Dagur - 03.11.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 3. nóvember 1992
Minning
Æ Friðrika Vigdís Haraldsdóttir
Fædd 2. janúar 1915 - Dáin 21. október 1992
Amma og afi. Það er eitt það'
besta sem börn geta átt. Um það
erum við systkinin sammála. En
nú er amma farin en eftir lifa
yndislegar minningar.
Ein af bestu minningunum er
brosið og hláturinn hennar
ömmu. Máltækið segir: „Hláturinn
lengir lífið.“ Og sögðum við það
við ömmu og að hún myndi lifa
okkur öll. f>á hló hún bara að vit-
leysunni í okkur. En þó hún sé
farin þá mun hún lifa áfram í
hjörtum okkar og í öllu sem hún
hefur kennt okkur. Alltaf var til-
Vlnningstölur
laugardaglnn
FJÖCDI
VINNINGSHAFA
1.
2.
HJJ6,
4af 5
3.
280
4. 3al5 | 10.131
UPPHÆÐ A HVERN
VINNINGSHAFA
6.934.589,-
161.183,-
7.944,-
512,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
22.570.034.-
upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002
Uppboð
Uppboð munu byrja
á skrifstofu embættisins
að Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri,
sem hér segir á eftirfarandi eignum:
hlökkunarefni að fara í heimsókn
til ömmu og afa, hvort sem var í
sveitina eða seinna í Lambhaga á
Dalvík. Þegar við vorum yngri,
þá vildu laugardagsheimsóknirn-
ar í sveitina oft lengjast, ekki
bara til sunnudagsins heldur
eitthvað fram í næstu viku. Þar
var alltaf nóg við að vera fyrir
okkur börnin; mjólka kýrnar,
gefa kindunum og sækja eggin til
hænsnanna. Amma hafði óþrjót-
andi þolinmæði þegar við vorum
að reyna að létta henni störfin;
eggjaþvottur þýddi nokkur brot-
in egg, flækt garn tafði oft
prjónaskapinn og ansi var nú
deigið hennar ömmu gott.
Hin síðari ár hafa amma og afi
búið í Lambhaga. Þangað var
einnig alltaf gott að koma og
sjaldan kvöddum við ömmu án
þess að hún laumaði ekki ein-
hverju góðgæti í lófann. í síðustu
heimsókninni var það lítill
kleinupoki í litla hendi fyrsta
langömmubarnsins hennar.
Elsku afi. Þótt amma sé farin
þá vitum við að það verður áfram
jafn gott að koma til þín í Lamb-
haga. Við biðjum góðan Guð að
styrkja þig í þinni miklu sorg.
Blessuð sé minning ömmu.
Hrafnhildur, Harpa og Haraldur
Holtagötu 1.
Já, það kom skyndilega kallið
hennar Rikku, alveg eins og hún
sjálf hafði óskað sér. En við sitj-
um hér eftir og eigum erfitt með
að skilja og sætta okkur við
missinn.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann nú þegar ég
sit og skrifa þessar línur.
Minningar um iðjusama konu
sem aldrei féll verk úr hendi.
Konu sem laðaði að sér fólk því
alltaf var mannmargt f kringum
hana og heimili hennar stóð ætíð
opið vinum og ættingjum.
Þó er erfitt að finna orð til að
lýsa henni Rikku, þessari hlýju
konu, oftast hlæjandi og gerandi
að gamni sínu en þó svo róleg.
Sagði meiningu sína, orðhvöss
stundum en þó alltaf stutt í hlátur
og gleði. Ég minnist þeirra
stunda er ég kom í fríum heim til
foreldra minna og oftast beið
nýbakað flatbrauð frá Rikku,
sem hún hafði sent í tilefni heim-
komunnar. Það vantaði ekki
hugulsemina.
Friðrika var dóttir hjónanna
Önnu Jóhannesdóttur og Harald-
ar Stefánssonar. Hún var önnur í
röð sjö systkina, fædd að Þor-
leifsstöðum 2. janúar 1915. Hin
systkinin voru Stefanía d. 1990,
Jóhannes búsettur á Dalvík,
Hjalti bóndi í Ytra-Garðhorni,
Halldór Kristinn d. 1942, Lárus
d. 1974 og Hrönn búsett í Garða-
bæ.
Árið 1950 giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Ólafi Tryggva-
syni frá Ytra-Hvarfi, en á þeim
bæ bjuggu þau hjón lengst af eða
allt til þess dags er þau fluttu til
Dalvíkur. Þau eignuðust þrjú
börn, Kristínu búsetta á Akur-
eyri, Jóhann bónda á Ytra-Hvarfi
og Jón Harald búsettan í foreldra-
húsum. Einn son átti hún fyrir,
Ævarr til heimilis á Akureyri.
Um leið og ég þakka Rikku
frænku allar góðar samveru-
stundir og þá hlýju og umhyggju
sem hún sýndi mér og fjölskyldu
minni, vil ég senda Olafi og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Guð styrki ykkur í sorg-
inni.
Guð græðir hin dýpstu svöðusár,
er svella í mæddum barmi.
Guð þerrar hin stríðu tregatár,
er titra á vinahvarmi.
Guð leggur oss blcssað líknarár
og léttir af þungum harmi.
Valdimar V. Snævarr.
Anna Jóhannesdóttir.
4L Stefán Guðmimdur Jóhaimsson
Fæddur 11. febrúar 1946 - Dáinn 26.
Orð milli vina
gerir daginn góðan.
Pað gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Höf. Gunnar Dal)
október 1992
Á sinni erfiðu göngu var hann
brjóðir minn ljúfastur allra, en
við tekur önnur ganga og þar
munu sporin verða léttstígari og
hann mun áfram verða ljúfastur
allra.
Ég, foreldrar mínir og systkini
þakka góðum dreng fyrir sam-
fylgdina.
Elsku Ásta mín og börnin ykk-
ar öll, megi góðir vættir vaka yfir
ykkur.
Anna Ringsted.
m
Tónlist
Glæsilegir tónleikar
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, píanóleikara
þessari metnaðarfullu efnisskrá
var víða töfrum líkastur. Ekki
hvað síst einkenndi það leik
hennar, hve víðfeðm túlkunar-
geta hennar er. í því efni má
segja, að sama sé, hvar niður er
borið.
Hina hápólífónísku partítu
Bachs lék Helga Bryndís af mik-
illi nákvæmni og hárfínu öryggi.
Flókinn og viðkvæmur vefnaður
raddfærslunnar kom ljóslega
fram og ætíð í glæsilegu jafnvægi.
Ýmist hljómaði flygillinn sterkt
og allt að því krefjandi, eða hann
söng blíðum rómi svo sem í aríu-
kafla verksins.
löngu og viðamiklu efnisskrá
sinni. Þetta verk gerir miklar
kröfur til fjölhliða hæfni flytjand-
ans. f því eru öflugir kaflar, sem
krefjast þrótts, og á hinn bóginn
kaflar, sem leika verður af lyr-
ískri næmni. Allt þetta svið
spannaði Helga Bryndís með
glæsibrag.
Hinir mörgu áheyrendur á tón-
leikum Helgu Bryndísar Magnús-
dóttur í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju fóru ekki vonsviknir
af fundi hennar. Eftir langt og
innilegt lófatak í tónleikalok
færði hún þeim að skilnaði hug-
ljúfa rómönsu Schumanns og
flutti hana af fagurri tilfinningu
fyrir því, hvernig fara skal með
rómantíska blæmúsík. Hafi ekki
það, sem þegar hafði heyrst af
fjölbreyttri getu píanistans þetta
kvöld, nægt til þess að sannfæra
tónleikagesti, hlýtur þetta síðasta
verk og natin túlkun þess að hafa
rekið endahnútinn á og fullvissað
alla, sem heyrðu: í bæinn er
kominn píanóleikari í fremstu
röð íslenskra píanóleikara þar
sem er Helga Bryndís Magnús-
dóttir.
Haukur Ágústsson.
„Víðtengd tölvunet“
- Skýrslutæknifélag íslands efnir til ráðstefnu
Höfn II, Svalbarðsströnd, þingl. eig.
Soffía Friðriksdóttir, gerðarbeiðend-
ur eru: íslandsbanki hf., Þór hf. og
Búnaðarbanki íslands, 6. nóvember
1992, kl. 9.30.
Björk, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig.
Aðalsteinn Hallgrimsson, gerðar-
beiðandi er: Búnaðarbanki íslands,
6. nóvember 1992, kl. 10.00.
Moldhaugar, Glæsibæjarhreppi,
þingl. eig. Þorsteinn Jónsson, gerð-
arbeiðandi er: Landsbanki fslands,
6. nóvember 1992, kl. 10.00.
Sólvallargata 1, Hrísey, þingl. eig.
Ásgeir Halldórsson, gerðarbeiðandi
er: Innheimtumaður ríkissjóðs, 6.
nóvember 1992, kl. 10.00.
Steindyr, Svarfaðardal, (íbúðar-
hús,) þingl. eig. Ármann Sveinsson,
gerðarbeiðendur eru: Innheimtu-
maður ríkissjóðs, Marksjóðurinn hf.
og íslandsbanki hf., 6. nóvember
1992, kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Akureyri
2. nóvember 1992.
Helga Bryndís Magnúsdóttir,
píanóleikari, efndi til einleiks-
tónleika í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju mánudaginn 26. októ-
ber. Þrátt fyrir heldur óvenjuleg-
an tíma voru tónleikarnir vel
sóttir og mátti heita, að hvert sæti
væri skipað.
Á efnisskrá tónleikanna voru
stórverk meistara hljómborðsins:
Partíta nr. 4 í D-dúr eftir J. S.
Bach, Alborada del Gracioso eft-
ir M. Ravel, Þrjár prelúdíur eftir
C. Debussy og Carnival op. 9 eft-
ir R. Schumann. Sem aukalag lék
Helga Bryndís Rómönsu eftir
Schumann.
Leikur Helgu Bryndísar á
Svo sem hendi væri veifað var
Helga Bryndís komin á allt annað
svið tónlistarinnar og sem í ann-
an heim í flutningi sínum á verki
M. Ravel. Þetta verk er þrungið
heitum tilfinningum, en það
vafðist ekkert fyrir listamannin-
um að draga þær fram úr hljóð-
færinu á hrífandi hátt.
Ekki voru síðri tök Helgu
Bryndísar á prelúdíum Debussys.
Þessi prógrammíska tónlist, sem
leikur líkt og litir á myndfleti,
spratt fram undan fingrum píanó-
leikarans með svo talandi hætti,
að við borð lá að áheyrendur
mættu berja augum hæðirnar á
Anacapri, fótspor í snjónum og
flugelda leiftrandi og springandi
á heiðum næturhimni.
Lokaverkið, Canival Schu-
manns, lék Helga Bryndís af
sama öryggi og annað á hinni
Fimmtudaginn 5. nóvember
kl. 13.00 efnir Skýrslutæknifé-
lag íslands til ráðstefnu á
Hótel Sögu. Ráðstefnan nefn-
ist „ Víðtengd tölvunet: Att-
vaki framfara“.
Þróun í tölvumálum er ör, ef til
vill mest í gerð og notkun tölvu-
neta. Staðarnet gærdagsins eru í
dag tengd við annan tölvubúnað
vítt um landið og jafnvel um
heim allan. Þannig margfaldast
notagildi tölvunnar og afl hennar
vex í glímunni við verkefni morg-
undagsins.
Skýrslutæknifélagið stefnir
saman fróðum mönnum með
mikla þekkingu á þessu sviði,
sem munu miðla ráðstefnugest-
um af reynslu sinni, gefa góð ráð
og spá í spilin. Fyrirlesarar eru
víða að og af mismunandi starfs-
vettvangi, þeir hafa því öðlast
yfirsýn um netmál frá ólíku sjón-
arhorni. Það verður því rætt um
víðtengingar tölvuneta á ýmsum
sviðum, bæði gerð þeirra og
notkun og t.d. sérstaklega fjallað
um notkun nettækni í námi og
starfi.
Þeim sem kynnu að hafa áhuga
á ráðstefnunni er bent á að hafa
samband við Skýrslutæknifélag
íslands, sími 91-27577.
Námskeið og próf til að öðlast
leyfi til verðbréfamiðlunar
Vegna setningar nýrrar reglugeröar, nr. 138 frá 24.
apríl 1992, um námskeið og próf til aö öðlast leyfi til
veröbréfamiölunar, hefur verið ákveöiö að endur-
skoöa fyrirkomulag námskeiðshalds og námsefni. Af
þessum sökum verður ekki unnt aö halda námskeið
og próf til aö öðlast leyfi til verðbréfamiðlunar í vetur.
Stefnt er að því að næsta námskeið hefjist haustið
1993 og verður það auglýst sérstaklega.
Reykjavík, 30. október 1992.
Viðskiptaráðuneytið.
Prófnefnd verðbréfamiðlara.