Dagur - 02.12.1992, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 2. desember 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Komið að EES
Nú líður að því að Alþingi taki ákvörðun um samning-
inn um Evrópska efnahagssvæðið. Ríkisstjórnarflokk-
arnir leggja mikla áherslu á að samningurinn verði
samþykktur umyrðalaust og hafa alfarið hafnað að
leggja hann í dóm þjóðarinnar til samþykkis eða synj-
unar. Ráðherrar og einstakir stjórnarþingmenn hafa
borið því við að ekki séu fordæmi fyrir að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um einstök mál er fyrir Alþingi eru
lögð. Slíkt sé í raun brot á hefðum um stjórn íslenska
ríkisins.
Margt mælir á hinn bóginn með því að þjóðin sem
heild fengi tækifæri til að taka ákvörðun um þennan
samning. Með honum er ísland að ganga til nánara
samstarfs við erlendar þjóðir en áður hefur orðið frá
því sambandsslitin við Danmörku voru samþykkt.
Með samningnum er verið að festa í íslensk lög mörg
atriði samræmdra reglugerða Evrópubandalagsins.
Einnig er verið að veita erlendum dómstól vald til að
fella endanlega dóma í tilteknum málaflokkum er
varða samskipti okkar við aðildarríki hins fyrirhugaða
efnahagssvæðis. Lögspekinga greinir á um hvort öll
ákvæði samningsins standist stjórnarskrá lýðveldisins
- sérstaklega II. grein hennar þar sem kveðið er á um
að Alþingi og forseti íslands fari með löggjafarvaldið,
forseti og önnur stjórnvöld fari með framkvæmdavald-
ið og dómendur fari með dómsvaldið.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar, með utanríkisráðherra
í broddi fylkingar, hafa látið í veðri vaka að EES-samn-
ingurinn muni skipta sköpum fyrir atvinnu- og efna-
hagslíf í landinu í framtíðinni. Á málflutningi þeirra
hefur mátt skilja að í honum finnist nánast eina von
þjóðarinnar um bættan efnahag. Staðreyndin er hins-
vegar sú að samningurinn einn og sér felur enga alls-
herjar lausn í sér fyrir íslenskt efnahagslíf og spurn-
ingar vakna um hvort atvinnulífið sé nægilega vel búið
undir þá samkeppni er af honum leiðir.
Islendingum er mikill vandi á höndum hvað samn-
inginn um Evrópska efnahagssvæðið varðar. Þeir geta
ekki lokað sig af í viðskiptalegu tilliti - hvorki frá Evr-
ópu eða öðrum hlutum heims. Þeim er nauðsynlegt að
koma afurðum sínum - einkum sjávarafurðum á mark-
aði meginlandsins. Öðlist Norðmenn tollfríðindi fyrir
sjávarafurðir á Evrópumörkuðum en íslendingar ekki
getur það haft erfiðleika og alvarlegar afleiðingar í för
með sér. Spurningin er því um hvað menn vilja láta af
hendi. Á hvern hátt menn meta kosti og galla þessa
samstarfs.
ísland hefur mikla sérstöðu hvað önnur ríki Evrópu
varðar. Sú sérstaða felst einkum í smæð þjóðarinnar
og afar einhæfri framleiðslu hennar. Við höfum fátt að
selja úr landi annað en sjávarafurðir og á næstu árum
er ljóst að lítil breyting verður á þeirri staðreynd. Af
þeim sökum hefði ísland þurft að ná fram mun fleiri
sérákvæðum í samningi við Evrópska efnahagssvæð-
ið. Nú er einnig ljóst að flest eða öll ríki EFTA utan ísland
munu sækja um aðild að Evrópubandalaginu, haldist
það á annað borð saman til lengdar. Verði framtíðar-
þróun Evrópu með þeim hætti verða íslendingar að
undirbúa sig til að ná tvíhliða samningi um viðskipti
við ríki EB. Þeir eiga ekkert erindi inn í samruna og
reglugerðafrumskóg þess miðstýringarvalds sem nú
býr um sig í Brussel. ÞI
Ný löggjöf um málefni fatlaðra:
Sveitarstjómir sinni málefmun
þeirra með skipulögðum hætti
- spurning um möguleika sveitarfélaga - tekjuskipting á milli
ríkis og þeirra skiptir miklu máli, segir Jóhann Pétur Sveinsson,
formaður Sjálfsbjargar
Jóhann Pétur Sveinsson.
í nýjum lögum um málefni
fatlaðra er að finna ýmis
nýmæli er varða möguleika
þeirra til að njóta opinberrar
þjónustu. í því sambandi má
nefna að sveitarfélögum er ætl-
að eftir föngum að gefa fötluðu
fólki kost á liðveislu, það er að
segja persónulegum stuðningi
og aðstoð er einkum miðar að
því að rjúfa félagslega einangr-
un þess. Þá er gert ráð fyrir,
samkvæmt lögum þessum, að
veita skuli fötluðum aðstoð til
að sinna störfum á almennum
vinnumarkaði þegar þess gerist
þörf. Einnig er kveðið á um að
á hverju starfssvæði skuli
fötluðum standa til boða
vernduð vinna. Þá má einnig
nefna ferlimál fatlaðra en þar
telst til nýjunga að sveitarfé-
lögum er gert að gefa þeim
kost á ferðaþjónustu til að
stunda atvinnu, nám og njóta
tómstunda.
Jóhann Pétur Sveinsson, for-
maður Sjálfsbjargar, sagði að
ákvæði hinna nýju laga væru allr-
ar athygli verð og bættu aðstöðu
fatlaðra á margan hátt komist
þau í framkvæmd. Vandinn sé
hinsvegar sá að til að ákvæði lag-
anna verði að veruleika þurfi
fjárveitingar að koma til og séu
fatlaðir því háðir, bæði fjárlaga-
gerð hins opinbera og einnig því
hversu miklum fjármunum sveit-
arstjórnir kjósa að verja til að
standa straum af kostnaði vegna
málefna fatiaðra.
Fatlaðir eigi kost á
liðveislu á heimilum sínum
í lögum um málefni fatlaðra er
tekið fram að í sérstökum tilvik-
um skuli veita fötluðum einstakl-
ingum frekari liðveislu er feli í
sér margháttaða aðstoð við ýms-
ar athafnir hins daglega lífs, enda
sé hún nauðsynleg til að koma i
veg fyrir dvöl viðkomandi á
stofnunum. Með liðveislu er átt
við að fatlaðir einstaklingar eigi
kost á aðstoð við þær daglegu
athafnir á heimilum sínum er þeir
sjálfir geta ekki ynnt af hendi
sakir fötlunar sínar.
Fatlaðir fái aðstoð
við að leita starfa á
almennum vinnumarkaði
Megin atriði hinna nýju laga
hvað atvinnunmál fatlaðra varðar
er að veita skuli fötluðum aðstoð
til að sinna störfum á almennum
vinnumarkaði þegar þess gerist
þörf og verði það gert með sér-
stakri liðveislu á vinnustað auk
fræðslu og leiðbeininga til annars
starfsfólks. Þá er einnig kveðið á
um að á hverju starfssvæði skuli
starfrækja atvinnuleit, sem hafi
það að markmiði að afla fötluð-
um atvinnu við sitt hæfi og einnig
að veita starfsráðgjöf í tengslum
við atvinnuleitina. Þá skuli
fötluðum einnig standa til boða
vernduð vinna á almennum
vinnumarkaði. Jóhann Pétur
Sveinsson sagði að miklar vonir
væru bundnar við atvinnumála-
kafla þessara laga og leggja bæri
áherslu á að fatlaðir eigi kost á
störfum á almennum vinnumark-
aði fremur en að komið sé á fót
vernduðum vinnustöðum þótt
það geti einnig verið nauðsyn-
legt. Hann minnti á að fatlaðir
geti unnið margvísleg störf og
með tölvutækninni hafi opnast
ýmsir möguleikar til atvinnu fyrir
fólk sem sé hreyfihamlað að ein-
hverju leyti.
Urbætur í ferlimálum
ákveðnar með lögum
Jóhann Pétur sagði að ein mikl-
vægustu ákvæði umræddra laga
sé að finna í 34. og 35. grein
þeirra. Þar segir að sveitarstjórn-
ir skuli sinna ferlimálum fatl-
aðra með skipulögðum hætti,
meðal annars með gerð áætlana
um endurbætur á aðgegni opin-
berra bygginga auk þess sem
kveðið er skýrt á um skyldur
sveitarfélaga um ferðaþjónustu
fyrir fatlaða. Jóhann Pétur sagði
að fyrir utan Reykjavíkursvæðið
og Ákureyri sé ferðaþjónusta fyr-
ir fatlaða mjög takmörkuð. Með
þessum lögum megi búast við að
einhver bót verði ráðin á.
Samræming þjónustunnar
nauðsynleg
Jóhann Pétur sagði að eins og
málum sé nú háttað annist þrír
aðilar þjónustu fatlaðra. í fyrsta
lagi sé heimahjúkrunin á vegum
heilsugæslustöðva. Sveitarfélögin
annist heimilisþjónustu og lið-
veislu og svæðaskrifstofurnar
ýmsa aðra þjónustu. Hann
kvaðst telja óheppilegt að svo
margir aðilar kæmu að málefnum
fatlaðra - betur myndi takast að
skipuleggja þjónustu við þá ef
hún væri á færri höndum. Að lok-
um kvaðst Jóhann Pétur Sveins-
son telja að sveitarstjórnarmenn
væru allir af vilja gerðir til að
taka myndarlega á málefnum
fatlaðra. Spurningin sé hins vegar
hvaða möguleika þeir hafi til fjár-
veitinga vegna umræddra þjón-
ustuliða. Miklu máli skipti fyrir
fatlaða hver tekjuskipting á milli
ríkis og sveitarfélaga verði í
framtíðinni og hvort sveitarfélög-
in verið í stakk búin til að standa
undir þeim verkefnum sem þeim
sé ætlað að sinna með lögum. ÞI
Stjórn Ferðamálaráðs:
Krefst þess að þjónusta við erlenda ferða-
menn verði undanþegin virðisaukaskatti
Stjórn Ferðamálaráðs íslands
lýsir yfir áhyggjum vegna áhrifa
efnahagsaðgerða ríkisstjórnar-
innar á stöðu ferðaþjónustunn-
ar í landinu.
í ályktun frá stjórninni segir
m.a.:
„Þrátt fyrir að margra ára bar-
áttumál um lækkun tryggingar-
gjalds í ferðaþjónustu til sam-
ræmis við aðrar gjaldeyrisskap-
andi atvinnugreinar sé nú í höfn,
er ljóst að með 14% virðisauka-
skatti á gistingu og fólksflutninga
er hinum jákvæðu áhrifum trygg-
ingargjaldsins og niðurfellingar
aðstöðugjalds eytt.
Stjórn Ferðamálaráðs bendir á
að ferðaþjónustan býr enn við I ferðamanna verði undanþegin
lakari skilyrði en aðrar útflutn- virðisaukaskatti, þannig að gætt
ingsgreinar og gerir þá kröfu að verði samræmis milli allra gjald-
ferðaþjónusta vegna erlendra | eyrisskapandi atvinnugreina."
Athygli sóknarpresta á Norðurlandi er vakin á því að venju
samkvæmt mun Dagur birta upplýsingar um kirkjustarf á
Norðurlandi um jól og áramót í Jólablaði Dags, sem kemur út
föstudaginn 18. desember nk.
Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknarnefnda eru
beðnir að koma upplýsingum um messuhald í sókn sinni á framfæri
við Dag við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 10. desember nk.
Síminn hjá okkur er 96-24222.