Dagur - 01.12.1992, Page 1

Dagur - 01.12.1992, Page 1
75. árgangur 229. tölublað, Akureyri, þriðjudagur 1. desember 1992 HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Hálendið: Jeppakarlar veður- tepptir á suimudag Lögreglu á Húsavík var ekki kunnugt um nein óhöpp eða teljandi vandræði á fólki eftir helgina, þrátt fyrir hvassviðri á sunnudag og fljúgandi hálku. Miklir fólksflutningar voru á vegum Björns Sigurðssonar, sérleyfishafa um helgina, vegna íþróttamóta og lúðra- sveitarmóts hjá börnum. Allt gekk vel, en seinfarnara var vegna hálkunnar. Premur hópum jeppamanna úr sýslunni, sem fóru á hálendið um helgina, seinkaði vegna veðurs- ins. Menn úr átta bílum héldu kyrru fyrir í Laugafelli á sunnu- dag vegna veðursins. Voru þeir að tínast til byggða í gærdag, Ökuraenn í vandræðum á vegum á sunnudag: ÁfaJlalaust þrátt fyrir flugháJku Lögreglan á Akureyri sendi á sunnudag út viðvörun vegna mikillar hálku á Svalbarðsströnd og Víkur- skarði. Mjög hvasst var í Eyjafirði um miðjan dag á sunnudag og áttu ökumenn í erflðleikum úti á vegum. Ekki er þó vitað um nein meiriháttar óhöpp. Gunnar Randversson, varð- stjóri hjá Akureyrarlögregl- unni, sagði að síðla sunnudags hafi verið tilkynnt um að járnplötur væru aö fjúka af húsi í Glerárhverfi og þar tókst að koma í veg fyrir tjón. í smábátahöfninni í Hofsbót fóru lausir hlutir af stað í aust- anrokinu en að öðru leyti var rólegt í bænum meðan versta veðrið gekk yfir. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftiriiti Vegagerðar ríkis- ins á Akureyri var ástand á vegum á austanverðu Norðurr landi orðið þokkalegt í gær. Töluverð hálka var þó enn á Víkurskarði og á Oxnadals- heiði en á láglendi hafði svell að miklu leyti tekið af vegum. JÓH hálfum til heilum sólarhring seinna en til stóð. Mývetningar lentu í basli og þurftu að skilja eftir bíl í Herðubreiðalindum. Ekkert ferðaveður var á hálend- inu á sunnudag, að sögn Ingvars Sveinbjörnsson hjá Bílaþjón- ustunni á Húsavík. Hann var með hóp fimm bíla sem fóru á Hveravelli, Ingólfsskála og Laugafell um helgina. Ingvar sagði að ekkert hefði amað að mönnum með nægan og góðan útbúnað. Hann sagði mjög lítinn snjó vera á hálendinu og að mikil hálka, glærasvell, væri á vegum í byggð. IM Mikil aðsókn hefur verið að sýningum Leikfélags Akureyrar á Línu langsokk. En það eiga ekki öll börn heiman- gengt, m.a. þau sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi. Til að bæta þeim það upp birtust löggurnar, Hængur og Klængur, í óvænta heimsókn á FSA sl. sunnudag. Andri Freyr Magnússon, 8 ára Akureyringur, hlustar af athygli á Hæng. Mynd: Robyn Kaupfélag Eyfirðinga fyrst samvinnufélaga með opið hlutaprútboð sem hefst í dag: Stefnt að greiðslu 15 prósenta arðs til eigenda hlutabréfanna - „erum að bjóða bréf í einu stærsta og sterkasta fyrirtæki landsins.“ „Að mínu mati eru þetta sterk bréf. Þarna erum við að bjóða út hlutafé í fyrirtæki sem er í hópi þeirra stærstu á landinu og í hópi þeirra sterkustu. Ef horft er á þá þætti þá eru ekki mörg sambærileg bréf í boði á landinu,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, en í dag hefst fyrsta hlutafjárútboð félagsins. í boði eru 50 milljón- ir króna að nafnverði á geng- inu 2,25 eða 112,5 milljónir að söluverði. (Jtboðið mun standa næstu þrjá mánuði en stefnt er að því að eigendum þessara bréfa verði greiddur 15% arður af þeim. Þá munu þessi bréf veita skattaafslátt og lúta öðrum þeim reglum sem gilda um hlutabréf. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Eyfirðinga er tilgang- ur með útboðinu þríþættur. f fyrsta lagi að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins, í öðru lagi að afla félaginu þannig áhættufjár til fjárfestinga í atvinnurekstri og í Kona á Akureyri kærir upp- sögn til Jafiiréttisráðs - verður tekið fyrir nk. föstudag Jafnréttisráði hefur borist kæra frá konu á Akureyri vegna þess að henni var sagt upp starfl og vísað til stjórn- skipulagsbreytinga á vinnu- stað. Konan telur að með upp- Tilboð í þrotabú Kjarabótar á Húsavík: Ámi og Hannes hæstir Ámi G. Gunnarsson og Hannes Höskuldsson, aðaleigendur Skipaafgreiðslu Húsavíkur hf., eru hæstbjóðendur í eignir þrotahús Kjarabótar hf. í gær sagðist Árni vera bjartsýnn á að gengið yrði endanlega frá kaupsamningi síðdegis í gær eða í dag. Árni og Hannes, ásamt fjöl- skyldum sínum, hyggjast kaupa verslunarhúsnæðið að Garðars- braut 62, ásamt áhöldum, tækj- um og lager og eru með verslun- arrekstur í huga. Matvörumarkaðnum Kjarabót hf. var lokað um síðustu mánaða- mót og fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota. IM sögninni hafí verið brotin 6. grein Jafnréttislaga. Birna Hreiðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, staðfesti að þessi kæra hafi borist og sagði að hún yrði tekin fyrir á fundi Kærunefndar Jafnréttisráðs nk. föstudag. Hún sagði að á þeim fundi yrði málið fyrst og fremst kynnt, en ekki væri að vænta niðurstöðu Kærunefndar að svo stöddu. Birna sagði að um 20 álíka mál hafi borist Kærunefnd Jafnréttis- ráðs það sem af er þessu ári. Eins og áður segir vísar konan til 6. greinar Jafnréttislaga, 3. og 4. lið. Þar kemur fram að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði og gildi það m.a. um stöðuhækk- un og stöðubreytingar og upp- sögn úr starfi. óþh þriðja lagi að byggja upp markað fyrir hlutabréf félagsins og gefa því þannig möguleika á að afla sér aukins fjármagns í formi hlutfjár í framtíðinni. Til að gera hlutabréfin að eftir- sóttum fjárfestingarkosti hefur stjórn félagins mótað hluthafa- stefnu og er stefnt að því að hlut- höfum verði greiddur 15% arður af bréfunum og að nýttar verði heimildir á hverjum tíma til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þá mun félagið sækja um skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi íslands til að stuðla þannig að virkum markaðsviðskiptum með hlutabréfin. Magnús Gauti sagði í gær að líklegt sé að eigendur bréfa úr þessu fyrsta útboði fái 15% arð af bréfunum vegna þess hve lítið útboðið er miðað við efnahag félagsins. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Fyrsta útboðið hefur enga afgerandi þýðingu fyrir fjárhags- lega stöðu félagsins heldur opnar fyrst og fremst farveg fyrir fjár- magn inn í fyrirtækið og býr til markað fyrir hlutabréf í KEA. í framtíðinni getum við leitað eftir áhættufé og styrkt okkar stöðu til jafns við hlutafélögin. Þetta er því mikilvægt skref til lengri tíma litið,“ sagði Magnús Gauti. Hann segir rennt blint í sjóinn varðandi sókn einstaklinga í þessi bréf. Könnun leiddi á hinn bóg- inn í ljós mikinn áhuga stærri fjárfesta á markaðnum. „En vissulega geri ég mér vonir um að einstaklingar kaupi þessi bréf í verulegum mæli, sérstaklega fólk hér á Eyjafjarðarsvæðinu sem þekkir best til okkar.“ Velta KEA var á síðasta ári um 8,8 milljarðar króna og nam | eigið fé í árslok 2,8 milljörðum króna. Hagnaður var þá 54 millj- ónir króna en áætlað er nú að hagnaðurinn verði í ár um 60 milljónir. Útboð KEA er hið fyrsta sem er opið eftir að samvinnufélögum varð heimilt að bjóða hlutabréf á markaði. Útboðið er í höndum Kaupþings hf. en auk þess munu Kaupþing Norðurlands hf., Verð- bréfamarkaður íslandsbanka og Verðbréfaviðskipti Samvinnu- bankans sjá um sölu bréfanna. JÓH Akureyri: Smáþjófnaðir færast í vöxt Gunnar Randversson, varð- stjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri, segir að smáþjófnaðir í bænum hafi færst nokkuð í vöxt að undanförnu. Fyrst og fremst eru það unglingar sem að verki eru. í fyrrakvöld var farið inn í hús í bænum og þaðan stolið vínfleyg og kartoni af amerísku tyggi- gúmmíi. Þetta innbrot var í gær óupplýst. „Það hefur borið á því að ungl- ingar hafi verið á ferðinni og stol- ið úr yfirhöfnum víða í bænum. Þetta hefur verið nokkuð algengt og þá á þeim stöðum þar sem fólk kemur saman, s.s. í íþróttahús- um og á opinberum stöðum. Rannsóknarlögreglunni hefur tekist að upplýsa mikið af þessum málum og oft er það þannig að sömu aðilarnir eru á ferð í mörg- um málum,“ sagði Gunnar Rand- versson. Hann sagði ástæðu til að benda fólki á að skilja aldrei við yfir- hafnir með verðmæti í eða verð- mæta muni þar sem fingralangir eigi þess kost að láta greipar sópa. JOH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.