Dagur


Dagur - 27.11.1992, Qupperneq 8

Dagur - 27.11.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 27. nóvember 1992 „Síðuskóli - skóliim miim“ I dag lýkur svonefndri „opinni viku“ fyrir foreldra Síðuskóla á Akureyri, en þeim hefur gefíst kostur á að kynna sér skólastarfíð þar síðustu daga. Fyrir nokkru lýstu nemendur Síðuskóla hins vegar áhuga á að fá að kynna skólann sinn í Degi. Þegar þeir fengu jákvæðar undirtektir fylltust þeir eldmóði miklum og létu hendur standa fram úr ermum. Efnið sem birtist hér í opnunni er því framlag nemendanna sjálfra til kynningar á Síðu- skóla. Rétt er að taka fram að einungis reyndist unnt að birta lítið brot af öllu því mikla efni sem þeir unnu. Ritstj. „Skólinn minn“ Dagbókarbrot úr 5.bekk Skólinn minn heitir Síðuskóli. Hann er í Glerárhverfi á Akur- eyri. Þetta er yngsti og stærsti grunnskólinn á Akureyri með tæplega 600 nemendum og 40 kennurum. Skólahúsin eru 3 álmur, þar af ein með kjallara. í álmunum eru kennslustofur og ein kennarastofa. í kjallara miðálmunnar er smíðastofa, saumastofa, sjoppa, samkomu- salur og bókasafn. Vegna fjölda nemenda þurfti að byggja 2 skólastofur úti á skólalóðinni. Á skólalóðinni eru fótboltavellir, körfuboltavöllur, hjólabretta- pallur og stórt leiksvæði með leiktækjum. Þetta er venjulegur grunnskóli með 10 aldursflokk- um og í hverjum aldursflokki eru 3 bekkir með um það bil tuttugu og þremur nemendum. Ekki er búið að byggja íþrótta- hús við skólann heldur fara nemendur í leikfimi niður að Bjargi. Þar er íþróttahús sem skólinn hefur afnot af. Ég er í 6. bekk 1 og kennarinn minn heitir Sigrún. í bekknum eru 14 strákar og 9 stelpur. Ég er í skólanum frá kl. 8.00-12.35 og eru það samtals 6 kennslu- stundir á dag. Það eru frímínút- ur milli kennslustunda. Skólaár- ið er frá 1. september til 31. maí og fáum við bæði jóla- og páskafrí á tímabilinu. Svona gengur þetta fyrir sig í 10 ár meðan ég er í grunnskóla. Ég hlakka til að byrja í skólanum á haustin og hlakka líka til að fara í sumarfrí á vorin. Harpa 6.1. ☆ Skólinn minn heitir Síðuskóli. Yngstu krakkarnir eru í 1. bekk, elstu eru í 10. bekk. Tveir af fyrstu bekkjunum eru eftir hádegi og einn 1. bekkur fyrir hádegi. Það er líka svoleiðis hjá 2., 3. og 4. bekk. Allir 5. bekkir eru fyrir hádegi og eins er með 6., 7., 8., 9. og 10. bekk. Ég er í 4. bekk og kennarinn minn heitir Sigurbjörg Bjarnadóttir og er mjög góður kennari. Við erum líka í myndmennt, sundi, íþróttum, tónmennt, hand- mennt, smíðum og heimilis- fræði. Einu sinni á ári er furðufatadag- ur. Þá koma allir í furðufötum, líka kennararnir. En samt er bara venjulegur skóladagur. Við förum fram á gang og syngjum. Gangurinn er svo breiður. í dag, 20. nóvember, er furðufatadagur. Ég verð bý- fluga. Rassinn á búningnum er svo stór að hann lafir langt niður. 5. desember er föndurdagur. Þá er hægt að kaupa allskonar smádót, t.d. trjágreinar, efnis- búta og annað slíkt. Litlu jólin eru 18. desember. Þá er dansað í kringum jólatré. Það er pakka- rugl. Krakkar í 6. bekk eru fengnir til að leika jólasveina og afhenda pakkana sem við höf- um keypt. Við erum líka með jólapóstkassa sem við setjum bréf í og okkur eru afhent á litlu jólunum. Á hlaupári á ég alltaf afmæli á bolludeginum. Við megum koma með bollur í nesti. Á öskudegi syngjum við niðrí bæ. Eftir hádegi förum við á ösku- dagsball í skólanum og valinn er flottasti búningurinn. Um það bil 4 sinnum á ári er bekkjarkvöld. Bekkjarkvöld eru oftast um kvöld. Það má koma með nammi og gos og það er líka fullt af skemmtiatriðum; þrautum, spurningakeppni, söngvakeppni, grettukeppni og fleira. Svo er dansað hressilega að vild. Oft eru ljósin slökkt og þá er alveg dimmt því það er kvöld. Mig langar að lýsa 2 skemmtiatriðum. Eitt skemmti- atriðið er svona: Það eru valdir 2 strákar og 2 stelpur og tvö epli. Eplin hanga í bandi, strák- ur á móti stelpu og hitt parið eins. Svo á parið að fara í kapp við að éta eplið. Hitt er svona: Steipa liggur og strákur gerir armbeygjur yfir henni. Að lokum vil ég segja það að Síðuskóli er besti skóli í heimi. Ástríður 4.3. ☆ Síðuskóli er stærsti grunnskól- inn á Akureyri. Þar eru 1 .-10. bekkur. Það eru bara tveir skól- ar sem eru svoleiðis, Síðuskóli og Glerárskóli. Stofurnar eru stórar og krökkunum finnst gott að vera í þessum skóla þó að nokkrum sé strítt. Húsvörður- inn á að opna skólann klukkan hálf átta. Stundum þarf ég að bíða. Ræstingin er góð miðað við það hvað það eru margar stofur í skólanum. Kennararnir eru misskapgóðir. Ekki eru allir kennarar lærðir en flestir þó. Börnin eru ekki hrædd þegar þau gleyma að gera verkefni eða læra heima. Nú nýlega hef- ur skólaönnunum verið breytt í þrjár í staðinn fyrir tvær. Það er líka búið að breyta náms- matinu. Það er gefið fyrir það hvernig þú hagar þér í tíma, hvort þú ert búinn að gera heimaverkefnin og hvort þú fylgist með í tímum. Mér finnst skemmtilegt að vera í þessum skóla. Það eru margir skemmti- legir kennarar í skólanum en sumir eru ekki svo skemmtilegir því þeir láta mann vinna mikið heima. En það kemur fyrir að þeir gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Eins og það að fara út í fótbolta eða körfubolta. Þetta er mín skoðun á skólan- um. Erling Tom 9.1. Kæra dagbók. 21. sept. Nú ætla ég að segja þér hvað ég gerði í gær. Ég fór í Kjarnaskóg og hitti tvíbura, sem heita Fía og Stína. Við fór- um í stóru róluna, síðan keypt- um við okkur ís. 30. sept. í dag fór ég í heim- speki og það var bara ágætt. Við lásum ekkert heldur töluðum við bara um uppfinningu og uppgötvun. 5. okt. í morgun fórum við í smíðar og það var mjög gaman. Við vorum að smíða pennastatív. Svo fórum við að vinna við verkefnið hennar Rósu og það var mjög gaman. Hún kom með segulbandstæki. 7. okt. í heimspeki var gaman. Við vorum spurð margra spurn- inga og þar var gaman. Við lás- um 3. kafla en kláruðum hann ekki, heldur lásum 2 blaðsíður. Við töluðum líka saman um hvað væri satt og hvað ósatt og hún spurði okkur líka um margt. Síðan fórum við í stærð- fræði og það var líka gaman. Ég fór á blaðsíðu 43 í stærðfræði. 6. nóv. í dag fór ég í Rósuverk- efnið í fyrsta tíma. Svo fór ég í myndmennt og það var ofsa gaman. Við teiknuðum klessu- mynd. Síðan fórum við í stærð- fræði. En í gær þá var bekkjar- kvöld og það var skemmtilegt leikrit sem stelpur úr okkar bekk léku. Það hét Eitruðu sveppirnir. Svo voru mörg fleiri skemintiatriði. Síðan dönsuðum við og marseruðum. Hjördís Ýr 5.1. ☆ Kæra dagbók. 30. sept. í dag fór ég í heim- speki og það var gaman. í heim- spekitíma töluðum við um gremju og reiði. 7. okt. Sundbíllinn kom ekki svo að við þurftum að labba í sund, en samt vorum við ekki of sein, við vorum nefnilega sam- ferða Erlingi, ha, ha. 21. okt. í dag var ég í heimspeki og það fannst mér rosalega gaman. Mér fannst mest gaman þegar Jón Baldvin las söguna um hundana einu sinni rétt og einu sinni breytti hann sögunni og við áttum að segja hvað hann sagði vitlaust. Svo fannst mér líka gaman síðast í heimspeki þegar Jón Baldvin sagði setn- ingar og við áttum að snúa þeim við. Á eftir heimspeki fór ég í frímó. Og eftir frímó fór ég í stærðfræðipróf og ég held að ég hafi staðið mig alveg ágætlega. Og þar næst fór ég í sund. 6. nóv. í gærkvöldi var bekkjar- kvöld í skólanum og það var sko gaman. Fyrst voru skemmti- atriðin og fyrsta skemmtiatriðið var tískusýning hjá 5.3. Það var fyndið og það voru strákar og stelpur og strákarnir voru með hárkollu og í kjólum og ein stelpan var með bolta inni á sér fyrir brjóst og þetta var alveg frábært hjá þeim. Svo komu mörg önnur atriði eins og klemmuleikur sem Krissa var með. Það átti að fela 8 klemmur á stelpunum og strákarnir áttu að leita að klemmunum á stelp- unum... Síðan komu kökurnar og þá skeði nokkuð bæði fyndið og subbulegt. Það byrjaði þann- ig að Ásthildur (það er sko vin- kona mín) missti gosflöskuna sína í gólfið en sem betur fer var tappinn á, en þegar hún tók tappann af þá bara búmm! og hvisssss og gos út um allt. Þegar búið var að þurrka það sull gerðist dálítið annað. Þegar ég var að tala við Önnu Friðriku (það er sko vinkona mín) þá rak ég hendina í mína gosflösku og fappinn var EKKI! á og það lak bara smá en þegar ég rétti flösk- una við þá búmm! hviss... allt varð aftur rennandi blautt. Eftir kökurnar fórum við að marsera og það var sko fjör! Bless, bless dagbók! Eva Guðrún 5.1. „Það er leikur að læra.“ /.: y . s 7 ' ■% l■■ í '7 ' \ \ \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.