Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNÉ REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 „Grautargerðina“ þarf að vanda Forsvarsmenn atvinnulífsins bíða enn milli vonar og ótta eftir því að boðaðar neyðarað- gerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum líti dagsins ljós. Komið hefur fram að þessar aðgerðir verða öðru fremur að snúast um að létta kostnaði af fyrirtækjum í landinu. Hing- að til hefur aðallega verið horft á þann mögu- leika að fella niður aðstöðugjald fyrirtækja og lækka skatta þeirra með ýmsum ráðum. Jafn- framt hefur verið talað um að hækka þurfi útsvar einstaklinga til að mæta tekjutapi ríkis og sveitarfélaga. Eflaust verður hvort tveggja gert þegar þar að kemur, enda naumast hjá því komist. En betur má ef duga skal og margt fleira er til athugunar hjá þeim hópi manna, sem nú leitar logandi ljósi að leiðum til að koma í veg fyrir frekara hrun í íslensku atvinnulífi. Sá hópur er nú að „elda ramman graut“, eins og einn af „yfirkokkunum" orðaði það svo skemmtilega á dögunum. Ekkert skal fullyrt hér um grautargerðarhæfileika þessa hóps. Hins vegar er rétt að minna á að ef nauðsyn- leg hráefni gleymast er hætt við að grautar- gerðin misheppnist. Svo gæti einnig farið að grauturinn brynni við og ónýttist, standi hann of lengi á eldavélinni. Síðast en ekki síst má ekki gleyma því að þeir, sem eiga að borða grautinn, eru góðu vanir og líta ekki við hverju sem er. Allt þetta verða „kokkarnir“ að hafa í huga við hið vandasama verk sitt. Á þetta er minnt hér af gefnu tilefni. Margt bendir nefnilega til þess að eitt nauðsynleg- asta efnið vanti enn í hinn ramma graut. Enn hefur enginn minnst einu orði á vaxtalækkun, þótt hún sé beinlínis nauðsynleg til þess að atvinnulífið geti rétt úr kútnum. Vextir hér á landi hafa um langt skeið verið mun hærri en í öllum viðskiptalöndum okkar. Raunvextir eru nú í kringum 13 af hundraði þótt verð- bólgan sé vart mælanleg. Slíkir okurvextir eru ofviða öllum atvinnurekstri og verða að lækka. Núverandi ríkisstjórn hækkaði vextina verulega í upphafi valdaferils síns og verður nú að lækka þá að nýju, með „handafli“ ef ekki vill betur til. Vaxtalækkun verður að vera eitt megin- hráefnið í þeim ramma graut, sem nú er verið að elda. Að öðrum kosti er viðbúið að þjóðin fúlsi við honum. BB. Gjaldþrotaleið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur valið gjald- þrotaleiðina og vill sem minnst afskipti hafa af atvinnulífinu. Þetta er sorgleg staðreynd og ógnvekjandi. Afleiðingin verður enn aukið atvinnuleysi. Það er erfitt að skilja hvað vakir fyrir ráðamönnum Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks enda er nú svo komið að þeirra eigin flokks- systkin geta ekki lengur sætt sig við ríkjandi ástand. Samkvæmt forsendum fjárlaga- frumvarpsins er gert ráð fyrir 3,5 til 4% atvinnuleysi á næsta ári. Hins vegar spá atvinnurekendur 6 til 7% atvinnuleysi og sumir eru farnir að nefna enn hærri tölur. Þeir sem nefna hæstu tölurnar byggja á því að ríkisstjórn Davís Oddssonar fari gjaldþrotaleiðina á enda og ekkert verði gert til bjargar. Því verður enn ekki trú- að að nokkur ríkisstjórn sé svo með öllu firrt sambandinu við þjóðfélagið, sem hún á þó að stjórna, að slíkt geti gerst. Auk þess eru spár um 4-7% atvinnu- leysi hærri en nokkur maður get- ur sætt sig við - með öðrum orð- um er ekkert til sem heitir „hæfi- legt atvinnuleysi". Aðgerðarleysið er áhyggjuefni Aðgerðir til lausnar eru knýjandi en aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn- ar er áhyggjuefni og kemur það ekki síst fram í umfjöllun fulltrúa atvinnulífsins, bæði vinnuveit- enda og launþega. Stefnuræða forsætisráðherra jók ekki á vonir manna eða bjartsýni. Þar kom lítið fram hvað ríkisstjórnin ætlar Guðmundur Bjamason. Stefnuræða forsætisráð- herra jók ekki á vonir manna eða bjartsýni. Þar kom lítið fram hvað ríkis- stjórnin ætlar að gera. Reyndar mátti skilja orð Davíðs Oddssonar á þann veg að áfram yrði fyigt gjaldþrotastefnunni - til að hreinsa til í atvinnu- lífínu og skapa einhverjum nýjum öflum starfsvettvang! að gera. Reyndar mátti skilja orð Davíðs Oddssonar á þann veg að áfram yrði fylgt gjaldþrotastefn- unni - til að hreinsa til í atvinnu- lífinu og skapa einhverjum nýj- um öflum starfsvettvang! Forsvarsmenn atvinnulífsins eru ekki sammála aðgerðarleysis- og gjaldþrotaleiðinni. Þeir telja að hún muni leiða til ófarnaðar þegar til lengri tíma er litið. Ástæðan sé sú, segja þeir, að það taki langan tíma að koma „óarð- bærum“ fyrirtækjum í gjaldþrot og sú hætta vofi yfir að þau taki sterk og gróin fyrirtæki með sér í fallinu. Skelfileg afleiðing Það er staðreynd að umrædd „stefna“ skapar ekki aukið svig- rúm fyrir þau fyrirtæki sem eftir lifa. Ný fyrirtæki eru reist á rúst- um fyrirtækjanna sem fara í gjaldþrot, enda gera heimamenn állt sem þeir geta til að halda atvinnulífi í byggðarlögunum gangandi. Formenn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks gleyma því einnig að það eru fleiri en bankar og sjóðir sem tapa á gjaldþrotunum. Fjöldi einstaklinga, smærri verk- taka og þjónustuaðila munu verða fyrir barðinu á þeim. Á þessari stundu er illt að sjá hvað gerist verði aðgerðarleysisstefn- unni fylgt - þó er víst að afleiðingin verður skelfileg. Nú reyna aðilar vinnumarkað- arins, sem og stjórnarandstaðan á Alþingi, að koma vitinu fyrir rikisstjórnina. Vonandi ber það þann árangur að atvinnulífið styrkist. Best væri þó að ríkis- stjórnin færi frá sem fyrst. Guðmundur Bjarnason. Höfundur er þingmaður Framsóknar- flokksins I Norðurlandskjördæmi eystra. Lesendahornið Bekkir og ruslakassar væntanlegir á Ráðhústorgið Akureyringur hringdi og vildi fá upplýsingar um Ráðhústorgið. Ákureyringurinn sagði hvern einasta bæjarbúa sem hann hefði heyrt í vera óánægðan með nýja Ráðhústorgið sem væri ansi ber- angurslegt að sínu mati. „Eiga virkileg ekki að vera nein blóm þarna og engir bekkir til sitja á en gamla fólkið getur ekki tyllt sér á tröppurnar því til þess eru þær allt of lágar. Vonandi sjá bæjar- yfirvöld að það er ekki for- svaranlegt annað en þarna séu bekkir." Guðmundur Guðlaugsson yfír- verkfræðingur segir að unnið sé að smíði bekkja sem koma eigi á Ráðhústorgið. Smíði bekkjanna var boðin út og er járnsmíðin unnin hjá Vél- smiðju Akureyrar. Nokkrar Hermann hringdi: „Mig langar að koma á framfæri ábendingu til rjúpnaveiðimanna. Þeir fara náttúrlega vítt og breitt um og því miður vill það brenna við að þeir hendi skothylkjum út um allt. Þau liggja á víð og dreif og eru mikið lýti á umhverfinu, enda eyðast svona skothylki ekki vangaveltur eru um það hvaða trjátegund sé heppilegust á bekk- ina þannig að notendur fái ekki af þeim flísar. Hugmyndir eru einnig um að þarna verði blóma- ker með sem fjölbreytilegustum tegundum. Þær aspir sem gróður- settar voru þarna í fyrrahaust döfnuðu illa og þurfti að endur- Starfsstúlka á FSA hringdi... og vildi gera athugasemd við svo glatt. Mér finnst sjálfsagt að biðja rjúpnaveiðimenn um að tína skothylkin upp eftir sig og taka þau með sér. Þessi sóða- skapur hefur verið vaxandi og tímabært að snúa vörn í sókn. Það getur ekki verið mikið mál fyrir rjúpnaveiðimenn að fara eftir þessari ábendingu.“ nýja þær flestallar. Dauða þeirra má bæði rekja til ástands þeirra þegar þær voru settar niður og eins umgengni gangandi vegfar- enda um þær, en vonandi er að þær fái að festa rætur og vaxa í friði. Ruslakassar verða síðan settir upp á torginu í samhengi við bekkina. reykingar á neðsta gangi sjúkra- hússins. Hún sagði reykingar leyfðar í einu herbergi sem er gluggalaust og að mikil lykt bær- ist frá þessu herbergi út á ganginn. „Mér finnst að fyrst fólk fær að reykja þama inni þá eigi það að minnsta kosti að vera í lokuðu herbergi þar sem hægt er að hafa opinn glugga en ekki á almenn- um gangi. Ég hef heyrt fólk sem kemur hingað inn tala um lyktina hér, jafnvel reykingamenn. Svona hefur þetta verið í nokkur ár og þessu andar maður að sér án þess að vilja. Við höfum nákvæmlega sama rétt og þeir sem ekki reykja." Rjúpnaveiðimenn: Tínið skothylkin upp FSA: Mikil reykingalykt á neðsta gangi - reykingar leyfðar í gluggalausu herbergi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.