Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 1
75. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 4. nóvember 1992
210. tölublað
■ -f
Vel ífc 1 >1 1 klæddur ■ |m frá BERNHARDT -^^1 II II The Taik>r I.iH>k ernabudin
1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397
Súkkulaðiverksmiðjan Linda:
Nauðasairniingar ræddir
Greiðslustöðvun Súkkulaði-
verksmiðjunnar Lindu hf. á
Akureyrw- rennur út á þriðju-
dag í næstu viku. Línur eru að
skýrast í fjárhagslegri endur-
skipulagningu verksmiðjunnar
Fyrirtækið Hex hf.:
Smíðar tæki fyrir
Flugmálastjóm
- mælir vindátt,
vindstyrk, raka og hita-
stig við flugbrautir
Fyrirtækið Hex hf. á Berghóli í
Glæsibæjarhreppi hóf fyrir
tveimur árum hönnun og
smíði á tækjum fyrir Flugmála-
stjórn, sem þegar hafa verið
sett upp á flestum þeirra flug-
valla er Fokker F50 flugvélar
Flugleiða hafa viðkomu á.
Tækið mælir vindátt,
vindstyrk, raka, hitastig við yfir-
borð flugbrautar og í framtíðinni
geta starfsmenn Flugmálastjórn-
ar lesið þessar upplýsingar af
tölvuskjá. Tækið hefur verið sett
upp á Akureyrarflugvelli, en
kapallögn frá tækjahúsi og í
afgreiðslu hefur ekki verið fram-
kvæmd enn vegna kostnaðar, en
engu að síður geta starfsmennirn-
ir fengið allar upplýsingar frá
tækjunum með beinum aflestri.
Jóhann Jónsson hjá Flugmála-
stjórn segir mikið gagn af þessum
tækjum, ekki síst þegar meta þarf
hvenær sandbera þarf flugvelíi
vegna hálku eða snjóa. Framtíð-
armarkmiðið er að samtengja
þessi tæki þannig að flugmaður
sem ætlar t.d. að fljúga frá Ak-
ureyri til Fagurhólsmýrar getur
kynnt sér ástand flugvallarins
sem fljúga á til og sá þáttur er
ekki síst verulegt öryggisatriði.
GG
og er ákveðið að ræða nauða-
samninga við skuldareigendur
en langsamlega stærstur þeirra
er Landsbanki íslands.
Sigurður Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Lindu, segir að
alltaf hafi legið fyrir að gerðir
verði nauðasamningar ef takist
að semja við Landsbanka
íslands.
Eitt meginmál í endurskipu-
lagningu fyrirtækisins er að því
verði komið fyrir í minna hús-
næði og er það talið vera ein af
forsendum fyrir því að fyrirtækið
eigi sér rekstrargrunn í framtíð-
inni. Væntanlega mun þá Lands-
banki íslands taka húsið en ekk-
ert liggur fyrir um kaupverð og
þar af leiðandi er ekki ljóst hver
skuldastaðan verður að húsinu
seldu. JÓH
Í fyrrinótt snjóaði töluvert á Akureyri. Smáfólkið fagnaði snjónum að vonum og hafði nóg að gera við að skapa hin-
ar furðulegustu kynjamyndir. Mynd: Robyn
Nýi leikskólinn við Brekkugötu upp-
fyllir ekki kröfúr Vinnueftirlitsms
- verulega skortir á lofthæð og hæð stigaops og hurðaopa í kjallara
Nýr leikskóli, Klappir, sem
staðsettur er að Brekkugötu 34
var formlega tekinn í notkun í
gær. Húsið var keypt fyrr á
árinu og var staðgreitt kaup-
verð 10 milljónir króna. Fast-
eignamat húsins 1. desember
1991 er kr. 7.772.000,- Þegar
kaupin á þessu húsnæði komu
til afgreiðslu bygginganefndar
var vitað að húsnæðið uppfyllti
ekki allar þær kröfur sem gerð-
ar eru um starfsemi leikskóla.
Þau mistök voru gerð við
afgreiðslu málsins og meðan á
hönnunarvinnu stóð að gengið
var fram hjá þremur aðilum
sem lögboðið er að leita til, en
það eru Brunaeftirlit ríkisins,
Heilbrigðiseftirlit ríkisins og
Vinnueftirlit ríkisins.
Tvö fyrrnefnd eftirlit gáfu sam-
þykki sitt en Vinnueftirlitið skoð-
aði húsið ekki fyrr en fimmtudag-
inn 29. október sl. og gaf ekki |
samþykki sitt fyrir því að kjallari
húsins yrði nýttur til starfseminn-
ar eins og fyrirhugað var þar sem
lofthæð er þar ekki nægjanleg,
aðeins 2,02 metrar og minnsta
lofthæð í stiga milli hæða er 1,75
m. Hæð hurðaropa er aðeins 1,70.
Aðspurður segir Helgi Har-
aldsson hjá Vinnueftirliti ríkisins
að það sé mjög slæmt mál að ekki
skuli leitað fyrr til eftirlitsins en
raun beri vitni í umræddu máli. í
Úthlutun bygginganefndar á lóðinni Skipagata 9 kærð:
„Óeðlilegt að bygginganeM
velji hönnuði að byggmgum“
- segir Sigurður Sigurðsson hjá SS Byggi hf.
Byggingafyrirtækið SS Byggir
hf. á Akureyri hefur kært
vinnubrögð bygginganefndar
bæjarins til umhverfisráðu-
neytisins vegna úthlutunar lóð-
arinnar Skipagata 9, en A.
Finnsson hf. hyggst reisa þar
1780 fermetra hús á fjórum
hæðum. Á jarðhæð verða
verslanir, á næstu tveimur hæð-
um skrifstofur en fjórar íbúðir á
efstu hæðinni.
„Við sendum kæru vegna þess-
arar afgreiðslu bygginganefndar
til umhverfisráðuneytisins og
viljum fá úrskurð frá ráðuneytinu
um það hvort vinnubrögð nefnd-
arinnar séu rétt“, segir Sigurður
Sigurðsson, „og okkur finnst það
mjög óeðlilegt að bygginganefnd
sé að velja hönnuði að ákveðnum
byggingum eins og gert var í þessu
tilfelli."
Að sögn Hrafns Hallgrímsson-
ar í umhverfisráðuneytinu hefur
verið beðið um umsagnir frá
Skipulagsstjórn ríkisins og Bæjar-
stjórn Akureyrar og þær hafi enn
ekki borist. Urskurður ráðuneyt-
isins þarf að liggja fyrir innan sex
mánaða frá afgreiðslu bygginga-
nefndar Akureyrar.
í fyrravetur barst álitsgerð frá
þáverandi ráðuneytisstjóra, Páli
Líndal, og niðurstöður þeirrar
álitsgerðar eru þær að bygginga-
nefnd Akureyrar hafi ekki farið út
fyrir verksvið sitt.
Sigurður Hannesson, varafor-
maður bygginganefndar Akur-
; eyrar, segir að málið verði rætt á
næsta fundi nefndarinnar en sjálf-
ur telji hann kæruna ekki á rökum
reista því ekki hafi verið óeðlilega
að málinu staðið. Hugsunin að
baki þessarar afgreiðslu hafi verið
sú að kanna áhuga, þörf og fram-
kvæmdahraða en nefndin vildi
koma í veg fyrir að framkvæmdir
yrðu hafnar en byggingartími yrði
síðan mjög langur. Sigurður segir
það rangt að nefndin hafi valið
hönnuð að byggingunni, en hins
vegar vildi hún fylgjast með
hönnuninni því reynslan hafi sýnt
að þeir séu eins misjafnir eins og
þeir eru margir en fyrir kemur að
sendar eru inn teikningar sem
standast ekki reglugerðir og það
vildi bygginganefnd forðast. GG
niðurlagi bréfs sem Vinnueftirlit-
ið sendi bæjarstjóra, Halldóri
Jónssyni, segir: „Vinnueftirlit
ríkisins harmar að þessi staða hef-
ur komið upp. Samkomulagi
Vinnueftirlits ríkisins og bygg-
inganefndar var komið á að frum-
kvæði Vinnueftirlitsins til að
koma í veg fyrir óþægindi sem
þessi og þann kostnað sem þau
hljóta að hafa í för með sér. “ Afrit
þessa bréfs voru send til bygginga-
nefndar, dagvistadeildar og
öryggisnefndar.
Samkomulagið gengur út á það
að bygginganefnd tekur ekki til
afgreiðslu teikningar af atvinnu-
húsnæði fyrr en umsögn Vinnu-
eftirlitsins liggur fyrir. Helgi segir
að innan bæjarkerfisins sé mikil
óánægja með afskipti þeirra Jóns
Geirs Ágústssonar, Ágústs Bergs
og Einars Jóhannssonar af málinu
en sá síðastnefndi hannaði leik-
skólann að Brekkugötu 34. Einar
mun hins vegar hafa gert grein
fyrir þeirri skoðun sinni fljótlega
eftir kaupin á húsinu að þetta væri
ekki „gott mál“ og álitamál hvort
hann ætti að leggja vinnu í að gera
húsið að leikskóla.
Helgi Haraldsson segir að
hann sé frekar svartsýnn á að
komist verði að einhverju sam-
komulagi um takmarkaða nýt-
ingu á kjallara hússins enda eigi
f lofthæð að vera 2,50 metrar og
þar skorti verulega á og slysa-
hætta því þarna fyrir hendi.
Á þriðjudag var haldinn fund-
ur á skrifstofu Vinnueftirlitsins
með þeim Sigurði Hannessyni,
varaformanni og starfandi for-
manni bygginganefndar, Jóni
Geir Ágústssyni, byggingafull-
trúa, Jóni Björnssyni félagsmála-
stjóra og Ingibjörgu Eyfells
deildarstjóra dagvistadeildar þar
sem reynt var að ná samkomu-
lagi, en án árangurs.
Jón Geir Ágústsson bygginga-
fulltrúi segir skiptar skoðanir
vera um nýtingarmöguleika kjall-
ara Brekkugötu 34 og þegar unn-
ið er í gömlum húsum séu ekki
alltaf gerðar stífustu kröfur eins
og um lofthæð og hæðir á hurða-
opum. Hann hafi gefið skýrslu
um ástand hússins til félagsmála-
stjóra, Jóns Bjömssonar og
deildarstjóra dagvistadeildar,
Ingibjargar Eyfells, áður en ráð-
ist var í kaup á því. Jón Geir seg-
ir það spurningu hvort ekki megi
gefa undanþágu frá reglum
Vinnueftirlitsins t.d. með því að
annað komi í staðinn eins og t.d.
loftræsting og takmörkuð nýting
á kjallaranum og það hafi reynd-
ar alltaf legið fyrir því þarna
komi 6 til 8 börn í senn og í
skamman tíma. Auk þess er gert
ráð fyrir hvíldarherbergi (starfs-
mannaaðstöðu) í kjallaranum.
GG
Akureyri:
Atvmnulausum ijölgar
Atvinnulausum hefur fjölgaö á
Akureyri síðasta mánuðinn. Sé
litið til sama tíma í fyrra þá eru
nú 50 fleiri á skrá.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumiðlunarskrifstofunni á
Akureyri voru 224 á atvinnuleysis-
skrá í byrjun nóvember, 113 karl-
ar og 111 konur. í lok september
var talan 162, 59 karlar og 103
konur. Sé litið til atvinnulausra í
einstökum stéttarfélögum þá eru
78 félagar atvinnulausir í
Einingu, 30 í Iðju, 46 í Félagi
verslunar og skrifstofufólks, iðn-
aðarmenn eru 13, sjómenn 10 og
bílstjórar 18. ój