Dagur - 02.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 02.12.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. desember 1992 - DAGUR - 5 Stólalyftan í HlíðarQaUi 25 ára í dag, 2. desember, eru 25 ár liðin síðan stólalyftan í Hlíðar- fjalli var tekin í notkun. Hún var fyrsta lyftan sinnar tegund- ar á landinu og með tilkomu hennar batnaði aðstaða skíða- fólks á Akureyri til mikilla muna. Áhrifin urðu geysileg, ekki bara á Akureyri heldur um land allt. í kjölfarið fylgdu lyftubyggingar á öllum helstu skíðasvæðum landsins. Lengi á eftir nánast einokaði skíðafólk frá Akureyri verðlaunasæti á skíðamótum Það mun hafa verið árið 1959 sem bygging fullkominnar skíða- lyftu í Hlíðarfjalli kom fyrst á dagskrá hjá byggingarnefnd Skíðahótelsins á Akureyri. Nefndin hafði þá tekið við bygg- ingu hótelsins af Ferðamálafélagi Akureyrar, en í henni sátu þeir Magnús E. Guðjónsson, Her- mann Sigtryggsson og Karl Frið- riksson. Ásamt því að vinna að byggingu Skíðahótelsins, vann nefndin að undirbúningi lyftu- byggingar í fjallinu. Var víða leit- að ráða í því sambandi, m.a. hjá íþróttafulltrúa ríkisins, Þorsteini Einarssyni og Einari B. Pálssyni, verkfræðingi úr Reykjavík, en Einar var kunnur áhugamaður um skíðamál. Árið 1962 tók íþróttaráð Akureyrar til starfa og þegar byggingarnefnd Skíðahótelsins skilaði af sér tók ráðið við rekstri hótelsins og hélt áfram undirbún- ingi fyrir byggingu skíðalyftu. Á þessum árum, eða 1959 til 1965, var einnig leitað til ýmissa erlendra aðila um uppiýsingar og komu m.a. þrír skíðalyftufram- leiðendur frá Evrópu til Akur- eyrar til þess að skoða aðstæður. Síðla sumars 1965 réði íþróttaráð Magnús Guðmundsson, sem ver- ið hafði skíðakennari í Bandaríkj- unum í nokkur ár, til að vinna að ýmsum undirbúningsframkvæmd- um og mælingum í samráði við verkfræðing og íþróttafulltrúa bæjarins. Magnús lagði fram greinargerð og tillögu þá um haustið, um staðsetningu skíða- lyftu í Hlíðarfjalli. Staðsetningin var samþ kkt í íþróttaráði 26. desember 1965 og í bæjarstjórn 22. febrúar árið eftir. Þegar hér var komið sögu til- kynnti íþróttasamband íslands, að sambandið hefði á fundi sín- um 23. febrúar 1966, útnefnt Akureyri „Vetraríþróttamiðstöð ÍSÍ“. Var þessi ákvörðun mikil hvatning frekari framkvæmda til að byggja skíðalyftu. Smíði lyft- unnar sjálfrar var boðin út, með leyfi bæjarstjórnar, sumarið 1966 og alls bárust tilboð frá 7 erlend- um fyrirtækjum. Lægsta tilboðið kom frá Doppelmayr und sohn í Austurríki og var því tekið. Sumarið 1967 voru undirstöður steyptar og lyftan reist undir stjórn Magnúsar Guðmundsson- ar. Einnig komu mörg fyrirtæki þar við sögu. Tæknilegur ráðu- nautur íþróttaráðs var Pétur Bjarnason verkfræðingur. Kostn- aður við lyftuna var rúmlega 5 og hálf milljón á þágildandi verð- lagi. Hinn 2. desember 1967 var lyftan síðan formlega tekin í gagnið og fyrstu mennirnir sem upp fóru voru Hermann Stefáns- son, forystumaður í skíðamálum Akureyringa um margra ára skeið og Björgvin Júníusson fyrr- verandi íslandsmeistari í svigi. Auk þeirra var margt góðra gesta við opnunina, m.a. frá bæjar- stjórn og forystumenn íþrótta og Þeir eru margir sem ferðast hafa með stólalyftunni þau 25 ár sem lið- in eru frá formlegri opnun hennar. Þessi mynd er tekin fyrir u.þ.b. ára- tug af skíðamönnum á leið upp brekkuna. æskulýsmála. Þar var einnig Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ sem veitti við þetta tækifæri Hermanni Sig- tryggssyni gullmerki ÍSÍ. Vandlega var greint frá bygg- ingu og opnun lyftunnar í Degi. Nokkrum dögum fyrir opnunina voru birtar skýringarmyndir um notkun lyftunnar og hvernig fólk ætti að bera sig að er það tæki sér far með henni. Sérstaklega var fólk hvatt til að klæða sig skjól- lega, þar sem ferðin upp var sögð taka dágóða stund. Boðsgestir bæjarstórnar notfærðu sér óspart þá skemmtun að taka sér far með lyftunni á opnunardaginn og gekk það allt sórslysalaust þó flestir hefðu ekki áður notað slíkt tæki. „Einhverjir voru þó ekki nógu fljótir að stíga af stólunum í áfangastað og fengu þá mjúka byltu í snjónum," eins og segir í Degi 6. desember 1967. Forstöðumaður Skíðastaða, skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, er ívar Sigmundsson og hann þekkir manna best þá breytingu sem til- koma lyftunnar hafði í för með sér. Hann keppti sjálfur á skíðum um það leyti sem hún var opnuð og hefur til fjölda ára veitt svæð- inu forstöðu. „Ég er viss um að fram til þessa tíma hefur engin framkvæmd við íþróttamannvirki haft aðra eins byltingu í för með sér og bygging þessarar lyftu. Þá ekki endilega bara hér á Akur- eyri, heldur um allt land vegna þess að engir vildu vera minni en Akureyringar og því voru margar lyftur byggðar, sagði ívar. Bætt aðstaða til skíðaiðkunar skilaði sér fljótlega í betri árangri. Á árunum upp úr 1970 var aldrei spurning hver mundi vinna á skíðamótum, heldur hvaða Akureyringur mundi vinna. „Allt landið var að keppa við Akureyri og það gerðist nokkrum sinnum að Akureyringar unnu öll 1. verðlaun sem keppt var um á Skíðamóti íslands, nema ekki í stökki,“ sagði ívar. Það er því ljóst að áhrifin hafa verið mikil. Ekki eru til nákvæmar tölur um aðsókn að skíðasvæðinu í gegnum árin en ívar sagði greini- legt að í hvert skipti sem ráðist væri í framkvæmdir af einhverju tagi þá kæmi mikil uppsveifla í skíðaiðkun. Nú undanfarið hefur til að mynda verið unnið í að bæta aðstöðu skíðagöngufólks, enda greinileg aukning á því sviði. Það hefur marg sannast að ef framboð er á aðstöðu til íþróttaiðkunar þá skortir aldrei á eftirspurn frá fólki til að nota þá aðstöðu. Næsta stórverkefni á skíða- svæðinu er að endurnýja Skíðahótelið enda hefur það fyrir löngu sprengt utan af sér þá starf- semi sem því er ætlað að hýsa. Varðandi brekkurnar sjálfar sagði ívar ljóst að slétta yrði svæðið. Allt of mikinn snjó þarf til að hægt sé að vera á skíðum. Þetta stafar af því hversu lands- lagið er óslétt. Ef vel á að vera þarf snjódýpt í Hlíðarfjalli að vera um 1 meter meðan Reykvík- ingar komast af með 30 cm snjó í Bláfjöllum. Einnig taldi Ivar athugandi að kanna grundvöll ! fyrir framleiðslu á gervisnjó. „Ef svæðið væri sléttara þá værum við búnir að opna 2 lyftur,“ sagði ívar. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að opnun stólalyftunnar í Hlíðarfjalli má hiklaust telja með merkustu áföngum í sögu íþrótta á íslandi á þessari öld. Með dugnaði og framsýni tókst for- ystumönnum í íþróttalífi bæjar- ins að ljúka þessu stórvirki og þess hafa ekki bara Akureyring- ar, heldur landsmenn allir, notið síðustu 25 ár. HA Desemberfagnaður Karlakór Akureyrar-Geysir heldur sinn árlega desemberfagnað í Lóni, laugardaginn 5. des- ember nk., kl. 20.00. Samkoman hefst stundvíslega og verður gestum boðið upp á lystauka. Heitur matur, skemmtiatriði, söngur og dans. Hljómsveit Rafns Sveinssonar. Ath! Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðaverð aðeins kr. 1.500,- Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöldið 4. des. Upplýsingar veita eftirtaldir: Ingvi Rafn í síma 26383 og Hreiðar í síma 22620 eða 23289. 10% jólaafsláttur Eins og undanfarin ár, munu viðskiptavinir okkar njóta 10% afsláttar fram að jólum. Opið laugardaga kl. 10-16 uu EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Simi 22275 J Tilkynning til viðskiptavina banka og sparisjóða á Akureyri Enginn auka opnunartími verður í desember eftir lokun verslana Vinsamlega hafið samband við viðskiptastofnun yðar ef þörf er á töskum til að geta skilað í næturhólf. Búnaðarbanki íslands íslandsbanki Landsbanki íslands Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps Sparisjóður Glæsibæjarhrepps

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.