Dagur - 27.11.1992, Side 7
Föstudagur 27. nóvember 1992 - DAGUR - 7
Helga Berglind Jónsdóttir
16 ára, fædd á Akureyri
169 cm á hæð - 57 kg að þyngd
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri
Kristín Steindórsdóttir
17 ára, fædd á Akureyri
169 cm á hæð - 54 kg að þyngd
Starfar í tískuvöruversl. „Fínar
línur“ á Akureyri
Sólrún Smáradóttir
23ja ára, fædd á Akureyri
181 cm á hæð - 70 kg að þyngd
Gjaldkeri í Búnaðarbankanum
á Akureyri
Anna Karen Kristjánsdóttir
17 ára, fædd á Akureyri
172 cm á hæð - 58 kg að þyngd
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri
Ásdís María Franldín
14 ára, fædd í Svíþjóð
172 cm á hæð - 58 kg að þyngd
Nemandi í Gagnfræðaskóla
Akureyrar
Friðdóra Friðriksdóttir
18 ára, fædd á Dalvík
169 cm á hæð - 50 kg að þyngd
Nemandi í Menntaskólanum á
Akureyri
Hildur Rós Símonardóttir
19 ára, fædd í Reykjavík
170 cm á hæð - 55 kg að þyngd
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri
Dögg Stefánsdóttir
14 ára, fædd á Akureyri
172 cm á hæð - 53 kg að þyngd
Nemandi í Glerárskóla á Akur-
eyri
Elva Hrönn Eiríksdóttir
14 ára, fædd á Akureyri
175 cm á hæð - 58 kg að þyngd
Nemandi í Glerárskóla á Akur-
eyri
Anna Soffía Vatnsdal
17 ára, fædd á Akureyri
170 cm á hæð - 53 kg að þyngd
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri
Fyrirsætukeppni Módel-
myndar og SjaUans
- tólf stúlkur keppa til úrslita í kvöld
í kvöld verður mikið um dýrðir
í Sjallanum á Akureyri en þá
fer fram fyrirsætukeppni
Módelmyndar og Sjallans.
Tólf stúlkur keppa til úrslita en
þær hafa verið í ströngum
æfingum fyrir keppnina und-
anfarnar vikur. í næstu viku
munu síðan átta fyrirsætur af
karlkyni reyna með sér í sams
konar keppni.
Stúlkurnar tólf sem keppa til
úrslita eru á aldrinum 14-23ja ára
og búa flestar á Akureyri. Þær
eru: Helga Berglind Jónsdóttir,
Friðdóra Friðriksdóttir, Hildur
Símonardóttir, Ásdís María
Franklín, Dögg Stefánsdóttir,
Guðný Sif Jakobsdóttir, Kristín
Steindórsdóttir, Anna Soffía
Vatnsdal, Hólmdís Benedikts-
dóttir, Elva Hrönn Eiríksdóttir,
Anna Karen Kristjánsdóttir og
Sólrún Smáradóttir. Meðfylgj-
andi myndir af keppendum eru
teknar af Bonna.
Sjallinn verður opnaður kl.
21.00 og að fordrykk loknum
rekur hvert atriðið annað. Má
þar nefna tískusýningu frá versl-
uninni „Fínum línum“, dans-
atriði frá „Púls 180“ og atriðið
„Jungle Feever“, sem fyrirsæt-
urnar sjá um sjálfar. Að því búnu
munu þær koma fram í síðkjól-
um. Pá mun dansarinn Jasmine
skemmta gestum en'þegar hún
hefur lokið sér af styttist í að
úrslit fyrirsætukeppninnar verði
kunngerð.
Sjö manna dómnefnd hefur
það vandasama verk með hönd-
um að velja sigurvegara keppn-
innar í kvöld. Dómnefndina
skipa þau Pétur Steinn Guð-
mundsson, formaður; Guðrún
Ólafsdóttir, Sigurður Hjartarson,
Kolbeinn Gíslason, Björn Torfi
Hauksson, Guðfinna Sigurðar-
dóttir og Ingvi Guðmundsson.
Sú fyrirsæta, sem hlýtur 1.
sætið, fær að launum skartgrip
frá Módelsmíði Kristínar P.
Guðmundsdóttur, fatnað frá
tískuvöruversluninni Fínum
línum, undirföt og sokkabuxur
frá Davíð S. Jónssyni hf., snyrti-
vörur frá Th. Stefánssyni hf. og
Amaró og ljósmyndatöku hjá
Bonna.
Verðlaun fyrir 2. og 3. sætið
eru m.a. snyrtivörur frá Th.
Stefánssyni hf., undirföt og
sokkabuxur frá Davíð S. Jóns-
syni hf., fatnaður frá Fínum lín-
um og ljósmyndataka hjá Bonna.
Allir keppendur fá auk þess
snyrtivörur frá Th. Stefánssyni
hf. og Amaró og sokkabuxur frá
Davíð S. Jónssyni hf.
Kynnir kvöldsins er útvarps-
maðurinn Jón Axel Ólafsson en
að keppninni lokinni mun
Hljómsveit Björgvins Halldórs-
sonar leika fyrir dansi.
Guðný Sif Jakobsdóttir
16 ára, fædd á Akureyri
176 cm á hæð - 62 kg að þyngd
Nemandi í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri
Hólmdís Ragna Benediktsdóttir
19 ára, fædd á Akureyri
168 cm á hæð - 52 kg að þyngd
Síðasti dansleikur ársins
Hótel KEA í samvinnu við
Skotveiðifélag Eyjafjarðar heldur sitt árlega
Villibráðarkvöld
nk. laugardagskvöld og hefst með borðhaldi kl. 20
Húsið opnað kl. 18.30
Allar hugsanlegar tegundir villibráðar á glæsilegu hlaðborði
Veislustjóri: Sunna Borg
Dinnertónlist: Ingimar Eydal
Síðan sér hljómsveitin MANNAKORN
ásamt Pálma Gunnarssyni um að
fólk dansi fram eftir nóttu
Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00
Hótel
KEA
í ílH
y.mii
I
ISÍ lííil
HOTEL KEA