Dagur - 04.11.1992, Síða 9
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 - DAGUR - 9
Stefán Kjartansson og Hanna Guðnadóttir.
Hanna og Stefán í Saumavélaþjónustunni:
Vaxandi verslimarstaður
Hanna Guðnadóttir og Stefán
Kjartansson hafa rekið Sauma-
vélaþjónustuna í Sunnuhlíð frá
því í fyrravor en þau höfðu áður
annast þennan rekstur á heimili
sínu í nokkur ár. Að sögn Stefáns
hafið reksturinn undið upp á sig
og aukist það mikið að illmögu-
legt hefði verið að sinna honum
lengur inn á heimilinu. Því hefðu
þau hjónin ákveðið að slá til og
opna þjónustuna í Sunnuhlíð-
inni.
Saumavélaþjónustan býður
ýmsar vörur sem tengjast sauma-
skap auk viðgerðarþjónustu fyrir
allar tegundir saumavéla. Þá býð-
ur verslunin einnig fjölbeytt úrvai
af hannyrðavörum. Þau 'Hanna
og Stefán sögðu að Sunnuhlíðin
væri vaxandi verslunarstaður og
erfiðasta hjallanum væri greini-
lega náð varðandi uppbyggingu
hennar þótt finna mætti fyrir
ákveðnum samdrætti nú í augna-
blikinu sem orsakaðist af almennu
ástandi í þjóðfélaginu. Þau bentu
á mikilvægi þess fyrir verslunar-
miðstöð á borð við Sunnuhlíðina
að fjölbreytni væri sem mest því
eitt rekstrarform styrkti annað.
I ÞI
Scsclía Gunnarsdóttir.
Seselía Gunnarsdóttir í Vöggunni:
Erfiðasti hjaUirm að baki
Seselía Gunnarsdóttir opnaði
verslunina Vögguna í maí 1989
og hefur rekið hana síðan ásamt
dætrum sínum. Vaggan var fyrst í
leiguhúsnæði en síðan festi Seselía
kaup á húsnæði fyrir verslun
sína. Vaggan er sérverslun með
barnavörur og verslar með allt
frá snuðum upp í kerrur og
vagna.
Seselía kvaðst finna mikinn
mun á hvað umferð fólks um
verslunarmiðstöðina hefði aukist
frá því hún hóf verslunarrekstur.
Það komi einnig fram í hinum
almenna rekstri. Áður hafi verið
algengt að fyrirtæki hafi komið
og farið - rekstri þeirra verið
hætt eftir skamman tíma því for-
sendur hafi skort. Nú sé orðin
breyting á þessu. Ákveðinn stíg-
andi sé í viðskiptum í Sunnuhlíð-
inni og góð samstaða sé einnig á
meðal þeirra sem standi að
rekstri í verslunarmiðstöðinni.
„Fólk hafði ekki nægilega trú á
þessu til að byrja með og fannst
að allt hlyti að vera dauðadæmt
sem væri hér. Þannig varð að tak-
ast á við ákveðna byrjunarörðug-
leika strax í upphafi en ég tel að
nú hafi að mestu eða öllu leyti
verið unnið á þeim,“ sagði Seselía
Gunnarsdóttir. Hún sagði að
verslunarmiðstöðin væri í raun
ekki nægilega vel staðsett en slíkt
kæmi þó síður að sök þegar hún
hefði unnið sér fastan sess í hug-
um fólks. Seselía sagði mikið um
að utanbæjarfólk komi í Sunnu-
hlíðin til að versla - bæði fólk úr
nærliggjandi sveitum en einnig úr
þéttbýliskjörnum í nágrenninu
og mætti nefna Dalvík, Ólafs-
fjörð, Siglufjörð og jafnvel Húsa-
vík í því sambandi. Vera megi að
sá hugsunarháttur væri enn nokk-
uð við lýði innan Akureyrar að
þurfa í miðbæinn til að sinna
erindum sínum - til dæmis hvað
verslun varðar en þó virtist það
vera að breytast. Erfiðasti hjall-
inn í rekstri Sunnuhlíðar væri
tvímælalaust að baki. ÞI
Ómar Torfason, sjúkraþjálfari:
Verslimarmiðstöðm
vel kynnt
- hreint óráð að ráðast í byggingu annarrar
Ómar Torfason, sjúkraþjálfari,
opnaði þjálfunarstofu í Sunnu-
hlíðinni í lok febrúar 1987. Bróð-
ir hans, Skúli Torfason, tann-
læknir, rekur tannlæknastofu í
verslunarmiðstöðinni. Með til-
komu sjúkraþjálfara og tann-
læknis í Sunnuhlíð hófst rekstur
heilbrigðisþjónustu á staðnum -
tilvalið tækifæri til að auka fjöl-
breytni þessa verslunar- og þjón-
ustukjarna.
Ómar kvaðst aðeins taka að
sér sjúklinga eftir tilvísun frá
læknum og útskrifa þá að með-
ferð lokinni en eftir það gætu þeir
haldið áfram að endurhæfa sig og
þjálfa annarsstaðar ef áhugi væri
fyrir hendi. Hann kvaðst hvetja
fólk til að viðhalda líkamlegri
færni eftir því sem kostur gæfist
hvort sem væri með æfingum hjá
öðrum sjúkraþjálfurum eða
líkamsþjálfun af sjálfsdáðum.
Ómar kvaðst einnig leggja
áherslu á einstaklingstækni hvað
þjálfun varðar og nefndi teygju-
æfingar og nudd meðal annars í
því sambandi. Þá beitir hann
einnig hita- og stuttbylgjumeð-
ferð.
sama tíma og verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði stæði ónotað víða í
bænum. Varðandi hugmyndir um
byggingu annarar verslunarmið-
stöðvar í Glerárhverfi eins og nú
er rætt um við gerð skipulags
sagði Ómar að slíkt væri hreint
óráð - verslunarmiðstöðin við
Sunnuhlíð væri komin upp og
orðin nokkuð vel kynnt á meðal
Raftækjaverslunin Rafland hefur
verið rekin í Sunnuhlíð frá því í
apríl 1987. í upphafi var rekið
raftækjaversktæði samhliða
versluninni en nú er megin
áhersla lögð á verslun með
ýmiskonar raftæki. Fyrir rúmum
tveimur árum hóf Rafland einnig
sölu á sjónvarpstækjum og mynd-
bandstækjum og býður nú við-
skiptavinum sínum einnig mót-
tökudiska fyrir gerfihnattasend-
ingar.
Ómar Torfason, sjúkraþjálfari að
störfum.
íbúa bæjarins og nærliggjandi
byggða hvað sem staðsetningu
hennar annars liði. ÞI
Jón E. Berg eigandi Raflands
sagði að aldrei hefði verið neinn
óhugur í sér að fara af stað með
reksturinn og kvaðst alla tíð hafa
haft trú á Sunnuhlíðinni. „Frá
því ég hóf rekstur hér hefur þró-
unin verið fram á veginn - að
vísu hæg en stöðug. Það tekur
áratuginn að vinna verslunarstað
eins og þennan almennilega upp
og nú er árangurinn að koma í
ljós,“ sagði Jón E. Berg. ÞI
Jón E. Berg í Raflandi:
Árangurinn koimnn í ljós
Hvað Sunnuhlíðina varðar
kvaðst Ómar telja að rekstur á
svæðinu hefði nú náð til fólks. Til
marks um það mætti meðal ann-
ars hafa að nú væri farið að
kvarta um skort á bílastæðum í
fyrsta skipti í sögu staðarins.
Hann benti á að staðsetning
verslunarmiðstöðvarinnar hefði
þurft að vera önnur og viðbótar-
möguleikar væru litlir vegna
skipulagslegra aðstæðna. Þó ætti
að vera unnt að nýta umhverfið
til austurs meira í þágu verslun-
armiðstöðvarinnar.
Ómar ræddi nokkuð um bygg-
ingu verslunarhúsnæðis á Akur-
eyri og sagði furðulegt að menn
leggðu í miklar framkvæmdir á
Jón E. Berg í verslun sinni.
NORÐLENDINGAR!
VELJUM ÍSLENSKT
SKÖPUM ATVINNU
VERKALÝÐSFÉLAGIO EINING