Dagur


Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 16

Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 16
Kaupfélag Þingeyinga: Jógúrtverksiniðja Baulu keypt - samningur liggur fyrir stjórnarfundi í dag Undirskrift kaupsamnings Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga á jógúrtverksmiðju Baulu er staðreynd. Samning- urinn hefur þó ekki fengið endanlega afgreiðslu allra sem um málið þurfa að fjalla. Fundur verður haldinn í dag í stjórn Kaupfélags Þingeyinga þar sem samningurinn liggur fyrir til samþykktar. Einnig eiga veðhaf- ar Baulu eftir að samþykkja eig- endaskiptin fyrir sitt ieyti. Vorið 1990 var jógúrtverk- smiðjan flutt að sunnan og hefur verið starfrækt í húsnæði MSKÞ sem annast hefur framleiðsluna. Baula er hlutafélag og er fram- kvæmdastjóri og einn eigenda hennar Þórður Ásgeirsson. Það hefur dregið mjög úr starf- semi Baulu undanfarna mánuði og framleiðsla legið niðri síðustu vikurnar. Ekki er ljóst hvenær starfseminni verður komið í gang á ný, en það tengist að hluta skipulagsvinnu sem stendur yfir í mjólkursamlaginu. „Kaupin á Baulu breyta ekki ýkja miklu á stundinni. Hvað þau hafa að segja fyrir starfsemi KÞ kemur fyrst og fremst út í því hvernig við reynum að skipu- leggja þá starfsemi. Ég segi ekk- ert um verðið,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri, í samtali við Dag. IM Akureyri: Innbrotsþjófar áferð Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur tvö innbrot til meðferðar. í öðru tilfellinu er innbrot í Glerárskóla, en hinu í vinnuskúr við Malbikunarstöð- ina ofan Akureyrar við Súlu- veg. Innbrotið í Glerárskóla var til- kynnt síðla dags á mánudag. Álitið er að þjófurinn hafi farið inn um helgina. Rúmlega tuttugu þúsunda er saknað úr sameigin- legum sjóði nemenda. Skemmdir eru óverulegar. í gærmorgun var síðan tilkynnt innbrot í vinnuskúr ofan Akur- eyrar. Rúða var brotin og þannig komist inn. Talsmaður lögregl- unnar segir að saknað sé sjúkra- kassa, spennubreytis, talstöðvar og nokkurra kaffipakka. ój Bygging 7. áfanga VMA: A. Finnsson hf. með lægsta tilboðið - 96,6% af kostnaðaráætlun A. Finnsson hf. átti lægsta til- boð í byggingu 7. áfanga Verk- menntaskólans á Akureyri, en tilboðin voru opnuð fyrir helgi. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 40.635.526,00. Sex verktakar buðu í fram- kvæmdir og voru aðeins tveir þeirra undir kostnaðaráætlun. A. Finnson hf. bauð 39.275.954,- (96.6%), S.J.S verktakar kr. 40.344.113,- (99,3%). Þá komu S.S. Byggir kr. 41.051.858.- (101%), Þorgils Jóhannsson kr. 41.351.455,- (101,7%), Fjölnir hf. kr. 45.286.706,- (111,5%) og Vörhf. kr. 46.744.231,- (115%). ój meirihluta bæjarstjórnar Blönduóss sprunginn: Bjami Arthúrsson, framkvæmdastjóri Kristnesspítala, sýnir Kristnesnefndinni í gær skipan mála á staðnum. Frá vinstri: Pétur Þór Jónasson, Davíð A. Gunnarsson, Halldór Jónsson, Guðjón Magnússon, Bjarni Arthúrsson og Ólafur Hjálmarsson. Mynd: jóh Kristnesnefndin norðan heiða í gær: Niðurstaðan mun iiggja fyrir síðar í mánuðinum - rekstrarkostnaður Kristnesspítala lækkaði um 10,7% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra Nefnd um framtíð Kristnes- spítala kom saman norðan heiða í gær. Hún heimsótti Kristnesspítala og átti fund með stjórnendum spítalans en einnig átti nefndin fundi með framkvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, for- manni læknaráðs og yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Ákveðið hefur verið að nefndin komi saman að nýju í Reykjavík 18. nóvember næstkomandi og búast má við tillögum frá nefndinni fljótlega eftir það. Guðjóni Magnússyni, for- manni Kristnesnefndarinnar, voru í gær afhentar undirskriftir starfsmanna Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri vegna Krist- nesmálsins og í gær bættust tvær nýjar ályktanir í hópinn um Kristnesmálið, þ.e. frá Læknafé- lagi Akureyrar og Norðurlands- deild eystri innan Hjúkrunarfé- lags íslands. Á fundi á Kristnesspítala í gær lögðu stjórnendur spítalans fram ýmis gögn um rekstur og starf- semi stofnunarinnar. Meðal upp- lýsinga um rekstrarkostnað spí- talans kemur fram að Iaunagjöld spítalans á fyrstu níu mánuði árs- ins námu 74,8 milljónum króna en 78,8 milljónum á sambærilegu verðlagi fyrstu níu mánuði síð- asta árs. Þetta er 5,03% lækkun milli ára. Samanburður annarra rekstrargjalda fyrir sömu mánuði sýnir 26,5% lækkun milli ára á sama tíma og sértekjur stofnun- arinnar hafa hækkað um 4,3%. Lækkun reksturskostnaðar í heild er 10,7% milli ára. Legudagar voru þessa mánuði 10.381 árið 1991 en 10.062 fyrstu níu mánuðina í ár. í gögnunum er einnig að finna samanburð á meðalkostnaði á legudag. Hann var 9.920 kr. á dag fyrstu níu mánuði sl. árs, miðað við verðlag í september 1992. í ár var þessi kostnaður 9.138 krónur og hafði lækkað um 7,9%. Launagjöld á legudag höfðu lækkað um rúm 2% milli ára og önnur reiknuð gjöld pr. legudag lækkuðu um rúm 27% milli ára. Eins og fram hefur komið mun skapast verra ástand í öldrunar- þjónustunni á svæðinu en í Reykjavík ef Kristnesspítala yrði lokað. Þá kemur fram í gögnum sem yfirlæknir endurhæfinga- deildar lagði fram í gær að þar hefur eftirspurn vaxið jafnt og þétt og samsvarar eftirspurnin fyrstu sex mánuði ársins 138 beiðnum á ári. JÓH Oddviti D-listans segir Greifmn á Akureyri: Bflabíó með öllu tflheyrandi - frumsýning á Togarabryggjunni Eigendur veitingahússins Greifans á Akureyri hafa fest kaup á tækjabúnaði til kvik- myndasýninga utanhúss og ætla nú að bjóða upp á bflabíó að amerískri fyrirmynd. Bæjaryfírvöld, þ.m.t. heil- brigðisnefnd, hafa gefíð tilskil- in leyfi fyrir bflabíói og veit- ingasölu á Togarabryggjunni næstkomandi þriðjudag. Kvikmyndinni Grease með John Travolta og Olivia Newton- John verður varpað á húsvegg O VEÐRIÐ Éljagangur verður um allt Norðurland fram eftir degi. Þá snýst vindur til suðvestan áttar og léttir til. Jafnframt hlýnar og hitastig verður undir frost- marki. Samskipa á Togarabryggjunni á stórt tjald sem þar verður sett upp. Hljóðinu verður síðan kom- ið til skila gegnum FM-sendi þannig að áhorfendur geta notið tónlistarinnar í bílaútvarpstækj- unum. Áhorfendur leggja bílum sxnum í snyrtilega röð, horfa á myndina, kela jafnvel dálítið og njóta veitinga eins og í ekta bíla- bíói. Körfuknattleiksdeild Þórs mun sjá um veitingasöluna. Að sögn Hlyns Jónssonar, sem er einn af eigendum Greifans, er stefnan sett á fleiri sýningar, jafn- vel reglulega, enda búið að fjár- festa í sýningartækjum og sjálf- sagt að nota þau sem mest. Hlynur sagði að aðstaðan á Togarbryggjunni væri ágæt og ekkert því til fyrirstöðu að lofa fínasta bílabíói. Ef veðrið setur strik í reikninginn sagði Hlynur að sýningu yrði einfaldlega frestað. SS Höfum ekki sMð meirihlutanum - segir Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjórnar og oddviti H-listans Óskar Húnfjörð, formaður bæjarráðs Blönduóss og oddviti Sjálfstæðisflokks í meirihlutasamstarfí við H- lista Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, segir að eftir að H-listinn og minnihlutinn, K-Iisti Alþýðubandalags og óháðra, samþykktu á bæjar- stjórnarfundi í gær að bærinn keypti B-deiIdarskírteini í Kaupfélagi Húnvetninga fyrir 12 milljónir króna gæti hann ekki litið öðruvísi á en að meirihluti D-lista og H-lista væri úr sögunni. Pétur Arnar Pétursson, for- seti bæjarstjórnar og oddviti H- listans, segist alls ekki líta svo á að meirihlutinn sé sprunginn. „Við höfum ekki slitið neinum meirihluta. Ég get alveg eins lit- ið þannig á að D-listinn hafi slit- ið meirihlutanum þegar hann felldi tillögu ökkar 13. október með stuðningi K-listans. Þetta mál var ekki flutt sem meiri- hlutamál og því lít ég ekki svo á að meirihlutanum hafi verið slitið. í þessu máli var aldrei af okkar hálfu farið fram á annað en hjásetu D-listans,“ sagði Pétur. Óskar Húnfjörð segir að sjálfstæðismenn vilji styrkja rekstur kaupfélagsins, en ekki sé forsvaranlegt að Blönduós- bær „geti gengið í lið með einu fyrirtæki gegn öðru í bæjarfé- laginu.“ „í ljósi þess að önnur sveitarfélög hér í kringum okk- ur vilja leggja málinu lið, þá vildum við ganga það langt að veita félaginu 10 milljóna króna víkjandi lán vegna gjalda til bæjarins, sem yrði ekki greitt fyrr en óráðstafað eigið fé kaup- félagsins yrði orðið jákvætt. Með þessu töldum við okkur koma til móts við þarfir fyrir- tækisins án þess að skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja í bænum. En ég vil leggja áherslu á að þessi ákvörðun var ekki tekin á faglegum grunni. Sveit- arsjóður hefur enga vissu fyrir því að þessar 12 nxilljónir, sem bæjarstjórn samþykkti að verja til að kaupa B-deildarskírteini, dugi til að rekstur kaupfélagsins gangi," sagði Óskar. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.