Dagur


Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 14

Dagur - 04.11.1992, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 4. nóvember 1992 i i Frú Sigurbjörg Bjarnadóttir og Einar Njálsson, bæjarstjóri, mætt í vöfflukaffið í Keldunni á Húsavík. Mynd: im Unglingadagurinn: ,Ánægð með jákvæðar undirtektir“ - segir Einar Gylfi Jónsson, Unglingaheimili ríkisins „Við vorum ánægðust með hvað jákvæðar undirtektir voru hjá öllum sem við ieituð- um tU. Við vöktum athygli ýmsra aðila á því að við ætluð- um að hafa þetta frumkvæði og buðum fólki að gera eitt- hvað í tilefni dagsins. Það tóku allir mjög vel í málið,“ sagði Einar Gylfi Jónsson, forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkis- ins, aðspurður hvernig til hefði tekist með unglingadaginn sl. fimmudag. „Það var gaman hvað ungling- arnir sjálfir voru virkir, bæði í fjölmiðlum og þeim dagskrám sem settar voru upp í einstökum bæjarfélögum. Okkur fannst umfjöllun fjölmiðla mjög jákvæð. Við vildum ekki fara út í öfgar: ekki mála glansmynd af aðstöðu unglinga og sópa öllum vandamálum undir teppi. Og hins vegar ekki mála skrattann svo á vegginn að óhug slægi að fólki. Að okkar mati er það æski- legt að hægt sé að tala um aðstöðu unglinga á blæbrigðarík- an hátt. Okkur fannst fjölmiðla- umfjöllunin á þeim nótum; það var dregið fram það jákvæða en um leið bent á ýmislegt sem betur mætti fara,“ sagði Einar Gylfi. Einar Gylfi sagði að sér hefði fundist mjög athyglisvert hve imargir sameinuðust um að standa að dagskránni í Grafar- vogi, en þar tóku sex aðilar hönd- um saman, auk þess sem ungling- arnir sjálfir voru virkir. Fullt hús var á tónleikunum í Hinu húsinu, en yfirskrift þeirra var - Vímu- laus vellíðan. Þar voru 1200 krakkar samankomnir. Einar Gylfi var í Þjóðarsálinni á Rás 2, ásamt Karenu, ungri stúlku, og honum fannst mjög jákvætt hljóð í þeim sem hringdu í þáttinn. Einnig fannst honum ánægjulegt að heyra hvernig félagsmálaráð- herra tók á móti nýkominni skýrslu um aðstæður barna og unglinga. Einar Gylfi sagði það alveg ijóst að unglingadagur yrði árleg- ur viðburður. Það yrði staðið fyr- ir unglingadegi á svipuðum tíma að ári og hugsanlegum samstarfs- aðilum yrði þá gert viðvart með lengri fyrirvara. IM Stelpurnar höfðu ýmislegt að tala um. Hvort þessar eru að tala um stráka eða eitthvað annað skal ósagt látið. Myndir: Robyn Rokkhljómsveitin sem kom fram í Síðuskóla, vakti mikla athygli og dró að sér fjölda áheyrenda. Félagsmiðstöðin í Síðuskóla á Akureyri var opin á unglingadaginn sl. fimmtudag og þar kom saman fjöldi unglinga og gerði sér glaðan dag. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig í tilefni af 80 ára afmæli mínu þann 27. október síðastliðinn með árnaðaróskum, blómum og góðum gjöfum. Guð blessi ykkur öll. KRISTJÁN BÖÐVARSSON, Pórunnarstræti 97, Akureyri. it Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eig- inmanns míns, GARÐARS H. JÓHANNESSONAR. Jóhanna Guðnadóttir. Kaupmáttur launa: Hefur aukist um 1,7% að meðaltali á einu ári - kaupmáttur afgreiðslufólks hefur vaxið mest en dregist saman hjá verkafólki hækkanir viku- og mánaðartekna hafa orðið hjá verkafólki eða aðeins 1,6% hjá körlum og 0,5% hjá konum. Kaupmáttur verka- fólks hefur því rýrnað á tímabil- inu, um 2,9% hjá verkakörlum og allt að 4% hjá verkakonum. ÞI Mamikynssaga AB - 5. bindi komið út Samkvæmt upplýsingum Kjara- rannsóknarnefndar hækkaði greitt tímakaup landverkafólks innan Alþýðusambands íslands að meðaltali um 6,4% frá öðr- um ársfjórðungi 1991 til sama ársfjórðungs 1992. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 4,6% á sama tímabili og jókst meðaltalskaupmáttur launa því um 1,7% frá lokum júnímánaðar 1991 til sama tíma á þessu ári. Ef þróun mánaðartekna er athuguð kemur í ljós að þær hækkuðu um 4,5% á tímabilinu og var minnkandi kaupmáttur mánaðartekna því aðeins um 0,2%. Þá styttist meðalvinnutími hjá landverkafólki innan Alþýðu- sambandsins um 0,4 klukku- stundir á viku og skýrir það af hverju mánaðartekjur hækkuðu minna en greitt tímakaup. Mesta hækkun tímakaups á framangreindu tímabili varð hjá afgreiðslufólki eða 10,7% hjá körlum og 9,8% hjá konum. Þá hækkaði tímakaup skrifstofu- kvenna um 9% en skrifstofukarla aðeins um 6%. Minnst hækkun tímakaups varð hjá verkakonum eða aðeins 1,2% en verkakarlar hækkuðu meira eða um 4,0%. Ef meðal viku- og mánaðar- tekjur eru athugaðar kemur í Ijós að mest hækkun hefur orðið hjá afgreiðslufólki - rúm 10% hjá bæði körlum og konum og hefur kaupmáttur tekna þeirra aukist um 5,2 til 5,4%. Launahækkun skrifstofufólks er nokkru minni eða rúm 7% hjá körlum og rúm 8% hjá konum og kaupmáttar- aukning 2,3 til 3,3%. Minnstar Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér 5. bindi Sögu mannkyns og eru þá komin út 14 bindi af 15 um heimssöguna frá upphafi til þessa dags. Eins og eigendum þessa mikla verks er kunnugt hafa bindin ekki komið út í réttri röð, en með útkomu 5. bindis er ritröðin orð- in samfelld 1.-14. bindi og tekur yfir tímabilið frá upphafi til 1965. 15. bindið 1965-1985 er í vinnslu og kemur út fyrri hluta næsta árs. Aukabindi, 16. bindi, um árin 1985-1992, er einnig í vinnslu og kemur væntanlega út hér síðari hluta næsta árs. Þetta nýja bindi ber heitið Hirðingjar og hámenning og fjallar um það tímabil heims- sögunnar sem við Evrópubúar nefnum hámiðaldir, þ.e. tímabil- ið frá 1000-1300. Þetta er tímabil Dsjengis Khans í Asíu og Aust- ur-Evrópu, uppgang lénsaðals- ins, húsagerðarlistar og myndlist- ar í Mið- og Vestur-Evrópu, útbreiðslu Múhameðstrúar í Vestur-Asíu og Afríku, tímabil krossferða o.s.frv. Ákaflega fjölbreytt myndefni er í bókinni eins og raunar í öll- um bindum ritraðarinnar. Höf- undur þessa bindis er Knut Helle, prófessor í miðaldasögu við háskólann í Björgvin. Þýð- endur eru þau Áslaug Ragnars og Jóhannes Halldórsson. Stærðin er hin sama og annarra binda rit- raðarinnar 272 bls. að meðtalinni nafnaskrá og skrá um bækur á ýmsum málum um sama efni. Prentsmiðjan Oddi hefur séð um frágang íslenska textans en bókin er prentuð og bundin í Belgíu. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.