Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 14.11.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Landssamband smábátaeigenda: Útfærsla fisk- veiðilögsögunnar - fyrirhuguðum niðurskurði til Landhelgisgæslu mótmælt Nýverið skoraði Landssam- band smábátaeigenda á Ríkis- stjórn íslands að nú þegar verði hafíst handa við að kanna til hlítar þann mögu- leika að færa út fískveiðilög- söguna og jafnframt er fyrir- huguðum niðurskurði til Land- helgisgæslunnar mótmælt. í greinargerð um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar stendur: „Eng- inn vafi er á að eigi að koma til frekari útfærslu fiskveiðilögsög- unnar er ekki seinna vænna að hefjast nú þegar handa. Raunar getur Hafréttarsamningur Sam- einuðu þjóðanna um réttindi strandríkja yfir landgrunninu allt út í 350 mílur, sem og annarra réttinda strandríkja yfir fram- lengingum á landgrunninu enn utar. Margar af þeim þjóðum, sem talist hafa til þeirra „siðmennt- aðri“ hafa hagað sér með þeim eindæmum á fiskislóðum sem ganga út úr efnahagslögsögu ann- arra ríkja að sterk rök hníga að því að strandríki sem eiga allt undir auðlindum hafsins verða að grípa til allra þeirra aðgerða sem þurfa þykja. Slíkar aðgerðir eru raunar studdar í Hafréttarsamn- ingnum.“ í framhaldi greinargerðarinnar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar mótmælir Landssamband smá- bátaeigenda fyrirhuguðum niður- skurði til Landhelgisgæslunnar og skorar á stjórnvöld að efla Landhelgisgæsluna með því að færa henni aukin verkefni á hin- um ýmsu sviðum sem liggja vel við starfsvettvangi hennar. Nefnt er eftirlit og viðhald með vitum og baujum, mengunarvarnir, fisk- veiðieftirlit og fleira. ój Tryggingastofnun ríkisins: Aðgerðir til að tor- velda misnotkun á almannatryggingabótmn Aö undanförnu hefur nefnd verið að störfum á vegum ríkis- stjórnarinnar til að athuga hvort stuðningskerfí fyrir ein- stæða foreldra væri markvisst misnotað. Nú er verið að senda öllum þeim, sem fá greidd frá Tryggingastofnun ríkisins mæðra- og feðralaun, bréf þar sem tilgreindar eru ráðstafanir til að stemma stigu við meintri misnotkun á almannatryggingabótum. í bréfinu er tilkynnt eftirfar- andi: 1. Tryggingastofnun veitir þeim sem fá greidd mæðra- og feðralaun vegna rangrar skrán- ingar sambúðar, frest til áramóta til að leiðrétta sambúðarskrán- inguna, án frekari eftirmála af hálfu stofnunarinnar. Eftir þann tíma mun Trygg- ingastofnun beita viðurlögum gagnvart þeim bótaþegum, sem uppvísir verða að vísvitandi rangri sambúðarskráningu til að öðlast rétt til bóta. Viðurlög fel- ast í því að viðkomandi verður krafinn um tvöfalda þá bóta- Vísitala fram- færslukostnaðar: Óbreytt síðustu þijá mánuði Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í nóvember- byrjun 1992. Vísitalan í nóvember reyndist vera 161,4 stig og var óbreytt frá október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 0,9%. Vísitalan undanfarna þrjá mánuði er óbreytt. greiðslu sem ranglega var fengin frá Tryggingastofnun. 2. Lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar tekur ekki til afgreiðslu umsóknir um mæðra- og feðra- laun, nema þeim fylgi formlegur meðlagsúrskurður, umsókn um meðlagsgreiðslu og vottorð um lögheimili beggja foreldra. Samkvæmt þessu er ekki unnt að láta nægja upplýsingu umsækjanda um mæðra- eða feðralaun, þess efnis að meðlags- greiðandi greiði beint til þess aðila sem heldur heimili með barni sínu. ój Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Mynd: Robyn Hótel Reynihlíð: Sumarið var með lélegra móti - minni umferð íslendinga á stærstan þátt í minni veitingasölu Arnþór Björnsson, hótelstjóri Hótels Reynihlíðar í Mývatns- sveit, segir að síðastliðið sumar hafí verið með lélegri sumrum hvað varðar tekjur af þjónustu við ferðamenn. Mikið minna hafí verið af íslensku ferðafólki en oft áður og það hafí komið fram í minni veitingasölu og tekjum af þjónustu. Hins veg- ar hafí gistisala verið svipuð og áður. Arnþór segir að veðrið í sumar og fleiri mikilvægir þættir hafi spilað inní að minna sást af íslensku ferðafólki en oft áður. Veðurguðirnir voru Mývetning- um ekki hagstæðir og þeir íslensku ferðamenn sem heim- sóttu svæðið dvöldu skemur en að jafnaði áður. Arnþór segir að einnig spili inní að tvær nýjar veitingasölur hafi verið opnaðar í Mývatnssveit í sumar og það kunni að draga úr hjá þeim sem fyrir voru. Aðspurður segir Arnþór ekki vandamál að selja erlendum ferðamönnum gistingu. Nú þegar sé búið að bóka mjög mikið fyrir næsta sumar og jafnvel komnir biðlistar. Ekki þurfi því að kvarta yfir gistinýtingunni yfir sumar- mánuðina. Nýtingin yfir vetrar- mánuðina er hins vegar minni en í þessar viku komu fyrstu hóp- arnir í skólabúðir en aðstaðan á Hótel Reynihlíð er nýtt undir þessa hópa. Ætlunin er að þessi starfsemi verði fram að áramót- um og senda skólar víðs vegar að af landinu hópa í skólabúðir í Mývatnssveit en hóparnir eru viku í senn. JÓH Akureyri: Tvö kratafélög lögð niður og eitt stofnao í staðinn Alþýðuflokksfélag Akureyrar og Kvenfélag Alþýðuflokksins verða lögð niður í núverandi mynd og eitt félag stofnað í staðinn. Þetta var niðurstaða fundar á Akureyri: vikunni. í þeirra stað verður stofnað eitt jafnaðarmannaféiag fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið, sem enn sem komið er hefur ekki feng- ið nafn. Á fundinum var kjörin bráða- birgðastjórn til að fylgja form- legri stofnun félagsins úr hlaði og eru í henni Unnur Björnsdóttir, Akureyri, Finnur Birgisson, Akureyri, Jónína Óskarsdóttir, Ólafsfirði, Margrét Jónsdóttir, Akureyri og Haukur Torfason, Akureyri. í varastjóm em Hannes Örn Blandon, Eyjafjarðarsveit og Svava Rögnvaldsdóttir, Akur- eyri. Þá voru þau Hreinn Pálsson, Akureyri, Áslaug Einarsdóttir, Akureyri og Finnur Birgisson kjörin í laganefnd, en þeirra hlutverk verður að ganga frá lögum félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið verði formlega stofnað eftir áramót. Stjórnmálaályktun aðalfundar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurl. eystra: Megináhersla lögð á samstöðu ríkisstjómar og aðila vinnumarkaðarms um bætta stöðu atvinnulífs Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra var hald- inn fyrir skömmu. Eftirfarandi stjómmálaályktun var samþykkt á fundinum. „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norður- landi eystra lýsir yfir eindregnum stuðningi við stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og fagnar því að tekist hefur að stöðva vöxt rekstrarútgjalda ríkissjóðs og stemma stigu við erlendri skulda- söfnun. Þetta er forsenda efna- hagslegs stöðugleika og leggur grunn að lækkun vaxta. Meðal mikilvægra áfanga sem náðst hafa í stjórn efnahagsmála er lægri verðbólga en hefur þekkst í áratugi og lækkandi viðskipta- halli. Breytt vinnubrögð ríkis- stjórnar í ríkisfjármálum hafa leitt í ljós að háu atvinnustigi, einkum í þjónustugreinum, hefur verið haldið uppi hér á landi með hallarekstri ríkissjóðs og erlend- um lántökum en sú þróun undan- farinna ára og áratuga hefur ver- ið landsbyggðinni mjög óhag- stæð. Aðhald í ríkisfjármálum hefur því dregið fram í dagsljósið mikilvægi framleiðslugreina og atvinnulífs landsbyggðarinnar. Á sama tíma og samdráttur hefur orðið í efnahagslífi helstu viðskiptalanda, hafa sviptingar í gengismálum skaðað íslenskar útflutnings- og samkeppnisgrein- ar. Mikill aflasamdráttur mun leiða til þess að sjávarútvegur og fiskvinnsla verða að öllu óbreyttu rekin með miklum halla. Aðal- fundur kjördæmisráðs leggur megináherslu á að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins leiti hið fyrsta eftir víðtækri samstöðu um að bæta stöðu atvinnulífsins. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra styður aðild íslendinga að hinu Evr- ópska efnahagssvæði og leggur áherslu á þá möguleika sem atvinnu-, mennta- og menningar- lífi landsmanna bjóðast. Jafn- framt bendir fundurinn á að brýnt er að bæta samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnugreina og efla rannsókna- og þróunarstarf innanlands. Fundurinn styður hugmyndir um sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Jafnframt samein- ingu ber að færa fleiri verkefni til sveitarfélaga og tryggja þeim tekjustofna til að mæta þeim. Aðalfundur kjördæmisráðs lýs- ir áhyggjum sínum af því ástandi sem nú ríkir í atvinnumálum þjóðarinnar. Mikilvægt er að landsmenn leggi ekki árar í bát á þessum erfiðleikatíma og leggi sitt af mörkum til nýrrar atvinnu- sköpunar. Fundurinn fagnar hug- myndum ríkisstjórnarinnar um fjárstuðning við markaðssetningu og þróun nýrra atvinnutækifæra. Hvetur fundurinn til sérstaks átaks í þróun íslensks iðnaðar og bendir jafnframt á nauðsyn þess að tryggja hagsmuni íslenskra iðnfyrirtækja gagnvart niður- greiddum iðnaðarvörum“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.