Dagur


Dagur - 02.12.1992, Qupperneq 1

Dagur - 02.12.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 2. desember 1992 230. tölublað Vel klæddur í fötum frá enrabudin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 ■ BOX 397 BERNHARDT Thc Tailor -I .ook , Bæjarstjórn Dalvíkur: Akveðið að lækka útsvar næsta árs um hálft prósent Bæjarstjórn Dalvíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að lækka útsvar fyrir næsta ár um hálft prósent, úr 7,5 prósenti í 7 prósent. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, segir að með þessari lækkun vilji Dal- víkurbær koma til móts við íbúa bæjarins á tímum þreng- inga og aukinna álaga á almenning af hálfu ríkisvalds- ins. Tillaga um þessa lækkun var borin upp í bæjarráði og náðist Húsavík: Vargfiigls- eyðingin greidd Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti aukafjárveitingu til Heilbrigðiseftirlits Norður- lands eystra á fundi sínum í gær. Fjárveitingin er kr. 209,633.- og ætluð til greiðslu á reikningi fyrir vargfuglseyð- ingu sem Meindýravarnir framkvæmdu í feb. - mars sl. Bæjarstjóri upplýsti að reikn- ingurinn væri fyrir eyðingu á 82 hröfnum og 162 mávum, eða samtals 244 fuglum á kr. 859,15 stk. Mun það nema rúmlega rjúpnaverði í ár. Reikningur þessi hefur velkst milli nefnda og ráða mánuðum saman, og saga hans hefur áður verið rakin í frétt í Degi. Önnur sveitarfélög í sýslunni höfðu greitt jafnháa upphæð vegna umræddrar vargfuglseyðingar en bæjarráð á Húsavík neitaði að greiða reikninginn, þar sem iitið var á að samkvæmt samningum ætti Heilbrigðiseftirlitið að standa straum af eyðingu vargfugls. Það var Sveinbjörn Lund (B) sem bar fram tillögu um auka- fjárveitinguna. Hann sagði ekki sanngjarnt að einstaklingurinn sem vann verkið fengi ekki greitt fyrir vinnu sína, þar sem um mis- skilning hefði greinilega verið að ræða milli manna um greiðslu- fyrirkomulag er um eyðinguna var beðið. Átta bæjarfulltrúar gerðu grein fyrir atkvæði sínu, en tveir sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, Jón Ásberg (A) og Hörður (G). IM Eyjaijörður: Tvær bflveltur Tvær bifreiðar fóru út af í gær, önnur við Akureyri en hin norðan Dalvíkur, og má rekja bæði óhöppin til hálku. Við bæinn Karlsá skammt norðan Dalvíkur valt bifreið á svellbunka. Hún var á leið til Ólafsfjarðar og er talin ónýt Þrennt var í bílnum og slapp óskaddað og telur lögreglan að þar hafi bílbelti sannað ágæti sitt. Bifreið valt út af við bæinn Steinkot í Kræklingahlíð um hádegisbilið í gær og er nokkuð skemmd. Ökumaður var einn í bílnum og slapp með skrekkinn. GG full samstaða um hana þar. Hún' var síðan staðfest á fundi bæjar-' stjórnar í gær. „Við teljum að sé full ástæða til að lækka útsvarsprósentuna. Ríkisvaldið hefur lagt miklar álögur á fólk og því álítum við það skyldu okkar að létta byrðina á okkar umbjóðendur. Við met- um stöðuna þannig að við getum það,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að miðað við óbreyttar rekstrarforsendur þýddi þessi ákvörðun skertar tekjur bæjar- sjóðs upp á um 6milljón króna. En hvað þýðir þetta fyrir Dal- víkurbæ á næsta ári? Kristján Þór segir að tvennt komi til greina, annaðhvort samdrátt í rekstri bæjarins eða draga saman seglin í framkvæmdum. „Ég á frekar von á því að við drögum saman í rekstrinum. Einnig kemur til greina að mæta þessu með lán- töku. Þetta kemur til endur- skoðunar að ári þegar liggur ljóst fyrir hvað kemur í staðinn fyrir aðstöðugjöldin,“ sagði Kristján Þór. Jón Gunnarsson, formaður bæjarráðs, sagði að staða bæjar- sjóðs væri góð og bæjarráð hafi metið það svo að full ástæða væri til að lækka álögur á bæjarbúa, jafnvel þótt Dalvíkurbær hafi verið langt undir landsmeðaltali með skatta af fasteignum íbúa og fyrirtækja. Undirbúningur fjárhagsáætl- unar Dalvíkurbæjar fyrir næsta ár er í fullum gangi og er stefnt að því að fyrri umræða verði síð- ar í þessum mánuði. óþh/GG Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, og Jakob Bjarnason, fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Hamla, undirrituöu kaupsamninginn í gærmorgun. Mynd: Robyn KEA kaupír Kafflbrennsluna og Eftiaverksmiðjuna Sjöfu í gærmorgun undirrituðu Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga og Jakob Bjarna- son, fyrir hönd eignarhaldsfé- lagsins Hamla, samning um kaup KEA á 49,9% hlut fyrr- um Sambandsins í Kaffi- brennslu Akureyrar og 50% hlut í Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki bankaráðs Lands- banka íslands, en að óbreyttu tckur Kaupfélag Eyfirðinga við rekstrinum um miðjan des- ember. Magnús Gauti Gautason vildi ekki gefa upp kaupverð hluta- bréfanna á þessu stigi. Um síðustu áramót var bók- fært verð á helmingshlut KEA í Efnaverksmiðjunni Sjöfn rúmar 172 milljónir króna, en bókfært verð á 49,9% hlut í Kaffibrennslu Akureyrar 88 milljónir króna. „Þessi kaup eru að okkar mati réttlætanleg út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Við álítum að þessi fjárfesting muni skila arði í fram- tíðinni. Þá viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram á Akureyri og vaxi og dafni hér,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði að á þessu stigi væru ekki uppi neinar áætlanir um verulegar breytingar á rekstri þessara fyrirtækja. Nú starfa um 10 manns hjá Kaffibrennslunni og um 60 manns hjá Sjöfn. óþh Þokkaleg loðnuveiði austan Kolbeinseyjar: Afskipanir á loðnumjöii í lágmarki vegna lágs verðs og lítfllar eftirspumar Allgóð loðna fannst austur af Koibeinsey sl. föstudag og á sunnudag var megnið af loðnu- flotanum kominn þangað af miðunum norðaustur af Langa- nesi. í fyrrinótt fékkst þar , nokkur afli en veiðin hefur geng- ið nokkuð rysjótt undanfarnar nætur vegna kaldaskíts eða brælu og enn er spáð brælu úti fyrir Norðurlandi. Á mánudag lönduðu tveir bátar í Krossa- nesi, Guðmundur Ólafur ÓF 600 tonnum og Súlan EA 500 tonnum og á þriðjudag kom Sigurður VE með 400 tonn. Helga II RE, Jón Finnsson GK, Guðmundur VE, Huginn VE, Gullberg VE, Víkurberg GK, ísleifur VE lönduðu í gær nokkrum slöttum, alls um 3000 tonnum, á Siglufirði, en á mánu- dag lönduðu þar Faxi RE og Svanur RE um 500 tonnum. Örn KE og Sjávarborg GK lönduðu um 600 tonnum á Raufarhöfn í gær og Albert GK landaði 150 tonnum á sunnudag, og var það fyrsta löndunin á Raufarhöfn í vikutíma. Á Þórshöfn lönduðu Björg Jónsdóttir ÞH 550 tonnum og Kap VE 130 tonnum á mánudag, en ekki er búist við frekari Uppinn hf. á Akureyri: Gjaldþrotabeiöni lögð fram Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lög- fræðingur Lífeyrissjóðsins Sameiningar, gerði í gær kröfu um gjaldþrotaskipti Uppans hf. á Akureyri, fyrrum rekstraraðila veitingastaðarins Uppans, skemmtistaðarins 1929 og Bíóbarsins. Gjald- þrotabeiðnina lagði hún fram fyrir hönd Lífeyrissjóðsins Sameiningar. Inga Þöll sagði að óskað hafi verið eftir gjaldþroti vegna van- goldinna lífeyrisiðgjalda starfs- manna Uppans hf. „Það lá einfaldlega fyrir árang- urslaust fjárnám af hálfu sýslu- mannsembættisins og á grund- velli þess gerðum við kröfu um gjaldþrotaskipti,“ sagði Inga Þöll. Eins og fram hefur komið inn- siglaði sýslumannsembættið á Akureyri Uppann, 1929 og Bíóbarinn í síðustu viku vegna vangoldins virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Innsiglið var rofið í ljósi þess að Lárus Zophoníasson hafði keypt allt innbú Uppans hf. Síðar var skráður nýr rekstrar- aðili Uppans og 1929, 1929 hf. Síðdegis í gær hafði gjald- þrotakrafan ekki verið tekin fyrir hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. óþh löndunum þar meðan loðnan heldur sig við Kolbeinsey nema veiði verði það mikil að bátarnir þurfi að leita lengra til með landanir. Verð á loðnumjöli hefur verið mjög lágt undanfarin misseri og hafa verið fremur litlar afskipanir á mjöli frá loðnuverksmiðjunum, þar sem reynt er í lengstu lög að fresta afskipunum í þeirri von að ástandið á heimsmarkaðinum fari batnandi, en eftirspurn hefur ver- ið fremur dræm að undanförnu. Um 1100 tonnum hefur verið afskipað frá Krossanesverksmiðj- unni, en nánast allt mjöl sem framleitt hefur verið á Siglufirði í haust er farið. Verð á loðnulýsi hefur farið heldur lækkandi að undanförnu, en það er selt í doll- urum og verð á loðnumjöli hefur einnig verið heldur fallandi en það er aðallega selt í pundum. Sérframleitt mjöl frá Síldar- verksmiðjunum á Seyðisfirði, alls um 600 tonn, hefur verið flutt frá Seyðisfirði til geymslu á Siglufirði en þar eru mjög stórar mjöl- skemmur. Þetta mjöl, sem sér- staklega er framleitt fyrir fiskeldi, fer síðan til Noregs. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.