Dagur - 14.11.1992, Síða 23

Dagur - 14.11.1992, Síða 23
Laugardagur 14. nóvember 1992 - DAGUR - 23 í UPPÁHALDI „Ætla að taka vel á móti kærustunni' -segir Finnur Birgir Jóhannsson Þeir sem fylgjast með handbolta kannast alJir við Finn Jóhannsson, hinn harðskeytta línu- mann Þórs. Finnur gekk til liðs við Þórsara fyrir þetta keppn- istímabil og hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á vellinum. Hann tekur jafnan vel á andstæðingunum og eru þeir ekki öfundsverðir að lenda í höndunum á honum. Finnur stundar nám á íþróttabraut í VMA og er auk þess í hljóm- sveitinni Frantic ásamt félaga sínum í Þórsliðinu Atla Rún- arsyni og fleiri góðum mönn- um. Finnur lét vel af veru sinni hjá Þór og hann hefði ekki undan neinu að kvarta Hvað gerírðu helst ífrístundum? „Ég slappa bara af og borða þegar ég á frí.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það eru pitzur. Ég er alveg frægur fyrir það.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég hugsa að það sé vatnið.“ Ertu hamlileypa til allra verka á heimilinu? „Það er spuming. Já, eigum við ekki bara að segja að ég sé nokkuð magnaður við hús- verkin.“ Spáirðu mikið i heilsusamlegt líferni? „Já ég geri það. Maður er alltaf Finnur Birgir Jóhannsson. í góðu formi og svo hugsa ég líka mikið um hvað ég set ofaní mig.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu í áskríft? „Satt best að segja þá kaupi ég ekki eitt einasta blað eða tíma- rit.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Sú bók sem er á náttborðinu hjá mér núna er Spænski lingo- fónninn." Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Nú er erfitt að velja. Ég er sjálfur í poppinu og á ákaflega erfitt með að gera upp á milli. Ég held ég verði bara að segja að allt sem viðkemur rokkinu sé í uppáhaldi." Uppáhaldsíþróttamaður? Það er körfuknattleiksmaðurinn Micael Jordan.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „Ég horfi mest á fréttir og síðan að sjálfsögðu íþróttaþættina." Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Satt best að segja þá hef ég ekki hugmynd um það. Ég er svo gersamlega gersneyddur áhuga á stjómmálum að það nær ekki nokkurri átt. Ég hef ekki einusinni kosið ennþá. Mér finnt þetta allt vera eins, sama hver stjómar.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrír utan heimabœinn? „Mosfellsbær er minn heima- bær og ef ég gæti ekki búið þar þá vildi ég helst búa í Reykja- vík. Það er engin spuming.“ Hvað mundirðu kaupa efþúfeng- ir 100 þúsund krónur upp úr þurru? „Ég held að ég mundi gera mér glaðan dag einhversstaðar." Hvernig mundirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Bara í rólegheitum í borginni." Að lokum, hvað cetlar þú að gera um helgina? „Að taka vel á móti kæmstunni og hafa það huggulegt með henni.“ HA Nýjar bækur Ó fyrir framan - nýtt sagnasafn eftir Þórarin Eldjárn Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út sagnasafnið Ó fyrir framan eftir Þórarin Eldjárn, einn okkar fjölhæf- ustu rithöfunda, en á liðnum árum hefur hann sent frá sér hátt á annan tug skáldverka, ljóð, skáldsögur og smásagnasöfn. Þessi nýja bók Þórarins hefur að geyma fjórtán sögur sem eiga það gjarnan sammerkt að þegar minnst er á gæfu, heppni eða hamingju er komið ó fyrir framan þar sem síst skyldi. Heppni hjónanna Aðalsteins og Eddu snýst til að mynda í óheppni á sömu stundu og þau álpast í epla- kassann forboðna í sjoppunni Para- dís. - Sá gæflyndi og spaki heimilis- hundur, Lilli, reynist ógæfan ein og umhverfist í trylltan klámhund af gefnu tilefni. - Og þó að Sigurlaug, sjónvarpskonan vinsæla, finni ham- ingjuna um stund í viðtalsþáttum sínum, uggir stúlkan ekki að sér fyrr en hún hefur ánetjast óhamingju trylltrar fíknar sem rekur hana í endalaus opinská og einlæg viðtöl. í kynningu Forlagsins segir: „Sjaldan hefur frásagnargleði og húmor Þórarins Eldjárns notið sín jafn vel og í þessu sagnasafni. Þó að sögurnar hafi á sér sakleysislegt yfir- bragð, þá er flest með þeim ólíkind- um að hætt er við að tvær grímur renni á lesendur, enda skýtur höf- undurinn sér óspart á bak við gráa glettu og hér er flest annað en sýnist. Sumir kunna að telja sig hafa milli handanna haldgóðar dæmisög- ur um hégóma og fláræði. En eins víst er að um misskilning sé að ræða, því þær eru sannast sagna hálar. Og hætt er við að um boð- skapinn og merkinguna muni menn endalaust þræta.“ Lifið framundan Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Lífið framundan eftir franska rithöfundinn Romain Gary. Lífið framundan er fyrir löngu talin til sígildra verka franskra bók- mennta og fyrir hana hlaut höfund- urinn frægustu og eftirsóttustu verð- laun sem veitt eru frönskum rithöf- undum - Goncourt-verðlaunin. Guðrún Finnbogadóttir þýddi sög- una. Sagan segir frá Mómó - hann er lítill og fallegur snáði, arabi og hóruungi - en fáir vita með vissu hversu gamall hann er. Hann elst upp í einu af fátækrahverfum París- ar hjá Rósu, uppgjafa vændiskonu af gyðingaættum sem á efri árum lif- ir af því að taka börn annarra vænd- iskvenna í fóstur - börn sem verða til þegar „atvinnumanneskja lendir í fæðingarslysi" eins og krakkarnir í | götunni orða það. Milli Mómós og Rósu kviknar órjúfanleg vinátta sem dafnar í hörðum heimi stór- borgarinnar. Á Svörtuhæð Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Á Svörtuhæð eftir enska rithöfundinn Bruce Chatwin. Sagan segir frá leiguliðanum Amos Jones sem dag einn kemur auga á prestsdótturina Maríu við messu, en frá þeim degi tekur líf þessa kotbónda stakkaskiptum. Sagan hefst um síðustu aldamót og eru rakin til okkar daga örlög tveggja ættliða á bænum Sýn á Svörtuhæð. í fyllingu tímans taka tvíburarnir Benjamín og Lewis við búinu. Þeir eru nauðalíkir, en stefna þó í ólíkar áttir, annar vill fara burt, hinn vill vera. Bruce Chatwin fæddist árið 1940. Hann nam fornleifafræði í háskóla og ferðaðist víða um heim við rann- sóknir sínar á hirðingjum. Um tíma starfaði hann bæði sem blaðamaður og listaverkasali. Chatwin lést árið 1989. Áður hafa komið út á íslensku eftir hann skáldsagan Utz. Árni Óskarsson þýddi bókina sem er 247 blaðsíður. TTTWI Bændur athugið! Eigum á lager heimilisrafstöðvar frá 1,4 kw til 17 kw til tengingar á dráttavélar. Einnig diesel og bensínvélar. Leitið nánari upplýsinga. Við Tryggvabraut • Akureyri ■ Sími 22700 JJÍN uió HRRFNRGII— í Vín um helgina Lifandi tónlist. Kaffihlaðborð sunnudag að hætti Blómaskálans. Vínarís og ísréttir alla daga. Gott úrval í gróðurhúsi. Gréta Berg teiknar um helgina. Opið mánud.-föstud. frá kl. 13-22. Opið laugard.-sunnud. frá kl, 13-19. Velkomin í Vín 31333 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET JAKOBSDÓTTIR, Víðilundi 12i, Akureyri, sem andaðist 6. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag van- gefinna. Gunnar Árnason, Svava Engilbertsdóttir, Guðmundur Árnason, Sigriður Kristjánsdóttir, Guðlaug Árnadóttir, Haukur Jónsson, Anna Arnadóttir, Jón Árni Eiísson, Jakob Árnason, Jóna Jónasdóttir, Edda Árnadóttir, Reidar Kolsoe, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNATANSSON, Byggðavegi 101 E, Akureyri, lést 12. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Aðalbjörg og Rósa Guðmundsdætur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, STURLU ÞORLEIFSSONAR, Sólvölium, Akureyri. Sigríður Björg Sturludóttir og systkini hins látna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.