Dagur - 02.12.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 2. desember 1992
Fordæmi virðisaukaskatt á bækur
- segir Björn Eiríksson, bókaútgefandi - Skjaldborg gefur út 80 titla fyrir jólin
Bókaútgáfan Skjaldborg er
komin í hóp þeirra stærstu og
ekkert forlag gefur út fleiri
titla fyrir jólin. Skjaldborg er
með 80 titla í jólapakkanum að
þessu sinni og hafa þeir aldrei
verið fleiri. Auk þess er nokk-
uð um endurútgáfur, bæði á
bókum forlagsins og annarra
forlaga sem Skjaldborg hefur
eignast og má þar nefna Bóka-
forlag Odds Björnssonar.
Björn Eiríksson, forstjóri
Skjaldborgar, var á Akureyri á
dögunum og viö gripum hann
tali. Sem kunnugt er hefur nafn
bókaútgáfunnar alltaf verið ná-
tengt Akureyri enda Skjaldborg
stofnað þar og Björn hefur lagt
sig í líma við að halda tengslun-
um, m.a. með því að hafa útibú á
Akureyri.
Fyrir síðustu jól gaf Skjaldborg
út um 70 titla sem var mikil aukn-
ing frá árinu áður þegar þeir voru
um 30 talsins. Og enn aukast
umsvifin. Titlarnir 80 eru af ýms-
um stærðum og gerðum, íslensk-
ar og erlendar, flestar nýjar en
nokkrar eldri og endurútgefnar.
Nýir og endurútgefnir
titlar
Eftir því sem Skjaldborg hefur
vaxið fiskur um hrygg hefur
útgáfan eignast gjaldþrota bóka-
forlög á borð við Bókaforlag
Odds Björnssonar á Akureyri.
Björn Eiríksson segir að bæði
hafi ýmislegt verið í bígerð hjá
BOB og eins sé eftirspurn eftir
eldri og ófáanlegum bókum. Pá
heldur Skjaldborg áfram útgáfu á
tímaritinu Heima er bezt í
óbreyttri mynd og er unnið að
því að safna fleiri áskrifendum
svo sú útgáfa geti gengið upp.
„Ég keypti BOB svo seint á
árinu að áhrifin á jólabóka-
markaðinn núna eru ekki mikil.
Þó gef ég út sjötta og síðasta
bindi af Vestur-íslenskum ævi-
skrám sem byrjað var á hjá BOB
Úr ruslakistu
StarraíGarði
Út$*fíð *f hitfuniii
Út er komin bókin
„Úr ruslakistu
Starra í Garði“
vísur, þulur og
kviðlingar
Bókin er til sölu hjá
eftirtöldum:
Bókabúð Þórarins Stefánssonar,
Húsavík.
Bókaversluninni að Laugum,
Reykjadal.
Versluninni Seli, Skútustöðum
S.-Þing.
Versluninni Ásbyrgi, Kelduhverfi.
Jóhannesi Sigfússyni,
Gunnarsstöðum, Þistilfirði.
Sigurjóni Jóhannessyni,
Ketilbraut 19, Húsavík.
Jóhönnu Steingrímsdóttur,
Árnesi Aðaldal.
Óla G. Jóhannssyni, Akureyri.
Sigríði Þorgrímsdóttur
Sauðárkróki.
Bjöm Eiríksson.
þegar Skjaldborg eignaðist for-
lagið og ég fékk útgáfurétt á
Sidney Sheldon, svo eitthvað sé
nefnt,“ sagði Björn.
Skjaldborg hefur nú endurút-
gáfu á unglingabókunum vinsælu
um Frank og Jóa og Nancy og
Björn sagði að frekari endur-
útgáfa væri fyrirhuguð. Ýmsir
fjársjóðir leyndust sem eftir væri
að kanna nánar og af nógu væri
að taka.
Uppistaðan í útgáfu Skjald-
borgar eru þó nýir titlar og er
nokkurra getið sérstaklega hér á
öðrum stað. Af 80 titlum í heild
eru barnabækur um 30 og hafa
aldrei verið fleiri.
„Barnabækurnar eru í sókn.
Það er þó að nokkru leyti dálítið
erfitt að gefa út íslenskar barna-
bækur því útgáfan er nánast jafn
dýr og á bókum fyrir fullorðna en
barnabækurnar verða hins vegar
að kosta helmingi minna ef þær
eiga að seljast. Það er því nauð-
synlegt að reyna að selja sem
mest af barnabókum á fyrsta ári
upp í fastan kostnað, en góð sala
á fyrsta ári er náttúrlega mark-
mið allra útgefanda því margar
bækur deyja strax eftir eitt ár eða
skemmri tíma, svo sem ýmsar
ævisögur sem eru í umræðunni
rétt í kringum útgáfudag,“ sagði
Björn.
Utgáfan hefur vaxið mjög
á síðustu árum
Akureyringar þekkja flestir sögu
Skjaldborgar og verður hún ekki
rakin hér. Bjprn kom þangað inn
1975 og keypti forlagið með
tímanum og flutti suður til
Reykjavíkur.
„Margir deildu á mig fyrir að
fara með Skjaldborg suður en
mér var hreinlega ekki stætt á
öðru. Nokkru áður hafði ég opn-
að útibú í Reykjavík og fann
strax að þar var markaðurinn. Ég
var á eilífu flandri milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur og var orðinn
þreyttur á því að halda tvö heimili.
Ég tók síðan þá ákvörðun, af illri
nauðsyn má segja, að flytja
útgáfuna suður en ég hef verið
með útibú á Akureyri til að halda
tengslunum og Skjaldborg hefur
alltaf reynt að gera norðlenskum
höfundum hátt undir höfði.“
- Og forlagið hefur verið í
stöðugri sókn, heyrist mér.
„Já, útgáfan hefur vaxið geypi-
lega. Viö vorum með þetta 12-20
titla lengi vel en þeir eru orðnir
80 núna. Fleiri bækur kalla á
fleiri starfsmenn og stærra hús-
næði sem aftur kalla á fleiri bæk-
ur þannig að þetta er hringrás
sem maður lifir og hrærist í. Við
erum nú í þúsund fermetra hús-
næði og með bókabúð og bóka-
klúbb og þetta er orðið ansi stórt
fyrirtæki.“
- Basl er bókaútgáfa, segja
menn, en hefur þetta ekki gengið
ágætlega?
„Jú, okkur hefur vegnað vel
hingað til en því miður get ég
ekki verið bjartsýnn í ljósi
nýjustu tíðinda. Ef bókaútgáfa er
basl dags daglega þá verður hún
nánast dauðadæmd með virðis-
aukaskattinum."
Ríkiö mun frekar tapa á
virðisaukaskattinum
Já, Björn Eiríksson bókaútgef-
andi er ómyrkur í máli þegar tal-
ið berst að þeim áformum ríkis-
stjórnarinnar að setja virðisauka-
skatt á bækur.
„Við börðumst í 20 ár við að fá
söluskattinn af bókunum. Loks-
ins þegar það mál komst í höfn á
að skella virðisaukaskatti á
okkur. Við sem fáumst við að
skrifa og gefa út bækur skiljum
ekki þessi þröngsýnu viðhorf
stjórnvalda því allt bendir til að
ríkið muni tapa á slíkri aðgerð
frekar en hitt.
Hvað sjálfan mig varðar get ég
sagt að niðurskurðurinn hjá
Skjaldborg verður áþreifanlegur
ef það gengur eftir, sem ég vil
reyndar ekki trúa, að virðisauka-
skattur verði settur á bækur um
mitt næsta ár. Þá munum við fara
úr 80 titlum niður í 50 eða þar um
bil. Jafnframt munum við skera á
allt sem heitir framtíðarfjárfest-
ing í bókum, sem er útgáfa á
vönduðum, metnaðarfullum rit-
verkum.
Ég segi að niðurskurðurinn
verði strax 20% yfir línuna. Við
vitum hvaða áhrif virðisauka-
skatturinn mun hafa á sölu bóka.
Við vitum hvað salan jókst þegar
söluskatturinn var afnuminn.
Þessi aðgerð er verri fyrir okkur
en ef söluskattinum hefði aldrei
verið létt af bókunum. Nýr skatt-
ur á ákveðna vöru sem hækkar
auðvitað fyrir vikið og umræðan í
kringum þetta mun hafa mjög
neikvæð áhrif sem fælir fólk frá
bókinni.
Sem bókaunnandi og útgefandi
hlýt ég að fordæma þessa ráðstöf-
un sem vissa skerðingu á ritfrelsi
í landinu,“ segir Björn.
Bókaútgáfan í heild
á brauðfótum
Og hann heldur áfram:
„Þeir sem berjast við að koma
okkur inn í Evrópskt efnahags-
svæði, hvað svo sem það mun
þýða fyrir okkur, verða að gæta
þess að veikja ekki íslenska
bókaútgáfu og jafnframt íslenska
tungu. Nú þarf einmitt að leggja
fjármuni og vinnu í það að efla
íslenska menningu því flóðgáttir
erlendrar menningar og afþrey-
ingar munu opnast og þá er voð-
inn vís ef ekki verður hlúð að arf-
inum.
Því miður hefur ekki verið
hlustað á okkur. Við höfum bent
á það með nokkuð góðum rökum
og tölum hvaða áhrif virðisauka-
skatturinn hefur á heildardæmið.
Niðurstaðan er sú að ríkið mun
tapa á þessari aðgerð, en ekki
hagnast eins og markmiðið er.
Útgáfufyrirtækin sjálf eru mis-
jafnlega stödd, en í heild er
bókaútgáfan á brauðfótum. Við
höfum tekið á okkur allar hækk-
anir á aðföngum síðastliðin þrjú
ár og verð á bókum hefur verið
nánast óbreytt. Sem dæmi má
nefna að gjaldskrá skipafélag-
anna hefur hækkað. Allur pappír
og þær bækur sem prentaðar eru
erlendis koma með skipum."
- Já, fyrst þú minnist á prent-
un erlendis, þá hefur þessi þróun
mælst illa fyrir hjá íslenskum
prentiðnaði.
„Já, nokkrar deilur hafa
sprottið upp og stundum að
ósekju. Á það ber að líta að öll
forvinnan fer fram hérlendis. Hér
eru bækurnar samdar eða þýdd-
ar, settar, brotnar um og filmu-
unnar. Sumir titlar eru síðan
sendir út og þar er þeim rennt í
gegnum prentvélar og settir í
band. Prentun og bókband er oft
mun ódýrari erlendis þegar við
komumst í samprent með stórum
upplögum.“
Útgáfa dýr á litlu
málsvæði
„Ég verð þó að segja að íslenskur
prentiðnaður hefur staðið sig vel,
bæði hvað snertir verð og gæði,“
heldur Björn áfram. „Ég held að
hann eigi að geta aðlagað sig auk-
inni samkeppni ef menn vinna
markvisst að því.“
Björn sagði að íslenskir bóka-
útgefendur hefðu verið með bás á
alþjóðlegri bókasýningu í
Frankfurt síðastliðin þrjú ár og
kynnt þar bæði bækur og bóka-
útgáfu á íslandi og reynt að selja
útgáfurétt á bókum. Hann sagði
að stundum hefði tekist að fá
samprent hingað heim, enda gæti
íslenskur prentiðnaður státað af
gæðaprentun og góðum vinnu-
brögðum.
„Vandinn er auðvitað fyrst og
fremst sá að ísland er svo lítið
málsvæði og það les ekki nokkur
kjaftur bækur á íslensku nema
þessar fáu hræður sem búa hér.
Útgáfa á fáum eintökum er auð-
vitað dýr. Prentun á þýddum
bókum í stóru upplagi myndi
þýða mun minni útgáfukostnað.“
Þrátt fyrir ýmis hættumerki
sagði Björn að bókin væri auðvit-
að sterkari en svo að hún myndi
deyja en aðgerðir stjórnvalda
gætu haft mikla erfiðleika í för
með sér og farsælast væri fyrir
alla aðila ef áformum um virðis-
aukaskatt á bækur væri hent
beint út í hafsauga. SS