Dagur - 02.12.1992, Page 7

Dagur - 02.12.1992, Page 7
Miðvikudagur 2. desember 1992 - DAGUR - 7 Nýjar og endurútgefnar bækur hjá Skjaldborg: Allmargir Norðlendingar í jólabókaflóðinu Norðlendingar koma nokkuð við sögu í útgáfu Skjaldborg- ar fyrir þessi jói og skal hér getið þeirra titla sem tengjast norðlenskum rótum forlags- ins, auk annarra markverðra titla. Eins og fram kemur í viðtalinu við Björn Eiríksson gefur Skjaldborg út 80 titla og er af ýmsu að taka, bæði fyrir börn og fullorðna. Lítum þá á nokkra titla. Betri helmingurinn kemur út fjórða árið í röð og að þessu sinni segja fimm konur frá. Þrjár þeirra eru af norðlenskum ættum. Dætur regnbogans er tíunda bók Birgittu Halldórsdóttur á Syðri-Löngumýri. Að sögn útgefanda hefur Birgitta vaxið mjög og hann telur þetta bestu bók hennar. Eyrnatog og steinbítstak heit- ir ævisaga Guðbrands Hlíðars, dýralæknis. Flakkað um S lönd og Flóra íslands og N-Evrópu eru vandaðar og áhugaverðar bækur. Hestar og menn er árbók hestamanna 1992 á sama hátt og íslensk knattspyrno hefur verið árbók knattspyrnumanna allt frá 1981. Hestamenn fá líka bókina í fararbroddi sem Hjalti Jón Sveinsson skráði. í bókinni eru viðtöl við hestamenn um land allt. Kóng viljum við hafa er athyglisverð bók sem vert er að gefa frekari gaum og Lífsins dómínó er litrík ævisaga Skúla Halldórssonar tónskáids. Örnóifur Ámason skráði magn- aða sögu, opinskáa og skemmti- lcga þar sem sagt er frá ýmsum uppákomum á hispurslausan hátt. Þráinn Bertelsson kemur með skáidsögu eftir nokkuð langt hlé og nefnist hún Sigla himinfley. Síðasta bókin um Pelle sigursæla kemur nú út og einnig má fá allar fjórar í gjafa- öskju. Skriðuföll og snjóflóð I-III er stórvirki sem Jóhannes Sig- valdason hefur tekið saman. Rannsóknir og heimildasöfnun Ólafs Jónssonar liggja til grund- vallar en öllum nýrri heimildum hefur verið bætt við. Þetta er afskaplega fróðlegt rit og skemmtilegt, 1300-1400 blað- síður og eru bækurnar saman í öskju. Þeir létu ekki deigan síga er titill bókar Braga Sigurjónsson- ar, sem sjálfur lætur ekki deigan sfga. í bókinni eru þættir um fimm síldarútvegsmenn á Norðurlandi. Þórunn Maggý - miðilsstörf og vitnisburðir er fróðleg bók fyrir þá sem aðhyll- ast dulrænum efnum. Þórunn Maggý segir frá eigin reynslu og einnig eru í bókinni vitnisburðir frá fjölmörgum sem hún hefur hjálpað. Af barnabókum má nefna Bók barnanna um dýrin og aðra um fjölskyldur dýranna. Þetta eru afar vandaðar, litprentaðar bækur. Rebbi Qallarefur er vönduð, íslensk bók og frá Norðurlandi kemur bókin Ponni og fuglarnir með texta Atla Vigfússonar og myndum Hólmfríðar Bjartmarsdóttur. Ólafsfirðingurinn Helgi Jóns- son hefur getið sér gott orð fyrir unglingabækur sínar. Hann er kominn með nýja bók. Hún heitir Myrkur í maí og er spenn- andi og skemmtilega skrifuð eins og hinar fyrri. Smyglara- hellirinn er einnig íslensk bók og Sumarást og Sunnudagsbarn eru nýjar léttlestrarbækur. Stríðnisstelpa er ný bók eftir Heiðdísi Norðfjörð og Tveir krakkar og kisa er eftir Jón Dan. Þá má að lokum geta um verðlaunað verk Ævintýri H.C. Andersen í mjög vandaðri og litskreyttri útgáfu. SS Vönduðu þýsku innihurðirnar nýkomnar aftur FaUegar hurðir ag auðveidar í uppsetningu Ath! Óbreytt ver<f LÓNSBflKKfl - 601 flKUREYRI -ct 96-30321, 96-30326, 96-30323 __________FflX 96-27813 Sjálfstæðisfélag Akureyrar Framhalds- aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. desember í Kaupangi við Mýrarveg kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Smækkuð mynd af jólakorti íslands- dcildar Amnesty International, sem að sjálfsögðu er í lit. JólakortAmnesty Intemational Islandsdeild mannréttinda- samtakanna Amnesty Inter- national hefur nýverið hafið sölu á jólakorti ársins 1992. Að þessu sinni er á kortinu mynd eftir Sigurlaugu Jónasdóttur (f. 1913) sem listamaðurinn nefnir „Snjókarlar“ og er hún frá árinu 1974. Hin alþjóðlegu samtök hafa nú starfað í 31 ár. Þeim voru m.a. veitt friðarverðlaun Nóbels árið 1977. íslandsdeildin hefur starfað frá árinu 1974 og byggir vaxandi starfsemi sína eingöngu á félags- gjöldum, frjálsum framlögum einstaklinga og samtaka, ásamt sölu jólakorta. Hægt er að fá kortin með eða án jólakveðju. Einnig eru fáanleg merkispjöld fyrir jólapakka. Kortin eru seld af félagsmönn- um um land allt og fást á skrif- stofu íslandsdeildar Amnesty International, Hafnarstræti 15 í Reykjavík. Einnig er tekið á móti pöntunum, í síma skrif- stofunnar alla virka daga milli kl. 10-18, í símbréfi eða á símsvara. Kortin eru seld 10 saman í pakka og kosta jólakortin 800 kr. en merkispjöldin 150 kr. Sími samtakanna er 91-16940 og faxnúmer 91-616940. Fréttatilkynning Krakkar! Eins og þið vitið þá koma jólasveinarnir í heimsókn til KEA á hverju ári. Þeir skemmta í verslunum KEA, syngja, spila og segja sögur. En jólasveinar vilja líka senda ykkur jólakort hvar svo sem þið búið á félagssvæði KEA. Ef þú skrifar nafn, heimili og aldur hér að neðan, klippir út miðann og stingur honum í umslag og merkir það svona: Fulltrúi jólasveinanna, KEA aðalskrifstofa, 600 Akureyri þá færð þú jólakort frá jólasveininum. Þú verður að setja bréfið í póst ekki síðar en 9. desember. Fyrir hönd jólasveinanna

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.