Dagur - 02.12.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 2. desember 1992
Fréttir
Tryggingastofnun ríkisins:
30% tekjutryggingarauld greiddur í desember
Lífeyrisþegar með tekjutrygg-
ingu fá 30% tekjutryggingar-
auka 3. desember nk., þegar
bætur abnannatrygginga vegna
desembermánaðar verða
greiddar út. Þessi uppbót er í
samræmi við kjarasamninga á
vinnumarkaði um greiðslu des-
emberuppbótar.
Samkvæmt upplýsingum Trygg-
ingastofnunar ríkisins fá þeir
fulla uppbót sem hafa óskerta
tekjutryggingu, heimilisuppbót
og sérstaka heimilisuppbót. Full
uppbót hjá ellilífeyrisþegum er
kr. 10.709 og hjá öryrkjum kr
10.900. Þeir sem ekki njóta tekju-
tryggingar fá ekki uppbót.
A meðfylgjandi lista frá Trygg-
ingastofnun koma fram upphæðir
ff
helstu bótaflokka almannatrygg- Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 30.316 eða fl. 21.991 daggreiðslur
inga þann 1. desember 1992: Heimilisuppbót 10.024 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða 15.448 Fullir fæðingardagpeningar 1.052
Sérstök heimilisuppbót 6.895 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.583 Siúkradagpeningar einstaklings 526
Barnalífeyrir v/1 bams 7.551 Fullur ekkjulífeyrir 12.329 Siúkradagpeningar fvrir hvert
mánaðargreiðslur Meðlag v/1 barns 7.551 Dánarbætur í 8 ár v/slysa 15.448 bam á framf. 142
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.329 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.732 Fæðingarstyrkur 25.090 Slvsadagpeningar einstaklings 665
14 hjónalífeyrir 11.096 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama 12.398 Vasapeningar vistmanna 10.170 Slysadagpeningar fyrir hvert
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 29.489 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna iVasapeningar v/sj úkratrygginga 10.170 barn á framf. 142
Blómlegt starf Ferðamálafélags Eyjagarðar:
Aðalfundur félagsins á morgun
Aðalfundur Ferðamálafélags
Eyjafjarðar fer fram tímmtu-
daginn 3. desember næstkom-
andi. Fundurinn hefst á Fiðlar-
Hhithafafundur
Hluthafafundur í Eignarhaldsfélagi
Verslunarbankans hf. verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík,
fímmtudaginn 10. desember nk.
og hefst hann kl. 16.00.
Á fundinum verður samrunasamningur
félagsins við íslandsbanka hf. kynntur og bor-
inn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl
sl. var stjórn félagsins heimilað að undirbúa
samruna þess við Islandsbanka hf.
Dagskrá
1. Tillaga stjórnar félagsins um
samruna við íslandsbanka hf.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka hf., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík,
dagana 7., 8. og 9. desember nk., svo og á
fundardegi.
Samrunasamningur við íslandsbanka hf.
ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir
fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis áp
sama stað frá 3. desember nk.
Reykjavík, 30. nóvember 1992
Stjórn Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans hf.
V
J
anum við Skipagötu á Akur-
eyri kl. 20.00.
í fundarboði segir að fundinn
eigi að halda ekki síðar en í
nóvember, en þegar finna átti
dagsetningu í lok mánaðarins
kom í ljós að á þeim tíma voru
ferðaþjónustuaðilar á Akureyri í
miklum önnum og fundinum var
ekki við komið. Beðið er velvirð-
ingar á þessu en jafnframt skorað
á alla félagsmenn að mæta á aðal-
fundinn.
Nýverið kom út fréttabréf
Ferðamálafélags Eyjafjarðar 2.
tölublað 1. árgangs. Þar kemur
fram að félagar eru um þessar
mundir tæplega 70. Stjórnarfund-
ir hafa verið sex og hafa vara-
menn ávallt verið boðaðir auk
aðalmanna. Góð mæting hefur
yfirleitt verið á þessum fundum.
í sumar var leitað eftir við
Ferðamálafélag Eyjafjarðar að
félagar þess aðstoðuðu við skoð-
anakönnun á ferðaháttum íslend-
inga um eigið land. Ferðamála-
félagið tók að sér að gera þessa
könnun hér á Eyjafjarðarsvæð-
inu sem stóð 'alls í 8 daga.
Einnig áttu sér stað í sumar
ítarlegar umræður í stjórninni
hvernig félagið gæti beitt sér fyrir
námskeiðahaldi í ýmsum þáttum
ferðaþjónustunnar á svæðinu.
Áttu sér m.a. stað viðræður við
Verkmenntaskólann á Akureyri
og Ferðamálaskóla íslands í
Kópavogi þess efnis hvort grund-
völlur væri fyrir stofnun sérstakr-
ar deildar frá Ferðamálaskólan-
um í Verkmenntaskólanum.
Ekki reyndist fjárhagslegur
grundvöllur fyrir þessu þannig að
ákveðið var að fresta málinu um
sinn.
í stað þess samþykkti stjórnin
að beita sér fyrir námskeiði í
svæðaleiðsögn fyrir Norðurland
eystra. Sótt var um leyfi hjá
Ferðamálaskóla íslands og í
framhaldi af því var námskeiðið
auglýst. Um 20 manns sóttu um
þátttöku og stóðust 16 inntöku-
próf en það byggðist fyrst og
fremst á málakunnáttu. Nám-
skeið þetta er alls 192 stundir og;
er haldið öll miðvikudagskvöld
og á laugardögum í húsakynnum
Menntaskólans á Akureyri.
Stefnt er að útskrift í mars/apríl.
Yfirumsjón með námskeiðinu
hefur Erla Sigurðardóttir B.Sc. í
ferðamálafræðum frá Bandaríkj-
unum.
í sumar sótti Ferðamálafélagið
um styrk til Byggðastofnunnar til
að láta vinna að stefnumótun í
ferðamálum á félagssvæðinu og
til að standa fyrir námskeiðum
fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.
Byggðastofnun veitti styrkinn
og tók Ferðaþjónusta Akureyrar
að sér að vinna að undirbúningi
þessa verkefnis, sem felst m.a. í
röð vinnufunda með einstökum
þjónustuaðilum og í framhaldi af
því tillögugerð um hvernig bæta
megi þjónustuna og auka fram-
boð á afþreyingu á félagssvæð-
inu. Á fyrri hluta næsta árs er síð-
an ætlunin að taka ákvörðun um
framhaldið.
Stjórn Ferðamálafélags Eyja-
fjarðar skipa nú: Jón Gauti Jóns-
son formaður, Stefán Kristjáns-
son gjaldkeri, Hreiðar Hreiðars-
son ritari, Júlíus Snorrason og
Sigurður Aðalsteinsson með-
stjórnendur. Varamenn í stjórn
eru Jónas Vigfússon, Kolbeinn
Sigurbjörnsson og Ragnheiður
Kristjánsdóttir. ój
^ Hrossaútflutningur:
Utflytjendur greiði
fyrir skoðun
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um skoðunargjald
útfluttra hrossa. Með sam-
þykki frumvarpsins verður lög-
fest að útflytjendur hrossa
þurfa að greiða fyrir skoðun
Fiskmiðlun Norðurlands á Daivfk - Fiskverð ð markaðf vlkuna 22.il-28.tl 1992
Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verömætl
Grálúöa 74 64 66,23 179 11.856
Hlýri 50 50 50,00 49 2.450
Karfi 36 20 25,52 84 2.144
Keila 47 47 47,00 169 7.943
Koli 60 60 60,00 56 3.360
Lúöa 300 220 285,26 38 10.840
Skötubörö 5 5 5,00 43 215
Steinbítur 60 55 55,77 737 41,100
Ufsi 26 23 23,13 184 4.256
Þorskur smár 57 57 57,00 196 11.172
Þorskur 77 75 76,12 2.883 219.449
Ýsa 97 30 84,19 376 31.655
Samtals 69,37 4.994 346.440
Dagur blrtir vlkulega tóflu yflr fiskverB hjá Flskmlðlun Norðurlands á Dalvík og grelnlr þar frí
verölnu eem ttkkst f vlkunnl á undan. Þetta er gert I ||6sl þess að Wutverk flskmarkaða I verð-
myndun Islenskra sjévarafurða hefur vaxlð hröðum skrefum og þvf sjélfsagt að gera lesendum
blaðslns klelft að fytgfast með þröun markaðsverðs á flskl hér é Norðuriandl.
hrossanna og eftirlit með
útflutningi.
Um nokkurt skeið hafa þær
vinnureglur verið að útflytjendur
greiði þennan kostnað, þrátt fyrir
að lögum samkvæmt beri ríkis-
stjóði að standa undir honum.
Með frumvarpinu er lögum því
breytt til samræmis við þá fram-
kvæmd sem skapast hefur í þess-
um útflutningi. JÓH
Laugardaginn 31. október sl., um
kl. 16.30, varð árekstur bifreið-
anna LB-354, sem er Subaru
fólksbifreið, og LA-256, sem er
Mitsubishi Galant, á Þingvalla-
stræti á Akureyri, skammt frá
Sundlaug Akureyrar. Eigendum
bifreiðanna ber ekki saman um
þetta óhapp og umboð Sjóvá-
Almennra á Akureyri óskar því
eftir að heyra í vitnum að óhapp-
inu, hafi á annað borð einhver
orðið vitni að því.
e*
6ttv'ssa
Pantanir teknar
í öllum
matvöru-
verslunum KEA
og f Brauðgerð
KEA
K EA
1
i
BRAUÐGERÐ