Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 - DAGUR - 5
Fréttir
Útivistarsvæði í Hlíöarfjalli
ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður í Hlíðarfjalli, telur
æskilegt að byggja upp útivist-
arsvæðið í Hlíðarfjalli, svo það
nýtist allan ársins hring.
„Hér miðast allt við að það sé
snjór og nú erum við alveg úr
leik,“ segir ívar. „Svæðið er
venjulegast ekki tilbúið fyrir
skíðaiðkanir fyrr en í desember
og nú er hér mjög óyndislegt um
að litast.“
ívar hefur trú á að hægt sé að
byggja upp svæðið fyrir fjall-
göngufólk og aðra unnendur úti-
veru, en hann segir jafnframt að
menn verði að vera tilbúnir til að
tapa á rekstrinum fyrstu árin.
„Það er jökull uppi á fjallinu
en það er talsvert mál að komast
þangað, því enginn vegur liggur
að honum,“ segir ívar. Hann seg-
ir því ekki eftir miklu að sækjast
nema fyrir þá sem hafa þeim mun
meira gaman af fjallgöngu.
Gunnar Jónsson, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Akur-
eyrar, segir að hingað til hafi ver-
ið einblínt á að byggja upp mann-
virki tengd skíðaiðkuninni. Fleiri
hugmyndir hafi vissulega komið
fram en fjárskortur komi í veg
fyrir enn meiri framkvæmdir.
Útfararþjónusta:
Ný starfsemi hefst
á Akureyri í dag
Ný atvinnustarfsemi tekur til
starfa á Akureyri í dag. Er það
útfararþjónusta en slík fyrir-
tæki annast margvíslegar
útréttingar fyrir fólk sem inna
þarf af hendi þegar mannslát
ber að garði og útför verður að
eiga sér stað. Jón Arnþórsson,
fyrrum starfsmaður Iðnaðar-
deildar Sambandsins hér á
Akureyri og nú síðast Samskipa
hf., annast rekstur útfarar-
þjónustunnar og er hún til
húsa á heimili hans í Kamba-
gerði 7 á Akureyri.
Útfararþjónusta er nýjung á
Akureyri en hún er vel þekkt í
flestum borgum, meðal annars í
Reykjavík. Útfararþjónustan á
Akureyri sérhæfir sig í aðstoð á
þessu sviði og er reiðubúin til að
sjá um framkvæmd allra þeirra
þátta, sem óskað er eftir. Á
meðal þess sem útfararþjónustur
taka að sér að annast fyrir
aðstandendur er að hafa sam-
band við prest, útbúa tilkynning-
ar um andlát og útför til fjölmiðla
og undirbúa og ákveða tímasetn-
ingu kistulagningar. Þá annast
útfararþjónustur tímasetningu
útfara sé þess óskað. Útfarar-
þjónustan tekur einnig að sér að
útvega söngfólk og hljóðfæra-
leikara og að koma dánarvottorði
áleiðis til yfirvalda. Útfararþjón-
ustan getur annast skreytingar á
kistu og útvegun blóma og kransa
Jón Amþórsson, forstöðumaður
Utfararþjónustunnar.
vegna jarðarfara. Þá annast hún
prentun grafskriftar eða handrits
að jarðarför þar sem sálmar eru
meðal arinars prentaðir. Útfarar-
þjónustan tekur einnig að sér að
útvega krossa á leiði og síðast en
ekki síst aðstoðar hún við að
skipuleggja erfidrykkju - meðal
annars með því að útvega hús-
næði og annast öflun veitinga.
Opnunartími útfararþjónust-
unnar er frá kl. 13.00 til 17.00
alla virka daga. í húsnæði Útfar-
arþjónustunnar eru sýnishorn af
kistum, krossum og öðru því sem
aðstandendur vildu kynna sér
vegna útfara. ÞI
Flskmiðlun Norðuriands á Dalvik - Fiskverð ð markaöi vlkuna 25.10-31.101992
Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meöalverö (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti
Grálúöa 97 62 83,07 2.848 236.578
Hlýri 51 42 50,02 83 4.152
Karfi 25 20 21,02 350 7.358
Keila 45 24 44,71 3.700 165.410
Lúöa 240 240 240,00 38 9.120
Skarkoli 60 60 60,00 26 1.560
Skötuselur 150 150 150,00 35 5.250
Steinbítur 54 42 50,04 912 45.636
Ufsi 30 20 28,30 60 1.698
Undirmál þ. 63 40 51,05 485 24.759
Ýsa 103 72 102,22 7.453 761.856
Ýsa smá 63 63 63,00 79 4.977
Þorskur 94 84 90,44 7.077 640.042
Samtals 82,45 23.146 1.908.396
Dagur blrtlr vlkulega töflu yfir flskverð hjá Flskmlðlun Norðurlands á Dalvík og grelnlr þar frá
verðlnu sem fékkst í vlkunnl á undan. Þetta er gert 1 Ijósl þess að hlutverk flskmarkaða 1 varð-
myndun Islenskra sjávarafurða hefur vaxlð hröðum skrefum og þvf sjálfsagt að gera lesendum
blaðslns klelft að fylgjast með þrðun markaðsverðs á fiskl hár á Norðurlandi.
„Það þyrfti að breyta hótelinu í
dagskála með svefnpokaplássi en
hótelið þjónar ekki lengur til-
gangi sínum. En við sjáum um
sundlaugina líka og öll önnur
íþróttamannvirki í bænum og
höfum takmarkað fé til umráða,“
segir Gunnar.
ívar Sigmundsson segir breyt-
ingu á hótelinu kosta um 60 rnillj-
ónir króna og því hafi þær raddir
heyrst að ódýrara sé að rífa
hótelið og byggja nýjan dagskála
frá grunni. Gerður Kristný
Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðl-
un við Háskóla íslands.
Steingrímur Þorsteinsson við ísbjörnin sem hann stoppaði upp og afhentur
var Byggðasafni Dalvíkur. Mynd: HK-Daivík
Byggðasafn Dalvíkur:
ísbjöm aflientur safiiinu á laugardag
Síðastliðið Iaugardagskvöld
var Byggðasafni Dalvíkur
afhentur uppstoppaður ísbjörn
sem Steingrímur Þorsteinsson
á Dalvík stoppaði upp. Björn-
inn var felldur á austurströnd
Grænlands en hingað til lands
var skinnið keypt frá Noregi.
Sparisjóður Svarfdæla keypti
skinnið og Steingrímur og hans
fjölskylda gáfu efni og sína
vinnu við uppstoppunina á
birninum en alls tók hún um
tvo mánuði.
Júlíus Kristjánsson, stjórnar-
maður í Byggðasafni Dalvíkur,
segir að Jóel Kristjánsson, nemi í
sjávarútvegsháskólanum í
Tromsö í Noregi, hafi verið inn-
an handar með að útvega
skinnið. Yfirdýralæknir gaf leyfi
til þess að það væri flutt inn sútað
og var það gert. Hingað til lands
kom Jóel svo með skinnið sl.
sumar og hófst Steingrímur Þor-
steinsson, uppstoppari á Dalvík
þá handa. Björninn er fullorðið
karldýr, um 2,5 metrar að lengd.
Steingrímur stoppaði einnig upp
vöðuselskóp sem er í hrammi
ísbjarnarins og á þessi kópur sér
líka sögu því hann kom í net
Brynjars Baldvinssonar, sjó-
manns á Litla-Árskógssandi, en
netin lágu við Gjögurtá. Kópur-
inn hafði þá verið merktur vestur
af Bjarnarey aðeins 45 dögum
áður en hann kom í netið og
hafði lagt að baki 541 sjómílu á
þessum dögum.
Við athöfnina á laugardag
afhendu Friðrik Friðriksson,
sparisjóðsstjóri og Steingrímur
Þorsteinsson björninn og færði
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri þeim þakkir. Kristján Þór
færði Steinunni, eiginkonu
Steingríms, jafnframt blóma-
körfu. Þá færði bæjarstjóri
Byggðasafninu litmynd af Stein-
grími Þorsteinssyni sem hengd
var upp á náttúrugripadeild
safnsins þar sem eru ísbjörninn
og fjöldamörg dýr önnur sem
Steingrímur hefur stoppað upp.
Þess má að lokum geta að
þetta er þriðja bjarndýrið sem
Steingrímur Þorsteinsson stoppar
upp og jafnframt það stærsta.
JÓH
Ætlar þá að
mála (viir jótín?
Aóvcnihci'l illioö
í verslun okkar að Lónsbakka
og í útibúum KEA
13% afsláttur
af allri iiiáliiingu frá Sjöfn
■■
BYGGINGAVORUR
LONSBAKKA • 601 AKOREYRI
~ 96-30321, 96-30326, 96-30323
FAX 96-27813