Dagur - 09.12.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 9. desember 1992
235. tölublað
Vel í fö ■1 klæddur um frá bfRnhardt errobudin
HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397
Bæjarstjórn Ólafsflarðar:
Hálfdán Krístjánsson
ráðinn bæjarstjóri
A fundi bæjarstjórnar Olafs-
fjarðar I gær var samþykkt
með atkvæðum bæði meiri- og
minnihluta að ráða Hálfdán
Kristjánsson, viðskiptafræðing
frá Súðavík, bæjarstjóra í
Ólafsfirði frá og með 1. janúar
nk. Samþykkt bæjarstjórnar
var bundin því að við Hálfdán
næðust samningar.
Hálfdán var kátur með þessa
afgreiðslu þegar Dagur ræddi við
hann í gærkvöld. Hann sagði
engan beyg í sér að takast á við
þetta verkefni þrátt fyrir þá ólgu
sem verið hefði í bæjarmálunum
í Ólafsfirði að undanförnu.
Hálfdán er vel að sér í sveitar-
stjórnarmálum. Hann var fyrst
Bögglapóststofan
, á Akureyri:
Arleg böggla-
skriða að befjast
fyrir alvöru
A Bögglapóststofunni á Akur-
eyri er búist við að síðari hluta
þesssarar viku og í næstu viku
hefjist árleg bögglaskriða fyrir
alvöru.
Starfsmaður Bögglapóststof-
unnar, sem rætt var við í gær,
sagði að töluvert hafi verið að
gera áður en frestur til að senda
bögglapóst til útlanda rann út en
lokadagur var sl. föstudagur.
Skriða bögglasendinga innan-
lands sé ekki hafin að marki en
reikna megi með að hún fari að
hefjast fyrir alvöru. Lokadagur
fyrir sendingar innanlands, þann-
ig að Póstur og sími geti ábyrgst
að þær komist á áfangastað fyrir
jól, er fimmtudagurinn 17. des-
ember. Síðasti skiladagur fyrir
bréfapóst til Norðurlanda er mið-
vikudagurinn 16. desember.
Eins og fram hefur komið er
nú í fyrsta skipti opið útibú Pósts
og síma í Glerárhverfi, nánar til-
tekið við Fjölnisgötu. Að sögn
Guðlaugs Baldvinssonar, fulltrúa
stöðvarstjóra Pósts og síma, hef-
ur fólk sýnt ánægju með þessa
nýbreytni og notað sér þjónustu
útibúsins. Einkum er um að ræða
fólk búsett í nyrstu hverfum
bæjarins og fyrirtæki í nágrenni
við útbúið. óþh
kjörinn í hreppsnefnd á Súðavík
1977 og nú er hann oddviti
hreppsins.
Eiginkona Hálfdáns er Helga
Guðjónsdóttir, skólastjóri á
Súðavík og eiga þau þrjú börn.
Á bæjarstjórnarfundinum í
gær hafði verið búist við að
Sigurður Björnsson, formaður
bæjarráðs, myndi segja formlega
af sér, en hann gerði það ekki.
Sigurður sagði að hann hafi verið
búinn að gefa þá yfirlýsingu að
hann myndi hætta á desember-
fundi bæjarstjórnar og þessi
fundur væri hans síðasti fundur
að sinni, að minnsta kosti.
Sigurður sagðist hverfa úr bæjar-
stjórninni og hann vildi kalla það
óformlegt brotthvarf, en hann
bæðist ekki lausnar að svo
stöddu. D-listinn hefur tilnefnt
Óskar Þór Sigurbjörnsson í stað
Sigurðar í bæjarráð.
Björn Valur Gíslason, oddviti
minnihlutans, lét bóka að Sigurð-
ur hafi verið búinn að gefa þá
yfirlýsingu að þetta yrðu starfslok
hans í bæjarstjórn, en með þess-
ari málsmeðferð hafi Sjálfstæðis-
menn gengið á bak orða sinna frá
síðasta bæjarstjórnarfundi um
starfslok bæjarstjóra og bæjar-
fulltrúa. JÓH/óþh
Hér virða starfsmenn Fjórðungssjúkrahússins fyrir sér skemmdirnar á níunda tímanum í gærmorgun.
Mynd: Robyn
Ölvaður maður ók á FSA
Ölvaður ökumaður ók bifreið
sinni á einn af inngöngum
Fjórðungssjúkrahússins í
fyrrinótt og hlutust af miklar
skemmdir. Lögreglunni var
tilkynnt um ákeyrsluna um
kl. hálf sex í fyrrinótt.
Að sögn Gunnars Jóhannn-
sonar, rannsóknarlögreglu-
manns, hóf lögreglan strax leit
að bílnum og bar hún árangur
um áttaleytið í gærmorgun.
Ökumaður reyndist ölvaður og
sagði Gunnar að hann hafi eng-
ar skýringar gefið á ákeyrsl-
unni. Gunnar sagði að maður-
inn hefði áður komið við sögu
lögreglunnar og hann ætti við
geðræn vandamál að stríða.
Bifreiðin var ótrúlega lítið
skemmd. óþh
Hátíð ljóss og friðar nálgast í skugga svartnættis:
Hríðversnandi atvimiuástand á Akureyri
- yfir 400 manns án atvinnu á aðventunni
Atvinnuleysi hefur stóraukist á
Akureyri síðustu vikurnar og
berast nýjar tilkynningar dag-
lega til Vinnumiðlunarskrif-
stofunnar. Er nú svo komið að
þar á bæ hafa ekki sést eins
háar tölur mjög lengi og í lok
síðustu viku voru komin 412
nöfn á lista yfir atvinnulausa
sem jafngildir 6% atvinnuleysi
á Akureyri. Útlitið er því væg-
ast sagt svart nú þegar hátíð
Ijóss og friðar nálgast.
Þær upplýsingar fengust hjá
Vinnumiðlunarskrifstofunni að
atvinnuástandið á Akureyri hefði
farið hríðversnandi og tala töl-
urnar sínu máli. í lok október
voru 224 á skrá, 113 karlar og 111
konur. í lok nóvember voru hins
vegar 370 komnir á atvinnuleysis-
Snjóflóð ollu tjóni á Ólafsfirði og Dalvík:
Eyðilögðu sumarbústað og rafinagnsstaura
Snjóflóð féll aðfaranótt sl.
sunnudags við Hringver í
Ólafsfirði á móts við Kálfsár-
kot og hreif með sér sumar-
bústað í eigu Sigurjóns Jóns-
sonar á Akureyri. Bústaðurinn
stóð nokkuð hátt upp í hlíðinni
og flutti snjóflóðið hann um
200 metra niður hlíðina.
Gólfið í bústaðnum gekk upp
og hliðarnar að einhverju leiti inn
og er bústaðurinn því talinn
Annar áfangi leikskólans á Siglufirði:
Samið við Byggingafélagið Berg hf.
Á fundi bæjarráðs Siglufjarðar
í gær var gengið frá samning-
um við Byggingafélagið Berg
hf. um byggingu annars áfanga
leikskólans. Bergs-menn hafa
unnið að byggingu fyrsta
áfanga.
Tvö tilboð bárust í byggingu
annars áfanga, annars vegar frá
Ólafi Kárasyni og hins vegar frá
Bergi hf. Tilboð Ólafs var ívið
lægra en athugun tæknideildar
Siglufjarðarbæjar leiddi í ljós
skekkjur í báðum tilboðum og
reyndist tilboð Bergs hf. lægra,
rúmar 25 milljónir króna. Á
grundvelli þess var gengið til
samninga við Berg.
Annar áfangi byggingarinnar
felur í sér allan lokafrágang fyrir
utan gerð lóðar en sá áfangi verð-
ur boðinn út eftir áramót. Verk-
inu skal lokið 1. júní en næsta
sumar verður farið í lóðina. Gert
er ráð fyrir að taka leikskólann í
notkun 1. september á næsta ári.
óþh
gjörónýtur. Snjóflóðið var 800 til
900 metra breitt og fór alveg nið-
ur í ána. Getum er leitt að því að
það hafi fallið á sama tíma og
snjóflóðið sem féll í Garðsdal og
hreif með sér aðveituæð.
Snjóflóð olli einnig tjóni í
Upsafjalli ofan Svæðis við Dalvík
og braut þar sex staura, þ.e. þrjár
tvístæður. Snjóflóðið var mjög
breitt og þykkt að sögn talsmanns
Rafmagnsveitanna og fór um 150
metra niður fyrir línustæðið, en
það er um 400 metrum ofan við
íbúðarhúsið í Svæði.
Vegna þessa snjóflóðs varð
rafmagnslaust um tíma í Ólafs-
firði því þessi lína flytur straum
frá Dalvík til Ólafsfjarðar, en
þegar í stað voru díselstöðvar
ræstar og eins fengu Ólafsfirðing-
ar rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun.
GG
skrá, 232 karlar og 138 konur og
sést glöggt hvað atvinnuleysi hef-
ur aukist mikið hjá körlum.
Atvinnuleysisdagar í nóvember
voru um 6.500. í lok nóvember
1991 voru 203 án atvinnu, 129
karlar og 74 konur, þannig að
atvinnuleysi milli ára hefur aukist
gífurlega.
Þessar tölur; 224 í lok nóvem-
ber, 370 í lok nóvember og 412
eftir fyrstu vikuna í desember,
sýna þróun sem hlýtur að teljast
hrikaleg og enn bætist við fólk á
atvinnuleysisskrá. Hjá Vinnu-
miðlunarskrifstofunni fengust þó
þær skýringar að átaksverkefni
Akureyrarbæjar með styrk frá
Atvinnuleysistryggingasjóði hafi
lokið í nóvember og þá hafi um
90 manns komið aftur inn á
atvinnuleysisskrá sem höfðu
fengið tímabundna vinnu. Þetta
skýrir þó ekki nema að hluta til
þessa miklu aukningu.
Aukningin nú í desember er
ekki tilkomin vegna fjöldaupp-
sagna en nýjar tilkynningar hafa
borist jafnt og þétt á hverjum
degi. Starfsmaður Vinnumiðlun-
arskrifstofunnar sagði að 412
nöfn á skrá væri tala sem ekki
hefði sést lengi og þótt það væru
misjafnlega margir atvinnuleysis-
dagar á bak við hvert nafn væri
ljóst að ástandið væri slæmt og
hefði farið hríðversnandi. SS