Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 14. nóvember 1992 ■*-- Hátíðargestir drógu ekki af sér í dansinum með dyggri aðstoð hljómsveitar Örvars Kristjánssonar. Hér má meðal ■+■Hér stinga saman nefjum þeir Anton Angantýsson (t.v.) og Bjarki annars þekkja Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing, Þórarin Eldjám, rithöfund og Unni Ólafsdóttur, veðurfræð- Elíasson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík. ing. m Dregið í happdrætti kvöldsins. Frá vinstri Atli Geir Kristinsson, formaður Samtaka Svarfdælinga, Svanhildur Árnadóttir, bæjarfulltrúi á Dalvík, sem dró þann heppna úr pottinum og vinningshafinn, Gunnar Stefánsson, útvarpanuðnr. LAUGARDAG DG SUI\il\IUDAG Nettá allra hagur - Ódýr markaáur Opið mánudaga til föstudaga ie.00-18.30 Laugardaga kl. 10.00-16.00 Sunnudaga kl. 13.00-17.00 Svarfdælska áliflegra en það evrópskar - gölmenni á árshátíð Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík m Gerður Steinþorsdóttir og Gunnar Stefánsson taka lagið. Árshátíð Samtaka svarf- dælinga í Reykjavík laugar- daginn 7. nóvember sl. þótti afar vel heppnuð. Á annað hundrað veislugestir skráðu sig til leiks, sem nálgaðist að vera tvöfait fleiri en I fyrra. Fleiri bættust svo við um kvöldið, mest munaði þar auðvitað um Kirkjukór Dalvíkur, sem mætti í heilu lagi og tók lagið fyrir sveitunga sína. Dalvíking- ar voru annars í höfuðborginni til að endurgjalda heimsókn Dómkórsins til Dalvíkur. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, flutti minni Svarfaðardals og sagðist hafa verið fullvissaður um það í æsku að þessi dalur væri sá fegursti og besti á landi hér. Síð- an þá hefði ekkert annað komið til greina í sínum huga. Hann flutti í leiðinni minni Ráðhúss Reykjavíkur vegna þess uppá- tækis borgaryfirvalda og hafa þar risastórt líkan af íslandi, sér- staklega ætlað flóttamönnum af landsbyggðinni, sem gætu farið í Ráðhúsið og rifjað upp kynni af1 heimahögunum. Þórarinn vissi til þess að það vekti athygli starfs- manna Ráðhússins að oftast væri mest mannþröngin við Trölla- skagann, þar sem harðmælt og hvellmælt fólk rýndi niður í dal- skorur, sem einna helst líktist því að skaparinn hefði hent heykvísl flatri þar niður (armar kvíslarinn- ar Skíðadalur og Svarfaðardalur með Stólinn á milli). Veislustjórinn, Atli Rúnar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sagði að svo mikill væri völlurinn á Dalvíking- um í strandhöggi í öðrum lands- hlutum að fólk í neðanverðri Árnessýslu færi í vont skap þegar minnst væri á þennan norðlenska þjóðflokk. Dalvíkingar hefðu reynt að hafa á brott með sér hálfan þorskkvóta Þorlákshafn- ar. Áhlaupinu hefði verið hrund- ið með hjálp furstanna í Byggða- stofnun. Síðan hefðu verið sam- einuð sjávarútvegsfyrirtæki í Þorlákshöfn og Stokkseyri; náð hefði verið í forstjóra fyrirtækis á Dalvík til að stýra nýja fyrirtæk- inu og eitt fyrsta verkið hefði ver- ið að ákveða að flytja alla starf- semina til Stokkseyrar. Ofan á allt reyndu svo Dalvíkingar að fá rík- ið til að byggja fangelsi norður þar til að geta tekið fangelsisbiss- nessinn af Eyrbekkingum. Vel- sældin á Dalvík væri slík að þar munaði ekki sægreifa um að kaupa föt af ráðherrum og dans- tíma hjá ráðherrafrúm á tugi þús- unda króna. Og velmegunin birt- ist líka í því að á læknaráðstefnu á dögunum hefði verið rætt um offitu við utanverðan Eyjafjörð. Niðurstaðan væri því sú að lík- lega væri svarfdælska efnahags- svæðið eftir allt saman álitlegri kostur en það evrópska. a Kolbrún Arngrímsdóttir frá Ásbyrgi á Dalvík les fréttapistil að norðan. lögðu menn leið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.