Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 14. nóvember 1992 Popp Magnús Geir Guðmundsson Eins og þeim sem horfa á Stöð 2 og hlusta á Bylgjuna ætti að vera kunnugt er kynning- in á Landslaginu ’92, eða öllu heldur lögunum sem keppa til úrslita f Sjallanum 20. nóvember, í fullum gangi þessa dagana. Eru lögin eins og fram hefur komið Úr ýmsum áttum tíu talsins sem keppa til úrslita og mun því kynningin á þeim vera u.þ.b. hálfnuð nú þegar þetta birtist. Strax að henni lokinni mun svo koma út diskur með lögun- um, nánar tiltekið þriðjudaginn 17. nóvember. Verður spennandi að sjá hvernig til tekst í Sjallan- um, en þetta er í fjórða skiptið sem Landslagskeppnin er haldin. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur söngkonan írska, Sinead O’Connor, ekki átt sjö dagana sæla og það e.t.v. ekki að ástæðulausu eftir að hún Stjómin sigraði í fyrstu Landslagskeppninni 1989. Keppnin verður haldin f fjórða sinn 20. nóvember. Órafmögnuð útrás „Það er svo sem ekki margt sem ég get sagt um þessi lög nema hvað það helst að þau hjálpuðu mér að komast í gegnum mjög, mjög harða raun í lífi rnínu.” Þannig fórust einum mesta gítar- snillingi samtímans Eric Clapton orð um lögin á nýjustu plötu sinni Unplugged, í viðtali fyrir nokkru. Á hann þar við missi sonar síns sem lést í sviplegu slysi á síð- asta ári. í viðtalinu reifar hann annars frekar tilurð laganna fjórtán á plötunni og hvernig á einn eða annan hátt þau hafa komið til hans á ferlinum. Blústónlistin hefur að öðru ólöstuðu skipað veglegastan sess á ferli Claptons, enda er það svo aö lögin á hinni órafmögnuðu Unplugged eru flest af blúsætt eftir marga af helstu meisturum hans. Þar á meðal Walkin’ Blues og Malted Milk eftir Robert John- son og Hey, Hey eftir Big Bill Broonzy, sem auk laganna Before You Accuse Me, Rollin’ and Tumblin’ eftir Muddy Waters og Nobody Knows You When You’re Down And Out (sem hann heyrði fyrst sungið af Bessie Smith) hafa öll haft áhrif á mótun Claptons sem blúsmanns og Eric Clapton rís hátt sem aldrei fyrr á nýju plötunni sinni Unplugged. tónlistarmanns almennt. í bland við þau eru svo lög Claptons sjálfs, bæði gömul og ný, sem honum fannst tilhlýðilegt að hafa með. Það verður líka ekki annað sagt um þessa óraf- mögnuðu útrás, sem svo má kalla, en að hún hafi þjónað til- gangi sínum. Hefur platan nefni- lega skilað Clapton sem ferskum og endurnærðum á ný og virðist hann til alls líklegur í náinni framtíð. Á Unplugged skilið allt það hrós og þær mjög góðu við- tökur sem hún hefur fengið að mati Poppskrifara. Er hún tví- mælalaust ein albesta plata ársins. gerðist svo djörf að rífa mynd af páfanum í beinni útsendingu í bandarísku sjónvarpi. Var hún eins og kunnugt er púuð niður á tónleikum til heiðurs Bob Dylan í kjölfar þessa gernings og mátti yfirgefa sviðið með skömm. Skýring söngkonunnar á athæfi sínu mun vera sú að með því hafi hún verið að mótmæla trúar- ofstæki í heimalandi sínu og ofbeldi sem þrífist í skjóli þess, en eins og alkunnugt er, þá eru (rar að meginhluta kaþólskir. Hefur Sinead enn fremur skýrt frá því í viðtölum að hún hafi sjálf orðið fyrir slíku ofbeldi í æsku og að nú hafi hún ekki getað staðist mátið lengur. Mun hún nú jafnvel hafa í hyggju eftir allt sem gengið hefur á að undanförnu, að hætta söngferlinum og snúa sér þess í stað af fullum krafti að baráttunni gegn ofbeldi m.a. á konum og börnum. Það verður sannarlega mikið um að vera hér á Akureyri í næstu viku, því auk Landslags- ins í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld, sem getið er um Sinead O’Connor hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. einnig hér á síðunni, verður Bubbi Morthens með sína aðra tónleika á stuttum tíma í bænum á miðvikudagskvöldið, sem haldnir verða í íþróttahúsi KA. Upphaflega stóð þó reyndar til að tónleikarnir yrðu í Sjallanum líkt og hinir fyrri, en vegna um- stangsins kringum Landslags- keppnina voru þeir fluttir upp í KA-húsið. Á fyrri tónleikunum var Bubbi aðeins einn með kassagít- arinn, en nú mun kúbanska hljómsveitin Sierra Maestre, sem leikur undir hjá Bubba á nýju plötunni Von, vera með í för. Verður því væntanlega mikið um dýrðir og mikið fjör á tónleikun- um. Hefur Von, eins og við mátti búast, vakið mikla athygli fyrir sína suðrænu sveiflu og hafa lög eins og Þingmannagælur og Kossar án vara hljómað títt í útvarpi síðan platan kom út. Virð- ist því ekkert lát ætla að verða á velgengni Bubba nú, en hún hef- ur varað nær sleitulaust í tólf ár. Utgáfa á góðum gítarplötum þar sem margir af helstu gít- arleikurum samtímans eiga í hlut, hefur verið rík að undan- förnu og bættist þar enn í. Má t.d. nefna að nýkomnar eru út plötur með tveimur af helstu blúsgítar- leikurum hvíta kynstofnsins. Annars vegar með hinum alhvíta og ódrepandi Johnny Winter, sem kallast Hey, There’s Your Brother og hins vegar tónleika- plata tekin upp í útvarpi með hin- um látna Stevie Ray Vaughan, sem nefnist In The Beginning. Þá eru tveir aðrir góðir, hvor af sinni kynslóðinni, þeir Jeff Healey hinn blindi og Keith „Róllingur” Richards einnig með nýjar plötur á markaðinum. Nefnist plata Healeys og félaga hans Feel This, en plata Richards Main Offender. Síðast en ekki síst er það svo gamla blúshetjan, John Lee Hooker, sem kominn er með glænýja plötu undir nafninu Boom Boom. Gítargutlsunnend- ur þurfa því ekki að kvarta þessa dagana. „Hún og Jói“ í Verk- menntaskólanum Framhaldsskólarnir hér á Akur- eyri, Verkmenntaskólinn og Menntaskólinn, hafa verið mjög duglegir í seinni tíð að fá til bæjarins margar af betri hljóm- sveitum landsins sunnan að til dansleikja eða tónleikahalds. Hefur þetta framtak tónlistar- áhugafólks innan skólanna mælst vel fyrir og hafa nemendur flykkst á samkomurnar. Er í þessu sambandi skemmst að minnast tónleika Sykurmolanna í Verkmenntaskólanum fyrr á þessu ári, sem voru glimrandi vel heppnaðir. Á miðvikudaginn í síðustu viku var svo enn á ný boðið til tón- leikagleði í skóla verkmennta. í þetta sinn með hinni upprenn- andi „unglingasveit" Jet Black Joe og „Hún andar", þeirrj óborganlegu akureyrsku sveit, sem inniheldur þrjá af fyrrum meðlimum Lost sálugu, þá Krist- ján Pétur söngvara, Sigurjón gít- arleikara og Rögnvald bassa- leikara. Spiluðu þeir félagar og sungu sín sjö lög (gárungarnir segja að þeir kunni ekki fleiri) af geislandi gleði þannig að fjöl- margir gestir tónleikanna gátu ekki annað en hrifist af. Minntu þeir t.a.m. á „Að senn koma jólin" og það með miklum tilburð- um. Er væntanlega við miklu að búast frá hljómsveitinni í náinni framtíð. Það er ekki ofsögum sagt að beðið hafi verið eftir Jet Black Joe með nokkurri eftirvæntingu, því sveitinni ungu hefur verið mikið hampað síðan hún sló í gegn með laginu sínu Rain. Tónleikagestir, Poppskrifari þar með talinn, urðu líka ekki fyrir vonbrigðum, því strax vargreini- legt að ekki væru neinir aukvisar á ferð þótt ungir væru. Spiluðu þeir félagar lungann af lögunum á nýju plötunni sem nýkomin er út og hljómuðu þau bara býsna vel sum hver. Auk þess léku þeir svo einnig lög eftir áhrifavalda sína, Led Zeppelin, Bítlana o.fl. sem tókst ágætlega. Er ekki hægt annað'en að hrósa Páli Rósenkrans söngvara sérstak- lega, en þar er á ferðinni mjög efnilegur drengur með mikinn þroska ekki reyndari en hann er. Þó kannski ekki svo skrýtið í Ijósi þess að hann mun víst vera af miklu söngfólki kominn. En um leið og Páli og félögum er hrósað sem góðri hljómsveit sem slíkri, þá verður það á hinn bóginn líka að segjast að þeir gangi heldur langt í að líkja eftir fyrirmyndum sínum. Er þá sérstaklega átt við Led Zeppelin og bandarísku sveitina Tesla, en auk þess að leika lög eftir þessar hljómsveitir var margt í sviðsframkomunni sem rætur á að rekja beint til þeirra. Eru þetta að mati Popp- skrifara óþarfa stælingar, sem vonandi munu hverfa með tím- anum. En burtséð frá þeim þá voru tónleikarnir góðir og sýndu að Jet Black Joe getur átt góða framtíð fyrir sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.