Dagur - 01.12.1992, Side 8

Dagur - 01.12.1992, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 1. desember 1992 ÍÞRÓTTIR Þýska knattspyrnan Urslit: Wattenscheid-Leverkusen 1:3 Dresden-Schalke 1:0 Bremen-Saarbrúcken 2:0 Frankfurt-Uerdingen 1:0 Kauserslautern-HSV 2:2 Mönchengladbach-Stuttgart 1:1 Köln-Bochum 1:0 Dortmund-Núrnberg 4:2 Bayern Múnchen-Karlsruhe 3:3 Staðan: Bayern Múnchen 15 9-5-1 33:18 24 Frankfurt 15 7-7-1 27:16 21 Bremen 15 8-5-2 26:18 21 Karlsruhe 15 8-3-4 34:27 19 Leverkusen 15 6-6-3 30:16 18 Dortmund 15 8-2-5 28:2118 Stuttgart 15 6-5-4 22:21 17 Kaiserslautcrn 15 7-2-6 26:17 16 Dresden 15 5-5-5 19:21 15 Núrnberg 15 6-3-6 15:18 15 HSV 15 3-7-5 19:20 13 Saarbrúcken 15 4-5-6 21:25 13 Schalke 15 4-5-6 16:22 13 Köln 15 5-1-9 18:26 11 Wattenscheid 15 3-4-8 22:33 10 Mönchengladbach 15 2-6-7 19:31 10 Uerdingen 15 3-4-8 15:30 10 Bochum 15 1-5-9 16:27 7 Handbolti 1. deild Úrslit í 12. umferð: ÍBV-Haukar 25:26 KA-Valur 24:24 FH-ÍR 33:23 Stjarnan-Selfoss 21:21 Víkingur-HK 24:16 Fram-Þór frestað, verður 2. des. IR-IBV, 11. umferð frestað, verður 4. des. ÍBV-Valur færður frá 16. des. til 1. des. vegna leikja heimsliðsins Staðan: FH 12 8-2-2 318:283 18 Valur 12 6-5-1 273:247 17 Stjarnan 12 7-3-2 297:289 17 Selfoss 12 6-3-3 312:293 15 Víkingur 12 7-0-5 278:267 14 Haukar 12 6-1-5 313:293 13 ÍR 11 4-2-5 262:264 10 Þór 11 4-2-5 270:283 10 KA 12 4-2-6 266:279 10 HK 12 3-1-8 278:305 7 ÍBV 112-2-7 245:274 6 Fram 11 1-1-9 255:290 3 Körfuknattleikur úrvalsdeild Úrslit: Breiðabtik-Haukar 79:86 Grindavík-Valur 79:83 Snæfell-Skallagrímur 92:86 Staðan: A-riðill: ÍBK 11 11 0 1192: 961 22 Haukar 11 9 2 980: 882 18 Njarðvík 11 5 6 977: 996 10 Tindastóll 11 4 7 951:1049 8 UBK 11 1 10 923:1042 2 B-riðill Valur 12 8 4 990:976 16 Snæfell 11 6 5 972:978 12 Grindavík 12 5 7 995:991 10 Skallagrímur 114 7 959:985 8 KR 113 8 881:961 6 Körfuknattleikur 1. deild, kvenna Úrslit: KR-Tindastóll 55:41 Njarðvík-Tindastóll 32:64 Grindavík-ÍS 48:46 Staðan: Keflavík 7 7-0 588:386 14 KR 8 5-3 501:420 10 Grindavík 8 5-3 522:538 10 ÍR 7 4-3 441-380 8 Tindastóll 9 4-5 495:553 8 ÍS 7 2-5 321-354 4 Njarðvík 8 0-8 304:545 0 Ejjólfur skoraði mark - jafntefli í toppslagnum í Miinchen Christof Daum, þjálfari VFB Stuttgart, gaf Eyjólfi Sverris- syni aftur tækifæri á að leika með frá byrjun, þegar Stutt- gart sótti Borussia Mönchen- gladbach heim í 15. umferð Þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sl. laugardag. Eyjólfur þakkaði fyrir sig með því að skora eina mark Stutt- gart í leiknum, á 92. mín. Þá höfðu heimamenn þegar skor- að eitt mark og þar var Pflip- sen að verki, á 47. mín. Eyjólfur stóð sig mjög vel og í fyrri hálfleiknum skoraði hann stórglæsilegt mark með hörku- skoti efst í markhornið af 20 metra færi, sem dæmt var af, vegna þess að Gaudinio hafði brotið af sér þar sem boltinn var víðs fjarri. Leikurinn endaði því með jafntefli og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit. Stuttgart tapaði þarna dýrmætu stigi í baráttunni um að komast í Evrópukeppni félagsliða, en til þess að ná því takmarki þarf liðið að verða í einu af fimm efstu sæt- unum. Það er athyglisvert að Stuttgart hefur enn ekki unnið leik á útivelli í vetur og líkurnar á því að liðið nái að verja meistara- titilinn eru hverfandi. Eyjólfur stóð sig eins og áður sagði, ljóm- andi vel og vonandi heldur hann sæti sínu í liðinu áfram. Af sex síðustu mörkunum sem Suttgart hefur skoraði í deildinni, hefur Eyjólfur gert fjögur og lagt upp eitt og hann er nú næst marka- hæsti leikmaður liðsins. ■ Skemmtilegasti leikur umferðarinnar var toppslagur Bayern Munchen og Karlsruhe í Munchen. Leikurinn var einstak- lega vel leikinn, sérstaklega af hálfu Bayern, en leikmenn Karls- ruhe sýndu gífurlegan karakter og náðu að jafna leikinn eftir að hafa lent undir í tvígang, fyrst 2:0, og síðan 3:2. Fyrri hálf- leikurinn var sérstaklega skemmtilegur og þá fóru leik- menn Bayern, með Lothar Matt- háus, sem óðum er að komast í sitt gamla form, fremstan í flokki, á kostum. Fyrsta mark leiksins var einkar glæsilegt. Fal- leg sókn Bayern endaði með því að Matthaus gaf fallega sendingu fyrir markið og Brasilíumaðurinn Mazhino hamraði knöttinn við- stöðulaust í netið. Á 20. mín. skoraði Ziege annað mark Bayern. Hann átti gott skot fyrir utan vítateiginn, sem hafnaði í stönginni og fór þaðan í höfuð Kahn, markvarðar Karlruhe, og þaðan í netið. Rússinn Schmarow minnkaði muninn fyrir Karls- ruhe, með marki á 22. mín. og á 40. mín. hugðist einn leikmanna Karlsruhe gefa boltann fyrir markið, en skaut í Kreuzer, varn- armann Bayern, og af honum hrökk boltinn í netið. Um miðjan síðari hálfleikinn komst Bayern síðan aftur yfir. Mattháus lék glæsilega í gegnum vörn Kairls- ruhe og skoraði síðan með góðu skoti frá markteig. Á 84. mín. jafnaði síðan Schutterle leikinn með skoti af löngu færþ sem Aumann markvörður Baýern missti undir sig, og leikurinn end- aði því með jafntefli, 3:3. ■ Leikur Borussia Dortmund og Nurnberg, sem fram fór í Dortmund, var einnig mjög fjörugur. Eckstein náði foryst- unni fyrir gestina á 14. mín. og skömmu síðar var einn leikmanna Dortmund rekinn af velli. Leik- menn Dortmund gáfust þó ekki upp og strax í upphafi síðari hálf- leiks jafnaði Lusch leikinn. Kramny kom síðan Nurnberg aft- ur yfir á 63. mín. Á 74. mín. var brotið á Chapuisat, rétt utan víta- teigs, en öllum á óvart dæmdi dómarinn vítaspyrnu, sem Zork fyrirliði Dortmund skoraði af öryggi úr. Leikmenn Nurnberg virtust hafa sætt sig við jafntefli, þegar Reinhardt skoraði drauma- mark fyrir Dortmund af 20 metra færi efst í markhornið á 89. mín. og mínútu síðar skoraði síðan Chapuisat fjórða mark Dort- mund og þar við sat. ■ Frankfurt náði að minnka forskot Bayern Múnchen niður í tvö stig, með því að vinna Bayern Uerdingen á heimavelli 1:0. Schmitt skoraði eina mark leiks- ins á 17. mín. ■ Köln vann gífurlega mikilvæg- an sigur á Bochum, 1:0, í botn- baráttunni og eftir þessa umferð er liðið í fyrsta sinn í vetur ekki í fallsæti, þ.e.a.s. í einu af þremur neðstu sætunum. Greiner skoraði mark Kölnar á 26. mín. Staða Bochum á botninum er orðin mjög alvarleg. Liðið hefur aðeins hlotið sjö stig, þremur stigum minna en liðin í sætunum þar fyr- ir ofan. ■ Allt virtist stefna í öruggan sigur Kaiserslautern, þegar liðið fékk Hamborgara í heimsókn. Marin og Witeczek skoruðu tvö mörk fyrir heimamenn í fyrri hálfleik og síðan var einn leikmaður gestanna rekinn af leikvelli. En leikmenn Hamburg- er gáfust ekki upp og Spörl og Thomas von Hessen náðu að jafna metin. Undir lok leiksins áttu Hamborgarar síðan skot í stöng og þegar upp var staðið voru það leikmenn Kaiserslautern sem gátu þakkað fyrir annað stigið. ■ Á föstudagskvöldið fengu leikmenn Wattenscheid, Lever- kusen í heimsókn. Souleymann Sane frá Senegal skoraði eina mark heimamanna í leiknum^ en leikmönnum Leverkusen tókst 'að skora þrjú. Þar vorú þeir |Fischer, Hapal og Wöms: að verki. ■ Á sama tíma vann Dresden, Scahlke á heimavelli, 1:0. Maucksch skoraði mark Dresden á 37. mín. ■ í Bremen mættust Werder og Saarbrúcken. Með liði : Saar- brúcken leikur Stefan Becken- bauer, sonur Franz keisara.Beck- enbauer. Hann þykir nokkuð góður leikmaður, þó svo að hann nái ekki að feta í fótspor föður síns, sem var einn allra besti knattspyrnumaður Þýskalands fyrr og síðar. í leiknum gegn Werder var hann mjög áberandi. Fyrst braut hann á Rufer innan vítateigs sem leiddi til þess að Werder náði forystu með marki Rufer, sem tók vítaspymuna sjálfur, og síðan fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir að nöldra í dómaranum undir lok leiksins. Skömmu áður höfðu leikmenn Werder bætt öðru marki við og þar var að verki varamaðurinn Kohn. Eyjólfur Sverrisson þakkaði fyrir tækifærið hjá Stuttgart, lék vel og skoraði. Handknattleikslið íslands valið: Leikið við Dani, Portúgali og Hoilendinga í Danmörku Landsliðsnefnd HSI tilkynnti í gær það landslið sem leikur á 4ja liða móti í Danmörku dag- ana 4.-6. desember nk. Mót- herjarnir verða landslið Dan- merkur, Portúgals og Hollands. Af þeim ástæðum verður hlé á deildarkeppninni hér til fimmtudagsins 10. des- ember nk. en þá tekur Þór á móti Víkingi í íþróttahöllinni en KA leikur á Selfossi gegn heimamönnum. Landslið íslands verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson FH Guðmundur Hrafnkelsson Val Aðrir leikmenn: Gunnar Beinteinsson FH Sigurjón Bjarnason Selfossi Hálfdán Þórðarson FH Gústaf Bjarnason Selfossi Valdimar Grímsson Val, fyrirliði Sigurður Sveinsson FH Einar Gunnar Sigurðsson Selfossi Dagur Sigurðsson Val Guðjón Árnason FH Gunnar Gunnarsson Víkingi Sigurður Sveinsson Selfossi Magnús Sigurðsson Stjörnunni Liðið heldur til Danmerkur nk. fimmtudagsmorgun. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.