Dagur - 04.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992
Fréttir
Suður-Þingeyjarsýsla:
Búkolla setur
upp Plóg
og stjömur
Leikfélagið Búkolla í Suður-
Þingeyjarsýslu hélt aðalfund
sinn nýlega og þar var sam-
þykkt merki félagsins. Merkið
er hannað af Ragnari Þor-
steinssyni, formanni félagsins
og Magnúsi Þorvaldssyni.
Búkolla hefur valið sér verk-
efni til sýninga í vetur. Það er
Plógur og stjörnur eftir Sean
O’Caesy. Ekta írsk verk þar sem
brosað er gegn um tárin. Leik-
stjóri verður Sigurður Hallmars-
son og 16 leikendur taka þátt í
sýningunni. Verkið er mjög flók-
ið í uppsetningu, fjórar sviðs-
myndir þarf að gera og mikinn
ljósbúnað þarf til, að sögn Hall-
dórs Skarphéðinssonar, gjald-
kera félagsins. Þegar er samlestur
á verkinu hafinn en stefnt er á
frumsýningu í lok janúar.
Um 40 félagar úr Aðaldal og
Reykjahverfi eru í Búkollu.
Félagið var stofnað í fyrra og
strax ráðist í að setja upp fyrstu
sýningu þess, Biðla og brjósta-
höld, sem sýnt var við mjög góða
aðsókn að Ýdölum. Samkvæmt
upplýsingum frá Halldóri gjald-
kera komu 657 gestir á sýning-
una.
„Það ríkir mjög mikill áhugi í
félaginu, jákvætt hugarfar og
margir nýir félagar hafa bæst í
hópinn,“ sagði Vilhelmína Ingi-
mundardóttir, meðstjórnandi í
samtali við Dag. í stjórn eru
einnig: Sigurður Þór Garðarsson,
varaformaður og Ásdís Þórsdótt-
ir, ritari. IM
Giljahverfi III:
Lóðir auglýstar til umsóknar
Byggingafulltrúinn á Akureyri
hefur auglýst lausar til
umsóknar lóðir fyrir fjölbýlis-
hús og raðhús í Giljahverfi 3,
sem mun rísa á byggingarsvæð-
inu fyrir ofan Giljahverfí 1,
það hverfi sem er og hefur ver-
ið að byggjast upp á undan-
förnum árum. Umsóknarfrest-
ur um lóðir eru til 13. nóvem-
ber nk.
Giljahverfi markast af Merki-
gili í suðri, vestri og norðri (auk
Borgarbrautar) og Kiðagili í
austri. Þetta svæði er 14 hektarar
að stærð og er gert ráð fyrir 290
Heitavatnsleit í Hólsgerði:
Aukið lán frá sveitarsjóði
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveit-
ar hefur aukið lánveitingu sína
til borunar eftir heitu vatni í
landi Hólsgerðis þannig að
unnt megi verða að Ijúka bor-
unum á rannsóknarholum í
haust. Að þeim loknum munu
liggja fyrir nægjanlegar upplýs-
ingar til að staðsetja vinnslu-
holu.
Að heitavatnsleit í Hólsgerði
stendur Ylur sf., félagsskapur
nokkurra bænda en sveitarfélagið
er einnig aðili að félaginu. Sveit-
arsjóður lánaði samkvæmt fjár-
hagsáætlun eina milljón króna til'
borana á rannsóknarholum í ár
og nýverið var svo samþykkt að
lána tæpa milljón til viðbótar til
að Ijúka þessum verkþætti. Pétur
Þór Jónasson, sveitarstjóri, segir
litlar umræður hafa farið fram
um borun á vinnsluholu. „Aðilar
í þessum hópi voru sammála um
að ljúka borunum á rannsóknar-
holunum og staðsetja vinnslu-
holu og taki ekki ákvörðun um
framhaldið fyrr en að þessu
loknu. En ég held að gera megi
sér vonir um að boruð verði
vinnsluhola á næstu tveimur
árum,“ sagði Pétur Þór. JÓH
íbúðum í fjölbýlishúsum, 22 rað-
húsíbúðum og 6 íbúðum á efri
hæðum verslunarhúss.
Skipulagstillögu að Giljahverfi
3 unnu arkitektarnir Ágúst Haf-
steinsson og Aldís M. Norðfjörð
á Teiknistofunni Formi hf. á
Akureyri. í greinargerð með
henni, sem Skipulagsdeild Akur-
eyrarbæjar og Teiknistofan Form
unnu, kemur fram að auk fjölbýl-
ishúsa og raðhúsa sé gert ráð fyrir
hverfisverslun, leikskóla og
grunnskóla. Gert er ráð fyrir
aðgreiningu milli gangandi og
akandi umferðar þannig að unnt
sé að komast frá hverri íbúð á
svæðinu að útivistarsvæði, skóla,
dagheimili eða verslun án þess að
fara yfir akbraut. Eftir svæðinu
miðju mun liggja göngustígur,
sem miðað er við að verði meg-
insamgönguleið á milli byggðar
sunnan Glerár og Síðuhverfis.
í skipulagstillögunni er Gilja-
hverfi 3 skipt í fimm hluta sem
rétt er að gera nánari grein fyrir.
Fyrstan skal nefna „Orminn“
svokallaða, sem er tvöföld röð af
húsalengjum, með fjölbýlis- og
raðhúsum meðfram vestanverðu
Merkigili (158 íbúðir í fjölbýlis-
húsum og 22 íbúðir í raðhúsum).
Milli húsaraðanna er aflangt
garðrými eftir hverfinu endi-
löngu. Húsaraðirnar hlykkjast
eins og ormur meðfram Merkigili
og skýla garðrýminu fyrir ríkj-
andi vindáttum, norðan- og suð-
vestanáttum. Orðrétt segir í
Skákfélag Akureyrar:
Jón Björgvinsson sýnir klæmar
Þórleifur Karl Karlsson er
haustmeistari Skákfélags
Akureyrar 1992 eftir mikið
japl, jaml og fuður. Hann
tefldi tvö tveggja skáka einvígi
við Sigurjón Sigurbjömsson
um titilinn en þau nægðu ekki
til að knýja fram úrslit. Það
var loks í bráðabana sem Þór-
leifur hafði betur og hann er
með yngri mönnum sem hafa
hampað þessum titli.
Önnur skákúrslit eru þau að í
10 mínútna móti í síðustu viku
sigraði gamla kempan Jón Björg-
vinsson með 5Vi vinning. Annar
refur, Þór Valtýsson, varð í 2.
sæti með 5 vinninga og hinn
þrautreyndi þjarkur Gylfi Þór-
hallsson varð í 3. sæti einnig með
5 vinninga.
Fyrsta 15 mínútna stigamótið
fór fram um helgina. Jón Björg-
vinsson sýndi enn klærnar og
varð efstur með 5 vinninga. Rún-
ar Sigurpálsson varð í 2. sæti með
4Vi vinning og Þór Valtýsson í 3.
sæti með 4 vinninga. SS
greinargerðinni: „Á milli húsa-
lengjanna eru garðar íbúðanna.
Lýsa má skipulagshugmyndinni
að baki Orminum með því að
segja að venjulegir garðar hefð-
bundinna fjölbýlis- og raðhúsa-
lóða séu lagðir saman þannig að
þeir mynda samfellt garðrými.
Hvert hús hefur eftir sem áður
sinn garð en hlutar allra lóðanna
mynda sameiginlegt miðsvæði
með gangstíg og leiksvæðum.
Gangstígurinn liggur eftir Orm-
inum endilöngum. Hann víkkar
út á fimm stöðum og myndar eins
konar torg. Á fjórum slíkum
torgum eru leiksvæði fyrir yngstu
börnin. Fyrir miðju Órmsins er
stærra svæði með grenndarvelli,
þ.e. leiksvæði fyrir börn 2-11
ára.“
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir
þrem svokölluðum punkthúsum,
með 20 tbúðum hvert, í norður-
hluta svæðisins á milli Ormsins
og útivistarsvæðisins. Þessi hús
verða 6 eða 7 hæða.
í suðausturhluta svæðisins er
gert ráð fyrir þrem húsagörðum,
en þar er átt við fjölbýlishús
byggt í ferhyrning umhverfis
garðrými. í hverjum húsagarði
verða 24 íbúðir, samtals 72 íbúð-
ir.
Verslunarhús, leikskóli og
skóli verður í suðausturhorni
svæðisins. Sunnan hússins er opið
svæði og er gert ráð fyrir að það
verði e.k. torg með aðkomu að
verslunum hússins.
Síðast skal nefna útivistar-
svæði, nyrst á skipulagssvæðinu.
Þar er gert ráð fyrir sparkvelli og
hverfisvelli, þ.e. leikvelli fyrir
börn 10 til 14 ára. Um svæðið
mun liggja megingöngustígur
sem tengir byggð á Brekkunni
við Síðuhverfi. óþh
Skagaprður:
Fleiri mái til lög-
reglu en í fyrra
- tíðni slysa í umferðinni þó ekki meiri
Samkvæmt yfirliti lögreglunn-
ar á Sauðárkróki hafa orðið 29
umferðaróhöpp í Skagafirði
það sem af er árinu, þar af 15
slys. Er það nokkur fækkun á
óhöppum miðað við árið í
fyrra. 167 ökumenn hafa verið
teknir fyrir of hraðan akstur og
20 fyrir ölvun við akstur.
Yfirlit lögreglunnar nær yfir
tímabilið jan.-sept., eða níu
mánuði. Eins og áður segir hafa
orðið 15 umferðarslys, þar af eitt
banaslys í umdæmi lögreglunnar
á Sauðárkróki það sem af er
árinu. Á sama tíma í fyrra voru
umferðaróhöppin orðin 41, en
fjöldi slysa sá sami. Það sem af er
árinu hafa 20 manns verið kærðir
fyrir ölvun við akstur, en þeir
voru 29 á sama tíma í fyrra. 167
ökumenn hafa verið teknir fyrir
of hraðan akstur á móti 112 í
fyrra. Skýrist það að hluta til af
sameiginlegu eftirliti lögreglu í
Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl-
um. Ýmislegt fleira kemur fram í
yfirlitinu. T.d. er að finna 16 til-
felli þar sem kærðar eru líkams-
meiðingar og er það svipað milli
ára, 22 skemmdarverk á bílum,
voru 17 á sama tíma í fyrra og
önnur skemmdarverk hafa einnig
aukist. Sömuleiðis eru skráð 15
innbrot nú á móti 11 allt árið í
fyrra. Að sögn lögreglu hafa fleiri
mál komið inn á hennar borð
fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt
árið í fyrra. sþ