Dagur - 02.12.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 02.12.1992, Blaðsíða 12
Starfsmannafélag Akureyrarbæjar: Kjarasamningum sagt upp í gærkvöld Trúnaðarmannaráð Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar fól stjórn félagsins fyrir skömmu að segja upp gildandi kjarasamningum með lög- boðnum fyrirvara. Á fundi stjórnar STAK í gær- kvöldi var svo ákveðið að verða1 við þessu og verður viðsemjend- um STAK, Akureyrarbæ og ríkisvaldinu, send tilkynning um það. Kjarasamningar renna út 1. mars nk. og þykir ljóst að flest eða öll stéttarfélög hyggjast hafa samninga lausa þegar kemur að því að setjast við samningaborðið að nýju. GG Stereóútsendingar Sjónvarpsins: Hvenær fá Norðlendingar að heyra hinn víða óm? - tæknileg vandkvæði við upphaf tilraunaútsendinga Sjónvarpið hefur hafið tilrauna- útsendingar í víðóma, sem er nýyrði yfir stereó. Eigendur sjónvarpstækja eða mynd- bandstækja sem eru með Nicam stereó geta fangað þessar stereóútsendingar og notið þess að heyra hinn víða óm sem fjölrása hljómflutningur færir þeim, en aðeins ef þeir eru búsettir á höfuðborgar- svæðinu eða Reykjanesi. Pær upplýsingar fengust hjá tæknideild Sjónvarpsins að vegna Hlutafjárútboð KEA: Bréfin fengu góðar viðtökur „Það hefur verið reytingssala og geysilega mikið spurt,“ sagði Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands um viðtökur hlutabréfa í Kaupfé- lagi Eyfirðinga en útboð á þeim hófst í gær. Jón Hallur sagði að eftirspurn hefði verið bæði á Norðurlandi sem á höfuðborgarsvæðinu. Þau viðbrögð sem komu við bréfun- um í gær voru fyrst og fremst frá almenningi, en Jón Hallur sagði að stærri fjárfestar sýni bréfunum einnig mikinn áhuga. „Ég hef því trú á því að við seljum þessi bréf innan þriggja mánaða,“ sagði Jón Hallur. JÓH tæknilegra vandkvæða væru stereóútsendingar seinna á ferð- inni en ráðgert hafði verið og sömuleiðis væru útsendingar ekki eins víðtækar og menn höfðu stefnt að. í framtíðinni eiga Norðlend- ingar og aðrir landsbyggðarmenn að fá að njóta stereóútsendinga en að sögn tæknimanns hjá Sjón- varpinu er ekki búið að tímasetja endurvarp frá öðrum aðalsend- um. Nú er stereóútsendingum endurvarpað frá Vatnsenda auk þess sem lítill sendir er á þaki sjónvarpshússins. „Það komu upp dálitlir erfið- leikar í sambandi við flutning út um landið. Örbylgjukerfið okkar er fullnýtt með eina myndrás og fimm hljóðrásir, en við höfum skoðað nýja tækni sem sendir stereómerkið inni í myndmerk- inu og með þeirri tækni ætlum við að flytja það á Vaðlaheiði, Gagn- heiði og aðra aðalsenda út um landið,“ sagði tæknimaður hjá Sjónvarpinu. Hann sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að hafa þenn- an háttinn á, að senda stereó- merkið í myndmerkinu og koma því þá strax á aðalsendana um landið, en af ýmsum tæknilegum ástæðum reyndist það ekki unnt. Að þessu er unnið núna. Síðan þarf að setja upp sérstaka senda á aðalsendunum sem tengjast ör- bylgjukerfinu, s.s. á Vaðlaheiði, áður en landsbyggðarmenn geta notið útsendinga í stereó. SS Jólaljósin tendruð á laugardag í gær var Randers-jólatrénu komið fyrir á Ráðhústorgi á Akureyri, en ljós á trénu verða tendruð nk. laugardag kl. 16. Við það tækifæri flytja ávörp Halldór Jónsson, bæjarstjóri, Hreinn Pálsson, formaður Norræna félagsins og Sigurður Jóhannesson, konsúll Dana. Þá mun Marianne Jensen, garð- yrkjustjóri í Randers, afhenda 23 fjölskyldum á Akureyri jólatré frá vinum í Randers. Flytjendur tónlistar verða Kór Akureyrarkirkju, Barnakór Akureyrarkirkju, Kór Verk- menntaskólans og Lúðrasveit Akureyrar. Þá má ekki gleyma því að jólasveinar koma í heim- sókn. óþh Ekkert verkfall hjá sjúkraliðum á FSA og Kristnesi: Flestir sjúkraJiðar á Norðurlandi í bæjarstarfsmaiuiafélögum - nokkrir í SFR og Sjúkraliðafélaginu Kjaradeila Sjúkraliðafélags íslands og viðsemjenda þeirra hefur verið hjá ríkissáttasemj- ara að undanförnu og stóð sáttafundur á mánudag fram undir þriðjudagsmorgun án árangurs. Sjúkraliðar hafa til- kynnt að þeir hyggist leggja niður störf um ótiltekinn tíma frá og með gærdeginum, 1. desember. Það hefur hins veg- ar engin áhrif á Akureyri þar sem sjúkraliðar hér eru flestir í STAK. Sjúkraliðar við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eru flestir í Starfsmannafélagi Akureyrar- bæjar og í könnun sem gerð var meðal þeirra við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva kom í ljós að allflestir þeirra töldu hag sínum betur borgið í STAK vegna þess að þá ættu þeir betri aðgang og gætu vænst betri þjónustu frá stéttarfélagi sem staðsett er í þeirra heimabyggð. Sjúkraliðar hjá Kristnesspítala eru flestir í Starfsmannafélagi ríkisstofnana eða Sjúkraliðafé- lagi íslands en á öllu landinu eru aðeins 15 sjúkraliðar í Sjúkra- liðafélaginu, en flestir aðrir í starfsmannafélagi viðkomandi bæjarfélags, eins og t.d. á Húsa- vík. Sjúkraliðum hefur verið boðið upp á þær kjarabætur sem fólust í svokallaðri þjóðarsátt, þ.e. 1,7% hækkun grunnlauna frá 1. maí og orlofsuppbót að upphæð kr. 8.000. Þessu hefur Sjúkraliðafé- lag íslands hafnað vegna þess að stjórn þess telur að það fái ekki haldið kjörum þeirra félaga sem eru í bæjarstarfsmannafélögum eins og t.d. STAK. Að sögn Jakobínu Bjömsdótt- ur, formanns STAK, er þetta á misskilningi byggt vegna þess að þeir sjúkraliðar sem eru í STAK eru alls ekki að ganga í Sjúkra- liðafélagið og því er alls ekki ver- ið að semja fyrir þá í þessari Sex norðlenskir lifeyrissjóðir sameinast í ársbyrjun 1993: Iifeyrissjóður Norðurlands stofnaður I gær var haldinn stofnfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands á Hótel Blönduósi en stofnaðilar VEÐRIÐ Búist er við stormi á norður- djúpi. Allhvasst eða hvasst verður á norðvesturmiðum en víða hægari til landsins er líða tekur á daginn, éljagangur. Norðaustan kaldi verður á Norðausturlandi og miðum fram eftir degi en síðan snýst í norðan stinningskalda og élja- gang er líða tekur á daginn. eru 6 norðlenskir lífeyrissjóðir Nokkrir lífeyrissjóðir á Norðurlandi vestra töldu sig ekki hafa hag af þátttöku og tóku því ekki þátt í stofnfund- inum. Þeir eru Lífeyrissjóðurinn Björg á Húsavík, Lífeyrissjóður- inn Sameining á Akureyri, Líf- eyrissjóður Iðju á Akureyri, Líf- eyrissjóður stéttarfélaganna í Skagafirði, Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga auk þess sem Verkalýðsfélag Austur- Húnavetninga gengur úr Lífeyr- issjóði Norðurlands vestra á Hvammstanga í þennan nýja og öfluga lífeyrissjóð. Valdimar Guðmannsson formaður Verka- lýðsfélags Austur-Húnavetninga segist búast við því að þróunin verði sú að lífeyrissjóðirnir í landinu haldi áfram að stækka og eflast og þá um leið að fækka. Því sé eðlilegast að þeir lífeyrissjóðir sem enn standi utan þessa nýja sjóðs gangi í hann til að vera bet- ur í stakk búnir til að sinna þörf- um sinna umbjóðenda auk þess sem lífeyrissjóðsfélagar hafi miklu sterkari baktryggingu eftir en áður. Lífeyrissjóður Norðurlands tekur formlega til starfa 1. janúar nk. og munu þeir sjóðir sem stóðu að stofnuninni innheimta iðgjöldin en árið verður not-. að til að skipuleggja starf nýja sjóðsins. Frá 1. janúar 1994 hætt- ir starfsemi eldri sjóðanna og 1. janúar 1995 á að'vera lokið öllu mati á eignum og gera upp öll innheimtumál og þá verða sjóð- irnir formlega lagðir niður. Stjórnarformaður verður Kári Arnór Kárason á Húsavík, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, en aðrir stjórnarmenn Björn Snæbjörnsson Ákureyri og Ólöf Hartmannsdóttir Sauðár- króki sem fulltrúar stéttarfélag- anna en fulltrúar vinnuveitenda verða Árni Guðmundsson á Sauðárkróki, Hólmsteinn Hólm- steinsson á Akureyri og Tryggvi Finnsson á Húsavík. GG vinnudeilu. Því er ekkert verkfall yfirvofandi hjá þeim sjúkraliðum sem starfa hjá FSA, sem og á öðrum norðlenskum sjúkrahús- um. GG 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.