Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992
5% staðgreiðsluafsláttur
Stærðir 3-6 • Verð kr. 4.990,-
Stærðir 8-14 • Verð kr. 6.990,-
Stærðir S-XL • Verð kr. 7.990,-
„Líkaminn er dýrmætasta eign hvers manns. Hann á ekki að láta í hendurnar á einhverjum fúskara,“ segir m.a. í
grein stjórnar íþróttakennarafélags íslands.
Makalaus meírihluti
Gamalt þrætumál hefur nú gert
vart við sig að nýju innan bæjar-
stjórnar, þrætumál sem vakti
þjóðarathygli á sl. ári og varð til
þess að þrír af fjórum bæjarfull-
trúum meirihlutans voru settir út
úr bæjarstjórn um tíma. Enn á ný
skal gerð atlaga að Bjama Gríms-
syni bæjarstjóra og störfum hans.
í ljós hefur komið að meirihlut-
inn er enn við sama heygarðs-
hornið og reynir nú með öllum
ráðum að koma honum frá. Á
síðasta bæjarstjórnarfundi óskaði
minnihlutinn eftir því að vera
upplýstur um málið og farið var
fram á skýr svör frá meirihlutan-
um um þau boð sem Bjama hefðu
verið gerð og varðaði starfslok
hans sem bæjarstjóra. Það hefur
verið fátt um svör sem oft áður.
Mér hafði dottið í hug að hér í
Múla yrði greint frá þessu máli á
greinargóðan hátt en af því varð
nú ekki. Því þykir mér rétt að
fara hér nokkrum orðum um
þetta mál.
Upprifjun
í júní á sl. ári lagi meirihlutinn
fram áætlun um starfslok bæjar-
stjórans. Sú áætlun var samþykkt
á fundi aðal- og varamanna meiri-
hlutans og greiddu því atkvæði
sitt allir fundarmenn að undan-
skilinni Guðrúnu Jónsdóttur.
Áætlun þessi fól m.a. það í sér að
bæjarstjórinn yrði nánast sviptur
öllum völdum sem framkvæmda-
stjóri bæjarins og settur yrði við
hlið hans eftirlitsmaður frá meiri-
hlutanum. Ef bæjarstjóri sætti sig
ekki við þetta ætti hann að segja
upp störfum! Bæjarstjórinn sætti
sig auðvitað ekki við slíka kosti
en sagði ekki upp!
Þegar þar var komið sögu hafði
Óskar Þór Sigurbjörnsson séð sig
um hönd og Iýst yfir stuðningi við
Bjarna. Það fór því svo að þegar
þrír fulltrúar meirihlutans lögðu
fram tillögu um uppsögn bæjar-
stjórans á bæjarstjórnarfundi var
hún felld og meirihlutinn þannig
klofinn og óstarfhæfur. Var nú
alvarlega vegið að Bjarna og
hann borinn þungum sökum m.a.
um það að hafa eytt fé í risnu og
ferðakostnað langt umfram það
sem eðlilegt gat talist og voru
skoðunarmenn bæjarins hafðir
fyrir því. Þeir báru það hins veg-
ar báðir af sér og í framhaldi af
því var farið ýtarlega yfir alla
reikninga vegna ferða- og risnu-
kostnaðar og fannst þar ekkert
athugavert.
Bæjarráð samþykkti síðan ein-
róma ávítur á núverandi formann
bæjarráðs fyrir ósannsögli og
bæjarstjórn tók síðar undir þá
bókun. Ekkert þessu líkt hefur
áður gerst í sögu Ólafsfjarðar-
kaupstaðar.
Þremenningarnir voru síðan
sendir í kælingu og inn í bæjar-
stjórn komu varamenn þeirra.
Tveir af varamönnunum höfðu
reyndar áður staðið að áður-
nefndri samþykkt um brottrekst-
ur Bjama, þau Anna María Elías-
dóttir og Gunnlaugur Jón frændi
minn. Þeim hafði nú snúist hugur
og lýstu bæði yfir fullum stuðn-
ingi við Bjarna Gímsson.
Var nú ekki annað að sjá en að
meirihluti þeirra sem skipuðu
lista sjálfstæðismanna væru nú á
bandi bæjarstjórans og allir létu
að stjórn. En annað átti eftir að
koma í ljós.
Ný samþykkt
Á fyrsta fundi ársins komu útlag-
arnir aftur inn í bæjarstjórn og
var nú kynnt ný áætlun um frið
og spekt. Áætlunin fól það helst í
sér að mönnum var hrókerað til í
embættum innan meirihlutans og
ákveðið að starfa saman að nýju
með Bjarna sem bæjarstjóra.
Mér fannst Bjarni þá sýna mikinn
vilja til samstarfs þegar tillit er
tekið til þess sem áður hafði
gengið á. Leitað var til minni-
SKIÐAGALLAR
A ALLA FJOLSKYLDUNA
hlutans með bætt samstarf og ná-
ið og því lofað af hálfu meirihlut-
ans að ný vinnubrögð yrðu tekin
upp við stjórn bæjarins. Reyndar
var hér aðeins um að ræða sýni-
legan hluta samkomulags sem
gert hafði verið, eða ytri ramma
þess, eins og forseti bæjarstjórn-
ar orðaði það. Bæjarbúum var
ekki sagt betur frá því sem samið
hafði verið um. En nú er það að
koma í ljós.
Ný atlaga
Strax á vordögum var það orðið
ljóst að gamla samkomulagið
sem gert var í fyrra átti að taka
gildi. Formaður bæjarráðs hafði
nú tekið að sér hlutverk yfirsetu-
manns á störf bæjarstjóra og var
nú komin inn á bæjarskrifstof-
urnar. Á fundum bæjarráðs kom
það og glöggt fram að formaður-
inn sætti færis að reyna að gera
Bjarna sem erfiðast að sinna
starfi sínu. Og nú nýlega viður-
kenndi svo Óskar Þór að frá því í
vor hefði verið reynt að ná sam-
komulagi um að koma bæjarstjór-
anum frá. Hvað hafði nú orðið
um öll fyrirheitin um náið sam-
starf meiri- og minnihluta bæjar-
stjórnar. Þau voru öll fokin út í
veður og vind ef það hefur þá
einhvern tíma verið ætlun meiri-
hlutans að bæta samstarfið.
Við í minnihlutanum fréttum
það af götunni að nú hefði meiri-
hlutinn með Óskar í broddi fylk-
ingar, gert bæjarstjóranum tilboð
um að hætta. Hvað hafði nú
gerst? Var forseti bæjarstjórnar
kominn í hring. Hann sem áður
hafði sprengt meirihlutann var nú
kominn til liðs við þremenning-
ana sem höfðu orðið undir í
fyrra! Svo virðist vera og er nú
orðinn með ólíkindum hringlanda-
hátturinn og valdahrokinn innan
meirihlutans.
Björn Valur Gíslason.
Nýtt tilboð
Nú nýlega hafa þeir meirihluta-
menn gert Bjarna fleiri en eitt til-
boð um starfslok hans. Hvað felst
í þeim tilboðum? Við í minni-
hlutanum höfum leitað svara við
því og teljum okkur vera í fullum
rétti til þess. En eins og áður
sagði hefur verið fátt um svör og
meirihlutinn lætur eins og engum
komi þetta við. Ég hef hins vegar
fengið það staðfest frá aðilum
innan Sjálfstæðisflokksins að eitt
þessara tilboða hafi verið á þá
leið að Bjarni hafi átt að hætta
með nánast engum fyrirvara og fá
greidda níu mánuði á fullum
launum fyrir vikið! M.ö.o. meiri-
hlutinn er tilbúinn til að greiða
háar fjárhæðir (ca. 2,5-3,0 millj.)
úr bæjarsjóði til þessa hugðarefn-
is síns!
Ég er þess fullviss að Ólafsfirð-
ingum þyki þetta tíðindi ekki síst
nú þegar þrengir að og fólk má
hafa sig við til að hafa ofan í sig
og á, að ég tali nú ekki um það
sem greiða þarf í sameiginlegan
bæjarsjóð. Sé þetta rétt þá kemur
utcjaiuuuin pau avu saunaiitga
við.
Bjarni hafnaði að sjálfsögðu
þessu fáránlega boði enda væri
það vesæll maður sem gengist að
slíku og jafnvel aumari en þeir
sem bjóða slíkt. Ég tel það nauð-
synlegt að bæjarbúum verði gerð
að fullu grein fyrir þessu máli hið
fyrsta því þegar svo er komið
málum verður að grípa í taumana
og reyna að koma vitinu fyrir
menn.
Að skammast sín
Ég hef áður varað við því að
tengja þetta mál eingöngu við
persónu Bjarna Grímssonar og
andstaða mín gegn meirihlutan-
um byggist ekki á því. Við Bjarni
höfum ekki alltaf verið sammála
um alla hluti, langt því frá. Enda
höfum við valið okkur sitt hvorn
endann í pólitíkinni til að starfa
við. Við höfum þrátt fyrir það
náð að starfa saman og gera út
um hlutina án mikilla átaka. Það
er hins vegar málareksturinn all-
ur af hálfu meirihlutans sem ein-
kennst hefur af valdníðslu og
hroka sem ég set mig upp á móti.
Ég segi þetta hér vegna þess að
á meðan þeir sem nú ráða ferð-
inni í bæjarstjórn eru við völd þá
getur hver sem er af embættis- og
starfsmönnum bæjarins orðið fyr-
ir árásum af því tagi sem Bjarni
Grímsson og fjölskylda hans hafa
orðið fyrir. Ég þekki það af eigin
raun hvernig er að verða fyrir
slíku og mun alla tíð taka mál-
stað þeirra sem fyrir þvílíku
offorsi verða.
Framgangur meirihlutans í
þessu máli hefur verið þeim og
Ólafsfirðingum til minnkunar og
ef sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
hefðu það í sér þá mættu þeir
skammast sín fyrir framkomu
sína.
Björn Valur Gíslason.
Höfundur er bæjarfulltrúi í Ólafsfirði fyr-
ir vinstri menn og óháða.
Fúskari eða fagmaður?
Nú á tímum, þegar fólk eyðir
mestum frítíma sínum fyrir fram-
an sjónvarp, er ekki úr vegi að
hugleiða hvaða möguleikar eru
til líkamsræktar. Ýmislegt er í
boði, þannig að fólk ætti að geta
fundið hreyfingu sem hæfir hverj-
um og einum, t.d. sund, golf,
skokk, skíði og margt fleira. Sú
almenningsíþrótt sem vinsælust
hefur verið í gegnum árin er án
efa sundíþróttin. Þeir sem hafa
það að fastri venju að fara í sund
segja að sundið virki á þá sem
vítamín, þeir afkasti meiru við
vinnu og heilsufarið sé almennt
mikið betra.
í dag er mjög vinsælt að stunda
líkamsrækt hjá líkamsræktar-
stöðvum. Þær bjóða flestar upp á
fjölbreytta möguleika fyrir fólk á
• •
EYFJORÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
u
€
1
4