Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 14. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Böm og unglingar Fyrr í þessum mánuði var efnt til sérstaks unglinga- dags um land allt og var hugmyndin sú að beina athygli almennings sér- staklega að málefnum ungu kynslóðarinnar þann daginn. Ætlunin er að slíkur dagur verði árlegur við- burður í framtíðinni. Börn og unglingar eru sú kynslóð sem kemur til með að „erfa landið" eins og það er stundum orðað við hátíð- leg tækifæri. Þrátt fyrir þá staðreynd eru málefni þessa hóps furðulega lítið rædd á opinberum vett- vangi. Allt of algengt er að daufheyrst sé við kröfum barna og unglinga um bætta aðstöðu til náms og tómstundastarfs og óskir þeirra eru oftast neðarlega á framkvæmdalista ríkis og sveitarfélaga. Á það hefur verið bent að skeytingar- leysi hins opinbera geti stafað af því að börn og unglingar hafa ekki kosn- ingarétt og geta því ekki tjáð sig við kjörborðið á kosningadegi. Það er eflaust rétt; hið opinbera gerði meira fyrir ungu kynslóðina ef hún hefði kosningarétt. Nauðsyn þess að ræða málefni barna og unglinga sérstaklega hefur eflaust aldrei verið brýnni en nú. Á fáum árum hefur stökk- breyting átt sér stað á nán- asta umhverfi þeirra, heim- ilinu. Heimavinnandi hús- mæður heyra nú að mestu sögunni til, því algengast er að báðir foreldrar vinni úti. Vinnan utan heimilisins tekur sífellt lengri tíma og því er minni tími aflögu til uppeldisstarfa. Uppeldið er að mestu látið í hendur hinna ýmsu stofnana. Fyrst er það dagheimilið, svo skólinn og skóladagheimil- ið. Neyslan og lífsgæða- kapphlaupið tekur sífellt meiri tíma frá börnunum. Mörg börn og unglingar verða jafnvel að kunna að bjarga sér á eigin spýtur hluta úr degi í fjarveru for- eldra og annarra upp- alenda. Aukinn skilningur á ósk- um og þörfum barna og unglinga kemur vafalaust að góðum notum við að búa þeim betri heim í framtíð- inni. Þess vegna er vissu- lega vel til fundið að tileinka þessum þjóðfélags- hópi sérstakan dag og beina athygli þjóðarinnar að málefnum hans, viðhorf- um og þörfum. Þó væri mun æskilegra að sem flestir hugleiddu og tækju tillit til viðhorfa barna og unglinga allan ársins hring. Sú aðferð er mun vænlegri til árang- urs. BB. »AKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um tilraun sem hófst í kassabíl sunnan undir fjósvegg í stríðslok og stendur enn SKömmu eftir lýðveldisstofnun eru tveir bræður í miklum önn- um fyrir sunnan fjósstafninn. Þetta er í sveitinni, i Svarfaðar- dalnum. Verkefnið sem beið úrlausnar var að smíða kassabíl og átti hann að vera þeim hæfileikum búinn að geta flutt a.m.k. einn farþega niður hæfilega brekku eins og til dæmis lambhús- brekkuna þarna rétt fyrir ofan okkur á hraða sem sæmandi væri bílasmiðum og farþega. Nú hafði verið efnt til bílsins hinum fjölbreytilegustu efnis- bútum og neglt saman og ekki allt samkvæmt vinkli. Fengist hafði hjálp við að búa til hjól sem voru hérumbil eins í laginu og hjól yfirleitt. Þau voru úr efni sem fylgt hafði bragganum sem nú var að nema land víða f sveitum að styrjöld lokinni. Þessi hjól voru undir bflnum. Til skrauts og skjóls fyrir ökumann var poki undan fóðurblöndu sniðinn til og búið til eins konar tjald á farartækið. Þetta farar- tæki hafði ekki stýrisbúnað né önnur öryggistæki sem sæmir þó svona farkosti. Nú stóð þessi stolta smíð á herhjólum sunnan undir fjósinu og smið- irnir líka og voru að búa sig undir reynsluakstur. Fyrst var þá að stauta með bílinn upp brekkuna svo að hægt væri að húrra honum fram af og sjá hvernig þessi hugvits- sama smíð hentaði til fólksflutn- inga niður brekkur og hvaða hraða mætti ná á setuliðshjól- unum. Það varð úr að sá kjarkmeiri færi reynsluferðina í brekkunni fyrir neðan lambhúsin en ég ætlaði að horfa á og meta stíl og tilþrif. Það reyndist fljótgert. Lamb- húsbrekkan reyndist ekki vel slétt en bíllinn náði þegar við- unandi hraða en hins vegar leið ekki á löngu áður en tiltakanleg- ur skortur á bremsum og stjórn- tækjum af ýmsu tagi fór að gera vart við sig. Hraðinn varð stjórn- laus og ökuferðin endaði með tilkomumikilli brotlendingu. ökumaður slapp furðu vel þótt lítil vörn væri í fóðurblöndupok- anum þegar á reyndi og öku- tækið að öðru leyti [ algjöru rusli. Þar sem bjartsýnin var enn óbuguð var nú sett á ráðstefna að undirbúa næstu lotu. Fyrst var að smala saman í brekk- unni þeim einingum sem sagt höfðu skilið við ferðina við fyrstu ósléttu en síðan reisa við það sem var að niðurlotum komið við brekkurætur og líktist í engu þeim draumsýnum sem við höfðu verið tengdar. Var bókstaflega komið á hausinn. Nú hófst endurskipulagning- in, hagræðingin og hlutafjár- söfnun í lengri nöglum og styrk- ari stoðum undir drauminn. Svo var byrjað upp á nýtt að smíða og allt eftir kúnstarinnar reglum. Nýr kassabíli reis nú upp við fjósvegginn og hafði á sér yfirbragð viðreisnar og ný- sköpunar. Hins vegar þótti til- raunaökumanninum ekki áhættulaust að gera aðra til- raun nema gerðar yrðu ráðstaf- anir sem gerðu honum mögu- iegt að draga úr hraðanum ef ökuferðin yrði gáleysislegri en hæfði honum og bílnum. Urðu nú smiðirnir mjög hugsi en gripu að lokum til þess ráðs sem lengi hefur verið vinsælt. Þeir boruðu á hann gat, botn- inn. Stubbur af gömlu orfi var nú tekinn til handargagns og honum stungið niður um bor- holuna og átti að vera í bremsu- skyni. Taumar voru líka settir á hjólabúnað framanverðan svo að sigla mætti fram hjá stærri þúfunum. Svo búinn virtist bíllinn nú fær í flestar lambhúsbrekkur og aðrar stærri ef þyrfti. Var nú í annað sinn lagt frá fjósveggnum og steðjað upp brekkuna með vonbjört áform. Fór nú sem fyrr að ökumaður klifraði um borð og mundaði stjórntækin, tauminn og orf- stubbinn og var stórum háleitari nú en fyrir nýsköpun. Nú var lagt af stað af hlaði lamhúsanna sem fyrr og gekk nú mun jafnar en fyrr og sann- aði bremsubúnaðurinn gagn- semi sína og stýristaumarnir. Er ekki að orðlengja það að nýsmiðin lagöi að fjósveggnum aftur á fjórum hjólum og fóður- blöndupokahús og ökumann allt á sínum stað. Var nú mikill fögnuður hjá bílasmiðum að dást að ökuhæfninni og styrk- leikanum. Það var ekki fyrr en þeim var býsna ákveðið bent upp í lamb- húsbrekkuna að sló á gleðina. Kom nú í Ijós að átökin við orfstubbinn niður úr gólfinu höfðu haft tilætluð áhrif á hrað- ann en niður brekkuna miðja var eins konar plógfar í túniö eftir þennan sama stubb. Þetta sár í jarðveginn var lengi að gróa og minnti óþægi- lega lengi á stöðvunartilraunirn- ar. Þessi sami kassabíli hefur síðan verið í förum upp og nið- ur iambhúsbrekkuna og enn eru menn í miklum önnum þessa dagana að finna rétt einu sinni hæfilegan hemlabúnað •sem væri með þeim göldrum að draga úr hraðanum án þess að skilja eftir sig sár í jarðveginn og hefur raunar verið viðfangs- efni hinna vísustu manna hér í tæpa háifa öld. Enn hefur ekki fundist brúkleg niðurstaða úr þeim tilraunum sem hófust sunnan undir fjósvegg forðum daga og eru niðurstöðurnar raunar enn hinar sömu þ.e. á víxl ofsahraði og brotlending eða hæg bremsuferð með gap- andi sár í kjölfarið. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.