 Þróttur Nes-ÍS 1:3 1. deild kvenna: Víkingur-HK 3:1 Þróttur Nes-ÍS 1:3 Þróttur Nes-ÍS 1:3 Þýska knattspyman Úrslit: Schalke-Uerdingen Leverkusen-Dresden Bremen-Wattenscheid_ Stuttgart-Bayern Miinchen Saarbriicken-Dortmund Mönchengladbach-HSV Bochum-Kaiserslauten Nurnberg-Köln Karlsruhe-Frankfurt Staðan: Bayern Múnchen Frankfurt Leverkusen Bremen Karlsruhe Dortmund Stuttgart Núrnberg Schalke Kaiserslautern Saarbrúcken Uerdingen Dresden Mönchengladbach Wattenscheid HSV Köln Bochum 1:1 0:0 3:0 2:3 3:1 0:0 1:3 2:1 4:1 12 7-4-1 25:13 18 12 5-6-1 22:15 16 12 5-6-1 26:10 16 12 6-4-2 20:14 16 12 7-2-3 28:20 16 12 7-1-4 22:16 15 12 5-3-4 20:20 13 12 5-3-4 11:12 13 12 4-4-4 16:18 12 12 5-1-6 16:15 11 12 3-5-4 16:20 11 12 3-4-5 15:2110 12 3-4-5 13:19 10 12 2-5-5 16:23 9 12 3-3-6 20:28 9 12 1-6-5 11:18 7 12 3-1-8 15:23 7 12 1-4-713:19 6 Stuttgart að missa af lestiimi? Nú um helgina fór 12. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu fram. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Stuttgart urðu að sætta sig við tap gegn Bayern Miinchen á heimavelli, 2:3. Leikurinn var stórskemmtilegur og liðin fengu fjölmörg mark- tækifæri sem þeim gekk reyndar misvel að nýta. Leikmenn Stutt- gart voru miklu sterkari í fyrri hálfleiknum og þeir voru óheppnir að vera ekki tveimur til þremur mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri með þungri sókn Stuttgart. Á 53. mín. fiskaði markakóngur síðasta keppnis- tímabils, Fritz Walter, umdeilda vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr af öryggi. Við þetta mark var eins og leikmenn Bay- ern hefðu fengið vítamínsprautu í rassinn og allur leikur liðsins gjörbreyttist og á meðan leik- menn Stuttgart voru enn að fagna marki Walters, jafnaði Bayern. Þar var að verki Bruno Labbadia sem skoraði eftir góðan undir- búning ungs leikmanns, Harald Cerny að nafni, frá Austurríki. Cerny þessi, sem enn er á áhuga- mannasamningi hjá Bayern, var besti maður vallarins á laugar- daginn og á 61. mín. bætti hann öðru marki við fyrir Bayern eftir glæsilegan einleik upp vallar- helming Stuttgart. Á 69. mín. skoraði Ziege þriðja mark Bay- ern eftir að hafa fengið sendingu í gegnum vörn Stuttgart frá Cerny. Undir lok leiksins náði Golke síðan að minnka muninn fyrir Stuttgart. Leikurinn var eins og áður sagði mjög skemmtilegur og vel leikinn, sérstaklega spiluðu leik- menn Stuttgart vel framan af leiknum, en þeim tókst ekki að nýta marktækifærin sín og því fór sem fór. Eyjólfur átti ágætan leik og fékk þokkalega dóma í þýsk- um fjölmiðlum. ■ Nýliðar Saarbrúcken hafa komið á óvart í vetur og á laugar- daginn lagði liðið Borussia Dort- mund á heimavelli, 3:1. Leikur- inn þótti mjög vel leikinn. Kristl og Búrger skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins fyrir heimamenn en markvarðahrellirinn Chapui- sat minnkaði muninn fyrir gest- ina frá Dortmund, sem nú í vik- unni framlengdu samning Ottmar Hitzfeld þjálfara liðsins, sem orð- aður hafði verið við Stuttgart sem hugsanlegur arftaki Christoph Daum, til 1996. Þremur mínútum eftir venjulegan leiktíma innsigl- aði síðan Krátzer sigur Saar- brúcken með marki af stuttu færi. ■ Leikur Núrnberg og Kölnar var um margt sérkennilegur og skemmtilegur. Markmenn og fyr- irliðar liðanna þeir Bodo Illgner hjá Köln, sen hefur verið aðal- landsliðsmarkvörður Þjóðverja undanfarin ár, og Andreas Köpke hjá Núrnberg, sem hefur verið markvörður númer tvö í Þýskalandi, voru óumdeilanlega menn leiksins, þó sérstaklega Köpke sem virðist vera á góðri leið með að ná sæti Illgners í landsliðinu. Eftir aðeins fimm mínútna leik var einum leik- manna Núrnberg vikið af leik- velli eftir ljótt brot. Varamaður- inn Trulsen kom Köln yfir á 33. mín. Á 41. mín fékk Núrnberg vítaspyrnu, sem Dorfner tók, en Illgfner gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Aðeins fjórum mínútum síðar fengu leikmenn Núrnberg aðra vítaspyrnu og þá fannst Andreas Köpke tími til kominn að taka til sinna ráða. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi framhjá félaga sínum og aðalkeppinaut, Bodo Illgner. Á 74. mín. tókst síðan tíu leikmönnum Núrnberg að tryggja sér sigurinn með marki Olivares. ■ Borussia Mönchengladbach og Hamburger gerðu markalaust jafntefli í botnbaráttuslag. ■ Kaiserslautern vann sinn fyrsta sigur á útivelli þegar liðið vann neðsta lið deildarinnar, Bochum. Wegmann kom Boch- um yfir í fyrri hálfleik en Lieber- knecht, Daninn Golbaek og Wite- czek svöruðu fyrir Lautern í þeim síðari. ■ Schalke hafði fyrir þessa um- ferð ekki unnið neinn leik á heimavelli í vetur og það breytt- ist ekkert þegar Bayer Uerdingen kom í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. Búskens skor- aði fyrir heimamenn en Kranz fyrir gestina. É Werder Bremen vann Watten- scheid á heimavelli, 3:0. Nýsjá- lendingurinn Rufer skoraði tvö mörk og Norðmaðurinn Bratseth það þriðja. ■ Leverkusen og Dresden gerðu markalaust jafntefli í Leverkus- en. ■ Á sunnudagskvöldið fór síðan síðasti leikur tólftu umferðar fram í Karlsruhe. Þar áttust við Karlsruhe, sem komið hefur allra liða mest á óvart í vetur, og Frankfurt, sem var eina liðið sem hafði ekki tapað leik í deildar- keppninni í vetur. Karlsruhe gerði sér lítið fyrir og vann stór- sigur, 4:1. Yeboah kom Frank- furt yfir á 10. mín. en Rússinn Kirjakov jafnaði fyrir Karlsruhe Körfubolti, úrvalsdeild: Snæfellingar sigruðu vængbrotið lið Tindastóls - þrír af fastamönnum liðsins ekki með Á sunnudagskvöldið var leikin heil umferð í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lið Tindastóls héit til Stykkishólms og keppti við heimamenn í liði Snæfells. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu heimamenn framúr í þeim seinni og sigruðu örugglega með 79 stigum gegn 60. Tindastóll gat ekki mætt til leiks með sitt sterkasta lið þar sem báðir leikstjórnendur liðsins, þeir Páll Kolbeinsson og Björg- vin Rúnarsson, voru meiddir. Þá var Haraldur Leifsson veikur og því voru 3 af fastamönnum liðs- ins ekki með. Munar um minna í 5 manna liði. Það þurfti því að láta suma leika aðrar stöður en þeir eru vanir og allt kom þetta verulega niður á leik liðsins. „Síðan hittum við bara ekki neitt," sagði Valur Ingimundar- son þjálfari Tindastóls. „Liðið fer að spila allt öðruvísi við þessar kringumstæður. Menn missa sjálfstraustið og gera mikið af mistökum. Tindastóll var yfir í hálfleik, 35:36, en í þeim síðari gekk ekk- ert upp og hittnin var mjög léleg. Að skora 24 stig í síðari hálfleik segir sína sögu um gang leiksins. Að sögn Vals þurftu heimamenn lítið að hafa fyrir sigrinum enda náði Iið hans sér aldrei á strik. Bestur í liðið Tindastóls var Chris Moore, en hann skoraði 27 stig í leiknum, þar af 19 í fyrri hálfleik. Er það mál manna að Moore sé einn besti erlendi leik- maðurinn hér á landi um þessar mundir. Næsti leikur liðsins er í kvöld er Valsmenn koma í heim- Tindastóll á heimaleik í kvðld og þá getur liðið krækt í 2 stig. Haraldur Leifs- son verður þá vonandi orðinn frískur. sókn. Valsmenn eru efstir í B- leik til þessa. Það verður því hart riðli og hafa aðeins tapað einum barist á Króknum í kvöld. Toppiið Bayern Munchen iagði Eyj kljást við leikmann Baycrn. á 29. mín. Krieg kom síðan Karls- ruhe yfir á 61. mín. og síðan skoraði Manfred Bender, sem kom til Karlsruhe frá Bayern Múnchen fyrir þetta keppnistíma- bil, tvö mörk. Fyrst skoraði hann stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu á 68. mín. og síðan úr víti á síð- ustu mínútu leiksins. Karlsruhe er þar með komið í þriðja sæti deildarinnar en Frankfurt, sem átti möguleika á að komast á topp deildarinnar, féll niður í það fjórða. Árni Hermannsson, Þýskalandi. Chris Moore átti ágætan leik á móti Snæfelli. Beinar útsendingar á Króknum Á síðasta ári hófust á Sauðár- króki beinar útsendingar frá útileikjum Tindastóls í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Nú mun verða framhald á þvf. Utsendingunum var dreift í gegnum dreifikerfi útvarpsstöðv- ar nemenda Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, á FM 93,7. Nú hef- ur verið gerður samningur milli stúdentsefna og körfuknattleiks- deildar Tindastóls um að stú- dentsefnin annist þessar sending- ar fyrir yfirstandandi keppnis- tímabil. Þau fyrirtæki sem munu fjármagna þessar útsendingar og gera körfuknattleiksáhuga- mönnum í Skagafirði kleift að fylgjast með gengi sinna manna eru, Bókabúð Brynjars, Toyota- umboðið á Sauðárkróki og Tryggingamiðstöðin á Sauðár- króki. Það er einmitt Bókabúð Brynjars sem hefur umboð fyrir tvö síðastnefndu fyrirtækin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.