Dagur - 02.12.1992, Qupperneq 11
Miðvikudagur 2. desember 1992 - DAGUR - 11
Íþróttir
Halldór Arinbjarnarson
Körfuknattleikur, úrvalsdeild:
íslandsmeistararnir höfðu betur
íslandsmeistarar Keflavíkur
héldu sigurgöngu sinni áfram á
mánudagskvöldið þegar þeir
komu í heimsókn í Síkið á
Sauðárkróki. Eftir jafnan fyrri
hálfleik, sigu gestirnir framúr í
þeim síðari og sigruðu örugg-
lega með 114 stigum gegn 97.
Mikill hraði einkenndi leikinn
og gríðarleg barátta. Allan fyrri
hálfleik var leikurinn mjög jafn
og spennandi og bæði lið voru
greinilega staðráðin í að sigra.
Keflvíkingar virtust hálf hissa á
mótspyrnunni, en bæði lið
reyndu hvað þau gátu til að
stjórna hraðanum. Keflvíkingar
spiluðu sterka vörn en Tindstóll
Sigurður Einars-
sonvalinn
frjálsíþrótta-
maður ársins
Frjálsíþróttasamband íslands
hefur valið Sigurð Einarsson
spjótkastara frjálsíþróttamann
ársins 1992.
Sigurður hefur verið einn af
bestu spjótkösturum heims að
undanförnu. Hann náði 6. sæti á
HM í Tokyo og 5. sæti á Ólym-
píuleikunum í Barcelona og sýni:
það vel styrk hans á alþjóðavett-
vangi. Hann hefur einnig náð 3.
sæti í úrslitum stigamóta Al-
þjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Besti árangur Sigurðar í
spjótkasti er 84,94 m og í ár skip-
ar hann 13. sæti heimslistans með
83,32 m kast. Sigurður er vel að
þessari útnefningu kominn og ef
að líkum lætur á þessi glæsilegi
íþróttamaður enn eftir að bæta
sig á komandi árum og verður
gaman að fylgjast með honum í
þeirri baráttu.
Valur Ingimundarson þjálfari
Tindastóls náði ekki að stýra sínum
mönnum til sigurs gegn ÍBK.
tók Jón Kr. úr umferð og setti
það Keflvíkinga nokkuð út af
laginu. Um miðjan síðari hálfleik
náðu Keflvíkingar tveggja stiga
forystu sem þeir héldu til loka
hálfleiksins, en staðan í leikhléi
var 51:53.
Bæði lið komu ákveðin til leiks
í síðari hálfleik, en gestirnir þó
sýnu ákveðnari. Smám saman
seig á ógæfuhliðina hjá heima-
mönnum og komust Keflvíkingar
í 70:59 þegar 13 mínútur voru til
leiksloka. Tindastóll náði aðeins
að klóra í bakkann og minnkaði
muninn í 64:70, en lengra komst
liðið ekki. Keflvíkingar settu allt
á fulla ferð og sýndu allar sínar
bestu hliðar. Heimamenn náðu
ekki að halda í við þá og töpuðu
leiknum með 17 stiga mun,
97:114.
Leikurinn var í heild hraður og
skemmtilegur. Tindastólsmenn
sýndu að þeir geta leikið mjög
góðan körfuknattleik en aðeins
skorti á úthaldið. Keflvíkingar
eru enn ósigraðir og vandséð
hvaða lið stenst þeim snúning.
Chris Moore var bestur í liði
Tindstóls. Hann skoraði mikið og
lék góða vörn gegn Jonatan Bow,
sem aðeins skoraði 14 stig í leikn-
um, þar af 12 í fyrri hálfleik.
Einnig var Valur Ingimundarson
sterkur og Páll ómissandi sem
leikstjórnandi. Hjá Keflavík átti
Nökkvi Már Jónsson góðan leik
en einnig voru Jón Kr., Guðjón
Skúlason og Kristinn Friðriksson
góðir. BGS
Gangur leiksins: 4:4, 15:14, 28:28, 39:46,
48:50, 61:70, 70:81, 84:95, 91:108, og
97:114.
Stig Tindastóls: Chris Moore 29, Valur
Ingimundarson 28, Páll Kolbeinsson 12,
Haraldur Leifsson 10, ingi Þ. Rúnarsson
9, Pétur V. Sigurðsson 5, Björgvin Reyn-
isson 2 og Hinrik Gunnarsson 2.
Stig ÍBK: Nökkvi M. Jónsson 26, Guð-
jón Skúlason 24, Jón Kr. Gíslason 23,
Jonatan Bow 14, Hjörtur Harðarson 5,
Albert Óskarsson 4 og Falur Harðarson
1.
Dómarar: Jón Bender og Einar Þ. Skarp-
héðinsson.
Handknattleikur, 5. flokkur:
Ágætis árangur KA og Þórs
Það var mikið um að vera hjá
leikmönnum í 5. flokki um
helgina, því keppt var í
íslandsmótinu og var það ÍR
sem um mótið sá að þessu
sinni. Völsungur, KA og Þór
sendu öll lið til keppni.
Mótafyrirkomulagið hefur orð-
ið fyrir nokkurri gagnrýni.
Keppni lauk ekki fyrr en seint á
sunnudagskvöld og þá átti eftir
að keyra norður. KA átti góðu
gengi að fagna. A-iðið vann Val
13:11, Völsung 16:7, Hauka 11:6,
Aftureldingu 19:13, KR 9:6 FH
14:10 og töpuðu úrslitaleiknum
naumlega fyrir heimamönnum í
ÍR með 11 mörkum gegn 9. B-lið
KA vann Þór 13:9, FH 11:10,
Fjölni 17:6, Völsung 14:3 og
gerðu jafntefli við Gróttu 12:12.1
keppni um 3. sætið tapaði KA
fyrir Gróttu 9:12. KA fékk 2
viðurkenningar. Jóhann Her-
mannsson var valinn besti sókn-
armaðurinn í flokki A-liða og
Helgi Stefánsson besti varnar-
maðurinn í flokki B-liða.
A-lið Þórs vann UBK 17:12,
HK 18:14 Fram 13:11 og gerðu
jafntefli við KR 12:12. í milliriðli
tapaði liðið fyrir Val 10:15 og
hafnaði í 5.-8. sæti. B-liðið vann
Fjölni 12:10, FH 13:7 og Hauka
12:10, en tapaði fyrir KA 8:14. í
undanriðli tapaði liðið fyrir
Stórsigur
gegn
Yngri flokkar Tindastóls í
körfubolta halda velgengni
sinni áfram.
Á dögunum unnu strákarnir í
unglingaflokki Valsmenn með 71
stigi gegn 54, en leikurinn var í
íslandsmóti unglingaflokks. Fyrri
hálfleikur var jafn óg spennandi
en í þeim seinni tóku Tindastóls-
menn málin í sínar hendur og
sigruðu með vfirburðum. Besti
maður vallarins var Ingi Þór
Rúnarsson en hann var •einnig
stigahæstur með 27 :tig. Pétur
Vopni Sigurðsson skoraði næst
flest stig Stólanna, eða 20. Báðir
Gróttu 9:12 og hafnaði í 5.-8.
sæti. A-og B-lið Völsungs kom-
ust ekki áfram í milliriðla, nema
B-liðið sem tapaði þar fyrir KA
3:14.
Stólanna
UBK
leika þessir strákar með meist-
araflokki.
Strákarnir í 10. flokki Tinda-
stóls eru komnir í 8 liða úrslit í
bikarkepninni í sínum aldurs-
flokki, en í 10. flokki leika 15 ára
unglingar. Stólarnir léku gegn
UBK í 16 liða úrslitum og höfðu
algera yfirburði í leiknum, sigr-
uðu með 82 stigum gegn 18,
hvorki meira né minna. Eins og
sést á stigaskori hafði Tindastóll
algera yfirburði frá upphafi leiks.
Stigahæstir í liði Tindastóls voru
Arnar Kárason með 26 stig, Jón
Brynjars með 22 og Óli Barðdal
með 16.
Körfuknattleikur yngri flokka:
Völsungurínn Björgvin Sigurðsson er hér að skora eitt af 5 mörkum sínum
gegn Þórsurum. Þórsarar voru nálægt sigrí en allt hrundi á síðustu mnútun-
um og Völsungar unnu öruggan sigur.
Handknattleikur, 4. flokkur:
Tvöfaldur sigur KA
Um helgina var keppt í
Norðurlandsriðli 4. flokks á
Húsavík, en í þeim riðli eru
KA, Þór, Völsungur og Hug-
inn frá Seyðisfirði. KA-fólk
átti góðan dag og sigraði bæði í
karla- og kvennaflokki.
Mótið fór í alla staði vel fram
og sýndu öll lið framfarir frá síð-
asta fjölliðamóti. Hjá stelpunum
var Ingibjörg H. Ólafsdóttir, KA,
markahæst með 15 mörk og Alda
Rún Sveinsdóttir, Völsungi, og
Anna Blöndal, KA, skoruðu 9
hvor. Markahæst Þórsstelpna var
Ása Maren Gunnarsdóttir með 3
mörk. Halidór Sigfússon, KA,
skoraði 15 mörk hjá strákunum
og var markahæstur. Völsung-
arnir Guðlaugur Arnarsson og
Arngrímur Arnarson skoruðu 12
hvor. Jóhannes Jónsson Þór
skoraði 11. Úrslit leikja urðu
eftirfarandi:
Karlaflokkur:
KA-Völsungur 30:15
Þór-Huginn 19: 8
Þór-KA 10:25
Huginn-Völsungur 11:29
Völsungur-Þór 20:12
KA-Huginn 28: 7
Kvennaflokkur:
KA-Völsungur 8: 4
Þór-Huginn 3: 5
Þór-KA 2:11
Huginn-Völsungur 6:11
Völsungur-Þór 12: 4
KA-Huginn 15: 4
® « /X% 5 49.
-tyrirþlg ogþiru fjðlskyldu! leikvikð
Logi lagði
Línu Langsokk
Logi Már Einarsson virðist vera vel að sér i getraunum og hefur lagt alla
andstæðinga sína til þessa. Siðast var það Lína Langsokkur sem mátti lúta
I lægra haldi fyrir Loga. Hann mætir nú til leiks i 4. skipti og er þar með
sá fyrsti sem það tekst 1 vetur. Logi setti einnig annað met því hann náði
10 réttum, sem eru fleiri en nokkur annar getur státað af til þessa.
Logi skorar að þessu sinni á gamlan þjátfara sinn, Einar Pálma
Árnason. „Nú verð ég að velja einhvern sem eitthvað getur. Við Einar
þekkjumst frá því I gamla daga, en hann þjálfaði mig 14. eða 5. flokki I
fótbolta. Þar var ég þekktur fyrir frábæran metnað, dugnað og
samviskusemi, eins og Einar getur eflaust vitnað um," sagði Logi. Einar
tók áskorun Loga að sjátfsögðu, en sagðist þó varla geta staðfest sögu
Loga um eigin frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Einar er aðdáandi
hins fornfræga liðs Derby og sagðist mjög sakna þeirra á seðlinum. „Ég
fæ þó örugglega fleiri tækifæri þvi ekki hef ég áhyggjur af keppninni við
Loga," sagði Einar.
Ekki voru Akureyringar eins getspakir i sfðustu viku og þeirri næstu á
undan. Hér á landi komu fram 2 raðir með 13 réttum og fyrir hvora röð
fengu menn tæplega 1,2 milljónir. Hver gæti ekki notað það fyrir jólin?
Um næstu helgi gefst þó annað tækifæri og vilji fólk ekki láta það fram
hjá sér fara ætti það að drífa sig út á næsta sölustað getrauna. Þar mætti
t.d. prófa tölvuval.
'g1 1 'e 2 1 Lu CL c 'E
1. Coventry-lpswich 1 1
2. Crystal Palace-Sheffield Utd. 12 1X
3. Leeds-Nottingham Forest 1 1
4. Middlesbro-Blackburn 1X 1X
5. Norwich-Wimbledon 1 1
6. QPR-Oldham 12 1
7. Sheffield Wed.-Aston Villa 12 1X
8. Southampton-Arsenal 12 X2
9 Tottenham-Chelsea 1X 1X
10. Cambridge-Wolves 1 2
11. Grimsby-Leicester 1 1
12. Notts County-Newcastle 1 12
13. Sunderland-Barnsley 1 1
Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir:
Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455
Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888