Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Markaður verður í Sólgarði Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. nóv. frá kl. 13.30 til 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffihlaðborð kr. 500. Söluborð kr. 1000 (auglýsingaverð innifalið). Borðapantanir i síma 31314 Petrea, 31312 Inga og 31224 Sigríður. Einnig verður opið hús þar sem allir geta verslað og keypt kaffi laugar- dagana 14., 21., 28. nóvember og 5. desember í gamla húsinu Stekkj- arflötum milli kl. 13.30 og 16.30. Vörur verða frá okkur á Sunnuhlíðar- afmælinu 5., 6. og 7. nóv. Samstarfshópurinn Hagar hendur. Til sölu 4 negld snjódekk á 5 gata felgum, ekin 2000 km, lítið slitin. Stærð: 30x950 15“. Einnig til sölu 6 gata felgur fyrir sömu stærð af dekkjum. Uppl. í síma 96-61563. Til sölu árs gamall Fender Strato- caster gítar ásamt tösku. Einnig gítarþjálfunartæki + fylgi- hlutir og Boss BE-5M gítareffecta- tæki. Selst í sitthvoru lagi (staðgreiðsla). Uppl. í síma 25179 eftir kl. 18.00. Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, símboði. Til sölu vel ættuð hestfolöld. Skipti á heyi hugsanleg. Uppl. í sima 95-36553 (Halldór). Til sölu Pioneer geislaspilari m/ útvarpi, í bíl. Nýr og ónotaður. Uppl. í síma 21598 eftir kl. 20.00. Gengið Gengisskráning nr. 209 3. nóvember 1992 Kaup Sala Dollari 58,60000 58,76000 Sterlingsp. 89,94200 90,18800 Kanadadollar 47,21000 47,33900 Dönsk kr. 9,70680 9,73330 Norsk kr. 9,13560 9,16050 Sænsk kr. 9,88800 9,91500 Finnskt mark 11,79670 11,82890 Fransk. franki 10,99540 11,02540 Belg. franki 1,81000 1,81500 Svissn. franki 41,70820 41,82210 Hollen. gyllini 33,09710 33,18740 Þýskt mark 37,23000 37,33160 ítölsk líra 0,04346 0,04350 Austurr. sch. 5,28880 5,30320 Port. escudo 0,41790 0,41910 Spá. peseti 0,52400 0,52550 Japanskt yen 0,47438 0,47560 írskt pund 98,19300 98,46100 SDR 81,56940 81,79220 ECU, evr.m. 73,15330 73,35300 Leikféla* Akureyrar LANGSOKi eftir Astrid Lindgren. Sýningar: Lau. 7. nóv. kl. 14. Su. 8. nóv. kl. 14. Su. 8. nóv. kl. 17.30. Mi. 11. nóv. kl. 18. Fi. 12. nóv. kl. 18. Lau. 14. nóv. kl. 14. Su. 15. nóv. kl. 14. ★ Enn er hægt að fá áskriftarkort. Verulegur afsláttur á sýningum leikársins. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-18. Símsvari allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sími í miðasölu: (96) 24073. Til sölu MMC L-300, árg. 82. Þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í síma 11188 til kl. 18. Til sölu Chevrolet Monsa árg. '87 og Scout 2 árg. '12. Ennfremur er til sölu mjólkurtank- ur 800 Itr., færiband sem nýtt, hent- ugt við losun heyhleðsluvagna í blásara, hraðtengi á þrítengi drátt- arvéla samt tengistykki á þrítengi, nýtt. Selst allt á hagstæðu verði gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma 61514. Tökum að okkur fataviðgerðir. Fatnaði veitt móttaka milli kl. 1 og 4 e.h. Fatagerðin Burkni hf., Gránufélagsgötu 4, 3. hæð, sími 27630. Geymið auglýsinguna. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum að okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardínur, tökum niður og setjum upp. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, heimasímar 25296 og 985-39710. Til sölu Ford 6410, árg. 1989, 80 hestöfl og með framdrifi. Vélin er lít- ið notuð og sem ný. Upplýsingar í síma 96-44388 eða 96-44106 á kvöldin. Óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu sem fyrst. Greiðslugeta 35 þúsund krónur. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 31209. íbúð til leigu. 5 herbergja íbúð á góðum stað á Brekkunni til leigu nú þegar. Húsgögn geta fylgt ef óskað er. Uppl. í síma 11411 eða 21846. Frá Sálarrannsóknafélagi Akureyrar. / Almennur fundur mið- vikud. 4. nóv. kl. 20.30 í húsi félagsins Strandgötu 37b. Ræðumaður kvöldsins Brynjólfur Snorrason. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ath. Þeir sem hug hafa á að fá tíma hjá Hrefnu Birgittu huglækni í vetur hafi samband við Skúla eða Elínu. Símar félagsins eru 27677 og 12147. I Stjómin. □ RÚN 59921147 -1ATKV. FRL. I.O.O.F. 2 = 1741168% = Er. '"l?-"-HiPj iLáiiíi cliiiiii a’ ; Glerárkirkja: Lofgjörðar- og fyrirbænastund verð- ur í kirkjunni í dag kl. 18.15. Sóknarprestur. Spilakvöld Sjálfsbjargar verður haldið fimmtu- dagskvöldið 5. nóvember kl. 20.00 í hátíðarsal Dvalarheimilisins Hlíðar. Spilanefnd. Samtök um sorg og sorg- arviðbrögð verða með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju (litla sal) fimmtudaginn 5. nóvem- ber frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma 91-626868. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið sunnudaga frá kl. 13-16. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Minningarkort Björgunarsveitar- innar Ægis, Grenivík, fást í Bók- vali, Útibúi KEA Grenivík og hjá Pétri Axelssyni, Grenimel, Greni- vík. Minningarkort Hjálparsveitar skáta Akureyri, fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. BORGARBÍÓ * * * MBL. **** PRESSAN *■ ■* * * bíóuum * * * MBL. * * * * PRBSSAÍS3 * * * * BÍÖLÍNAW :: !3 Salur A Miðvikudagur Kl. 9.00 Veröld Waynes Kl. 11.00 Alien 3 Fimmtudagur Kl. 9.00 Veröld Waynes Kl. 11.00 Alien 3 Salur B Miðvikudagur Kl. 9.00 Batman snýr aftur Kl. 11.00 Veröld Waynes Fimmtudagur Kl. 9.00 Batman snýr aftur Kl. 11.00 Veröld Waynes ..BstmsnBeíuffis setti sóknþegaf hýnvai ítuwjýrtái Banös- úkjynym, &\ó öitsó sóknarmet þegaf tfúnvarsyfidiBret- isndí-nú er komið ndjsíand)! Sömu irmímfafiú' u?,sðmíteíkstjöfi0i toppleíkafar bætal héralóeiiísutnbot-l ufog9sré.„Batma!j Retums“ einfaití-' lep j>á stærstiíng b«stu semsésthef 5ATMAN RETURMS k íííííóo, 0««ftýDs Vítö Cbnsitópheí WsOeo ttenhti Z UixK "/■>, V«‘ Bviio/. r r BORGARBIO © 23500 ER ÁFENGI VANDAMAL í ÞINNI FJÖLSKYLDU? AL - AN0N Fyrir ættingja og vini alkóhólista. FBA - Fullorðin börn alkóhólista. I þessum samtökum getur þú: ★ Hitt aðra sem glíma við sams konar vandamál. ★ Öðlast von I stað örvæntingar. ★ Bætt ástandið innan fjölskyldunnar. ★ Byggt upp sjálfstraust þitt. Fundarstaður: AA húsið, Strandgata 21, Akureyri, simi 22373. Fundir i Al-Anon deildum eru alla miðvikudaga kl. 21 og fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.14. FBA, Fullorðin börn alkóhólista, halda fundi á þriðjudagskvöldum kl. 21. Nýtt fólk bodiö velkomiö. A Hundshjarta Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Hundshjarta eftir rúss- neska höfundinn Mikhaíl Búlgakov sem þekktastur er fyrir verk sitt Meistarinn og Margaríta. Bókin er gefin út í ritröðinni Syrtlum. Heimsfrægur og vel metinn prófessor í Moskvu tekur að sér flækingshund og græðir í hann eistu og heiladingul úr nýlátnum manni. En afleiðingarnar koma öllum á óvart, undarlegt dýr, gætt mannleg- um eiginleikum, fer á stjá, gerist uppivöðslusamt og leggur líf prófessorsins í rúst. Þessi undir- furðulega frásögn hefur stundum verið túlkuð sem háðsk dæmisaga um rússnesku byltinguna. Mikhaíl Búlgakov fæddist í Kiev árið 1891. Hann lauk háskólaprófi í læknisfræði, en sneri sér að ritstörf- um árið 1920. Um 1930 var hann orðinn ósáttur við pólitískt ástand í Sovétríkjunum en var synjað um leyfi til að flytjast úr landi. Hann lést árið 1940, en meistaraverk hans, Meistarinn ogMargaríta, kom ekk út fyrr en löngu eftir hans dag. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bókina sem er 143 blaðsíður. Svartir riddarar Hallberg Hallmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók, hina þriðju á jafn- mörgum árum. Bókin heitir Svartir riddarar og aðrar hendingar og er ort í „samvinnu" við bandarískt skáld sem dó í dögun þessarar aldar. f frétt frá útgefanda segir m.a.: „Frumhöfundurinn er Stephen Crane, sem best er þekktur fyrir skáldsöguna The Red Badge of Courage. En Crane sjálfur mat ljóð sín alltaf meira, og Hallberg hefur fært þau í íslenskan búning, sem vís er til að falla í geð bæði þeim sem unna nýtískulegri Ijóðlist og hinum sem hefðbundnari eru í smekk sínum. Crane var á sínum tíma sagður „djarfur... frumlegur og kraftmikill... efagjarn, bölsýnn, oft kaldhæðinn; höfundur sem hrærir til umhugsunar vegna þess að hann er sjálfur íhuguil." Og þannig mun íslenskum lesendum koma ljóð hans fyrir sjónir. Hallberg Hallmundsson, túlkur Cranes á íslensku, er sjálfur höfund- ur fimm frumsaminna ljóðabóka, en er auk þess kunnur fyrir þýðingar sínar, bæði smásögur og ljóð, sem mörgum hefur verið útvarpað. Eins og Crane hefur Hallberg verið kall- aður efagjarn, bölsýnn og kaldhæð- inn. Hér takast því tveir skyldir höfundar í hendur yfir nærri hundr- að ára bil, og árangurinn er fersk, djörf og frumleg ljóð, sem enginn unnandi skáldskapar má láta fram hjá sér fara.“ Svartir riddarar hafa að geyma 75 ljóð ásamt ítarlegum inngangi um Stephen Crane. Bókin er rúmar 100 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Brú, en íslensk bókadreifing annast dreifingu. Þetta er fyrsta bókin í flokki sem Brú hyggst gefa út með verkum bandarískra skálda á íslensku. Sú næsta verður væntanlega bók 100 valinna kvæða eftir Emily Dickin- son, sem Hallberg hefur einnig snú- ið á íslensku. @ afjtít Ifoltc Lamut Irctn !

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.